Feykir


Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 07.04.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 13/1993 * Kemur út á mióvikudögum vikulega. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 110 krónur hvert tölublaó. Lausasöluveró: 120 krónur. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfiréttablaða. ATVINNA Starfsmann vantar til almennra afgreiöslustarfa. Um er aó ræöa hálfs- eóa heilsdags starf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu verslunarinnar. Skagfirðingabúð qvm V Útboð Undirgöng við Hvaleyrarholt Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð 15 m langra undirganga undir Reykjanes- braut við Hvaleyrarholt. Helstu magntölur: Gröftur og fylling 5.000 m3 og malbik 1.300 m2. Verki skal lokið 15. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 19. apríl 1993. Vegamálastjóri. Verkefnisstjóri! Stjóm Samtaka sveitaifélaga í Noróurlandskjördæmi vestra vill ráöa starfsmann til sérstakra verkefna í um þaó bil sex mánuði. Starfió felst m.a. í því að gera úttekt á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga í kjördæminu. Góó þekking á sveitarstjómarmálum nauósynleg. Upplýsingar um starfiö veitir Bjöm Sigurbjömsson formaður samtakanna í síma 95-36622 eða í síma 95-35382. Skriflegum umsóknum skal skila til formanns, Fells- túni 12, 550 Sauöárkróki, eigi síðar en 23. apríl n.k. ATHUGASEMD vegna viðtals í Degi 27. mars s.l. við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. í gær barst mér í hendur hclgarblað Dags frá 27. mars s.l. og rakst þar á heilmikið viðtal við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa á Sauðárkróki. Viótal þetta þykir mér um margt merkilegt, ekki síst túlkun hennar á hinu pólitíska starfi í Bæjarstjóm Sauðárkróks. Scm einn af bæjarfuli- trúum þessa bæjarfélags hef ég tölu- verða vitneskju um þau mál sem Anna Kristín fjallar um í viðtalinu og sé mig neydda til aó stinga niður penna í þeim tilgangi að reyna að lagfæra örlítið þá mynd sem hún gefur af pólitíkinni í bænum. Eftir viðtali þessu að dæma mætti nefni- lega ætla að hinir átta samferða- menn Önnu Kristínar væru upp til hópa duglausir og óábyrgir, að minnsta kosti virðist hún halda aó hún sé sú eina sem sinnir þessu starfi af einhverri ábyrgð. Scm betur fer cru þó oftast fleiri en cin hlið á hverju máli. Nú er það rcyndar svo, að það er ákaflega misjafnt hversu fólki cr tamt að hæla sjálfu sér af verkum sínum og cr svo seni ekkert um smekk hvers og eins í þeim efnum aö segja. baó cr hins vegar ákaflega ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt, þegar menn leiðast í þá gildru að hagræóa sannleikanum í þeim til- gangi aó láta hann líta betur út tyrir sjálfa sig. I fyrrgreindu viðtali þykir mér Anna Kristín falla illilega í þá gryfju að fara fremur frjálslega með sannleikann og er leitt til þess að vita að jafn ágæt manneskja og Anna Kristín er skuli ekki hafa dóm- greind til þess að sýna samferða- fólki sínu þá sanngirni að segja allan sannleikann. Eg ætla ckki að eyða frekari orðum í þá viðleitni Önnu Krist- ínar að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra, það verður, eins og ég sagði áöan, að vera hennar mál og hver og cinn gctur dæmt fyrir sig um slíka framkomu. En svo ég snúi mér að erindi þessa greinarkoms, þá vil ég í fyrsta lagi leiðrétta umfjöllun Önnu Krist- ínar um Skjaldarmálið svokallaða. Franthald af 1. síðu á bæjarráðsfundum. Sögðu þcir bæjarráðsmenn að öll þau atriði sem Anna Kristín nefndi í tillögum sínum væri búið að Nýttfaxnúmer Feykiser 36703 Það er ncfnilcga alls ekki rétt að hún hafi hal't einhverja forystu fyrir minnihluta bæjarstjómar í gagnrýni á störf meirihlutans þegar Skjöldur h.f. var seldur til Siglufjarðar, hvað þá að oddviti Framsóknarfiokksins hafi haft einhverja vitneskju cða stuðlað að þessari sölu á einhvern hátt, eins og Anna Kristín heldur fram. Þetta er af og frá og sala fyrir- tækisins til Þormóós ramma á Siglu- firði kom auðvitað okkur Framsókn- armönnum jafn mikið í opna skjöldu og fulltrúa Alþýðubandalagsins. Að sjálfsögðu gagnrýndum við öll tjögur í minnihlutanum þessa ráð- stöl'un, hvcrt á sinn hátt, Anna Kristín hafði enga forystu eða yfirburði í þeirri gagnrýni. 