Feykir


Feykir - 16.12.1992, Side 12

Feykir - 16.12.1992, Side 12
12 FEYKIR 44/1992 Morgunn í maí glefsur úr bókarkafla um Þórhildi ísberg sýslumannsfrú á Blönduósi í bókinni ,,Betri helmingurinn" Tvær litlar stelpur §ru á leió í skólann sinn. Ég er á leió í skólann og meó mér er nágrannastelpa á svipuóu reki. Vió erum litlar eftir aldri og prann- holda. Það er, eg aó minnsta kosti. Ég er allt aó því horuð. Þaó finnst mér mjög leióinlegt, en einkanlega þó þegar þaó kom skjallega í ljos er öll börnin í skólanum voru vigtuó. Þá var brugðió um okkur reipi og vió vorum hífó upp á reisluna og þyngd hvers þams var sknfuó nióur. A þessa reislu voru einnig vigtaóir hrútar bóndans. Þaó kom í ljós aó ég var langléttust. En þctta var morgunn í mars. Eftir harðan frosta- og snjóakafla var nú komin ofsahláka. Snjórinn var að mestu farinn af jafnsléttu, en í öllum mishæðum og lautum var enn krap eða svell. Við renndum okkur fótskriðu á milli þúfn- anna og brún störin er stóð upp úr svellinu, hrökk í sundur undan fótum okkar. Það er stutt leió niður að ánni þar sem í þetta skipti bíður okkar kerra til þess að fara í yfir ána. Það er komið með fjósa- kerruna í Tungu til aö flytja okkur yfir og að sjálfsögðu fylgir henni fjósamaóurinn. Hvoru tveggja, þ.e. bæði maður og kerra, eru smurð lagi af kúaskít. Það er svo sem nógu gott handa krakka- grislingunum? Eg heyrði eitt sinn móður mína spyrja karl- mennina á bænum: „Hvernig í ósköpunum stendur á því að börnin skuli alltaf vera sótt í fjósakerrunni?“ Að sjálfsögðu fékk hún ekkert svar. Við hoppum upp í kerruna, stöndum alveg aftast og tyllum rétt niður tánum og höldum okkur í skjólborðin. Þctta tekur enga stund. Svo er fimm mín- útna gangur heim að bænum þar sem fyrsta kennslustundin er rétt aó byrja. Við stöndum í kamesinu og tínum af okkur utanyfirhafnir og útiskó. Inni í kennslustund erum við í kjól- gopum og kannski peysa yfir, en til fótanna erum við búnar ullarsokkum og sauðskinnskóm. Fyrsta kennslustundin er úti. Það er landafræði og unnin eftir nýjum sið. Þ.e. fært var inn í vinnubók er verkefninu var lokið, sem var að teikna og lita löndin, segja til um gróöur og fleira og fleira. Kennarinn hefur flautað og það eru frí- mínútur í tíu mínútur cða svo. Allir þjóta út og yfirhafnir verða cftir í kamesinu því þar er nokkuð hlýtt og ofsahláka. Tröðin í Tungu sem í gær var full af snjó er nú full af grængolandi krapi. Við erum í eltingaleik á bæjarhólnum. Tveir strákar nokkuð eldri en ég hafa fangað mig og dregið mig að tröðinni. Þeir halda um axlir mér svo að fæturnir dingla og nú hóta þeir að henda þessari litlu og horuðu stelpu í grængolandi tröðina. Og þeir láta fætur mína af og til snerta krapið. Ég berst um og hrópa á hjálp og loksins get ég slitið mig lausa. En þá grípa þeir bara næst- minnstu stelpuna. Það cr sú sem var mér samferða um morguninn: Þcir hefja sama leikinn við hana og allt fer eins og áður því hún spriklar líka og hljóðar. Ég skynja á auga- bragði hættuna sem hún er í og þýt með ofsahraða inn til kenn- arans sem hefur komið sér vel fyrir meó bók í hönd. Ég hrópa af öllum kröftum: „Kristján, Kristján! Komdu fljótt. Þeir ætla að drepa hana Gunnu! Og það var eins og blessuð skepnan skildi um leið. Krist- ján, kennarinn minn, tók snöggt viðbragð. Hann teygði sig eftir stafnum sínum og skálmaði fram göngin og út á hlað. Hann reiddi upp stafinn og hrópaði til strákanna: „Ég skipa ykkur að sleppa henni Gunnu! Því næst þreif hann til flautunnar og blés af þrótti, en það gaf til kynna að frímín- útumar voru liðnar. Allir