Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 5

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 5
13/1993 FEYKIR5 „Talsvert til af virkilega góðum klárum..." Hestamenn í Húnaþingi undirbúa sig að kostgæfni undir fjórðungsmótið á Vindaheimamelum í sumar Tamningamennimir Kristinn Bjami Þorvaldsson, Jón K. Sigmarsson og Hallbjöm Hallbjömsson. „Það eru ágætar reiðleiöir hér í næsta nágrenni, en þar sem þarf aó fara með- fram vegum eða í vegkant- inum, þar er náttúrlega mjög slæmt ástand og þá á ég sérstaklega við þjóð- veg 1. Við sækjum að sjálfsögóu um peninga úr reiðvegasjóði til að reyna að bæta ástandið. Slysa- hættan er alvég voóaleg þegar umferöarþunginn er svona mikill og ekki aftur tekió ef hestamir álp- ast upp á veginn, ég tali nú ekki um ef maóur er á baki. Það er mikil hætta á ferðum þegar við förum meó lausa hesta hér fram í sveitir og Langadalinn erum við alveg búin að af- skrifa, þar er ekki hægt að komast með veginum leng- ur“, segir Kjartan Ólafsson formaður Hestamanna- félagsins Neista á Blöndu- ósi og nágrenni, í viðtali vió tímaritió Eiðfaxa nýlega. Húnvetnskir hestamenn eru mikið í sviðsljósinu í nýjasta hcfti Eiðfaxa, og crmiklu rúnti í blaðinu varið undir viðtöl og niyndir frá hcimsókn blaðamanns ritsins í Húnaþing. Tilefni umfjöll- unarinnar er Fjórðungsmót hesta- rnanna sem verður á Vindhcima- mclum í sumar, og vcrður Skag- firðinga, Eyfirðinga og Þing- cyinga gctið á næstunni í Eiðfaxa. Kjartan formaður Ncista cr spurður út í þátttöku fclagsins á Fjórðungsmótinu í sumar og scgir hann að Ncistamcnn séu bjartsýnir og muni rcyna að gcra sitt bcsta. Um hcstakost- inn scgir Kjartan: „Jú, cg hcld að sé talsvcrt af góðum kláruni hér. Já meira að segja virkilega góðum klárum sem þyrfti ckki mikið að pússa til að þeir yrðu mjög góðir. Það cru hinsvegar kannski ekki allir að hugsa um að setja þá til sýninga. Þaö er ágætt að vera með hesta hér hvað haga varðar. Blönduós- bær á land hér nærri sem er gott beitiland og margir hafa afnot af því og er því stutt að komast til hestanna á sumrin. Hér kann ég við mig Blaðamanni var litið á klukku sem hangir á kaffistofu í hest- húsinu og Kjartan brosir og segir: „Það kom einn kunningi minn með þessa klukku á dögununt færandi hcndi. Það segja margir að konan hafi sent hann með hana því ég þyki dvelja nokkuð lengi hér í hcsthúsinu, enda er citt víst að hér kann ég við mig". I gerðinu hjá Kjartani var einnig staddur Páll Þórðarson bóndi á Sauðanesi ásamt tamn- ingamanni sínum Ingimundi Olafssyni. Páll kvaóst hafa rekið allan hópinn og þetta væri hæfi- legur reiðtúr, 4-5 kílómetra. Páll, sem ræktar að meginhluta hross af Eiríksstaðastofni, segir hrossa- ræktina potast áfram í A. - Hún. Framfarirnar væru greinilegar, en ekki að búast við neinum stökkbreytingum. Margt væri af hrossum, en margir kæmu ekkert nálægt ræktuninni, þeir væm enn að hugsa um kjötffamleiðsluna. Upp við gömlu tamninga- stöóina er fyrir hcildsalinn Hall- björn Kristjánsson og nokkrir ungirtamningamenn: Jón Ragnar Gíslason, Jón Kristófer Sigmars- son og Kristinn Bjami Þorvalds- son. Þctta eru allt innfæddir Blöndusósingar og þessir ungu og áhugasömu tamningamenn byrjuóu að ríða út um áramót. Þeir láta bara nokkuð vel af hestakostinum. Hrossin færu