Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 13/1993 Vorið líklega gengið í garð Krakkarnir flatmöguðu með skólabækurnar á gangstétt- unum við Faxatorg í góða veðrinu. Palli Magg í Pardusi á Hofsósi og Guðjón sölumaður hjá Glóbus gáfu sér tíma til að fá sér ís á Abæ áður en haldið var í sveitina að spjalla við bændur. Það hefur trúlcga ekki farió fram hjá fólki undanfama daga, að svo viróist sem vorið sé alveg á næsta leyti, ef það er þá ekki bara komið. Besti dagur vorsins var trúlega fimmtudagurinn síð- asti, sem svo skcmmtilega vildi til að bar upp á 1. apríl. I tilefni dagsins fannst tíðindamanni Feykis tilvalið aó líta út af kont- ornum og virða fyrir sér lífið í bænum á þcssum drottins dýrðar dcgi, í gengum linsu mynda- vélarinnar. Af löngum röðum bama- og unglinga eftir gangstéttunum við Skagfirðingabraut og Aðal- götu mátti ráða að flcstir kenn- aramir höfðu gefið frjálsa stund og útivistin orðið fyrir valinu hjá nemendum. Við Faxatorg staónæmdust nokkrir nemenda- hópar, og svo virtist sem einn bekkurinn hefði tekiö náms- bækumar með sér þangað, enda blíóviðrið slíkt að vansalaust var að gera nánst hvaða hluti scm var utan dyra. Ungir ncm- cndur Gagnfræðaskólans fengu t.d. það verkefni við Faxatorgið, að teikna Faxa sjálfan sem þar stendur á stalli. Það var nóg að gera hjá ís- sölum þcnnan dag og fólk lét fara notalega um sig og sleikti bæði ísinn og sólina fyrir utan hús- vegg. Ut við smábátahöfnina kúrðu trillumíir makindalega við flotbryggjuna á spegilsléttum lcgi dokkarinnar. A syðraplan- inu voru tveir starfsmenn Vita- og hafnamiálastofnunar í „pásu". Þeir voru að kanna botnlögin þarsem stálþilinu vcrðurkomið fyrir við garðinn. Leist þcim vel á botnlögin scm og veðrið þennan dag og dagana á undan, og töldu Krókinn bara með vcðursælli stöðum landsins, þó Vopnafjörður væri þó þeirra veðursælastur. Starfsmenn bæjarins voru á fullu við að má burtu ummerki vetrarins, svo sem sandinn sem stráð var á götunar í hálkunni í vetur. I cinstaka görðum sást fólk vera komið á krcik með garðklippumar, og trúlega á eftir að bera meira á því næstu dagana. Trúlega hefur Ami á Káll’sstiiðum einnig vcrið kominn af stað á reiðhjólinu með nestistöskuna og farinn aó dorga niður við Borgarsand eins og hann er vanur vor og sumar. Arni er bara svo snemma á ferðinni að það var varla von að við yrðum hans varir á fimmtudaginn. Og þcgar farið er í vettvangs- könnun sem þessa er nauðsyn- legt að kíkja á bændasamfélagið á Nöíiim. Þcgar við emm aó skríða út úr síðustu bcygjunni í Kirkju- klaufinni kemur á móti okkur á harðahlaupum ungur tamninga- maður með fola í taumi. Þctta var hann Sigmundur Skúlason með Þráó sinn tveggja vetra. Þráóur hefur vcrið á gjöf í vetur og er því orðinn talsvert gæfur, svo sjálfsagt tekur það Sigmund ekki langan tíma að gera hann taumvanan. „Það er mjög gott að eitthvað sé búið að vinna í hestum þegar byrjað verður að temja þá seinna meir", sagði Sigmundur sem gaf sér tíma til að stansa hjá blaðamanni og blása aócins úr nös. Á túni ofar á Nöfunum var Gísli Gunnarsson að ná í skíta- dreifara sinn út á tún. Þetta er einn af þessum gömlu góðu dreifurum, mcð trékassanum, sem þótti mikil tæknibylting á sínum tíma og standa enn fyrir sínu. Gísli sagði nauðsynlcgt að hafa þennan við hendina þegar mokað væri út úrhúsunum. Þetta væri samt citt af þessum verk- færum sem nauðsynlegt væri að hugsa vel