Feykir


Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 9/1993 Gefendur og þiggjendur á deild 5, gefendur í miklum meirihluta. Uppskeruhátíð á deild 5 Starfsfólk deildar 5 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Sauðár- króki gerði sér dagamun með veisluborði í miðdegiskaffinu sl. miðvikudag. „Uppskeruhátíð“ segjast starfsmennirnir kalla þessa hátíð, en hún var haldin í tilefni gjafa sem deildinni hafa borist frá fclagasamtökum og einstaklingum undanfarið. Forsvarsmenn deildarinnar þau Elsa Gunnlaugsdóttir deildarstjóri og Olafur Sveinsson þökkuðu gefendum fyrir hönd deildarinnar. Mættir vom forsvarsmenn Lionsklúbbs Skagafjarðar, Soroptimista- klúbbs Skagafjarðar og Skagafjarðardeildar Rauðakross Islands. RKI-deildin gaf dvalarheimilinu sjónvarpsskáp, sófasett og sófa- borð. Lionsklúbbur gaf sjónvarp og soroptimistaklúbburinn spil og spilastokka ýmis konar, m.a. spilastokk fyrir sjónskerta. Þá hcfur starfsfólk deildar 5 gefið deildinni lyrir ágóða af jólabasar tvo hægindastóla, lítið glcrborð, handryksugu, hárliðunarbursta, blaðagrind, myndavél o.fl. Þá vom einnig frambomar þakkir fyrir 90 þúsund króna gjöf frá Ingibjörgu Jónsdóttur frá Marbæli, er varió var til kaupa á glugga- tjöldum á deildina, og saumuðu veggteppi frá Jónönnu Jónsdóttur. Dósla sýnir á Blönduósi Nýlega opnaði myndlistar- konan Dósla sýningu í Héraðs- bókasafninu á Blönduósi. Þetta er fimmta einkasýning Dóslu en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum. Dósla sýnir á sér nýja hlið núna mcð litlum myndum ýmist unnum meó olíukrít eða bleki og olíukrít. I verkunum endurspeglast meiri hraði og kraftur en í iyrri vcrkum hennar. Dósla stundaði nám í Mynd- lista- og handíðarskóla Islands á árunum 1974 - '79, þar sem hún lagði aðaláherslu á textil- nám og 1955 - '88 en þá fór hún í nám við kennaradeild og málaradeild skólans. Dósla starfar nú sem myndmennta- kcnnari við Gagnfræðaskól- ;tnn á Blönduósi. Sýning hennar stendur til 24. mars og er opin á opnunartíma safnsins. MO. Söng§íietnintnn t gjiiitgneðt! Rökkurkórinn heldur söngskemmtun í Miðgarði laugardajginn 13. mars kl. 21,00. Söngstjóri Sveinn Amason. Undirleikari á píanó er Thomas Higgerson og á saxafón leikur Mette Kari Vorum. Einsöngur: Sigurlaug H. Maronsdóttir, Hjalti Jóhannesson og Valgeir Þorvaldsson. Tvísöngur Drífa Arnadóttir og Lára Angantýsdóttir. Fjölbreytt söngskrá. Kaffiveitingar aó loknum söng. Aðgangseyrir krónur 1200. Stjórnin. Viljum við ferðamenn? Skagfirðingar hafa verið þekktir fyrir að taka vel á móti aðkomumönnum og þykir gestum og aðfluttum góðar móttökur sem þeir fá einn stærsti kostur héraðsins. En nú finnst mér viðhorf Skagfirðinga til ferðamanna vera að breytast samfara þeim mikla fjölda ferða- manna sem sækir okkur heim. Eitt stærsta ferðaþjónustu- héraðið, einnig á Norðurlandi, hefur fengið þaö orð á sig að lögð sé of mikil áhersla á að ná sem mestum peningum af ferða- mönnum, þannig að það skíni í gegn. Þctta hafi orðið til þess að fcrðamennska í þessu fallaga héraöi hafi dregist verulega saman. Ég veit að þeir sem lifa og hrærast í ferðamennsku vita nauðsyn þcss að standa saman og taka vel á móti ferðamönn- um. Aðrir skilja kannski ckki eða gera sér ekki grein fyrir því hve ferðamcnnska kemur víða við í Skagafirði. Ég er ekki að segja að við eigum að láta vaða yfir okkur endalaust, en gerum okkur grein fyrir því að einn ferðamaður sem ákveður að stansa eitt- hvað í héraðinu gerir tleira en að sofa og borða. Hann verslar kannski fyrir tugi þúsunda, aðra vöru og þjónustu á svæö- inu. Einnig má reikna með því að hann breiði út góðan orðstý ef vel er tekið á móti honum. Ef við Skagfirðingar ætlum að ná viðunandi hluta af þess- ari köku verður að halda rétt á spöðum. Aóalatriðið er að leggja niður alla