Feykir


Feykir - 21.07.1993, Page 4

Feykir - 21.07.1993, Page 4
4FEYKIR 27/1993 Eiríkur Pálsson á Syðri - Völlum við Hvammstanga var mættur og hafði á boðstólum reyktan lax og bleikju og hertan fisk, Það var ágætis markaðs- stemmning á planinu við Kántríbæ sl. laugardag. Þetta var fyrsti dagur úti- markaðar í bænum og ekki verður annað sagt en tilraun- in hafi tekist vel. Aðsóknin var mjög góð. Sýningarpláss- ið var það vel nýtt að Guðrún í hannyrðabúðinni, helsti hvatamaður að markaðnum, dró sig í hlé með sinn varn- ing. Viðskiptavinirnir létu sig hcldur ekki vanta og átti þar trúlega talsverðan þátt frá- bært veður þannan dag, það besta sem komið hafði í lang- an tíma. Þegar Fcykir var á fcrðinni á Skagaströnd rctt upp úr hádcg- inu var töluvert slangur af fólki á markaðssvæðinu. „Við erum alveg himinlifandi meó að- sóknina. Það var meira að scgja fleira fólk hérna fyrir hádcgið og undirtcktir virðast mjög góðar. Hingað er komið fólk með vaming sinn frá Hvamms- tanga, Blönduósi, úr sveitunum hérna í kring, frá Sauðárkróki og Reykjavík'4, sagði Guðrún Guðmundsdóttir hannyrða- kaupmaður á Skagaströnd. Og á planinu hljómaði tónlist af öldum ljósvakans hjá Hallbirni. „Halló þetta cr Útvarp Skag- strönd. Hér í Villta vestrinu er mikið að gerast í dag. Það er markaðsstemnming á Skaga- strönd í dag og steikjandi hiti og sólskin. Þió sem eruó úti á þjóðveginum og heyrið til mín. Hvernig væri að leggja lykkju á krók ykkar og setja stefnuna hingað í Villta vcstrið á Skaga- strönd. Komiði vinir mínir því þið eru velkomnir". Eitthvað á þessa leið hljómaði tcxti Hall- bjarnar í útvarpinu, en þetta með lykkjuna og krókinn skol- aðist citthvað til hjá honum, en þaó var þá bara til þcss að hafa gaman af. Það er ekki ótrúlcgt að sum- ir leggi lcið sína í Húnaþing bara til þess aó heyra í Útvarpi Skagaströnd, en af því hefur Feykir fregnaó. Ingvar Jónsson á Skagaströnd skoðar handbragð æskufélaga síns Arna Rögnvaldssonar á Sauðárkróki. Didda á Bakka í Vatnsdal kom með sitt frábæra heimabakaða brauð á markaðinn og svo var að sjá sem hún seldi vel. Góðþátttakaá markaðs- degi áSkagaströnd „Ætlum að verða einn af sterkustu klúbbum landsins" Litið við á golfvellinum við Hlíðarenda á Nöfunum við Sauðárkrók Það er hellingur af krökkum hér á vellinum frá morgni til kvölds. Ahuginn er svo mikill að ég þarf eiginlega stund- um að reka krakkana heim á kvöldin. Þuifti síóast á tólfta tímanum í gærkveldi aó benda nokkrum krökkum á að það væri nú best fyrir þau aó fara heim að sofa. Hér eru daglega um 30 manns í mat í hádeginu. Krakkamir hafa meó sér nesti til að þurfa ekki aó eyóa óþarfa tíma í að fara heim og borða“, segir Ami Jónsson gollkennari á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Sauóárkróks. Þeir hafa staðið sig frábærlega á mótunum í sumar. Guðmundur Einarsson, Snorri Stefánsson, Eyþór Guðlaugsson, Gunnlaugur Erlendsson, Örvar Jónsson og Sigurður Guðjón Jónsson.+ „Þetta hefur vafið upp á sig eins og snjóbolti", segir Ami þegar hann er spurður hvort golfíþróttin sé í sókn á Sauóárkróki. „Enda þarf orðið tvo þjálfara til aó anna kennslunni. Amý Lilja dóttir mín kcnnir héma í sumar líka. Að vísu emm við á Skagströnd og Blöndu- ósi cinn dag í viku. Þar er einnig mikill áhugi á golli. Ætli séu ekki svona 20-30 iðkendur á Skaga- strönd og 40-50 á Blönduósi". Er áhuginn mikill og starfíð gott hér á Króknum? Já, áhuginn er nijög mikill. Unglingastarlið cr t.d. mjög gróskumikið. Það em um 50 krakk- ar á aldrinum 8-14 ára sem stunda íþróttina, þar af cm 12 stclpur. Þeir bestu hjá okkur hafa skipað sér í efstu sætin á þessum opnu mótum sem við höfum sótt í sumar og vissulega er bjart framundan. Það er líka ckkert launungamál að við stefnunt aó því aó verða einn af sterkustu gollklúbbum landsins eft- ir 4-5 ár. Hér á Sauðárkróki cr starfsemin mjög blómleg og góð stjómun á klúbbnum. Hingaó á Hlíöarenda- völl er farið að sækja lólk allstaðar að af landinu til að spila golf. Völl- urinn cr rnjög góóur, cinn af bestu níu holu golfvöllum landsins. Sem kcppnisvöllur þykir hann frábær. Þau áhugasömustu af yngri kynslóðinni ásamt Árna Jónssyni golfkennara. fjölbreyttur og crfiður. Ami segir ýmislegt á döfunni hjá Golfklúbbi Sauöárkróks. Mcð- aí annars sé meiningin aó bjóða lyr- irtækjum og hópum ókeypis kynn- ingu á golfi. Einnig verði seinna í sumar námskciö fyrir byrjendur, auk þess sem einstaklingskennslu sé alitaf hægt að panta á golfvcllin- um. Kvennatímar séu ágætlcga sóttir hjá klúbbnum, enda golfið mjög hcppilcg Ijölskylduíþrótt. Að sögn Ama þykja félags- og æfingagjöld hjá GSS ekki há. Fyr- ir byrjendur cr gjaldið 6.500 krón- ur fyrsta árið, 13.000 það næsta og loks fullt gj;ild, 20 þúsund á þriðja áii. Að lokum látum við svo fylgja meó fregnir af einherjum og heið- ursfélögum GSS. Stefán Pedersen hefur fram til þessa vcriö sá eini sem hefur farió holu í höggi á Hlíó- arcndavclli. Sautjánda júní sl. lék Amý Lilja Ámadóttir þann sama lcik og bætist því fljótlega í klúbb Einherjafélaga. Friðrik Jcns Friðriksson héraðs- læknir var á 70. afmælisdegi sínum 17. fcbrúíu' í vetur gerður að fyrsta heiðursfélaga Golfklúbbs Sauðár- króks fyrir margháttuð störf aö málcfnum klúbbsins um áraraðir.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.