Feykir


Feykir - 21.07.1993, Blaðsíða 5

Feykir - 21.07.1993, Blaðsíða 5
27/1993 FEYKIR5 Eftir hverju er beðið? Hugleiðing um vegagerð Á undanförnum mánuóum hef ég farið nokkrum sinnum til Akureyrar og í hvcrt skipti þegar ég fcr yfir hæöina hjá Frcmri-Kotum, hugleiði ég dauðagildruna scm þar er á þjóðveginum. Svo sem til ántinningar blasa þar við austan í hæðinni svört strik í malbikið, scxtíu metra löng bremsuför eftir vöruflutningabif- rcið, sem fyrir einurn tveimur mánuðuðum var að kona norðanað með laxaseiði í kerjum og tlytja suð- ur. Bílstjórinn sagði mér frá því, að hann hefði þurft að nauðhcmla þarna til að rekast ekki á fólksbifreið sem kom á æsilcgri ferð vestanyfir hæðina. Og þeg- ar fólksbíllinn skaust fram hjá honum nokkrum metr- um austan við ræsið og hann lcit í baksýnisspegilinn, var allt í svarbláum reyk aftan við bílinn cftir að hjól- in höfðu drcgist við malbikið, en laxasciðin fengu óvænta lyftingu í kerjunum. Þcir sem fara þcssa leið kannast við blindhæðina hjá Frcmri-Kotum. Vegurinn yfir hæðina cr tvær akrcinar og skiptist með óbrotinni línu, cn austan í hæðinni cr ræsi, scm ekki hefur verið haft fyrir að brcikka, þegar lagt var malbik á veginn þarna fyrir fá- cinunr árunt. Ræsið er aðeins um 5 metra breitt og þó að smábílar geti mæst á ræsinu með aðgæslu, getur orðið fum á ökumanni sent kcmur á fullri fcrð yfir hæðina og sér bíl koma á móti sér. Þetta er tvímæla- laust einhver hættulegasti staðurinn á lciðinni milli Varmahlíðar og Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur þó ekki orðið þarna slys á síð- ustu árum, svo undarlegt sent það þó er, en ntaður gæti ímyndað sér að verið væri aó bíða eftir því. Slysin hafa einkum orðið nokkru utar, viö Kotár- brúna, sem þó gefur mun meira ráðrúnt og virðist ckki nærri eins hættuleg. Hvcrs vegna hefur þetta ckki verió lagfært og ræs- ið breikkað svo það skapi ckki slíka hættu þarna í blindhæðinni? Líklega ekki til peningar í þetta, eða hvað? Búið að að hcnda of mörgum milljónatugum í mistök og vitleysu á þessari leið? Þcgar svona mikið er upp í sig tekió, verður að finna rökstuðning við slíka fullyróingu og það er raunar vandalítið. Ég tek tvö atriði: Yfir Grjótána á Oxnadalshciði er nú búið að brjóta niður brú, sem þar var byggó fyrir eitthvað um 15 árum síðan, en sctja þess í stað ræsi í ána. Brúin var ncfnilcga byggð meter of lág á sínum tíma, auk þess scm hún var aðeins höfð einbreið á tvíbreiðum vegi. Einhver hefur víst gcrt smámistök þar. Rosalegasta dæmið cr þó Bakkaselsbrckkan. Þarna var vegurinn byggður upp yfir Flóann, um Bakkaselsbrckkuna og niður dalinn, mikið mannvirki, scm maður hélt að yrði til nokkurrar framtíðar og þarna var ég sjálfur að ýta upp vegi fyrir einum 19 árum síðan. En nú er þcssi vegur víst ekki nógu góð- ur, það cr allt í cinu búið að finna betri og hallaminni Icið um brckkuna, að hluta til þar sem gantli vegurinn var. Þó skyldi maður halda að landið hefði ckki mik- ið brcyzt á þessunt 20 áruni og ekki vantaði svosem mælingarnar. Það cr hrikalcgt til þcss að vita að lagning þcssa vcgar á sínum tíma hafi verið svo misráðin að nú þurfi að eyða hundrað milljónum til að byggja hann upp aftur. En cftir svona vanþóknunartal, er skylt að geta þcss cinnig sem vcl er. Og þá vil ég ncfna, að mér finnst vcgagcrð stórlega hafa flcygt fram síðasta ára- tug. Þar á ég bæði við notkun stórvirkari tækja en áður, cn ckki síður bctri hönnun og umsjón tækni- ntanna vegagerðarinnar. Þegar maður ekur um Öxna- dalshciðina núna sést að farið cr aó nota almcnnileg vcrkfæri við framkvæmdir. Landið virðist að vísu illa Icikið, cn það cr aðeins bráðabirgðaástand. Áhersla cr lögð á að ganga vel og snyrtilcga frá öllunt veg- köntunt, malarnámum og vcgskcringum. Sárin eru síðan grædd upp með sáningu. Nýi vcgurinn niður Öxnadalinn og á heiðinni cr virkilega skcmmtilegur að aka cftir, liggur vel í landinu og frágangur allur til fyrirmyndar svo að gleður mitt gamla vegavinnu- mannshjarta. Vegagerðarmenn vilja gera sitt bcsta, en starf þcirra er oft vanþakklátt. Ekki var víst lítið búið að skammast yfir nýbyggingunni á Öxnadalsheiðinni í vorogsumar. Slíkt lýsir heldur litlum skilningi. Fólk mætti reyna að gera sér grein fyrir því, að það er ekk- ert þægilcgt fyrir vegagerðarmenn að þurfa að hafa umferóina á sér meðan verið er að aka efni í vcgina. Fólk heimtar slétta og góða vegi, en það er eins og það skilji ekki að þurfi að búa þá til. Þctta átti að vcrða ábending um hættustað á þjóð- veginum, en hefur orðið að lengri hugleiðingu um vegagcrð almcnnt. Ég vil samt ljúka þessum pistli mínum með því að skora á vegagerðina að lagfæra áminnstan hættustað hið allra fyrsta, helst ckki síðar en strax. Það kostar ekki ntörg hundruð þúsund að steypa við enda ræsisins eða setja þar í rör og hlaða pokum að endunum svo að full vegbreidd náist. Sá kostnaður er varla nema eins og einn keppur í slátur- tíðinni. Hjalti Pálsson. Blindhæðin hættulega við Kot, þar sem tveggja mánaða bremsuförin sjást ennþá greinilega. ♦ r=»TT 'sxixi: ni Eyjólfur Sverrisson, knattsþymumaður „STJÖRNUBOKIN HITTIR BEINT í MARK!“ -o- Með spariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma. Verðtrygging og háir raunvextir. Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára. : Ef naudsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild li úttektar á bundinni Ijárhæð gegn innlausnargjaldi. Y STJÖRNU80H BUNAÐARBANKINN SAUÐÁRKRÓKI HOFSÓSI VARMAHLÍÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.