Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 7

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 7
13/1993 FEYKIR7 Áróra Heiðbjört Sigursteinsdóttir Sóiin skcin í heiði og Skagafjörö- urinn skartaði sínu fegursta að motgni 1. apríl þcgtu" Haukur hringdi í mig og tilkynnti mér lát ciginkonu sinnar og vinkonu minnar, Aróru, að kvöldi 31. mars. Eg hugsaði með mcr, nú cr morgunsólin hans Hauks hnigin til vióar í hinsta sinn. I>á var mér hugsaó til baka og minningarnar hrönnuóust upp, og þá vissi ég að morgunsólin myndi halda áfram að ylja og lýsa okkur veginn fram á við, því bjartar og fallegar minn- ingar tekur enginn frá okkur, og þær cru svo sannarlega fallegar og góðar minningarnar um Aróru. Ég kynntist Aróru í upphafi árs 1976, þegar hún hóf störf í gömlu góöu kjörbúðinni hjá Svcini. Ég hafói oft afgreitt hana og spurði samstarfs- lólk mitt hvcr hún væri þessi glæsi- lcga kona. „I>etta cr hún Aróra hans Hauks í Bæ“ var mér svarað. Seinna komst ég að því að þau voru alltaf ncfnd bæði í cinu ef um þau var rætt, þaó var þá Aróra Hauks eða öfugt, Haukur Aróru og höfum við oft haft gaman af því. I>cgarég hugsa til baka til áranna í kjörbúðinni finnst mér að þar hafi ráðið ríkjum glens og gaman og alltal' verið mikið fjör, við vorum á bcsta aldri aó okkur fannst, því okkarcinkunnarorð vom, að vió vær- um ckki dcgi eldri en við vildum vcra. Við höfðum cnga áhyggjur og lítilfjörlcgustu hlutirgátu vakió hlátur og kátínu hjá okkur. Ég minnist kalkúnaveislu hjá Aróru í Brcnnihlíðinni. Það var milli jóla og nýárs, Aróra og Haukur vom nýlcga fiutt í sitt glæsilega hús í Brennihlíð 9. Þá bauð Aróra okkur öllu samstarfsfólkinu til veislu. Aó lokinni ríkulegri máltíð, settumst við öll l'yrir frarnan arininn, sem skíð- logaði í , Aróra grcip gítarinn sem aldrci var langt undan ef gleðin ríkti. Skyndilcga fór rafmagnið af en við vomm örugg inni með kertaljós og arineld og sungum fram eftir nóttu starfslélagamir og Haukur, áður en við kvöddum sungum við með Aróm sálminn, sem hún hafði sjálf samið svo fallcgt lag við. Það eru svona perlur úr minningastokk mínum um Aróru, scm svo ljúl't crað rifja upp. Dástunlcg lcrð að Bifröst í Borg- arllrði í bústað til Aróru og Hauks. Veórið var dásamlegt í rökkrinu um kvöldið og var gítarinn gripinn og byrjað að syngja, því Aróra og fjöl- skylda elskuðu söng. Söngurinn óm- aði um allt hverfið og fólk úr næstu bústöðum bankaði upp á og spurði hvort það mætti syngia með, og var það auðvitað sjálfsagt. Svona var Aróra, alltaf glcði og söngur í kring- um hana og hún var ekki spör á að gefa öömm af sinni gleði og vænt- umþykju. Aróra var alburða bílstjóri, en þótti stundum aka heldur geyst, það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Þaó var svo skrýtið meó mig, að eins og ég er bílhrædd var ég aldrei hrædd í bíl hjá Aróru, mér fannst ég alltaf svo ömgg ef ég var með henni. Við fómm margar feróir saman í gamla góða bílnum hennar K - 186. Eina fræga ferð fórum við til Akureyrar með Kaffon, hundinn hennar, með okkur. Viö vorum meó hundinn í keðju og ætluðum að labba með hann í bæinn í góóa veðrinu. En hundur- inn var svo stór og sterkur aö hann dró okkur áfram og við fengum margar skrýtnar augnagotur, tvær konur hlaupandi á eftir hundi í bandi, svo við dril'um okkur hið fyrsta heim. A leióinni úr bænum segir Aróra: „Eigum við ekki að fara fyrir Olafs- fjarðarmúlann" þá fór aó fara um mig, því ég hafði aldrei fyrir Múlann tárió nema meó lokuð augun því svo hrædd var ég vió þessa hrikalegu leið. En nú brá svo við að í bílnum hjá Aróru var ég ekki hrædd og naut nú í fyrsta skipti hins fagra útsýnis yfir Eyjafjörðinn úr Múlanum. Eina góða feró fómm við í Borg- arfjöröinn til berja, og sögðu allir að við værum bilaðar að ætla til bcrja suður í Borgarfjörð og það í húðairigningu. Við létum þaó ekki á okkur fá og klæddum okkar í svarta plastpoka og týndum ókjör af berjum daginn þann. A heimleió vildi Aróra sýna mér fallegasta stað- inn í Borgarfirði aó hennar mati og ókum við nú niðurað Stekk við Norð- urá. Það hafði stytt upp og sólin braust frarn úr skýjunum. Þarna sátum við vinkonunnar og nutum fegurðai'innar, aðeins niðurinn í