Feykir - 03.03.1993, Side 6
6FEYKIR 8/1993
hagyrðingaþáttur 136
Heilir og sælir lesendur góöir. Sá er
skorað var á í síðasta þætti, Gísli
Rúnar Konráðsson, hefur brugðist vel
við því. I fyrstu vísu hans fáum við
nokkra framtíðarsýn úr hans umhverfi.
Skagfirðinga leiðir liggja
lífgleðinnar götum á
og meðan sveitir bœndur byggja
breytast nwn ei háttur sá.
Eins og víða annars staðar hefur
nokkuð verið rætt í Skagafirði nú að
undanförnu um sameiningu sveitar-
félaga. Heyrst hefur að ein af þeim
hugmyndum sem fram hafa komið þar
sé sameining Akra- Seylu- og Lýtngs-
staðahrepps. Þegar Gísli velti fyrir sér
því innleggi sem hver og einn mundi
koma með við væntanlega samein-
ingu, varð til eftirfarandi vísa.
Úr Lýdó fengist landasull
sem létta mundi stritið,
í Seyluhreppi basl og bull
hjá Blöndhlíðingum vitið.
Af eftirfarandi vísu Gísla leyfi ég
mér að draga þá ályktun að ánægja sé
með þessa nýbreytni og nokkuð tryggt
mcð skemmtilegt framhald á því.
Með þakkarhug við þáttinn skil
og þessu vísubroti,
nœstan vil ég nefna til,
nafna í Brekkukoti.
Þá er næst vísa sem ég hef heyrt að
sé eftir Jón Pétursson frá Eyhildarholti.
Eru tildrög hennar þau að kona mun
hafa beðið hann að gera um sig vísu.
Ég hef kveðið fátt um fljóð
fannst mig nœmleik bresta,
en mér á tungu lag og Ijóð
ná til góðra hesta.
Þá minnir mig að ég hafi einhvern
tíma séð að Kristján Olason á Húsavík
sé höfundur eftirfarandi vísu.
Aðdáun og undrun hafa
aukið hjá mér jafnt og þétt
þeir sem aldrei eru í vafa
og alltaf vita hvað er rétt.
Annar snjall hagyróingur á Húsa-
vík, Karl Sigtryggsson, mun vera höf-
undur að næstu vísu. Kannski hefur hún
verið ort á Sæluviku.
A Sauðárkróki söngur bestur
sálum veitiryl
þar er enginn minni en mestur
minnstur er ekki til.
Þá held ég að þcssi sé einnig eftir
Karl.
Drottinn lœtur skin og skúr
skiptast á að vonum.
Mér hefur lítið orðið úr
öllu er kom frá honum.
Halla Eyjólfsdóttir á Laugarbóli við
ísafjarðardjúp er höfundur þcssarar
vetrarvísu.
Húmar að og hélurós
hylur sérhvern glugga.
O ég þrái yl og Ijós
ekki kaldan skugga.
Fallega er orðunum raðað saman í
næstu vísu sem ég hcld aó sé cftir
bróðir Höllu, Hreiðar Geirdal.
Tíðin grána fremurfer
frostið ána spennir
hríðin gljána bitur ber
birtu mána grennir.
Það erkælan, sagði maðurinn scm
kom kófsettur til kirkju á heitum sól-
skynsdegi. Ekki veit ég hvort þar hefur
farið fram hjónavígsla en við slíkan
atburð mun Knútur Þorsteinsson hafa
ort eftirfarandi vísu.
Omœldféll í ýmsra skaut
angan kossa þinna,
en eginmaðurinn aðeins hlaut
útþynningu hinna.
Næstu vísu orti Knútur einnig við
svipað tilefni og mun þar hafa verið
nærri honum sjálfum höggvið.
Oft mér Dísa yndi jók
armlög heit ég þáði.
Drottinn gaf og drottinn tók,
í Dísu annar náði.
Ein vísa kemur hér enn eftir Knút
og rnun hún vera vera eftirmæli um
samferóamann.
Góða aldrei geymdi sál
glóði lítt úr svaði,
liróðugur hvern æviál
óð á hundavaði.
Oftast cru skiptar skoðanir um
ágæti þcirrar ríkisstjómar er situr hverju
sinni. Sú hlýtur að hafa verið af bctri
sortinni sem fær eftirfarandi skeyti frá
Gunnlaugi Péturssyni.
