Feykir


Feykir - 21.07.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 21.07.1993, Blaðsíða 3
27/1993 FEYKIR3 Kirkjustígurinn lagfærður Fallnir skagfirskir höfðingjar á kreiki í Bíódögum 6,50% nafhvextir 6,61% ársávöxtun Ársávöxtun á síðasta ári var 6,92% Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35% InnlánsdeUd Kaupfélags Skagfirðinga Samvhmubókin Leikarar og hluti starfsliðs í Bíódögum létu fara makindalega um sig í veðurblíðunni sl. laugardag milli senubreytinga. Fyrir skömmu hófust fram- kvæmdir við endurgerð Kirkju- stígsins á Sauðárkróki og verður þeim væntanlcga lokið nú í sum- ar. Vcrkinu miðar vel og virðist farsællega af hendi lcyst hjá Birgi Friðrikssyni, eða svo vitn- að sc í orð eins sóknarncfndar- mannsins, Brynjars Pálssonar bóksala, sem segir, „hann er svo nákvæmur og glöggur Malla- drcngurinn að ég held að sé ekki vafi á að hann sjái gegnum grjót- ið“. I ár eru einmitt 90 ár liðin frá því Kirkjugarðsstígurinn var tckinn í notkun og því vel við hæíi að ráðist sé í þetta verk nú. Langt er síðan hugmyndin um endurgerð stígsins kviknaði, og var verkið t.d. sett á kosningastefnu- skrá bæjíirmálallokksins K-Iistans lyrir nokkrum ;irum. Grjóthleðslan við stíginn er algjörlega endumýj- uð og er þaö mikið verk. Lýsingu vcrður komið fyrir í hleðsluvcggn- um mcð 10 mctra millibili, svokölluð göngulýsing og á hún örugglega eftir að setja mikinn svip sinn á bæinn og Nafimar og virka sem tilkomumikil lciðarvísir að krossinum sem skartar yfir Nöfum á jólaföstunni. Kirkjustígurinn var á sínum tíma gerður til að auðvelda dánum og syrgjendum leió upp í kirkju- garðinn og líkfylgdir töm upp stíg- inn fram undir miðja þessa öld og lengur að vetrinum þegar Kirkjuklaulin var ófær bílum. Sá seinasti scm borinn var upp stíginn til greftrunar var Ingólfur Nikó- demsson. cn liann lést á síðasta ári, svo ekki cr langt síðan aö minnt var á þctta notagildi stígsins, þó það hafi vcriö annað síðustu ára- tugina cn við cnda hans á Nöfun- um cr staðsctt útsýnisskífa. „Okkur scm hvatt hal'a til cnd- urgerðar Kirkjustígsins finnst það við hæfi að þessum spöl sé vel við haldiö og hann haldi sinni reisn, enda sá síðasti sem margur Króks- arinn hefur átt leið um ofan moldu. Þá viljunt við einnig með þessu hvetja til gönguferða bæjarbúa upp á Nafimar, og þcir scnt hafa geng- ið um Kirkjustíg vita aö þaðan cr útsýni hvað skemmtilegastyfir fal- lcga bæinn okkar", sagði Brynjar Pálsson bóksali. Arndís Jónsdóttir og Bára Tavsen bera til grjót í hleðsluna, en Birgir Friðriksson sér um að koma því haganlega fyrir í vegghleðsluna, sem algjörlega er endurnýjuð við stíginn allan. Knr kalla hann Hollywood þessa dagana, bæinn Höfða á Höfða- strönd, þar sem fram fara tökur á Bíódögum Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Víst er að bærinn líkist engum venjulegum sveitabæ þessa dagana. I>egar horft er þangað heini blasir við bflakostur mikill. Auk bíla kvikmyndata- ökuliðsins eru þarna komnar bif- reiðar af gömlu gerðinni, vörubíl- ar, mjólkurbílar, gott ef ekki er þarna Studebakar fólksllutninga- híll o.ll. Gamla hrúsapallinum hefur meira að segja verið komið lyrir þar að nýju. „Friðrik Þór. Hvaö linnst þér við- cigandi að fólkið sé að boröa?", spyr stúlka sem kernur fram á bæjarhól- inn við gamla bæinn á Höfða. „Hafragrautur og slátur er ömgglega við hæfi", segir Friðrik Þór ákvcð- inn. Hann er mcö þcssa hluti á hrcinu, cnda stcndur sumdvölin á Höl'ða honum cnn Ijóslifandi fyrir sjónum, þótt rúmlcga aldarfjórð- ungur sé síðan. Lciktirar og lcikstjómcndur lágu uttrní bæjarhólnumogslciktusólina þegar blaðamaður Fcykis var þ;tma á fcrðinni sl. laugardag. Það var vcr- iö að stilla upp fyrir tökur, og sá cini sem fékk ckki almennilegt næói var 10 ára ganili strákurinn úr Hafnar- firði, Örvar Jens Am;trsson. Vcrið v;tr að dubba hann upp l'yrir tökuna, cn ckki var að sjá á stráksa að hann væri ncitt strcssaöur. „Sjáðu þama upp í gilinu cr víst falinn IJársjóöur. Eg á víst aö finna hann", sagði hann við Fcykismanninn. Höfði cr ckki amalcgur staður til myndatöku, að minnsta kosti ckki cins og veðrið var á laugardaginn, en þá skartaði h;tnn sínu fegursta, tign- arlcgri umgjörð með Þórðarhöfða til sjávarins, Höfðahólana á annan veg og Ijallgarðinn umhverfis Höfðadal- inn að ofanverðu. Það cr viósjárvcrt að ncl'na áttir á þcssum stað. Eg scst hjá Friöriki Þór í brckkunni og Uepi á því hvc fallegt sé á þcssum sUtö. ,Já, þcssvegna cmm við nú héma. Það cr varla hægt að hugsa sér skemmtilcgri tökusuið. En hvcmig cr það annars nurnst þú citt- hvað cl'tir Tona gamla", segir hann. Nei, ég hitti aldrei Tona, Anton Jónsson fyrrvcrandi bónda á Höfóa, en sá kom m.a. við sögu í frásögn Bjama bróður hans í vertíðarsögu frá Eyjum í síðasta jólablaði Feykis. Toni gamli kentur mikið við sögu í Bíódögum. Aðspurður segir Friðrik að tökur gangi mjög vcl og hann bcri miklar vonir í brjósti um þessa mynd. Hann sé sannfæröur um að hún vcrði ntjög skemmtileg og komi til með að höfða vel til Islcndinga. Hinsvcgar segist hann ckki rcikna mcð að sömu hlutir gerist mcð þessa mynd og Böm náttúmnnar, þar sem að Bíódagar vcrði trúlega ckki eins stcrk kvikmyndahátíðarmynd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.