Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Bæjarstjórn Sauðárkróks í gær: Þrefað um eignarhald á „spuna" í bæjarráði Veðrið hefur Ieikið við þessa ungu drengi sem og marga aðra Norðiendinga undanfarna daga. Besti dagur vorsins var trúlega fimmtudagurinn síðasti og þá eyddu margir nemendur grunnskólans kennslustund undir berum himni við Faxatorg. Nánar um vorkomuna á síðu 4. í blaðinu í dag. Hvammstangahreppur: Reikningarnir nánast á áætlun Snarpar umræður urðu í bæj- arstjórn Sauðárkróks í gær vegna bókunar er Anna Krist- ín Gunnarsdóttir bæjarfúll- trúi Alþýðubandalags og áheyrnarfulltrú í bæjarráði gerði á fundi ráðsins fyrir skemmstu. Þar leggur hún til að þeir foreldrar sem eigi fleiri en eitt barn í dagvistun fái helmingsafslátt á dagvist- unargjöldum umfram fyrsta barn, skólabókasöfnin fái sömu upphæð og gert var ráð fyrir að þau fengju á árinu 1991 og sett yrðu upp tvö ný biðskýli vegna skóla- rútu. Sparnaði á móti vill hún ná í lækkun ferðakostnaðar um 10%, skráð yfirvinna þeirra bæjarstarfsmanna sem hafa fasta yfirvinnu verði afnumin, svo og hlunnindi til þeirra sem njóti frírrar orku, og bifreiðastyrkir verði endur- skoðaðir með lækkun í huga. Þessum tillögum var vísað írá með átta atkvæðum gegn einu. Bæjarráösmenn gagnrýndu Onnu Kristínu fyrir aö taka upp og gera að sínunt tillögunt þær liugrenningar scm fram heföu komið í „spuna", sem Bjöm Sig- urbjömsson fomtaöur bæjarráös, kallaði svo óformlegar umræöur Framhald á 2. síöu. Togararnir selja vel Tveir togarar Skagfirðings, Hegranes og Skagllrðingur, hafa gert góðar sölur í Brem- enhafen á síðustu dögum, selt samtals fyrir 47,5 millj- ónir króna. Hegranes, sem seldi á flmmtudag og föstu- dag í síðustu viku, seldi rúm- Iega 170 tonn fyrir 24,6 millj- ónir sem er hæsta sala í krón- um talið síðan Skagfirðingur hóf starfsemi. Meðalverð hjá Hegranesi var 142 krónur, en Skagfirðingur sem seldi á mánudag, fékk 146,5 króna meðalverð fyrir 156 tonna afla. Skafti er á veiðum á Sel- vogsbanka og var komin með 100 tonn á mánudag og hafði veiðiferðin gengiö vel. Gert er ráð fyrir að skipið landi nk. mióvikudag, og grálúðuaflinn sem var orðinn 45 tonn, verói seldur til Frakklands í gámum, en skip Skagfirðings hafa aó undanförnu verið að senda þangaó 2-4 gáma í viku fyrir ágætt veró, 145 -175 króna meö- alverð. Hinum hluta allans veróur landað til vinnslu í frystihúsum Fiskiöjunnar. I ársreikningum Hvamms- tangahrepps fyrir síðasta ár, sem lagðir voru fram til fyrri umræðu á síðasta hrepps- nefndarfundi, kemur fram að heildarskuldir sveitarfélags- ins að frádregnum peninga- legum eignum eru 28% af sam- eiginlegum tekjum, sem þykir frekar skikkanleg staða. Hins- vegar versnaði veltufjárstaða hreppsins um 4,5 milljónir á síðasta ári og er ástæða þess að afskrifa varð sjö milljónir vegna tapaðra skatttekna og viðskiptaskulda. Útkoma reikninga var býsna nálægt fjárhagsáætlun og segir Bjarni Þór Einarsson sveitar- stjóri aö það byggist ckki á því að ntenn séu svo lunknir aö gera áætlanir, hcldur hitt aö hrcppsnefndin líti á fjárhags- áætlunina sem stefnumótandi plagg og fari því cftir henni í meginatriðum. Tckjur hreppsins á síðasta ári námu 98,4 milljónum og reyndust 2,4 milljónum hærri en gert var ráð fyrir. Skattatekjur að frádregnum rekstrarkostnaöi námu 28,9 milljónum eða 2,1 milljón meira en reiknað var með. Vaxtatekjur umfram vaxta- gjöld voru 3,1 milljónum minni en gert var ráð íyrir og vom tekjur cftir tjármagnsliði 30,5 milljónir eða einni milljón minni cn áætlun gerði ráð fyrir. Gjaldfærð fjár- festing var 20,5 milljónir og eign- færð fjárfcsting 12,8 milljónir og í heild er fjárfestingin hálfri milljón umfram áætlun. Greiðslu- afkoma var 3,1 milljón króna lægri cn gert var ráð fyrir. Tekió var 13 milljón króna lán sem aó hluta til var endurlánað til langs tíma, vcgna malbikunarfram- kværnda og cinnig vcgna brcyt- inga laga urn félagslcga íbúða- kcrfið, þar sem að sveitarfélög eru nú skylduð til að lána Bygg- ingarsjóði vcrkamanna 10% byggingarkostnaðar. Frá æfingu á Indjánaleik Leikfélags Blönduóss. Indjánaleikur á laugardag Hjá Leikfélagi Blönduóss standa nú yfir æfingar á gamanleik sem fjallar um landnema og fjölskyldu hans sem býr í kofa í Aresona. I>ar eru þau umsctin af indjánum og lenda í mörgum raunum. I>etta er góö skoirstæling á „vestra“, hraður og skemmti- legur gamanleikur. Lcikritiö hcitir „Indjánalcikur" og ber undirtitillinn „Þaó þýtur í Sassafrastrjánum". Þaö cr cltir Frakkann Rcnc Dc Obaldia, en ís- lenska þýðingu geröi Svcinn Einarsson. Lcikritið var sýnt hjá Leik- lclagi Rcykjavíkur áriö 1967. Alls cru lcikarar átta en mcð hclstu hlutvcrk fara Jón Ingi Einarsson og Guðrún Pálsdóttir scm leika landnemahjónin og Benedikt Blöndal Lárusson, scm leikur fjölskylduvininn Doktor Butler. Leik- stjóri cr Sigurður Hallmarsson. Lcikmynd gcrði Steinþór Sig- urðsson hjá Leikfélagi Rcykjavíkur og lýsingu annaðist Ingvar Björnsosn Akurcyri. Lcikritiö vcröur frumsýnt í Félaghseimilinu á Blönduósi nk. laugardag, 10. apríl. MO. —KJengill lijDI— Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA Sím\bílaverkstæði Æ # rn m rn sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílavi&ger&ir * Hjólbarbaverkstæbi SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.