Feykir


Feykir - 21.07.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 21.07.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverö 137 krónur hvert tölublað meó viröisaukask.. Lausasöluveró: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. I»eir voru á síðasta hring í Meistaramóti kolfklúbbsins Óss á Blönduósi sl. laugardag og létu bara nokkuð vel yfir árangrinum. Frá vinstri talið: Kristján Óli Sigurðsson „súperkaddy“, Heiðar Bragason, Gestur Már Sigurðsson og Jón Jóhannsson sem jafh- framt er formaður Gólfklúbbsins ÓSS. I baksýn sést vallarhúsið í Vatnahverfinu við Blönduós. Feykir í sumarfrí Hlé veróur nú gert á útgáfu Feykis vegna sumar- leyfa. Næsta tölublaó kemur út 25. ágúst næstkomandi. Hótel Jfeiing Einar Kr. Einarsson gítarlcikari leikur fyrir matargesti vikuna 25. júlí til 1. ágúst. Koníaksstofan opin öll kvöld. Veitingasalur er því miður fullsetinn miðvikudaginn 21. júlí. Aning Hólum Okkar vinsæla kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 14 - 18. Aðeins kr. 700. 50% afsláttur fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir böm yngri en 6 ára. Verið velkomin! Gamla kjörbúðin við Skagfirðingabraut hefúr tekið miklum sfakkaskiptum síðustu mánuðina og væntanlega mun birtast hið glæsilegasta hús þegar vinnupallarnir verða fjarlægðir á næstunni. Glerhýsi götumegin hússins setur á það mjög mikinn svip, en óneitanlega læðist sá grunur að mörgum að sá böggull muni fylgja því skammrifinu að þessir glæstu skálar muni skapa leka- vandamál í framtíðinni. Ekki er annað að heyra en ánægja ríki með útlit hússins, þó skiptar skoðanir séu um litavalið eins og gengur. Bygging stjórnsýsluhússins miðar nokkuð samkvæmt áætlun og er reiknað með að það verði tilbúið á tilsettum tíma, undir mánaðamótin ágúst - september, eða um það leyti sem Feykir kemur út að nýju eftir sumarfrí. Gestkvæmt á Hofsósi Talsverður ferðamannastraumur hefur verið til Hofsóss það sem af er sumri. Virðist átak það sem heima- menn hafa beitt sér fyrir varðandi endurgerð gamalla húsa vera strax farið að skila sér. Gamla pakkahúsið hefur fengið þónokkuð marga ferða- mannahópa í sumar og margir þá kom- ið viö í veitingastofunni Sólvík, en bax)i þessi hús vora gerð upp á síðasta sumri. Þá hafa fjölmenn ættarmót verið haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg tvær síðustu helgar. Um síðustu helgi mætlu sér mót afkomendur Önnu og Jóns frá Marbæli, um 140 manns, og helginga þaráðurafkomendurÞórhalls og Helgu frá Staðarbjörgum. Þar var samankomið um 200 manns. „Ólyginn" segir Hrein Sigurðsson: Vilja lækka Mælifellshnjúkinn vegna útflutnings á kúskel Hreinn Sigurðsson á Sauð- árkróki hefur nrargt brallað uni dagana. Þekktastur hcfur hann þó orðið fyrir viðlcitni sína að flytja út vatn frá Króknuni, en það mál hefur tekið hann mörg ár og cr ekki fyrir cndann séð enn hvort úr vcrður. En Hreinn er jafnan með fleiri cn eitt jám í eldinum. Undanfarna mánuði og misseri hefur liann gælt við að vciða og flytja út kúskel. Síðasta haust fékk hann til að mynda kúfiskvciðiskipið Villa Magg til tilraunavciða á Skaga- firði. Þær veiðar gengu reyndar ekki vcl og varð skipið frá að livcrfa. Ekki þó vegna þess að enga kúskcl væri að fá, heldur vcgna þess að vciðarfæri skips- ins voru meira og minna óklár í slaginn, en þau liöfðu ekki verió brúkuð í talsverðan tíma. I sumar fór síðan á krcik skrambi góð frcgn. Hún var þcss cfnis að enn væri Hreinn aó spá í útflutning á kúskcl. Hefói hann náð samkomulagi við Flying Tigers flugfélagiö um að þota á vegum félagins lenti á Alcxandersflugvclli í viku hverri og tæki nokkur bretti af fcrskri kúskel sem færi beint á markað erlendis. Til þess að þessi flutningur mætti takast þurftu ekki cinungis all- ar tímaáætlanir að standast, heldur voru tvo ljón í vcginum. Annaó var að gcra þurfti smá lagfæringar á flugvcllinum fyr- ir 200 milljónir króna og hitt aö til bættra aðflugsskilyrða fyrir þotuna yrði aó lækka Mæli- fellshnjúkinn um eina 10 metra. Ekki fóru fregnir af af- greiðslu bæjarstjórnar Sauðár- króks af málinu, en í hrepps- ncfnd Lýtingsstaðahrepps var víst uppi fótur og fit þcgar er- indi Hreins barst þangað inn. Mcnn voru ekki á því aó fara að hrófla mikið við þeirri perlu héraðsins sem Mælifellstindur- „Hvað eigiði ekki nægar mynd- ir af þessu fjalli?“ inn er, livað þá í þcim mæli sem crindið bar með sér. Hreinn hafi hinsvegar átt að svara aðfinnslunum á þá leið sem honum er vel trúandi til: „Hvað cr þctta ciginlcga. Eig- iði ckki nóg af myndurn af þessu fjalli?"

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.