hreppapólitík og öfund og cinbeita sér að því að ná ferðamönnum í héraðið. Það þarf að lengja ferðamannatím- ann og byggja upp ferðaþjón- ustu yfir veturinn. Við þurfum að draga fram sérstöðu svæóis- ins og kynna hana vcl. Eftir að ferðamaðurinn er kominn í héraðió geta menn síóan beitt samkcppninni um að hrcppa þjónustu hans. Þegar fcrðamað- urinn er kominn á svæðið cr ósvarað hvað hann stansar lengi og hvað hann vcrslar víða. Gott dæmi um rétt skref í ferðaþjónustu er starfsemi Ferðamálafélags Skagafjarðar og Siglufjarðar þ.e. sú ein- staka samstaða sem fólk í ferðaþjónustu hefur náð á Siglufirði, Sauöárkróki og í Skagafirðinum öllum. Ferða- málafélagið hefur starfað hljóðlega en þegar náð miklum árangri. Tilgangur félagsins er m.a. að efla ferða- þjónustu á svæóinu, stuðla að samvinnu milli hagsinuna- aðila og leita nýrra leiða til aó laða ferðamcnn að. Félagið cr opið öllum einstaklingum, fél- ögum og stofnunum á svæðinu. Stjórnvöld á íslandi stefna að því að auka beinar gjaldeyris- tekjur af ferðamönnum úr um 13 milljörðum í 26 milljarða tyrir árið 2000. Jafnframt að eitt af hverjum fjórum nýjum störfum verði í ferðaþjónustu. Þó stjórnmálamenn séu ekki alltaf sammála þá virðast í þessu tilviki allir sammála. Gætum að þessu. Sólvangi 20. febrúar 1993 Einar Steinsson. Lífsstandardinn kannaður á demókratísku" stöðunum ff Leiðarahöfundur Víkur- blaðsins fór um síðustu helgi pílagrímsför til höfuðborg- arinnar. Forvitni og fræðilegur áhugi á efnahagsmálum þjóðar- innar og lífskjörum landsmanna var aflvaki jDcirrar ferðar. Og að góðra manna ráði var einkum sótt á þá staði sem eru „demókrat- ískastif ‘ allra, staðina þar sem allar stéttir koma saman, háir og lágir, ríkir og fátækir, skemmtistaðina. Og á þcssum stöðum hittir maður þverskurð þjóðarinnar. Ég talaði við lögfræðinga, presta, húsmæður, aflraunamenn, atvinnu- rekendur, sjómenn, blaðamenn, listamenn, atvinnuleysingja. Þegar kunningjar mínir áttu í hlut, voru rifjaðar upp gamlar syndir, vió aðra var rætt um eðalvín og annað landsins gagn og nauðsynjar. En þegar ég ætlaði að fara að fitja uppá efnahagsmálum eða ástandinu í atvinnumálum, var rekist á vegg. „Hættu þessu þmgli maður, við erum að skemmta okkur", var viðkvæðið. Það eina sem gat bent til þess að þjóðarauðnum væri citt- hvað misskipt, að sumir hefðu meira í handraðanum en aórir, var sú staðreynd, að sumir dmkku vín í vatni en aðrir þriggja stjörnu koníak í kók. Það ríkti sem sé viðkunn- anleg velmegun á skemmtistöðum borgarinnar og allstaðar fullt út úr dyrum af fullum með fullt af peningum. Ég gladdist yfir þcssu ríki- dæmi borgarbúa og landsbyggð- amianna sem þama vom margir að skemmta sér, cn ckki í efna- hagslegum rannsóknarleiðangri cins og ég. Ég ályktaði scm svo að cinhverjir hlytu að sitja hcima, lepjandi dauðann úr skcl, því annars væri ekkert að marka bar- lóminn og ískyggilegan frétta- flutning fjölmiðla um cfnahags- og atvinnuástand. Og svo flaug ég heim til að kanna þctta ástand á landsbyggð- inni, og komst að raun um að það var hcldur vema þar en syðra, þegar ég fór nokkra könnunar- leiðangra á þorrablót í héraðinu. Þar höfðu engir efni á að drekka koníak og ekki einu sinni í vatni. Menn vom svo illa haldnir efnahagslega að þcir urðu að sætta sig við aó drekka sitt brcnni- vín „dry" og borða matinn hráan. Mér lcist illa á þessa þróun. En brúnin lyftist ögn heima í stofu, horfandi á sjónvarps- fréttir um ástandið í Sómalíu og fyrrum Júgóslavíu, þar sem þcir sem eftir lifa hafa ekki cinu sinni þokkalegt vatn til að drekka, og náttúrlcga ckkert að éta heldur. Sennilcga hcfur Davíð rétt fyrir sér, ásandið á Islandi er bara nokkuð gott. A.m.k. lítil hætta á að þjóðin deyi úr þorsta á næstunni. JSA'íkurblaðið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.