Feykir


Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 5

Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 5
15/1993 FEYKIR5 Pennarucxl Krakkarnir í Staðarskóia í Vestur - Húnavatnssýslu gefa út mjög vandað skólablað Krakkamir í Bamaskóla Staðarhrepps í Vestur - Húnavatnssýslu gefa árlega út mjög vandað skóla- blaó, sem þau kalla því skemmtilega nafni Penna- mgl. Blað þetta er í ýmsu frábrugðið skólablöóum sem gefin em út í öómm skólum, og kannski hef- ur þar mikið aó segja aö nemendur sveitaskólanna umgangast gjaman meira fullorðið fólk er nem- endur í þéttbýlinu. Hér á eftir má sjá glefsur úr Pennarugli krakkanna í Staðarbakkaskóla 1993. Skoðunarferð í Víðidal I haust fórum viö í Víóidal og skoðuðum Kolufoss og Kolugil og gengum fram með Víðidalsá og tíndum jurtir. Síð- an fórum viö að Litlu - Hlíð en þar beió skólabíllinn eftir okk- ur. Þcgar við vorum á leiðinni heim að Litlu - Hlíð þurftum við að fara yfir girðingu. M lentu sumir í mýrarfeni og sukku upp að hnjám. Næst ókum við að Fitjá og skoðuðum stein sem annar steinn haföi gert holu í og kallast hann skessuketill. Eftir það fórum við heim í bamaskólann og rannsökuðum jurtimar. Arndís Tómasdóttir 6. bekk Vor á íslandi Gráir kleltadrangar skagafram í himin blámann. A efstu syllu situr krummi og gargar sínu ráma og ógurlega krunki. 1 fjarskafellur foss fram afbjargi. Lóan syngur og hrossagaukurinn vellir graut, þegar hann fer með œtið í hreiðrið. Þetta er vor á Islandi. Eyrún Ösp Skúladóttir 5. bekk. Annáll vetrarins Skólinn var settur 8. september. Fyrstu vikuna var farið í vettvangsferðir um Bæjarhrepp og í Víðidal. Dagana 14. - 30. september var haldið sundnámskeið í sundlauginni í Reykja- skóla með nemendum úr Bamaskólanum á Borðeyri. I októ- ber var haldið diskótek fyrir alla nemendur. Norræna skóla- hlaupið og þríþraut FRI var í sama mánuði og var þátttakan góð. I nóvember var haldið „pabba‘"kvöld. Mnn 21. nóvember var hið árlega innanhússmót Bama- skóla Staðarhrepps. Einn daginn í desember komu nemendur og foreldrar saman og gerðu jólasælgæti. Við tókum þátt í að- ventukvöldinu 7. desember og fómm út á elliheimili að skemmta. Litlu jólin vom 18. desemberum leió og jólatón- leikar Tónlistarskóla V. - Hún. vom haldnir. I janúar vom eftirminnilegastir íþrótta- og leikjadagamir sem haldnir vom á Reykjaskóla og á Hvammstanga og vom allir nemcndur með. I febrúar héldum við félagsvist og spil- uðum á níu borðum. Seinni hluta febrúarmánaðar var dans- kennsla og vom kennarar frá Dansskóla Jóns Péturs og Köm eins og undanfarin ár. Oskudeginum var fagnað með grímuballi og vom þar flestöll tkim sveitarinnarog slóu köttinn úr tunnunni af mikl- um krafti. 5. mars buðum við nemendum úr Bamaskólanum á Borðeyri á diskótek, þar vom mörg skemmtileg atriði og mik- ið fjör. Lestrarkeppnin mikla hófst 8. mars og lásu nemendur af fullum krafti, þegar tími gafst til þess. Sama dag og lestrar- keppnin byrjaði var glímukennsla í salnum. Daginn eftir var svo aðalfundur Hríslunnar. Hin árlega menningarferð var far- in til Reykjavíkur dagana 18. - 20. mars og heppnaðist vel í alla staði. I apríl stendur til að fara í víðavangshlaup skólanna hér á Reykjum og hafa tónlistarhátíð fámennustu skólanna í Vesturhópsskóla. Heilsufar var gott í vetur, en þrír dagar féllu niður í kennslu vegna ófærðar. Nemendur vom 11, sex í eldri deild og fimm í yngri deild. Skólaslit em áætluð 14. maí og skólaferðalag í júní. Sigurjón Þorsteinsson 7. bekk Dularfullur atburður A miðvikudagsmorgun 30. febrúar vaknaði ég kl. 7 og fór vitlausu megin fram úr rúminu eins og vanalega og lenti út á svölum. Að þessu sinni datt ég fram af svölunum og lenti á símalínunum og dansaði línudans hálfsofandi í klukkutíma og datt svo niður. M lenti ég í sandkassanum og fyllti stígvélin mín af sandi. Mgar ég var búin að losa þau komst ég að því að ég hafði farið í kessu, og var nú oióin rúmlega einn milli- metri í staðinn fyrir fjóra metra eins og ég var áður. Svo fór ég inn og hélt upp á afmælið mitt. Jibbí, ég hafði elst um fjórtán ár og var nú oróinn 25 ára í staóinn fyrir 11 ára. Svo datt ég út um gluggann í stofunni hjá okkur og lenti inni í stofunni hjá Adda og Þóm og sofnaði þar. Elsa Rut Raftisdóttir 6. bekk. Fólk sem hefur ekki rafmagn Eg er lítil stúlka sem á heima í Kolugili. Eg hef ekkert raf- magn. Eg, pabbi og mamma notum lýsislampa og stundum kerti. Við höfum oftast kerti á jólunum. Veistu hvemig við eldum mat? Við kveikjum á kolavél. Við boróum margt og mikið. Kotið okkar er með grasi á þakinu. Mð er kallað torf. Eg hjálpa pabba og mömmu mikið. Eg leik mér bara á kvöld- in. Við borðum úr öskum. Við sofum í baóstofu. Það er dimmt á kvöldin. Vió notum hesta og göngum mikið. Nú segi ég ekki meir. Veriði blessuð og sæl. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 3. bekk. '*dfart>a/i/ Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður „STJ ÖRNUBÓKIN HITTIR BEINT í MARK!“ —o-------------- Me3 sþariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma. Verðtrygging og háir raunvextir. Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára. :: Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til útteklar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi. STJÖRNUBÓH BÚNAÐARBANKINN SAUÐÁRKRÓKI HOFSÓSI VARMAHLÍÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.