Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 8

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 8
7. apríl 1993, 13. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Einkareikningur, framtíðarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! Sími35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Minnst eitt hundrað ára vígslu Breiðabólstaðarkirkju íslands og bikarmeistarar annað árið í röð, unglingaflokkur Tindastóls sem ekki hefur tapað Ieik í tvö ár. Efri röð f.v: Eygló Agnarsdóttir, Bryndís Jónasdóttir, Heba Guðmundsdóttir, Asta M. Benediktsdóttir, Valgerður Erlingsdóttir og Páll Kolbeins- son þjálfari. Neðri röð: Bima Valgarðsdóttir, Inga Dóra Magnús- dóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Kristjana Jónasdóttir, Kristín Magnúsdóttir fyrirliði og Heba Agnarsdóttir. Afreksflokkar hjá Tindastóli: Þrír meistaratitlar unnust um helgina Sl. sunnudag 4. apríl var 100 ára vígsluafmælis Breiðaból- staðarkirkju minnst með há- tíðarmessu, en hún var vígð á Pálmasunnudag árið 1893, sem bar þá upp á 26. mars. Hcrra Bolli Gústavsson Hóla- biskup prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprest- inum sr. Kristjáni Björnssyni. Nágrannaprcstamir sr. Egill Hall- grímsson, sr. Agúst Sigurðsson og sr. Ami Sigurðsson lásu ritn- ingarlestra og guðspjall. Kirkju- kórar úr Víðidal og frá Hvamms- tanga, Vatnsncsi og úr Vestur- hópi leiddu safnaðarsönginn og fluttu auk þess kórvcrk og þætti úr messu cftir F. Schubert. Söngkvartettinn Voces Tltules flutti messuþætti eftir William Byrd, cn þcir hafa nt.a. sér- hæft sig í flutningi kirkjulegrar miðaldatónlistar. Meðlimir söng- kvartettsins eru: SverrirGuðjóns- son og Sigurður Halldórsson kontratcnór, Guðlaugur Viktors- son tcnór, Eggert Pálsson btiri- tón og Ragnar Davíðsson bassi. Heimilisfólkið á Stóruborg í Vesturhópi rak upp stór augu þegar það vitjaði um netin sl. fimmtudag og í Ijós kom að í eitt netið hafði flækst risa- urriði, margfalt stærri en nokk- um tíma liefúr veiðst í net þarna áður. Reyndist hann vera 18 pund að þyngd, en fiskarnir sem veiðast í vatninu eru venju- lega frá pundi og upp í fjörgur fimm pund þeir þyngstu. Bjöm Pétursson bóndi á Stóm- borg segist vita um tvö tilfelli þar sem aö álíka stórir fiskar hafi vciðst á stöng í vatninu, og þcir mcira að scgja báðir vcriö stærri cn þcssi. Fyrir tvcim cða þrcm árum veiddist 19 punda urriði skammt frá sumarbústaðnum á Litluborg og enn lengra er síðan að 24 punda fiskur veiddist á svip- uðum slóóum og urriðinn kom í netin núna. „Við crum mcð það smáriðuð net að yllrleitt er ekki mikil hætta fyrir þcssa stóm tiska að lenda í þcinV', segir Bjöm. Hann Kirkjugestir koma til messu á Breiðabólstað sl. sunnudag. MyndÆA. Að lokinni messu var kirkju- gestum boðið af sóknarbömum kirkjunnar til kaffisamsætis í Vesturhópsskóla. Þar flutti söng- kvartettinn einnig nokkur lög og sr. Agúst Sigurðsson sóknar- prestur að Prestbakka í Hrúta- firði flutti erindi um sögu Brcióa- bólstaðar frá 16. öld. EA. segir staóreynd að vatnið sé van- nýtt, cn það cr talin helsta ásteðan fyrir því að urriðinn kemst upp í slíka stærð. Björn sagðist ekki hafa haft samband viö fiskifræð- ing, cn gaman væri að vita um aldur fisksins, sem