Feykir


Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 28.04.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 15/1993 Húsbændavökur voru hér áöur fyrr árviss við- burður á Húnavökum og þóttu jafnan hin besta skemmtun. I fyrra var Húsbændavakan endurvak- in, aó miklu leyti fyrir tilstuölan nýs formanns Ungmennasambands Austur - Húnvetninga, Valdi- mars Guðmannssonar í Bakkakoti. Og aftur nú var safnaö í sarpinn og boðió til vöku á síðasta kvöldi vetrar eins og vanalega. Tíðindamaóur Feykis mætti á samkomuna og var ekki svikinn af þeim herleg heitum sem þar var boðió upp á. Að- sóknin var annars ekki í samræmi við þaó, ein- ungis mættu tæplega 50 manns, ef talnaglöggni pistilritara bregst þá ekki enn einu sinni. Þrátt fyr- ir þetta segir Valli í Bakkakoti aó haldió verði áfram meó Húsbændavöku, sú skylda verði lögö á væntanlega stjórnarmenn Ungmennasambandsins. Ymislegt haföi breyst frá upphaflegum drögum aó vök- unni. Til stóð að séra Hjálmar Jónsson yröi kynnir og Ellert B. Schram ræöumaður kvölds- ins. Þeir forfölluðust báðir en í þeirra stað stjórnaði Arnar Einarsson skólastjóri á Húna- völlum samkomunni og Bryn- dís Schram kont í stað bróður síns Ellerts. Bæði lífguðu þau Arnar og Bryndís vel upp á kvöldið og reyndar voru flytj- endur og skemmtiatriðin sem boðið var upp á þetta kvöld hvert öðru betra og aðstand- endum Húnavöku til sóma. Mál Bryndísar var á léttari nótunum, mikið til brandarar cr tcngdust henni, Jóni Bald- vin og Kidda ráðherrabílstjóra. Einnig minntist Bryndís á það þcgar hún var í sveit hjá sveitapresti í Húnaþingi eitt sumar, og sagði frá veru sinni vestur á Fjörðum, nt.a. þegar hún var á kosningaferðalagi með tengdaföður sínum Bryndís Schram hljóp í skarð EUerts bróður síns og tókst að gera kröfuhörðum Húnvetningum til hæfis. Katrín Sigurðardóttir sýndi það og sannaði að hún er í fremstu röð íslenskra söngvara í dag. Krakkamir í skólalúðrasveit Blönduóss era greinilega í mikilli framfor undir stjórn Skarpshéðins Einarssonar. Þau fluttu með ágætum nokkur lög í upphafi Húsbændavökunnar. Arnar Einarsson skólastjóri á Húnavöllum reyndist prýðis- góður „vökustjóri“ kryddaði kynningar sínar iéttum kveð- skap og spaugi. Hannibal í síðasta skipti sem hann var í framboði, vorið 1972. Þá barst í tal feróalag til Dyflinnar á síðasta hausti þar sem hún tók að sér fararstjórn fyrir krata í Hafnarfirði, og líklega hafa það verið konur frá Skagströnd sem í þeirri ferð réttu brag að Bryndísi er hún las upp í lok pistils síns. Agætur kveðskapur það. Kristján Hjartarson á Skag- strönd, sem reyndar varð 65 ára þennan dag og fékk af- hentan blómvönd af því tilefni í lok vökunnar, flutti Ijóð eftir son sinn Rúnar Kristjánsson. Flutningur Kristjáns var hreint frábær, gerður af miklum raddstyrk og tilfinningu. Katrín Sigurðardóttir, Didda Halls frá Húsavík, söng nokk- ur lög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Katrín er án cfa cin af allra fremstu söng- konum þjóðarinnar í dag. Flutningi hennar og Jónasar var afar vel tekið, og góð ábót á söng Katrínar er að hún hef- ur greinilega erft lcikarahæfi- leika föður síns. Ragnar Ingi Tómason flutti pistil úr héraðinu, samdan af Páli Svavarssyni í mjólkur- samlaginu. Höfðu samkomu- gestir mjög ganian af þeini stílfærðu fréttum sem þarna voru fluttar, cnda tókst þeim félögum Ragnari og Páli afar vcl að finna spaugilegu hliðar þeirra viðburða sem áttu sér stað í héraðinu. Jafnvel utan- héraðsmenn , svo scm pistilrit- ari, höfðu virkilega gaman af. Undir Iok vökunnar koniu fram tveir söngvasveinar klæddir þjóðbúningum og fluttu stcmmur. Þetta voru þeir Grímur Gíslason og Ragnar Þórarinsson. Voru karlarnir á- kaflega skemmtilegir, fluttu stemmumar vel og tóku Vatns- dælingastemmu t.d. tvisvar cða þrisvar. Var þctta gcJður cnda- punktur á Húsbændavökunni, en undir lokin aflienti Valli í Bakkakoti öllum flytjendunum að gjöf veggplatta, sem USAH gaf út á síðata ári í tilefni 80 ára afmælis sambandsins. Kristján Hjartarson flutti ljóð eftir Rúnar son sinn af mikilli innlifun. Söngvasveinarnir Ragnar Þórarinsson og Grímur Gíslason kváðu stemmur við raust. Húsbændavikan heldur reisninni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.