Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 13/1993 f'i 1T1 ■j'l C C A í^ A ^ext‘: ^ristján J. Gunnarss. \JIvTL X X 115 5 r\ VJr\ Teikningar: Halldór Péturss. 53. Lciö nú af sumarið. Aó vctumáttum fékk I>ór- hallur sauóamann þann, er Þorgautur hét. Hann var útlendur að kyni, mikill og sterkur. Hann hafði tveggja manna afl. Vel líkaði öllum vió hann. Jafnan kom Glámur heim og reið húsum. Aöfangadag jóla fór sauðamaður til fjár. Þá mælti húsfreyja: „Þurfa þætti mér, að nú færi eigi að fomum brögðum". Hann svarar: „Ver eigi hrædd um það húsfreyja. Verða mun eitthvað sögulegt, ef ég kem ekki aftur". Síðan gekk hann til fjár síns. 55" 55. Einn morgun eftir miðjan vetur, fór húsfreyja til fjóss að mjólka kýr. Hún heyrói brak mikið í fjósinu og beljan öskurlega. Hún hljóp inn æpandi og kvaðst eigi vita, hvcr ódæmi um væm í fjósinu. Bóndi gekk út og kom til nautanna, og stangaði hvert annað. Hann sá, hvar lá nautamaður og hafði höfuðið í öðrum bási, en fætur í öðmm. Hann lá á bak aftur. Var hann dauður og sundur hryggurinn í honum, brotinn um báshelluna. 56. Grettir reió á Þórhallsstaói og beiddist gist- 54. Veður var heldur kalt og fjúk mikið. Því var Þorgautur vanur að koma heim, þá er hálfrökkvaó var, en nú kom hann ekki heim í þann mund. Menn töldust undan að leita þá um nóttina, og sögðust eigi munu hætta sér út í tröllahcndur um nætur. .lóladag gengu menn til dysjar Gláms. Þar fundu þeir sauðamann, og var hann brotinn á háls, og lamið sundur hvcrt bein í honum. Síóan færðu þcir hann til kirkju og varð engum mcin að Þorgauti síðan. En Glámur tók að magnast að nýju. 56 ingar. Fagnaói bóndi honum vel „en fáum þykir slægur til að gista hér um tíma. En þó að þú komist heill á brott, þá veit ég fyrir víst, að þú missir hests þíns“. Grcttir kvað gott til hesta, hvað sem af þessum yrði. Þórhallur varð glaður við, er Grettir vildi þar vera. Var hestur Grettis læstur í húsi sterklega. Þeir fóru til svefns og leió svo af nóttin, að ekki kom Glámur heim. Tindastóll í beinteng ingu við getraunir Ungmennafélagið Tindastóll er nú komið í beintengingu við miðstöð Islenskra getrauna í Reykjavík. Fest hefur verið kaup á tölvuforriti og síma- modemi sem gerir (retta kleift. Reynslan hjá öðrum félögum sem beintengst hafa miðstöð getrauna er sú, að þátttakan hefur um tvöfaldast. Vonir forráðamanna Tindastóls standa til að sú verði einnig raunin á Sauðárkróki. Að sögn Olafs Jónssonar fram- kvæmdastjóra knattspymudcildar Getruna- númer Tindastóls er 550 Tindastóls fclst akkurTindastóls í beintengingunni m.a. í því að félagið fær5% sölulaun, auk þeirra 20% sem seðill merktur félags- númeri Tindastóls, 550, gefur. Olafur vildi samt taka það skýrt fram að stuðningsmenn annarra félaga væru velkomnir í bæki- stöðvar Tindastóls að Aðalgötu 14 til að notfæra sér beinteng- inguna, og talvaTindastólshefði það umfram aðrar lcsvélar, að þegar um vinninga væri að ræða mundi talvan prcnta út ávísun til vinningshafa. Forráðamenn Tindastóls vilja hvctja alla getrauna- og knattspymuáhuga- rncnn til aó líta inn í Tindastóls- húsinu á laugardögum og fylgjast þar mcð bcinuni útsendingum úr ensku knattspymunni. „Það er alltaf hcitt á könnunni og bckk- clsi til reiðu", sagði Olafur. Elvar góður í sundinu fer á mót í Luxemburg Á innanhússmeistaramóti ís- lands í sundi 25. - 28. mars s.l. varð Elvar DaníeLsson Hvamms- tanga í fjórða sæti í 100 inetra skriðsundi á tímanum 55,54 sek. Þar með náði hann til- skildu lágmarki fyrir Alþjóða- mót unglinga sem haldið verður í Luxemburg 16.