batnandi og það væri farið að skila sér að byrjað var að nota nokkra góða stóðhesta um miðjan síðasta áratug. Það vantaði þó meira af góðum tömdum hryssum til að byggja rækt- unina á. Betri reiðmenn Á jörðinni Hnjúkahlíð er mikið hús risið og geymir 40 - 50 hross. Þau hjónin Hjörtur Karl Einarsson og Hrönn Halls- dóttir hafa byggt þar upp á undanfömum ámm. Hjörtur scg- ist bjartsýnn á gæðingaúrval þcirra Húnvetninga á væntan- legu móti, alla vega yrði það ntun bctra en á síðasta fjórð- ungsmóti. Skort hcfði betri reið- mcnnsku hjá mörgum, cn nú væru nokkir ágætir reiðmenn komnirtil sögunnar, m.a. Kristján Birgisson, Hermann á Þingeymm og Hólmgeir í Hvammi. Þá finnst Hirti ekki verra geðslag í hrossum þar um slóðir cn annars staðar nú orðið, þótt margir töluðu enn um húnvetnsku hrekkjahundana". Á hringferð um Vatnsdalinn er m.a. komið við hjá Selmu Svavarsdóttur og Jóni Gíslasyni á Hofi: „Eg kynntist því í loð- dýraræktinni að maður verður að vera viðbúinn mismunandi verði. Það væri ekkert upp úr þessu að hafa ef þyrfti að kaupa vinnuna við tamninguna. Það má kannski segja að rnaður hafi vinnulaun út úr þessu cn ckki svo mikið fyrir hrossin", segir Jón á Hofi. Blaðamanni þykirhrossin á Hjallalandi stór, myndarleg og hálsfalleg. Skýringin gæti veró sú að Einar bóndi er óragur við að grisja stofninn, scgir að þcss þurfi eins og mcó annan bú- pening. „Eg hika hcldur ckki vió að farga trippum vctur- gömlum og tvævetrum cf mér líst ekki á þau, t.d. cf þau hanga í lulli og eru lág í hcrðunum. Eg nota allskonar hesta við rækt- unina, cn þó eingöngu gc'tóa hesta", segir Einar á Hjallalandi. Bannað að tala illa um vissa höfðingja í Vestur - Húnavatnssýslu er m.a. komió við á bænum Kross- nesi á Vatnsnesi hjá Ragnhildi Benediktsdóttur og Snorra Ómars- syni, á Efri - Þverá í Vcsturhópi hjá hjónunum Margréti Guð- mundsdóttur og Halldóri Sig- urðssyni, Kristján Sigurðsson á Brciðabólstað cr tckinn tali, Gréta Karlsdóttir og Gunnar Þorgcii'sson á Efri - Fitjum, Guð- röður Ágústsson tamningamaður á Þóreyjarnúpi, Grétar og Jóna á Gauksmýri og Herdís og Indriði í Grafarkoti. Þeir tala mikið um línur hvað ræktuna varðar í vestursýslunni. Grétar á Gauks- mýri segist t.d. leggja áherslu á að rækta hross af Kolkuóslínu, sér hafi reynst þau vel. Indriói í Grafarkoti segir markmióið að rækta góð og falleg hross, en þar á bæ hefði „Sveins- línan" verið tíðkuð. Indriði tók það skýrt fram við tamninga- rnann sinn, Jón Ágústsson, að þegar hann kæmi að fjárhús- unum væri algjörlega bannað að tala illa unt vissa höfðingja. Það væri auðvitað guð almátt- ugur, einnig Steingrímur Hcr- mannsson og Otur frá Sauðár- króki. „Það borgar sig ekki að nota ncma fyrstu verðlaunahcsta. Maður getur ckki sclt þctta nema hrossin séu undan gc>ðum hcstum. Svo reynir maður að temja hvcrja cinustu mcri. Það vcróur að vita hvað í hross- unurn býr", sagði Kristján á Breiðabólstað m.a. og fyrir þá sem langar að lcsa mcira um hesta og hcstamcnn í Húna- þingi cr ekkcrt annað að gcra cn krækja sér í nýjasta hcfti Eiðfaxa. Páll Þórðarson í Sauclanesi og tamningamaðurinn Ingimundur Óiafsson með stóðhestinn Mattheus frá Sauðanesi. Kristján á Breiðabólstað með bráðefnilegt hestfolald

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.