ánni heyrðist í kyrðinni. Svona augna- blik úr lífinu cr gott að gcta yljað t Dóttir mín, ástkær ciginkona, ntóðir. tcngdamóðir og amnia Áróra Heiðbjört Sigursteinsdóttir lcst á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi 31. ntars. Jarðarförin ferfram frá Sauóárkrókskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14,00. Þcir scm vildu minnast hinnar látnu eru bcðnir að láta Sjúkrahús Skagfirðinga njóta þcss. Guðný Pálsdóttir Haukur Björnsson Emil Birnir Hauksson Sigríður Jcnsdóttir Gunnar Þór Hauksson Ingi Rafn Hauksson og barnabörn. sér við og vil ég þakka Áróru fyrir að hafa gefið mér þau. Ef eitthvað bjátaði á hjá mér var gott að hlaupa niður í Brennihlíó til Áróru og setjast niður og drekka sterkasta kaffi sem hægt var að fá, því kaffið hennar var svo sterkt og gott, að það sveif á mann, og alltaf gat Áróra stappað í mig stálinu og ég fór glaðari og hressari af hennar fundi hún hafði svo mikið að gefa, ekki bara elskulegum eiginmanni, sonum og fjölskyldum þeirra, heldur líka okkur vinunum hennar. Áróru var margt til lista lagt, hún hafði gaman af að mála og er mikiðtil af fallegum myndum cftir hana. Hún var saumakona af guðs náð og ef hún ætlaði á mannamót, var hún ckki lcngi að sauma á sig kjól og var hún þá oftast glæsilegust og fínust af öllum í sínum heima- saumaða kjól. Garðurinn þeirra Hauks og Aróm í Brennihlíðinni ber vott um frábær smekkvísi Aróm í garðrækt. Þaó lifnuðu allar jurtir í höndum hennar og döfnuðu vel, og hafði hún unun af því að vera í garðinum og rækta hann. Áróra var svo sannarlega hetja hversdagslífsins, hún tók öllum áföllum í lífinu með stillingu og æðruleysi, cinnig sjúkdómnum ill- víga sem hún barðist við í sex ár. Hún gafst aldrei upp og þegar ég heimsótti hana fársjúka á sjúkra- húsið í síðasta skiptið, tók hún á móti mér með bros á vör og sagði mér gamansögur af strákunum sínum og sagði svo: ,j>etta fer nú bráðum að lagast” og ég fór hrcssari og sterkari af hennar fundi eins og venjulega. Ég hef nú tínt fram nokkrar perlur úr minningastokk niínum um Áróm, en þær cm margar ficiri, sem ég ætla að geyma i hjarta mínu, og eiga þær cftir að ylja mér um ókomin ár. Ég vil senda innilegar samúðar- kveðjur til móóur Áróru scm býr í Hofsósi, einnig til Emils, Siggu, Gunna og Inga og bamabamanna sem hún elskaði svo heitt. Og elsku Haukur við þig vil ég segja „MINNINGIN LIFIR". Ég ætla að ljúka þessari grcin mcó bæninni, sem Aróru þótti svo vænt um, og viö sungum svo oft saman: Guð ég bið um gjöf eina. meðal grasa og steina, undir lœkjarniði að fá að lifa í friði. Guð ég bið um gjafir tvœr, lát mig ei einan, lít þú mér nœr, áður en það er orðið um scinan. Megi Áróra hvíla í guós friði. Guðbjörg Bjarman. Okeypissmáar Tapað - Fundið! Svart lyklaveski tapaðist á föstu- dag. Upplýsingar í síma 35630. Talva til sölu! Til sölu Nintcndo talva ásamt byssu og þrcmur leikjum. Vcrð eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 95-22798. Hjörtur. Jeppi til sölu! Til sölu Toyota Land Cruiser árgerð 1982 lengri gerð. Bíllinn cr meó sex cyl. disel með mæli. Ekinn 190þúsund Upplýsingarí síma 95-35135. Frá félagi um sorg og sorgarviðbrögð! Fundur í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki föstudaginn 9. apríl kl. 21,15. Séra Bolli Gústavsson vígslubiskup fiytur erindi. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. Súgþurrkunarblásari! Til sölu súgþurrkunarblásari H 22 og 15 ha. rafmótor. Upplýsingarí síma 96-71041. Vatnsrúm til sölu! Til sölu vatnsrúm mcð höfúðgafii, náttboróum og fullu stoppi á dýnunt. Vcrð kr. 40 þúsund. Upplýsingar í síma 35801. Þýskunámskeið! Óska eftir þýsku Linguaphone námskciói. Upplýsingar í sínta 12597. Eldhúsborð! Til sölu afiangt eldhúsborð mcð stálfæti. Upplýsingarí síma 38220. Páskabingó! á Ketilási laugardaginn 10. apríl kl. 20,30. Fjöldi glæsilcgra vinninga. Kaffi í hlci. Þökkum öllum sem styrktu okkur. UMFF. Lítil íbúð óskast! Lítil íbúð óskast til lcigu sem fyrst. Upplýsingar í síma 91-15503. Næsta blað Feykis kemur út miðvikudaginn 21. apríl Starfsfólk Skagfiröingabúðar óskar viðskiptavinum öllum Gleðilegm páska Skagfirðingabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.