krakkamir þustu inn í skólastofuna og allt var þar með eðlilegum hætti, en við Gunna stóðum cftir í kamesinu og toguðum af okkur vos- klæðin, blauta sokka og skó. Ur öðru var ekki hægt að fara þó að þörf hafi verið á. Fætur okkar voru bláir og rauðir af kulda og svo stamir að erfitt var að ná af sér sokkunum. Þeir köstuðust út í vegginn andspænis okkur og þannig skildi ég við mín sokkaplögg. Gunna stóð við hlið mér og tíndi af sér blautu fötin. Hún var rjóð í kinnum eftir átökin við strákana og andaði ótt og títt. Nasavængirnir titruðu og hún var sýnilega reið. Ég hafði lokið fataskiptum og var á leið inn í skólastofuna þegar hún snéri sér að mér. „Þú þurftir Bosch heimilistæki 10% jólaafsláttur * Brauöristar * Kaffikönnur * Vöfflujám * Handþeytarar * Eggjasjóðarar f f * Straujárn ■ ■ 1 T II M * Hrærivélar H oL I ekki að klaga“, sagði hún andstutt og æst. Ég sagði ekkert en hnykkti höfði og rigsaði inn fyrir. Það voru liðnar um tíu mínútur af kennslustund er við heyrðum í blessaðri húsmóðurinni á bænum. Hún var komin fram í kamesið og rausaði yfir hirðu- leysinu í þessum stelpum. „Að sjá hvemig þær ganga um fötin sín. Þvílíkt uppeldi“. Krakkarnir í framdalnum Við krakkarnir í framdaln- um vorum ekki mikið með þeim sem bjuggu í útdalnum. Það var ákveóin skipting þama á milli sem sennilega stafaði af því að það var ekki sanicig- inlegur skóli fyrir allan dalinn, nema rétt fyrir prófin á vorin. Fyrir vikið var útdalurinn svo- lítið eins og önnur sveit í okkar augum. Eftir 1940 var talsvert af unglingum í Vatnsdal. Þeir kornu bæði frá Reykjavík og Akureyri og reyndar víðar að. A sumrin kynntumst við öllum þessum aðkomukrökkum vel því allur hópurinn fór í útreið- artúra hvern einasta sunnudag sumarlangt í nokkur ár. I þessum reiðtúrum fórum við meira að segja fram á Gríms- tungu- og Auðkúluheiði og fram að Friðmundarvötnum. Við fórum upp á Hvamms- hjalla og áttum það til að ganga upp á Jörund eóa Hnjúkshnjúk og við fórum að skoða Dyngju sem cr í Hofs- melum. Þetta var mikil skemmtun fyrir okkur þcgar við söfnuðumst saman á sunnu- dögurn og oft var riðið hratt. Eitt sumarið var ég á afbragðsgóðum hesti sem pabbi niinn átti og ég var stolt yfir því að ég var aldrei síðust í hópnum meðan ég hafði hann. I þcssum ferðum okkar vorum við bara að skoða dalinn okkar og engum datt í hug að fara á ball. Enginn kveikti í sígarettu og engu okkar kom til hugar að áfengi væri eitthvað sem kænii okkur vió. Það var ekki minnst á þessa hluti og engu líkara en þeir væru ckki til. Við undum þvert á móti við það að þeysa á hestunum, skemmta okkur og rabba saman og fara í leiki þegar við áðum lengi. Þá var sungið og sumir sögðu sögur. Sumarástin I þessum hópi var strákur einn sem var örugglega orðinn eitthvað skotinn í mér. Hann var farinn að vera ansi oft við hliðina á mér, en ég hef líklega verið svona vanþroska því að ég veitti þessu enga eftirtekt. Ég man að það var gaman að spjalla við hann og hann sagði oft skcmmtilegar sögur þcgar við rióum samsíða á götunni. Það kom líka aðeins fyrir að við lciddumst afsíðis frá hópnum í hauströkkrinu. Svo lcið sumarið og þegar kom fram á veturinn fékk ég frá honum sendibréf. Þar talaði hann um það hvað þctta hefði verið gaman og að við þyrftum að gcra þetta oftar. Hann sagði líka í þessu bréfi að hann clskaði mig alveg út af lífinu og langði að hitta mig. Mér þótti gaman að fá svona bréf, en ég svaraði honum aldrci. Níu árum seinna hitti hann mig á skemmtun og sagði að það hefði bara verið citt að: „Þú

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.