cnnþá er í frystikistunni á Stóruborg. „Eg býst vió að hann sé svipaður til átu og lax, svona grófgcrður frekafr, sagði Bjöm á Stóruborg. Veiðar í net í Vesturhóps- vatni eru aðeins stundaóar frá Stómborg aö vetrinum. Þær helj- ast venjulega rétt fyrir miðjan mars, en fyrir kemur að lagt er í lok fcbrúar. Veiðin var fremur treg til að byrja mcð cn hefur vcrið aö glæðast upp á síökastið og er orðin ágæt. Bæði urriði og blcikja vciðast í vatninu. Mikið magn cr af blcikju úti á dýpinu. en hún er smá og ill- seljanleg og því lætur hcimilis- fólkið á Stórborg duga aó vera með eitt net á dýpinu, svona rétt upp á soðninguna. Ekið á tófu í Sléttuhlíð I fyrradag þegar vörubíf- stjóri einn var á leið um Sléttu- hlíð, gerðist það allt í einu að dýr hljóp inn á veginn, og varð feigum ekki forðað. Er aó var gáð var dýrið dautt og reyndist fullorðinn refur, mórauóur að lit. Reyndar telst það varla til tíðinda lengur aó ekið sé á tófur á fjallvegum, slíkt henti td. á Vatnsskarði fyrr vetur. Fátíðar mun hinsvegar vera að refir verói fyrir bílum inni í miðjum sveitum, en atburð- urinn átti sér stað við Hroll- leifsdalsárbrú hjá Tjömum Yngri flokkar Tindastóls í körfu- bolta hafa náð frábærum árangri á Islandsmóti og í bikarkeppni í vetur, en keppninni lauk um hclgina. Tindastóll hreppti þrjú gull og tvö silfur. Unglinga- flokkur kvenna bar sigur úr býtum bæði á íslandsmóti og í Bikarkcppni annað árið í röð, og 10. flokkur Tindastóls kórónaði gott tímabil með því að leggja aðalandstæðingana, Keflvíkinga, að velli og hreppa þar með íslands- meistaratitilinn. Unglingaflokkur karla náði cinnig frábærum ár- angri. Strákarnir komust í úrslit í Bikarkcppninni cn töpuðu með 13 stiga mun fyrir KR, 62:75. Þá skorti einungis tvö stig á að 7. flokkur Tindastóls hampaði íslandsmeistaratitli. Afreksferill stúlknanna í ungl- ingalfokki Tindastóls er cinstakur. I'ctta cr annað árið í röð sem þær hljóta Islandsmeistaratitil og hafa þær aðeins tapað einum leik á tveim árum, einungis úrslitaleiknum í bikarkeppninni í fyrra. Tindastólsstúlkurnar mættu Grindvíkingum í úrslitum bikarsins og sigruðu meó miklum yfirburðum, 53:25. Fór leikurinn fram í Borgar- nesi, cins og hjá piltunum. I úrslita- kcppni Islandsmótsins mættu stúlk- umarSnælélli í undanúrslitum og sigruðu örugglega 60:24. Urslita- lcikurinn gegn Kenvíkingum var crfióari, cn þann leik vann Tinda- stóll 43:37. Keppt var syóra. Braut 10. Hokks piltaað íslands- meistaratitli var þyrnum stráö. Framlcngja þurfti lcik liðsins í undanúrslitum gegn Haukum, en lyktiruróu 61:58 fyrirTindastól. I úrslitaleiknum sigruóu síðan strák- amir Kcllvíkingaglæsilcga 74:54, og cr þctta fyrsti Islandsmeistara- titill karlaliðs Tindastóls síðan árið 1976. Kcppt varsyðra. Nýkrýndir íslandsmeistrar 10. flokks Tindastóls. Efri röð f. v: Kári Marísson þjálfari, Ragnar Magnússon, Guðjón Gunnarsson, Jón B. Sigmundsson, Hjörtur Jónsson, Gunnar Búason og Arnar Kárason. Neðri röð: Axel Kárason sérlegur aðstoðarmaður þjálfarans, Smári Stefánsson, Oli Bardal fyrirliði, Þráinn Björns- son, Björgvin Benediktsson og Þórarinn Eymundsson. Vesturhópsvatn: Risaurriði í net Gæðaframköllun BÓKABgiÐ BRYINcXARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.