Feykir


Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 15/1993 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. SiJ 57. Nú er Grettir þar aðra nótt, og kom ekki þrællinn heim. I>á þótti bónda mjög vænkast. Fór hann þá að sjá hest Grettis. Þá var upp brotið húsið, er bóndi kom til, en hesturinn drcginn til dyra og lamið í sundur á honum hvert bein. Þórhallur sagði Gretti, hvar þá var komið, og bað hann forða sér, — „því aó vís er dauðinn, ef þú bíður Gláms“. Grettir svarar: „Eigi má ég minna hafa fyrir hest minn, en að sjá þrælinn“. 58. Nú líður dagurinn, og cr menn skyldu fara til svefns, vildi Grettir eigi faraaf klæðum og lagðist niður í setió gegnt lokrekkju bónda. Hann hafði röggvarfeld yfir sér og hneppti annað skautið niður undir fætur sér, en einu snaraði hann undir höfuð sér og sá út um höf- uðsmáttina. Setstokkur var fyrir framan setið mjög sterkur, og spymti hann þar í. Ljós brann í skálanum um nóttina. 59. Og er af mundi þriðjungur af nótt, heyrði Grett- ir dunur miklar. Var þá riðið skálanum og barið hælun- um, svo að brakaði í hverju tré. Þá var farið ofan af hús- unum og til dyra gengið. Og er upp var lokið hurðinni, sá Grettir, að þrællinn rétti upp höfuðið, og sýndist hon- um afskræmilega mikið og undarlega stórskorið. Glám- ur fór seint og réttist upp, er hann kom inn í dymar. Hann gnæfði ofarlega við rjáfrinu, snýr að skálanum og lagði handleggina upp á þvertréð og gnæfði inn yfir skálann. 5é 60. Grettir lá kyrr og hrærði sig hvergi. Glámur sá, að hrúga nokkur lá í setinu, og réðst nú innar eftir skál- anum og þreif í feldinn sundar fast. Grettir spymti í stokkinn, og gekk því hvergi. Glámur hnykkti í annað sinn miklu fastara, og bifaðist hvergi fcldurinn. I þriðja sinn þreif hann í með báðum höndum svo fast, að hann rétti Gretti upp úr setinu. Kipptu nú í sundur feldinum á milli sín. Flugbjörgunarsveit V. - Hún: og Hrafnhildur Jónsdóttir Fædd 1. júní 1972 dáin 18. apríl 1993 t vígsla nýs Flugbjörgunarsveit V. - Hún. hélt upp á 10 ára afmæli sitt 24. apríl sl., en hún varð 10 ára 22. janúar sl. Vígt var nýtt hús sveitarinnar og því gefið nafn. Nýja húsið er við- bygging við eldra húsnæði sveitarinnar sem er gömul hlaða, sem ábúendur á Reykjum gáfú sveitinni þegar hún var ný- stofnuð, og var það síðan inn- réttað sem bækistöð. A annað hundrað manns komu að skoða húsið, en það var opió frákl. 13- 17. Klukkan 14 var húsið vígt og því gefið nafnið Reykjaborg. Það var sr. Guðni Þór Olafsson prófastur á Mel- stað sem fór mcð blessunarorð og flutti bæn. Fomiaðurinn Sigurður Bjöms- son rakti sögu sveitarinnar frá húsnæðis upphafi. Kom þar fram að einn af aðalhvatamönnum að stofnun sveitarinnar var fyrsti formaður hennar, Jón Gunnarsson, sem þá var búsettur í héraðinu en er nú formaður Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík. Mætti hann á staðinn sem fulltrúi Landsbjargar og Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík og færði gjafir. Margar gjafir bárust sveitinni á þessum tímamótum m.a. gaf Sparisjóður V. - Hún. krónur 50 þúsund. Kaffiveitingar voru á staðnum í tilefni dagsins. Árshátíð sveit- arinnar var síðan um kvöldið og var hún haldin í samvinnu við Lionsklúbbinn Bjamta á Hvammstanga. Þá færði Lions- klúbburinn sveitinni ávísun að andvirði 50 þúsund kónur. EA. Knattspyrna: Tindastóll byrjar illa í JMJ-mótinu Tindastóll heftir ekki átt góðu gengi að fagna í JRJ-mótinu í knattspyrnu sem hófst um á sumardaginn fyrsta og var framhaldið um helgina. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa, 5:1 fyrir Leiftri og 2:0 fyrir KA. Tindastóll var án nokkurra lykilmanna sinna í þessum leikj- um, meðal annars fjögurra sem yfirleitt voru í byrjunarliði á síðasta keppnistímabili: Bjöms Bjömssonar, Guðbjartar Haralds- sonar, Svcrris Svcrrisson og Þórðar Gíslasonar. Eina mark Tindastóls í mótinu til þessa skoraði Ingvar Magnússon. Síðasti leikur Tindastóls í JMJ mótinu veróur gegn Þór á Akureyri næstkomandi laugar- dag, 1. maí. Eg krýp og faðnia fótskör þína frelsari minn á bœnastund. Ekki óraði okkur fyrir því um páskana þcgar öll fjölskyldan hitt- ist og átti gleðistund í tilefni ferm- ingar Olafar Ornu frænku okkar að við myndum tveim vikum seinna koma öll -saman aftur í sömu kirkju en þá til að fylgja ungri systurdóttur til grafar. Lífið