Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 7

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 7
33/1993 FEYKIR7 Hagvirki/Klettur er mættur með tæki sín og tól til dýpkunar og þessa dagana er að hefjast uppgröftur úr Sauðárkrókshöfn, innst úr höfninni, svo unnt verði að nýta leguna við nýja Suðurgarðinn í vetur. Tvö sambýli byggð í vetur í vetur verður unnið að byggingu tveggja sambýla fyrir fatlaða á Hundur hleypur uppi ref Hann Kátur sjö vetra Lassí- hundur frá Tunguhálsi í Lýt- ingsstaðahreppi gerM sér iítið fyrir á dögunum og elti uppi fúllorðinn fjallaref. Þetta er í annað skipti sem Kátur grandar tófu. Það gerði hann einnig fyrir tveim árum, sömuleiðis í göngum á Hofs- afrétt eins og að þessu sinni. Kátur þótti sýna mikla snerpu og kraft þar sem hann komst fyrir refinn sem var á fleygiferð upp Lambár- gU, náði að snúa honum við og leggjast síðan ofan á hann neðst í gilinu. Að sögn Þóreyjar húsfreyju á Tunguhálsi varð úr hörð og mikil onusta og var Kátur tals- vert eftir sig. Refurinn var grimmur og ætlaói ekki að gefa sig í fyrstu. Þegar Hjálmar hús- bóndi Káts kom á vettvang var mjög af refnum dregið. Nokk- uð hefur borið á dýrbitnum lömbum af fjalli nú í haust. Tvær tófur sáust í göngum hjá Lýtingum að þessu sinni, önnur í Hofsdal og hin á austursvæð- inu. Þórey á Tunguhálsi segir að þau hafi fengið nýbitið lamb til réttar í haust, það svo að það lá við að blæddi úr því enn. Það hafi líklega orðið fyrir biti dag- inn áður. „Það er erfítt í svona tíð að ráða við féð. Þetta er eins og í júní enda sagðist Hjálmar hafa fundið í göngunum nýút- sprungna sóley í 800 metra hæð“, sagði Þórey. Lýtingar voru í eftirleitum sl. sunnudag. Norðurlandi vestra. Fram- kvæmdir eru hafnar fyrir nokkru við byggingu sambýlis fyrir fjölfatlaða við Fellstún 19 á Sauðárkróki og innan skamms verður boðin út bygging sam- býlis fyrir fatlaða á Blönduósi. Gert er ráð fyrir fimm vist- mönnum á báðum þessum sam- býlum. Að auki verður boðið upp á skammtíma vLstun á Sauð- árkróki og er húsrými sambýl- isins þar stærra en á Blönduósi er því nemur. Bygging sambýlisins við Fells- tún miðar vel. Gerð gmnnplötu og sökkuls er lokið og byrjað að slá upp fyrir hæðinni. Gert er ráð fyrir að sambýliö verði fúllfrágengið næsta vor og það tekið í notkun í Stjórn Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra mótmæl- ir harðlega framkomnum hug- myndum dómsmálaráðuneyt- isins um að leggja niður Hér- aðsdóm Norðurlands vestra og dregur stórlega í efa að sparn- aður muni nást með þeirri breytingu. Hinsvegar tekur stjórn SSNV í meginatriðum undir framkomnar hugmyndir í skýrslu nefndar um flutning ríkisstofnana. Stjórnin telur að með flutningi ríkisstofhana út á landi megi stuðla að því að auka jafnvægi í byggð og fjölga atvinnutækifærum á lands- byggðinni. I greinargerð með ályktun SSNV sem gerð var á stjómar- fundi sem haldinn var á Sauðár- króki sl. miðvikudag segir m.a., að meðan það fyrirkomulag er við líði að Norðurlandi sé skipt í tvö kjördæmi verði að líta svo á júní byrjun. Sambýlinu á Blönduósi hefúr verið úthlutað lóð í enda Skúlagötu, númer 22. Jarðvegsskipti í götunni, til að gera lóðina byggingarhæfa, hafa verið boðin ÚL Að sögn Guðbjartar Olafssonar bæjartækni- fræðings er reiknað með að teikn- ingar verði lagðar fram á bygg- ingamefhdarfundi í næstu viku og upp frá því verði hægt að bjóða verkið ÚL Að sögn