um og ekki gengi svona alveg af sjálfu sér eins og eilífð- arvélin. Þessu til staðfestingar færði hann sveifina til svo ekkert væri því til fyrirstöðu að mekk- anóið" gæti snúist. Steig síóan upp í Masseyinn og ók af stað, og viti mcnn jámverkið snérist ennþá, svo ryðið hefur ekki náð aó granda því svo mikið þennan vcturinn. Aftur var haldið niður á möl- ina. Á leió sinni inn á kontorinn að nýju hitti Feykismaður sjálf- skipaðan boðbera vorsins á Króknum, Björn Magnússon kennara í Fjölbrautaskólanum. ”':v. ___ f ’ ' < 4 1 WL w V " K i & ’ i i i - . - . ..». - . “ ‘ * Sigmundur Skúla og Þráður. „Eg leit inn á kontornum hjá Stcfáni áðan og ætlaði að kíkja inn hjá þér í leiðinni. Eg tel mig nefnilega hafa tíðindi að færa", sagði Bjöm, en það þótt- ust nú reyndar fleiri þennan dag, fullt af athyglisverðum fréttum alls staðar, en það mátti bara ekki gleypa við nema fæstum þeirra, þar sem taka ber öllu með fyrirvara 1. apríl. Og þá fer það oft þannig að fréttimar sem maður heldur að sé aprílgabb, reynast hcilagur sannlcikur, og síðan öfugt með hinar. „Já, þú hefur vitaskuld ætlað að segja mér frá því að vorið væri komið, en mig grunar reyndar sjálfan að svo sé", sagói Fcykismaður. „Já en þú veist að það er ckki nóg fyrir fréttamenn að gmna hlutina. Þcim þykir það mjög gott að fá þær staðfestar, og það var það scm ég ætlaði að gera. I þessu sambandi má t.d. benda á að í Amcríku cr stundum talað um „indian summer". Það er sumar sem menn héldu að væri kontið cn kom svo aldrei", sagði Björn. Þcss niá geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sent hann boðar komu vorsins á síðunt Feykis. Það gerði hann fyrir einuni tveim-þrem áruni, og reyndist hann þá hafa rnikið til síns ntáls. Heimiskvöld í Miðgarði Karlakórinn Heintir heldur þriðja og síöasta ] leimiskvöld sitt á þessum vetri í Miðgarði að kvöldi annars dags páska, en vegna veikinda varð að fella niður samskonar skemmtun sem vera átti í Miðgarði 6. niars s.l. Húsfyllir varð á Heimis- kvöldum bæði á Hofsósi, og á Sauðárkróki í Sæluviku, og viðtökur samkomugesta niiklar og góðar. Hcimiskvöldið samanstendur að fjölbreyttri skemmtidagskrá: kórsöng, hagyrðingaþætti, gam- anmálum Kristjáns Stcfánssonar frá Gilhaga og lcik Harmonikku- félags Skagafjarðar. Þá verða kaffiveitingar í boði Hcintis- kvenna. „Við crum ákafJcga hamingjusamir hvernig þessu hcfur verið tckið", segir Þor- valdur G. Oskarsson formaður stjórnar kórsins, og kom sú ánægja glögglega fram þegar hann þakkaði viötökurnar á Heimiskvöldinu í Sæluvikunni í Bifröst. Útboð Hafnarstjórn Sauðárkróks býður út og óskar eftir tilboðum í byggingu 70 metra langrar stálþilsbryggju. í verkinu felst að reka niður 164 m langan stálþilsvegg, koma fyrir stög- um og festingum, fylla í þilið um 10.000 m3 af fyllingarefni. Rífa gamla trébryggju (1500 m2), steypa 164 m langan kant með pollum ofan á þilið og byggja 12,5 m2 rafmagns- og vatnshús. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. okt. 1993. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof- unni á Sauðárkróki og Vita- og hafnamála- skrifstofunni, Vesturvör 2, Kópavogi, frá þriðjudeginum 6. apríl nk. gegn 5.000,- kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðju- daginn 27. apríl nk. kl. 14.00. Hafnarstjórn Sauðárkróks. T Gísli Gunnarsson með skítadreifarann kláran aftan í Masseynum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.