-18. apríl n.k. Gamla héraðsmetið átti hann sjálfur, en það setti hann á KR-mótinu 14. mars sl. Fréttaritari náði tali af Elvari í síma, en hann stundar nú æf- ingar í Rcykjavík með ungl- ingalandsliðinu sem æfir fyrir mótið í Luxemburg. Sagðist hann stefna á að halda áfram að æfa af fullum krafti hvernig sem fari á mótinu í Luxem- burg, og óneitanlega sé þaó mikil hvatning sem því fylgi aó ná þcssum árangri. EÁ. Feykisbikarinn af stað: Stórsigur hjá Hvöt í fyrsta leik Hvöt sigraði Þrym í fyrsta leik Feykisbikarsins sem frani fór um helgina. Lokatölur urðu sex mörk gegn engu. Hvatarmenn skorðu fjögur marka sinna á síðustu 20 mínútum leiksins og ntá því ætla að talsvert vanti á úthald Þrymsmanna. Leikurinn var alls ekki ójafn í fyrri hálfleiknum og vom sóknar- færi á báða bóga. Hvatarmönnum tókst betur aö nýta þau og kom Höróur Guóbjörnsson liói sínu yfir um miðjan háltleikinn. Skömmu síóar fengu Hvatarmenn vítaspyrnu, cn Birgir Valgarðs- son gerði sér lítió fyrir og varói frá Hermanni Arasyni. Snemma í síðari háltlcik bætti síðan Her- mann Arason öðru marki vió fyrir Hvöt og á síðustu 20 mínút- unum skomöu Hvatarmenn í Ijór- gang. Var Siguröur Ágústsson að verki tvisvar og þeir Páll Leó Jóns- son og Helgi Árnarsson skoruðu sitthvort markið. Mikil rangstööu- lykt þótti vægast sagt af fimmta markinu, sem Sigurður Ágústs- son skoraói. Hvatarmenn voru engu að síóur mjög vel að sigr- inum komnir og verða trúlcga crfiðir viðureignar í sumar. Fyrirhugaóir voru einnig tvcir aörir lcikir um helgina, cn þar sem lið Kormáks dró sig úr keppni á síðustu stundu varð ekkert úr þeim. Næsti leikur í Fcykisbik- amum vcröur nk. mánudag, á ;mn;in dag páska. Þá mætast Neisti og KS á Hofsósi. Þátttökuliö cru Ijögur í mótinu: Hvöt, KS, Neisti og Þryntur. Auk Kormáks scndir Tindastóll ekki lió til þátttöku í mótinu. Skátalandsmótið veróur haldið í Kjamaskógi dagana fyrir og um verslunarmannahelgina, eða 25. júlí til 1. ágúst. Á landsmóti er líf og fjör, grín og glens, góður félags- skapur og auðvitað er skemmti- legra á mótinu eftir því sem það er fjölsóttara. Landsmótið verður haldið í Kjarnaskógi þetta árið og er það friósæll staóur innan bæjarmarka Akureyrar. Er um fimm mínútna akstur þangað frá miðbæ Akur- eyrar. Skógurinn og nágrenni hans er aðal útivistarsvæði Akureyr- inga og algengt að lölk skreppi þangað í heilsubótargöngu. Staðurinn hentar ákafiega vel til mótshalds. Mótsgjaldið hefur verið ákveðið 14.700 krónur. Gelinn verður kostur á að greiða mótsgjaldið mcð rcglu- legum greióslum. Einnig verður hægt að greióa á Visa eða Euro grciðslukortum. l’átttökutilkynning skáta verður að bcrast fyrir 10. apríl ásamt 3500 króna tryggingar- gjaldi, sem fæst ckki endurgreitt. Dagskrá mótsins miðast við þátt- töku fiokka. Á hverjum degi gefst llokkum kostur á að velja sér verk- efni eftir sérstöku kerfi scm er þannig að hver tiokkur velur sér sérstaka veröld, sem vcrða t.d. þrautavcr- öld, kraftavcröld. kjarnaveröld, vatnavcröld, furðuveröld og tækni- veröld. I veröldunum cr gcrt margt sem feist í þrautum og verkefnum sem bæði þroskar og kennir, cn þcss má geta aó ekki er skylda að taka þátt í öllum verkefnum þótt æskilegt sé. Venjubundin fiokkadagskrá hcfst kl. 10,00aðmorgnioglýkurkl. 17,00 daglega. Á kvöldin verður síðan kvölddagskrá sem miðast að mestu við þátttöku sveita og féiaga. I tcngslum viðdagskrá mótsins veröur félagskeppni, fiokkaspil og lands- kcppni í skátaíþróttum sem flokkast undir að geta tjaldað tjaldi, notað áttavita, liaggað lána og margt fleira. Sérstakar fjölskyldubúðir verða á staðnum, og hvemig væri að gamlir skátar og aöstandendur þcirra mundu rifja upp gömlu góðu dagana og skella sér á landsmót. Fjölskyldu- búöir landsmóts eru sérstaklega ætlaðæ fyrir fjölskyldur gamalla skáta og forráðamanna skáta scm taka þátt í mótinu. I búðunum er alltaf mikið og skemmtilegt mannlíf. Ykkur gefst tækifæri á að taka virkan þátt í dagskrá mótsins og að slappa af um verslunarmanna- hclgi og halda vímulausa og hrcss- andi hclgi. Upplýsingar og skráning cr hjá félagsforingja í síma 36661 (Bjössi), og auðvitað ætlumst við Eilíl's- búar til þess að sem ficstir komi á landsmótió. Fyrir hönd Eilífsbúa. Elísabet Stefánsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.