Feykir


Feykir - 09.06.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 09.06.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 21/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaútarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 120 krónur hvert tölublað. Lausasöluveró: 130 krónur. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsf'réttablaða. Aðalfundur Feykis hf veróur haldinn í Safnaóarheimilinu á Sauóárkróki mánudaginn 14. júníkl. 17,00. Dagskrá: 1. Venjuleg aóalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthafar eru hvattir til aó mæta á fundinn. Stjórnin. ✓ Islandsmótið í knattspyrnu 4. deild Sauðárkróksvöllur Þrymur - HSÞ b n.k. föstudagskvöld kl. 20,00 Komið og sjáið spennandi leik. Skagfirðingar og Sauðkrækingar! Hótel feáng býöur til morgunkaffis 17. júní milli klukkan 9.00 og 11,00. Hótelið veróur gestum til sýnis. Vegna Rotaryþings getum vió því miður ekki boðið til síðdegiskaffis í ár eins og vanalega. Munið hjólaleiguna á Hótel Áningu. HÓlum opnar 17. júní meó kaffihlaóborói milli klukkan 14,00 og 18,00. í tilefni opnunar bjóóa Áshestar upp á hestvagnaferóir og hestaferðir fyrir börnin. Verið velkomin! feling ferðaþjónusta Frjálsíþróttafólk bætir æfinga- aðstöðu sína í sjálfboðavinnu GLsli Sigurðsson, Hjörn Sigurðsson, ungur Bjömsson, Sigurður Bjöms- son og Ingibjörg Guðjónsdóttir. GLsli og hans fólk hd'ur unniö þrek- virki fyrir frjálsíþróttastarfið í Skagafirði. „Þetta er ekkert stórvirki. Nú fengum við bara loksins að gera það sem við höfúm verið að biðja um í mörg ár“, segir Gísli Sig- urðsson frjálsíþróttafrömuður helsta driffjöðrin í miklum fram- kvsemdum scm nú fara fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. I>ar er verið að stórbæta aðstöðu til iökunar frjálsra íþrótta með gerð aöhlaupsbrauta fyrir stökk, sem jafnframt verður æfinga- hraut fyrir sprctthlaup. Gerð mannvirkLsins er að mestu unnin í sjálíboðavinnu af frjálsíþrótta- fólkinu. Sem dæmi um hvað Irjáls- íþróttafólkið cr tilbúið að lcggja á sig, þá var Gísli Sigurðsson að nálgast 100 tímana í sjállboðíivinn- unni þegar blaðamaður Fcykis hitti hann upp á velli sl. sunnudags- kvöld, scm cr mikill tímafjöldi þeg- ar þcss cr gætt að aðeins 10 dagar voru frá því framkvæmdir hófust. „Það hefur verið töluverð pressa á okkur mcð þetta og hún cr mest tilkomin vegna þess að aðilinn sem leggur tartanefnið á brautina kemur hingað til landsins tveim vikum fyrr en upphaflega var áætlað. Þetta er gífurlega mikil vinna, cn við erum líka að vona að með þessu ýtum viö flciri aðilum af stað í aö bæta íþróttasvæðið. Við þurftum að skipta um jaröaveg einn mctcr nió- ur og þjappa síðan efnið í fjórum lögum. Eins og þú sérð erum vió að slá upp fyrir plötunni scm verður 10 sentimctra þykk mcð jámbend- ingu. Viö stefnum á að steypa á laugardaginn kemur. Brauún er 120 metrar á lengd og við sitthvom end- ann koma sandgryljur. Síðan vcrða stangastökks- og hástökksdýnur staösettar til hliöar við miðja braut- ina og þcim rennt af slcða inn á hana, þannig að hægt verður að æfa þau stökk báðum megin frá. Þessi braut er hönnuð mcð þaö fyrir aug- um að hún nýtist scm bcst og þctta, verður gjörbylting fyrir okkur", sagði Gísli Sigurðsson. Aðsóurður sagði hann að tartan- ncfniö kostaði mcð lagningu um 750 þúsund, og dýnur og tæki álíka mikið. Síðan cr um gífurlega sjálf- boöavinnu að ræða sem Gísli trcysti sér ckki til að vcrðleggja að svo stöddu. Sauðárkrókur: Allir unglingar fá vinnu „Við sjáum fram á að í lok vik- unnar verði húið að útvega öllum unglingum í bænum \1nnu. Þetta leit fremur ilia út, það voru komnir um 50 unglingar á skrá hjá okkur, en þetta virðLst ganga upp“, sagði Matthías Viktors- son (élagsmálastjóri Sauðárkróks. Að sögn Matthíasar fengu nokkrir unglinganna vinnu hjá fyrirtækjum í bænunt en öðrum var deilt niður á verk hjá bænum, sem fclast aðallega í umhirðu svæða. „Við emm samst ckki full- komlega ánægóir, því eitthvaó cr um að fulloröið fólk sé án atvinnu og við veröum að sjálfsögðu ckki ánægðir fyrr cn þaö veröur kom- ió í vinnu líka". Þess má geta að vinna er hafin að nýju hjá rækjuvinnslunni Dögun eftir um mánaðarstopp. Bátur fyrirtækisins, Haförn, cr komin norður og mun atla vinnslunni hráefnis í sumar, cn einnig mun Dögun frá hráefni af öðrum bátum. Omar Þór Gunn- arsson framkvæmdastjóri býst við að um 15 manns vinni hjá Dösun í sumar. Sunna með gull og Frið- geir silfur Þau Sunna Gcstsdóttir og Friðgeir Haildórsson USAH náðu mjög góðum árangri í fjölþrautum á Meistaramóti Islands sem fram fór um helg- ina. Sunna varð LslandsmeLstari í sjöþrautinni og setti cinnig stúlknamet, og Friðgeir varð í öðru sæti í tugþrautinni. Sunna náði 4458 stigum scm cr mjög góöur árangur. Næst hcnni kom Jóhanna Jcnsdóttir UMSK mcð 3843 stig, svo að yfirburðir Sunnu vom miklir. Auöunn Guöjónsson HSK sigraði í tugþrautinni á 6819 súgum. Friðgcirnáöi 6405 stigum. cn baráttan stóð milli þcssara tvcggja kappa. Hátíð í Glaumbæ Nk. sunnudag vcrður hátíð í Glaumbæ og hefst hún með hclgi- stund kl. 14,30. Að hcnni lokinni verður kaflisala í Gamla bænum og mun allur ágóði renna í orgelsjóð kirkjunnar. Ef vcður lcylir vcrður kaffisalan úti á bæjarlóðinni og munu hannonikkuleikarar mæta á staðinn og skemmta fólki. Rciknaö cr mcð að margir komi á hcstum í Glaumbæ þcnnan dag og vcrður góð aðstaða fyrir hcstana ú staðnum. Allir cru hjartanlcga vclkomnir. og vonast cr til að scm flcstir sjái sér fært að mæta. (frétlatilkynninjg) Afleysingastörf Hjúkrunardeild (Deild tvö) Sjúkralióa eóa starfsstúlkur hclst vanar aöhlynningu, vantar í fullt starf frá 5. júní til 28. ágúst og frá 12. júlí til 23. ágúst. Hjúkrunar- og dvalarheimili (Deild fímm) Starfsstúlku vantar í ræstingu og búr frá 5. júlí til 31. ágúst. 80% vinna. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staónum eða í síma 35270.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.