Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Sláturhús KVH: Mynd Sigurður Kr. Jónsson. Risaskipið farið frá Skagaströnd Kælt kjöt til EB Sláturhús Kaupfclags Vcstur - Húnvetninga á Hvammstanga er annað tveggja sláturhúsa í landinu sem heíúr vottorð frá EB fyrir útflutning á heilum dilkaskrokkum. Hitt er slátur- hús KASK á Homafirði. í síð- ustu viku voru sendir frá Hvammstanga til Danmerkur 140 skrokkar af kældu dilka- kjöti og í þessari viku fara 140 skrokkar. Það er Goði sem sér um sölu á þessu kjöti til danskrar verslunarkeðju. „Þetta eru prufúsendingar og við vitum ekkert um hvort fram- hald verður á þessu, en það var ákveöið að reyna þetta. Eitthvað verður að gera til að koma kjöt- inu á erlendan markað þannig að bændur eigi möguleika á meiri framleiðslu“, sagði Gunnar Sig- urósson kaupfélagsstjóri KVH. Gunnar sagói verðið sem fengist fyrir kjötið í þessum prufusend- inum ekkert sérstakt. „Þctta er svona Færeyjaverð eins og við köllum það“, sagði Gunnar. Um miðja síðustu viku kom til Skagastrandar stærsta skip sem þangað hefúr komið, ef frá er talið japanskt skip er kom þang- að fyrir nokkmm ámm. Þetta var rússneskt frystiskip og skip- að var upp á Skagaströnd um 135 tonnum af rækju til vinnslu í rækjuvinnslunni Særúnu á Blönduósi. Skipið lét illa í suð- vestanróti í höfninni á Skaga- strönd í fyrradag og sleit það einu sinni af sér festar. Varð- skipið Ægir kom til Skaga- strandar til að aðstoða rússneska skipið við að komast út, en sökum gamaldags skrúfu- og vélbúnaðar gat það ekki bakkað út úr höfn- inni. Vel gekk að ná skipinu út á flóðinu í gærmorgun, enda hafði þá lygnt á Ströndinni. Rússneska skipið er 111 metrar að lengd og 18 metra breitt og ber um 5000 tonn. Það ristir rúma sjö metra. Japanska skipið var níu metrum lengra. Nýi Amar er sem lítill tappatogari vió hlið þessara skipa. Uppskipun rækjunnar stóð frá miðvikudegi til föstudags.Særún var þama að tryggja sér hráefni til að grípa til þegar ferskt hrá- efni þrýtur. Næg vinna og hrá- efni hefur verið hjá Særúnu að undanfömu. Fyrirtækið eignaðist nýlega meirihlutann í útgerðar- fyrirtækinu Þórdísi, en í eigu þess er 100 tonna rækjuveiðibát- ur, Ingimundur gamli. Særún keypti hlut Blönduósbæjar sem var 40%, en fyrirtækið átti fyrir 13% í Þórdísi. Ekki var eining innan bæjarstjórnarinnar með þessa sölu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá og óskuðu þess aö þeim tilmælum yrði beint til forráða- manna Særúnar að fyrirtækið keypti bréf þeirra einstaklinga sem hlut áttu í Þórdísi og óskuðu eftir sölu bréfanna. Fé til löggæslu verði aukið er ofarlega á lista forráðamanna Sauðárkróksbæjar á fundi með fjárveitinganefnd Alþingis í dag Fjárskipti í Óslandshlíð „Við teljum ófullnægjandi að hér séu ekki sólarhringsvaktir hjá lögreglu og munum einnig óska þess að fjárveitingar til lög- gæslu vcrði það rúmar að hún geti sinnt eðlilegu cftirliti í bæn- um“, sagði Snorri Björn Sigurðs- son bæjarstjóri en hann ásamt bæjarfulltrúum frá Sauðárkróki funduðu með fjárveitinganefnd AlþingLs í morgun (miðvikudag). Þess má geta að skylduvakt er einungis hjá lögreglunni á Sauð- árkróki til tvö að nóttu um helg- ar. Lögrcglan stendur þó vaktir þar til ró er komin á við skemmtistaði, en yfirleitt er eng- in lögregluvakt frá fimm að nóttu til níu að morgni. Auk óska um aukna fjárveit- ingu til löggæslu vilja bæjaryfir- völd á Sauðárkrók fá fjármuni til framkvæmda við samgönguæðam- ar Sauðárkrókshöfh og Alexand- ersflugvöll, en malarslitlag á vellin- um mun vera orðið í þynnsta lagi og hætta talin á að völlurinn geti lokast vegna aurbleytu. Þá er þess óskað að Strandvegurinn verði færður í flokk þjóðvega í þéttbýli og áréttað að bygging nýrrar brúar yfir Vesturós Héraðsvatna verði hafrn sem fyrst. Einnig munu for- ráðamenn bæjarins mótmæla því. Héraðsdómur Norðurlands vestra verði ekki lagður niður eins og nið- urskurðamefnd hefur gert tillögu um, og þá var einnig meiningin að ræða við fjárlaganefndarmenn um safnamál. Stuðningur þess opin- bera við Héraðsskjalasafnið hefúr ekki þótt mikill um tíóina og þá vilja Sauðkrækingar stuðla að framgangi fmmvarps sem liggur fyrir Alþingi um að safn þjóðminja verði stofhsett á Hólum í Hjaltadal. Bændur í Hofshreppi hafa að undanförnu valið sér líflömb vestur á Ströndum og austur í Þistilfirði. Fé er nú tekið að nýju á sex bæi af sjö þar sem fe var fargað vegna riðu fyrir tveim árum. Það er aðeins á Marbæli sem fé er ekki tekið, en á hinum bæjanna eru víðast teknar um 50 kindur. Os- landsmenn eru lang stór- tækastir byrja með 105 kindur eftir fjárskiptin. Jón Guðmundsson sveitar- stjóri Hofshrepps og bóndi á Óslandi var nýkominn heim eftir langa og stranga ferð austan úr Þistilfirði þegar blaðamaður Feykis sló á þráðinn til hans í gærmorgunn. Þeir á Óslandi og Melstað tóku fé í Þistilfiróinum og einnig Páll frá Eyrarlandi helming af sinni nýju hjörö. Aðrir tók fé á Ströndum. Þá sagði Jón að nokkrir aðrir bændur úr sveitinni hafi slegist í för í Þistilfjörðinn til að velja sér hrúta. Fé var tekið af mörgum bæjum, en Jón sagðist aðallega hafa valiö fé frá Gunnarsstöðum og fengið þar Ld. mórautt. Aðspurður hvort að nokkuð hafi verið um rautt fé þar í hjörð, eins og gárungamir töluðu um, kvað hann ekki vera, en það gæti svo sem alveg verið að það kæmi fram í næstu ættlióum. —KTenflit! — Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA JíMTtibílaverkstæði Æ M mm m sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílaviógerbir * Hjólbar&averkstæbi SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 ReTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.