Feykir


Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 15/1993 Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluveró: 120 krónur. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir- talin tvö verk á Norðurlandi vestra: 1. Norðurlandsvegur - ræsi í Grjótá á Öxnadalsheiði 1993 Helstu magntölur: Stálplöturæsi 21,5 metrar og fylling og burðarlag 3.000 rúm- metrar. Verki skal lokið 1. júlí 1993. 2. Hólavegur 1993 Lengd vegarkafla 3,4 km Helstu magntölur: Fyllingar 36.000 rúm- metrar, burðarlag 8.500 rúmmetrar og ræsalögn 230 metrar. Verki skal lokið 1. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera) frá og með 26. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 10. maí 1993. Vegamálastjóri. Þór Jónsson í Saurbæ, fyrrum minkabani segir: Mófuglinn að deyja út í Fljótum „Hljómkviðan er þögnuð. Það heyrist ekki lengur þessi undurfagri söngur í mófugl- inum, sem á árum áður var hér á Sléttubökkum, Saur- bæjarnesi og Stórholtsmýr- um í stórum breiðum svo þúsundum og tugþúsundum skipti. Þá sást varla fyrir ungamerðinni í fúllorðna fúgl- inn. En það hefur verið að síga á ógæfuhliðina á undan- fornum árum. Hvítfúglinn hef- ur verið að yfirtaka sveitina og nú sést mófuglirin ekki nema í tuga eða hundraðavís og það versta er að fullorðni fuglinn er orðinn í meirihluta. Það er eins og unginn komist iila á legg nú orðið hér í Fljótum. Eg verð hinsvegar var við að fuglinn nær betur að fjölga sér uppi í Skagafirðinum“, segir Guðbrandur Þór Jóns- son í Saurbæ, fyrrum minka- bani í Fljótum. Þór hefur vegna fyrra starfs síns ætíð fylgst vel meö náttúru og fuglalífi. Hann var minka- bani í Fljótum um langt árabii og sinnti einnig eyðingu minka í nálægum sveitum á tímabili. Þór heldur því fram aö land- nám vargfuglsins fram til dala á síóustu áratugum hafi oröiö til þcss að fækka stórlega í mó- fuglastofnunum. Greinileg merki þcss hafi hann t.d. séð fyrir all- mörgum árum fram í Stíflu, en þar nam sjófúglinn veiðibjalla land. „Þessi breyting í lífríkinu hefur orðið til þess að nú freist- ast tófan til að leita stöðugt nær byggð. Það var t.d. tófa hérna niður á Borginni í Hagnesvík í allan fyrra vetur og hélt þar til meira að segja yfir hábjartan daginn. Þegar ég var í minkn- um hér áður, þá rak maður sig hinsvegar á það að fæðuval var hér mcira en í nálægum svcit- um. Dýrin hér voru gengin úr Félagsleg eignaríbúð Húsnæóisnefnd Sauóárkróks auglýsir til sölu 3ja herbergja 98,4 fermetra félagslega eignaríbúó á 1. hæó til hægri í fjölbýlis- húsinu Víóimýri 4, (0101) Sauðárkróki. Áætlaó veró íbúóarinnar er kr. 6.950.000.oo Útborgun er 10% af verói íbúðarinnar. 90% er lánuó til 43ja ára hjá Byggingarsjóói verkamanna. Bílageymsla fylgir íbúóinni, sem greióist samkvæmt reglum þar um. Umsóknarfrestur er til 18. maí 1993. Umsóknareyóublöó fást á bæjarskrrfstofunni. Upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni og í síma 35133 milli kl. 9 - 11 frá mánudegi til föstudags. Húsnæðisnefnd Sauðárkróks. háruni áður en slíkt var byrjað t.d. uppi í Hofshreppi-1, sagði Þór í Saurbæ. Úr Fljótum er það annars að frétta að svo að segja snjólaust er í Flókadal, í Austur - Fljót- um er enn talsverður snjór, sér- staklega í Stíflu þar sem meiri munur er á snjóalögum við Stífluhóla cn oftast áður að sögn Hauks Astvaldssonar bónda á Deplum. Mikill snjór er á Lágheiði og reikna vegagerðar- menn ekki með að mokstur verði reyndur á heiðinni fyrr en tekið hefur upp að einhverju ráði. Búvélasýning Mióvikudaginn 5. maí veróur véla- og tækjasýning hjá Pardusi Hofsósi frá kl. 10 - 14 og í Varmahlíó frákl. 15 - 18. Sýnum nýja gerð Fiat 82 - 94 DT og 88 - 94 Hi - Lo DT. Fella SM 240 diskasláttuvél Fella TS 415 stjömumúgavél Elho rúllupökkunarvél meó fallramp. Rúllubaggaplast 3ja laga blásin filma frá Unterland. Vicon áburóardreifari og Ford Ranger pallbíll. Glóbus hf -- Pardus hf ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 93004 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að klæða veggi stöðvarhúss Skeiðsfoss- virkjunar í Fljótum. Innifalið í verkinu er að endurnýja glugga og hurðir og gera við skemmdir á múrhúðun. Sömuleiðis er innifalin smíði þakbrúna á húsið. Þá er innifalið í verkinu að steypa undirstöð- ur og olíuþró undir spenna og rofa í spenni- virki stöðvar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins við Suðurgötu 4, Siglu- firði, Ægisbraut 3, Blönduósi og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudeginum 26. apríl 1993 gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu RARIK, Suð- urgötu 4, Siglufirði fyrir kl. 14.00 föstudaginn 7. maí 1993 og verða þau þá opnuð í viður- vist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin skulu vera í lokuðu umslagi, merktu: RARIK 93004 - Skeiðsfossvirkjun.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.