1 öðru lagi er það mjög orðum aukið að Anna Kristín hafi rcynt að koma á samvinnu við Framsókn þegar við í fyrravetur fiuttum sína hvora tillöguna um raðningu félags- ráðgjafa fyrir bæjarfélagið. Að vísu sýndi hún undirritaðri sína tillögu og spurði hvort ég vildi skrifa undir hana mcð sér. En þannig vildi þá til að við fulltrúar Framsóknar í félagsmálaráði vorum þá þegar búin að vinna upp tillögu um þetta sama mál sem við lögðum fram í félags- málaráði bæjarins. Sú tillaga var samþykkt þar og tekin til meðferðar á sama bæjarstjómarfundi og tillaga Önnu Kristínar kom l'ram. Tillaga okkarGunnars Braga Sveinssonar var vel undirbúin og rökstudd, þótt við að vísu legðum ekki fram ncin einkabréf máli okkar til stuðnings eins og Anna Kristín gerði. Ég lít svo á að þarna hafi góðu málefni verið komið á framfæri, við lögðum öll vinnu í það og sú vinna virðist ætla að skila sér á þessu ári. En sú niður- staða Önnu Kristínar, að það sé hennarvinna eingöngu sem skilað hafi árangri er auðvitaó ákaficga bamaleg og út í hött aó hún ein hafi séð þörfina á því ráða hingað sérfræðing á sviði félagsráðgjafar. Á einum stað í viótalinu segir Anna Kristín orðrétt: “Ég átti t.d. hugmyndina að stofnsetningu félags- miðstöðvar fyrir unglinga og fulltrúi Framsóknar fiutti hana með mér.” ræöa uni á fundum ráösins, og stæði til aö skoóa þau nánar. Knútur Aadncgaard forseti bæjttr- stjórnar lét að því liggja í niáli sínu aö Anna Kristín hefði sýnt bæjarráöi trúnaðarbrest, og nú gcrðist æ algcngara aö aðilar sem þyrt'tu að funda mcð bæjar- ráði, óskuðu eftir viðræðum utan fundar. Þetta væri orðið hvimleitt, sagði Knútur. Anna Kristín mótmælti því að hún hefði sýnt bæjarráði nokkum trúnaðarbrest, en þetta væri ckki í fyrsta sinn scm hún væri ásökuó unt slíkt. Astæðu bókunar sinnar og tillögu sagði hún að tvisvar sinnum áður hcfði hún óformlega gert slíkar tillögur í bæjarráði án þess að þær næóu fram að ganga. Þessi orð segja auðvitað töluvcrt um vinnubrögð Önnu Kristínarog hcnnar viðhorf til samvinnu og óþarfi að fjölyrða um það. Sannleikurinn cr þó sá, að það var búið að ræða um stofnsetningu félagsmiðstöðvar fyrir unglinga töluvcrt lcngi og á ýmsum vígstöðvum, ekki bara milli okkar Önnu Kristínar, áður en við tvær fluttum þessa tillögu saman og það er gjörsamlega ómögulegt og ósanngjarnt að eigna sér slíkar hugmyndir eins og Anna Kristín gerir. Aðferðir Önnu Kristínar til að frægja sjálfa sig eru lítt skemmti- legar aó mínu mati og alls ekki væn- legar til að koma á samstarfi manna í millum. Ég harma svo sannarlega að ckki skuli vera meira samstarf okkar í milli, en ég hcld aó sökin sé ckki síður Önnu Kristínar en okkar, um það ber umrætt viótal við hana glöggt vitni. Sleggjudóma Önnu Kristínar um pólitíska hjónasæng Framsóknar og mcirihluta bæjarstjómar Sauðár- króks læt ég mér í léttu rúmi liggja, enda hcf ég hvorki í upphafi þessa kjörtímabils né síðar sóst sérstak- lega cl'tir samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Ég vil hins vegar láta það koma fram að ég hcf í mínu starfi í bæjarstjórn Sauðárkróks reynt að vinna með fólki að góðum málefnum, en ekki á móti, og hefur þá cinu gilt hvort átt hefur í hlut fólk úr meirihluta eða minnihluta. Það eru málefnin sem eiga að ráða afstöðunni en ckki í hvaða fiokk menn hafa kosið að skipa sér. Aó sjálfsögðu er ég síður cn svo sammála öllu sem fram kemur og leiðir að mark- miðum eru auóvitað oft æði misjafnar. Engu aö síður tcl ég l'ar- sælla að reyna fyrst að fara samninga- leióina áður en skorin er upp hcrör. Sauóárkróki 3. apríl 1993, Herdís Sæmundardóttir. SSNV vill að: Fasteigna- matið fari til sveitar- félaganna Á stjórnarfundi SSNV sem haldinn var á Siglufirði á mánudag voru málefni Fast- eignamats ríkisins til um- ræðu og eftirfarandi bókun gerð. Magnús B. Jónsson lagði fram cftirfarandi tillögu. Stjóm Samtaka svcitarfclaga á Norð- urlandi vcstra skorar á stjórn Sanibands íslcnskra svcitar- félaga að taka upp viðræður við ríkisvaldið utn að sveitar- félög taki við rckstri Fast- eignamats ríkisins. Stjórn SSNV samþykkti tillöguna samhljóða. Þrefað á bæjarstjórnarfundi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.