gctur oft verið óskiljan- lcgt, en alltaf verður þó dauðinn enn óskiljanlegri. Maöur fyllist reiói og vanmætti þegar framtíðar- vonum og lífi glæsilegrar ungar stúlku er eytt. Þannig voru við- brögð okkar þegar þær hræðilegu fréttir bárust að Hrafnhildur frænka okkar hefði látist í bílslysi aðfara- nótt 18. apríl sl. Við eigum erfitt með að trúa því og sætta okkur við að Hrabba, eins og hún var alltaf kölluð af ættingjum og vinum, sé dáin svo ung, lífsglöð og full bjartsýni á líf- ið og tilveruna. Hrabba var ekki bara frænka, heldur góður, dyggur og ekki síst fórnfús vinur. Því fengum við snemma að kynnast, strax þegar hún kom til okkar að- eins 11 ára að passa litlu frænku sína hana Astu Kristínu, og var Hrabba hjá okkur í tvö sumur hér í Reykjavík. A þessu tímabili vciktist Asta og þurfti að gangast undir nýmaígræðslu. Þá kom strax í ljós fómfýsi og hjálpsemi Hröbbu, þó ekki eldri væri, því hún sagði „cf nýrað mitt passar í Astu þá skal ég gefa henni það“. Oft áttum við fjölskyldan góð- ar og skemmtilegar samveru- stundir með Hröbbu og er gott að eiga þær gleðiminningar að ylja sér við, þó við gjaman hefðum viljað hafa þær fleiri, en því fáum við ekki ráðið. Nú síóustu árin var Hrabba okkar oft innan handar og hcfðum við einnig viljaó fá tæki- færi til að endurgjalda alla hennar góðmennsku í okkar garð, en ein örlagarík bílferð kom í veg fyrir það. Hafðu þökk fyrir allt Hrabba mín. Við verðum að trúa því að dauði þessarar ungu stúlku hafi tilgang og henni sé ætlað stórt hlutverk á æðri stöðum. Elsku Anna systir! Við viljum votta þér, Gumma, Hjalta, Kristínu, Kalla, mömmu og pabba, einnig föður Hrafnhildar og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Við biðjum Guð aó styrkja og varóveita alla þá sem eiga um sárt að binda. Missir okkar allra er mikill. Arni, Villa og börn. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar falleg stúlka kveóur okkur á svo skjótan hátt eins og Hrafnhildur, eóa Hrabba eins og hún var alltaf kölluð. Hrabba var alla tíð dugleg og góð stúlka sem oft hjálpaði ömmu löngu. Það virtist sem hún hefði alltaf tíma fyrir allt og alla, og allt sýndist leika í höndum hennar. Hrabba stundaði nám í verk- menntaskólanum á Akureyri og hefði úrskrifast sem stúdent vorið 1994. Oft hitti ég Hröbbu þegar hún kom á Krókinn um helgar, því hún var mikió hjá ömmu sinni og afa og var þeim afar hjálpsöm og góð. Þetta örlagaríka kvöld var fjölskyldan komin saman í matar- boó hjá Önnu og Gumma. Þá birt- ist Hrabba allt í einu með sitt bjarta og fallega bros. Var það í síðasta skipti sem við sáum Hröbbu. Elsku Hrabba mín bestu þakk- ir fyrir allar þær góðu og skemmtilegu samverustundir sem við áttum saman. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nœtur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann í burtu fer. Drottinn elskar, drottinn vakir daga og nœtur yfir þér. Þegar œviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hrœðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, drottinn vakir daga og nœtur yfir þér. Sb. 1945 - S. Kr. Pétursson. Elsku Önnu minni, Gumma, Hjalta, Kristínu og Kalla, Kiddu og Hjálta, Jóni föður Hröbbu og fjölskyldu hans, vil ég senda mín- ar innstu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur á þessari erfiðu sorgar stundu. Þín langamma. Sigurbjörg Ögmundsdóttir. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir“. Mér er þungt um hjartarætur er ég skrifa þessar línur, og við spyrjum, af hverju Hrabba okkar? Af hverju þessi bjarthærða fallega stúlka, sem öllum var svo blíó og góð, og átti allt lífið framundan? Það hlýtur að vera eitthvað mikil- vægt verkefni sem bíður hennar, fyrst guð tekur hana til sín svona snöggt og óvænt. Þá er það mikil huggun harmi gegn, að við sem þekktum hana og unnum henni, skulum eiga svo fagrar og hreinar minningar um hana, því þar bar aldrei skugga á, allir löðuðust að hennar hæga, ljúfa og yndislega viðmóti. Ég er búin að fylgjast meó Hröbbu síðan hún fæddist. Hún og yngsta dóttir mín voru jafngamlar og bjuggum við á Öldustígnum í næsta húsi við móðurforeldra hennar, Kiddu og Hjalta, þar sem Hrabba sleit barnsskónum. Það varð strax mikill vinskapur milli Kristínar dóttur minnar og Hröbbu. Ég horfði á þær taka

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.