Skeiðar til ég hef og hnífs
en hvergi má við fórninni,
að öllu hjarta eylífs lífs
óska ég ríkisstjórninni.
Eitt sinn að vetri til er mjög frost-
hart var og svo mikill gaddur í jörðu að
enginn lagði í að brjóta hann nema brýna
nauðsyn bæri til orti Gunnlaugur svo.
Þess ég eigi engan kost
yls og krafta snaður,
að komast niður fyrir frost
fyrr én ég er daitður.
Þá er góður endir á meðan svo kalt
blæs að leita huggunar í þeirri hugsun
scm Bjarni frá Gröf tileinkar eftirfar-
andi vísu.
Er vorið kemur verður gaman
það veitir lífi nýjan þrótt.
Og dagar halda höndum saman
í hringdansi um miðja nótt.
Veriói þar mcð sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Biönduósi s:(95)27154.
Abending til forsætisráðherra
og athugasemdir af gefnu tilefni
Davíö Oddsson forsætisráðherra
gcrir athugasemd í fréttablaðinu
Feyki miövikudaginn 24. febrúar
sl. viö tölu mína á fundi þeim er
hann boðaði til í Safnahúsinu á
Sauðárkróki sunnudaginn 14. sama
mánaðar svo og við grcinarkorn
mitt er birtist í fréttablaðinu Feyki í
framhaldi af fundinum. Vegna þessa
vil ég taka fram eftirfarandi:
Það er rétt að ég kom mcó mál
mitt skrifaó á blað og hclði líklega
farið betur að það hcfðu fleiri
gert. Sökum takmarkaðs ræðutíma
náði ég ekki að ljúka máli mínu,
en mun þó hafa sagt nægilega
mikið, og meira en mér var ætlað.
Virðist ég hafa komið við við-
kvæma málaflokka, þaö er skulda-
stöðu þjóðarbúsins og atvinnu-
leysið, utan þess að lýsa því
hvcmig núverandi forsætisráðhcrra
kemur mér æói oft fyrir sjónir.
I framsöguræðu sinni taldi
forsætisráðherra að uppeldi hans
heföi tekist nokkuð vel og að
hans mati ekki mistekist. Því
miður hallast ég að því að eitt-
hvað hafi farið úrskeiðis í upp-
eldinu. Ég var að minnsta kosti
alinn upp viö það að mcnn skyldu
temja sér að fara með rétt mál og
yrðu þeim á mistök hvort sem
það væri i orði eða verki þá
skyldu þeir vera þeir mcnn að
vióurkenna mistökin. Þessi lífsnegla
má ætla að sé forsætisráðherra
mjög fjarstæð. Hann vióurkcnndi
þó að hafa sagt að atvinnuleysi
væri samkvæmt áætlun. Opinberar
tölur sýna að atvinnuleysió í des-
embermánuði 1992 var aö mcóal-
tali 4,8% eða 6100 manns á land-
inu öllu. A Norðurlandi vestra
var það 5,8% á sama tíma.
1 yllrliti um atvinnuástandió,
blað nr. 12/92 má lesa eftirfar-
andi. „Síðasta virkan dag desem-
bcrmánaðar voru 7000 manns á
atvinnuleysisskrá á landinu öllu
og hafa aldrci verið llciri síðan
skráning atvinnuleysis hófst hér á
landi með reglubundnum hætti“.
Ennfremun „A árinu 1992 voru
í heild skráðir rúmlega ein milljón
atvinnuleysisdagar á landinu öllu.
En hafa flestir orðið áður 586 þús-
und árið 1990. Þctta jafngildir því
að 3850 manns hafi aó meðaltali
verið á atvinnuleysisskrá á árinu
1992 sem svarar til 3.0% af áætl-
uðum mannafla á vinnumarkaði".
Ennfrcmur má lcsa í blaói nr.
1/93 um atvinnuleysið nú í janúar:
„Þannig má segja að atvinnu-
leysið í heild hafii ekki fylgt eftir
þeim reglubundnu breytingum
sem venjulega má búast við frá
desembcr til janúar. Hins vegar
hcfur atvinnuleysisdögum fjölgað
um 56% frá janúttr 1992, sem skýr-
ist af öðru en árstíðasveifium".
Gerir forsætisráðherra sér grein
fyrir því böli cr fylgir atvinnu-
lcysi, bæði fyrir viðkomandi ein-
stakling svo og samfélagið í heild?