Sveins Allans Mortens ffamkvæmdastjóra Svæðis- skrifstofu fatlaðra er reiknað með að sambýlið verói tekið í notkun síðla næsta sumar. Þar munu búa fimm einstaklingar sem fram til þessa hafa verið vistmenn á Sólborg á Akureyri. að hvort þeirra sé grunneining op- inberrar þjónustu. Með setningu laga urn aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og stofnun embætta héraðsdómara er mikil- væg þjónusta færö fjær íbúum landsbyggðarinnar. Með því að afleggja Héraðsdóm Norðurlands vestra væri ríkisvaldið enn ffekar að skerða þjónustu við íbúa kjör- dæmisins. Ennfremur segir að það hafi verið yfirlýst stefna allra stjóm- málaafla sem fulltrúa eiga á Al- þingi aö beita sér fyrir flutningi ríkisstofnana út á landsbyggðina og má ætla að breið samstaða ná- ist á Alþingi um slíkar tillögur. Stjóm SSNV skorar á háttvirtan forsætisráðherra hr. Davíð Odds- son að leggja fram fmmvarp í upphafi þings unt flutning ríkis- stofnana og að kapp verði lagt á að fmmvarpið fáist afgreitt á haustþingi 1993. Ókeypissmáar Aðstaða fyrir hross! Vantar aðstöðu fyrir hross í vetur. Upplýsingar í síma 36473 eða 35711. Til sölu! Til sölu Toyota Corolla Touring 4x4 árgerð 1990, ekinn 50 þús. km. Topplúga, álfelgur, rafmagn í öllu, útvarp og segulband, sílsalistar, grjótgrind, sumar- og vetrardekk. Upplýsingar í síma 35410 og 35802. Þrekbekkur til sölu. Sem nýr. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 35396. Til sölu Subaru árgerð 1987, ekinn 95 þús. km. Upplýsingar í síma 95-35484. Hross, endur og hey til sölu. Upplýsingar í síma 36528. Til sölu Nintendo tölvuleikir. Verð 2000 kr. stk. Upplýsingar ísíma 35071. Til sölu Lada sport árgerð 1987, hvítur að lit, skoðaður 1994. Dráttarbeisli og fleira. Góður bíll. Upplýsingar í síma 91-77908. Til sölu Alfa Romeo 4x4 árgerð 1987. Ekinn 60 þús. km. Upplýsingar í síma 35152 íbúð óskast! Óska eftir að taka á leigu þriggja til fjögurra herbergja íbúð sem fyrst. Upplýsingar í síma 36473 heima eða 35711 í vinnunni. Ólöf. Óska eftir íbúð til leigu í eitt ár. Tveggja mánaða fyrirfram greiðsla í boði. Upplýsingar í síma 36705 í hádeginu. Anna. Hlutir óskast! Óska eftir svalavagni. Má líta illa út. Upplýsingar í síma 35004. Notað baðborð óskast. Upplýs- ingar í síma 35191. Fæst gefins! Hvolpar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 38149. Tveir páfagaukar fást gefins. Vantar hesthúspláss í vetur. Upplýsingar í síma 95-35591 eftirkl. 18,00. Ókeypis smáauglýsingar ná ekki til vöm eóa þjónustu sem boóin er í atvinnu- eða hagn- aðarskyni. Húsnæði óskast í Seyluhreppi! Húsnæóisnefnd Seyluhrepps óskar eftir aó kaupa 2 íbúðir í Seyluhreppi til ráðstöfunar í félagsíbúóakerfinu. Tilboó sendist til oddvita Seyluhrepps fyrir 7. október. Húsnæðisnefnd Seyluhrepps. útboð T* Skagavegur Vegageró ríkisins óskar eftir tilboóum í lagningu 7,3 km kafla á Skagavegi frá Hafnaá aó Hrauni. Helstu magntölur: Fyllingar og neóra burðarlag 41.700 rúmmetrar, ræsi 160 m og frágangur fláa 44.000 rúmmetrar. Verkinu skal lokió 1. júlí 1994. Útboósgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins Borgarsíóu 8, Sauðárkróki, og Borgartúni 5, Reykjavík (aöalgjaldkera), frá og meö 27. september 1993. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14,00, 4. október 1993. Vegamálastjóri. Stjórn SSNV: Mótmælir tillögum um að leggja héraðsdóminn niður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.