Feykir


Feykir - 09.06.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 09.06.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Meleyri fær heimild til nauðasamninga Melcyri á Hvammstanga hef'ur iengið heimild til nauðasamn- inga og í því skyni auglýst inn- köllun á öllum kröfum í fyrir- tækið. I>að mun ráðast á næstu vikum og mánuðum hvort nauða- samningarnir takast, cn þeir eru taldir nauðsynlegir til að skapa fyrirtækinu rekstrargrundvöll. Miklar skuldir og greiðslubyrði eru að sliga fyrirtækið. Tilskilió er samþykki fjóröungs kröfuhafa og krafna til að nauða- samningálcióin verói farin. Þá hef'ur cinnig veriö ákvcðin sala þcirra cigna scm ckki cru lílsnauö- synlcgar fyrirtækinu, svo og að hlutale þcss vcrði aukið aö loknum nauðasamningum. Brynjar Níelsson hdl. hefur verið skipaóur umsjónarmaður nauða- samninganna, cn að hálfu Meleyrar hefur Kristþór Gunnarsson verið ráðinn til að framfylgja áætluninni á næstu mánuðum, cn hann hefur farið niður í kjölinn á rekstri fyrirtækisins í vetur. Meleyri er sem kunnugt er annar stærsti atvinnuveitandinn á Hvammstangaog mjög mikilvægur hlekkur í atvinnulífi byggðar- lagsins. Forráðamenn Meleyrareru mjög bjartsýnir á að vió lækkun skulda og frekari styrkingu fyrir- tækins nteð auknu hlutafé, geti rckstur þess orðið nijög lífvæn- legur. Gott orð fcr af framlciðslu fyrirtækisins. Skrílslæti á tjaldstæði Sauðárkróksbæjar „Ég er mjög undrandi á hvernig svona hlutir eru látnir líðast. Ég hef ferðast víða um land og gjörþekki marga fcrðamanna- staði landsins, hef gist á Ilcstum tjaldstæðum landsins, en aldrci lent í öðru eins og á tjaldstæðinu á Sauðárkróki aðfaranótt laugar- dagsins. I>arna gengu drukknir unglingar um tjaldstæðið og létu öllum illum látum. Atta ára dóttir mín vaknaði og ég treysti mér ekki til að yfirgefa hana til að rcyna að skakka leikinn. I>að er víst ábyggilegt að yfirvöld þarna á staðnum verða að gera eitthvað í þcssum málum cf þeir ciga að geta vænst gesta á tjald- stæðið í sumar, því svona hlutir spyrjast út“, sagði gestur sem tjaldaði á tjaldstæðinu á Sauð- árkróki um helgina. I>aö vom tvö tjöld á tjaldstæðinu á Króknum sl. laugardagskvöld. í ciöru voni útlcndingar á mótorhjól- um, og rcynt var að ræsa hjólin um nóttina en án árangurs. I hinu tjaldinu var maðurinn scm hafði samband við Fcyki, cn hann gjör- þckkir l'cröamannastaði á landinu og hefur skrifað bæði bækur og greinar um náttúm landsins. „Eg kom þama á laugardags- kvöldið ásamt átta ára dóttur minni og gengum frekar sncmma til náða. Við vöknuöum síðan upp við ólætin þcgar líða tók á nóttina. Sérstaklega var þetta slæmt þegar kom fram á sjötta tímann og greinilegt að unga fólkið scm fór þama um reyndi að skapa scm mestan hávaða. Þama vom hvorki gæslumenn né lögregla. Aö skilnaði laumuðu svo drengimir melspím, oddbcittu verkfæri sem notaö cr til sjós, undir cinn hjól- baröann hjá mcr, þannig að dckkið sprakk þegar ég kcyrði af stað daginn eftir. Það má líka benda á að melspíran er hárbeitt verkfæri sem hægt cr að nota scm vopn", sagði þessi tjaldgestur, sem væntanlega tjaldar ekki á Króknum á næstunni. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri scgir þctta slæmt mál. Þá vom skcmmdir unnar á aðstöðu við tjald- stæðið. Hinsvegar var að Snomi sögn ekki búið að opna tjaldstæðiö formlega, og gæsla hefur aldrei verið tckin þar upp fyrr en um miðjan júní, vegna mikils kostnaðar. Mjög harður árekstur varð á Sauðárkróki sl. föstudagsmorgunn. Jeppabifreið var ekið austur Hólma- grund í veg fyrir fólksbifreið sem kom að norðan. Svo harður var áreksturinn að jcppabifreiðin valt og tók um hálftíma fyrir björgunarmenn að ná ökumanni jeppans út úr bflnum. Sá reyndist minna slasaður en virtist í fyrstu. Ökumaður fólksbílsins slapp með skrámur, en báðir eru bílarnir ónýtir. Slæmt útlit hjá vörubílstjórum „Við munum aldrei eftir öðru cins ástandi í atvinnumálum vörubílstjóra hér á svæðinu. Hcppnin hefur ekki verið með okkur í útboðum og nú er búið að bjóða út flest verkin. Við höf- um misst af þeim öllum, yfirleitt verið aðeins fyrir ofan lægsta boð, og stöndum nú uppi án nokkurra verkefna þegar þessi venjulegi háannatími fer í hönd. I ofanálag bætist svo að við get- um ekki vænst verkefna nema í litlum mæli frá Sauðárkróksbæ, eftir þeirri tilhögun sem þar hef- ur gflt með vinnuskiptingu milli vörubílstjóra á síðustu árum“, segir Eiríkur Sigurðsson formað- ur Vörubílstjórafclags Skaga- fjaréfeir. „A félagið er lögð sú þjónustu- skylda að hafa opna stöó sem aðil- ar geta beint sínunt viðskiptum til. Við höfum um árin talið þctta sjálf- sagóa þjónustu við viðskiptavini okkar, en því ntióur hafa aðilar cins og Sauðárkróksbær og vegagerðin nú síðustu ár sniógcngió stöóina að mestu leyti mcð því að kalla bíl- stjóra til vinnu framhjá hcnni. Mcö svona tiltækjum cr stöðvarstjóra gert mun erlióara aó jafna vinnu á ntilli bílstjóra félagsins. En það vcrður að segjast eins og cr að stærsti hluti okktu- vinnu undanfar- in ár hefur verió í útboósverkum hjá vegagerðinni. Utboðin voru fyrst reynd hér á þessu svæói í ein- hverjum mæli, þannig að vió höfó- urn orðið talsveróa reynslu af þeim, þó svo aó á móti blási hjá okkur um þcssar ntundir. Um vinnuskiptingu hjá Sauðárkróksbæ vil ég hafa sem fæst orð. Hún skýrir sig sjálf. Þaó sjá allir sem vilja sjá. Hvcrju þctta sættir get ég því miður ekki svarað, cn við erurn oft spuróir að því", segir Eiríkur. Vörubílstjórafélagið scndi bæj- arráði Sauðárkróks bréf vorið 1991. Þar cr óskað cftir að bærinn bcini sínum vióskiptum í gegnum stöö- ina þannig að vinnan jafnist á ntilli bílstjóranna. Málió var tekiö fyrir í bæjarráði og síðan í bæjarstjóm. Frá bæjarstjóm kom það svar að hún sæi ekki ástæðu til að brcyta því fyrirkomulagi sent tíðkasthefði. Félagar í Vörubílstjórafélagi Skaga- fjarðar cru 22, þar af cru 10 starf- andi á Sauðárkróki. Úthlutun félagslegra íbúða: Aðeins ein íbúð á Krókinn Samkvæmt heimildum Feykis hefur nefnd sú scm sér um úthlutun félagslegra íbúða- bygginga, ákveðið að aðcins ein lánveiting kom í hlut Sauð- árkróks, en húsnæðisnefnd Sauðárkróks sótti um 19. Útlit er því fyrir að mjög fáar lán- veitingar komi hingað í kjör- dæmið að þcssu sinni. Jón Karlsson formaður hús- næðisnefndar sagðist hafa fregnað þetta, cn vildi ekki tjá sig um málið, enda hefði nefndinni ekki borist úthlutunin formlcca. I>essi úthlutun cr válcg tíðindi fyrir byggingarvcrktaka á Sauð- árkóki. Úndanfarin ár hafa mcgin- vcrkcfni eins fyrirtækis í bæn- um, Friðrik Jónssonar sf., vcrið að langmestu leyti bygging íbúða í félagslega kcrfinu. Útlit cr því fyrir að margir vcrði um hituna á byggingarmarkaðnum næsta vetur. Stærri verkcfnin scm nú eru í gangi, vcrða þá langt komin, og í dag er lítur ckki út fyrir að um auðugan garð verði að gresja fyrir byggingarmcnn, cn þeir cru marair í Skagafirði. —Kjen^iíl IíjDI— JfMfJfbílaverkstæði Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA Æj mm m sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargala 1 b 550 Souðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílavi&ger&ir • Hjólbarbaverkstæ&i SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.