Erlendar skuldir þjóðarinnar
frá 1989 eru nákvæmlega í prós-
cntutölu af landsframleiðslu eins
og ég hélt fram á fundinum, og
birti þærsíðan í Feyki. Um skulda-
stöðu fyrri ára ræddi ég ckki.
Skuldastöóuna í milljarða-
krónum lékk ég uppgefna hjá
Seólabankanum. Forsætisráðherra
virðist hafa aðrar tölur handbærar
um skuldastöóu þjóóarinnar. Hann
ætti því að vera sá maður að birta
þær og koma lciðréttingu þar um
til réttra aðila, en ekki hrópa bara
rangfærslur og vitleysa.
Eitt get ég frætt núverandi for-
sætisráóherra um, sem hann viróist
eiga erlltt með aö skilja: Erlcndar
skuldir hafa hækkað að krónu-
tölu til nokkuð í hans ráðherra-
tíð. 31. mars 1991 voru erlcndar
skuldir þjóðitrinnar 179,5 milljarðar,
þar af voru skuldir ríkissjóðs 60,7
milljarðar (gengi krónunnæ 50,59
mióað við dollar). 1 aprílmánuði
1991 er talió að skuldirnar hafi
aukist unt 1,6 milljarð, þar af skuld
ríksissjóðs um 0.6 milljarða.
Núvcrandi ríkisstjóm undir forsæti
Davíðs Oddssonar tók við völdum
1. maí þctta ár. Erlcndar skuldir
þjóðarinnar í árslok 1992 voru
228,1 milljarður, og hafa því hækkað
um 46 milljarða. Hækkun erlendra
skulda er því umtalsvcrð í mill-
jörðum á 18 mánuðum. Það skiptir
ckki máli hvort þær hækkuóu
vegna nýrrar lántöku cóa vcgna
gengisbreytinga, því þaó þarf að
grciða skuldirnar. I próscntutölu
af vergri landsframlciðslu hafa
crlcndæ skuldir hækkað vcmlega.
Talið aö þær vcrði 56,1% í ár.
Hver er ástæðan? Ætli mcgi ckki
rekja hana til núverandi atvinnu-
leysis og samdráttar í þjóðarbú-
skapnum sem tilkomið er að of
stórum hluta vegna óstjórnar og
ráðaleysis núverandi ríkisstjómar
undir forystuleysi og frjálshyggju-
brölti Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra.
Ég cr forsætisráðhcmi sammála
um að glapræði sér að hlaða upp
erlendum skuldum, reyndar inn-
lendunr líka. I því skiptir cngu
hvort um er að ræða cinstakling
cða þjóðarbúið í heild. Tími er til
kominn aö spoma við. Þessi mál
verða þó ckki leyst með því að
ráóast aó þcim scm minnst mcga
sín í þjóófélaginu með margs-
konar skattpíningum og hækkaðri
félagslegri þjónustu. Heldurekki
með lyrirhyggjulausri frjálshyggju
og óraunhæfri einkavæóingu.
Þaö mun sannast hið fornkvcðna
aó hollur sé heimafenginn baggi.
Ég stcnd viö þau orð sem ég
viðhafði á fundinum er forsætis-
ráðherra hélt í Safnahúsinu.
Einnig þaö cr á prcnti hefur frá
mér farið í framhaldi af fund-
inum. Hins vegar get ég alveg
skilið sárindi forsætisráðherra og
hans stuöningsmanna. Forsætisráö-
hcrra hcl'ur undanfarið kallað það
yfir sig mcð framkomu sinni og
málflutningi að honum yrói svaraó.
Líklega var þaö tilviljun háð að
það skyldi koma í ntinn hlut.
Æðstu embættismenn íslenskrar
þjóöar hafa margir hverjir alist
upp á norðlenskri grund, skag-
firskt blóð runnið í æðum nokkurra
þeirra. Þeir hal'a oftar en ekki reynst
hvað heilladrýgstir á örlagastundu.
Núverandi forsætisráðherra mætti
gjarnan taka sér þcssa menn til
fyrirmyndar þar scm hann cr. því
miður, að mínu mati, ekki með
tæmiu' þar scm þeir höfðu hælana.
Að lokum: Ég cr ckki y llr gagn-
rýni hafinn frckar cn hvcr annar.
Vilji forsætisráðherra meiri unt-
fjöllun um Sauóárkróksfund sinn
þá cr það hans.
Með kveðju.
Guömundur Oli Pálsson.