Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 33/1993 „Kom stundum við á hverjum bæ" Sigursteinn Guðmundsson héraðslæknir hefur þjónaði Húnvetningum í 30 ár Gífurleg breyting hefur átt sér staö hvaó varðar aðstöðu til heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni síðustu áratugina. Þótt stefha stjómvalda hafi verið að byggja þjónustuna upp um landið hefur þaö eitt ekki dugað til, heimamenn hafa líka þurft aó fylgja málum eftir og orðið að berjast fyrir umbótum á sínu svæöi. Blönduós er einn þeirra staða sem byggt hefur upp góóa heilbrigðisþjónustu á seinni ámm og hefur héraóið allt notið þar góós af. Þeir menn sem staðió hafa í fylkingarbrjósti fyrir þessari uppbyggingu em tví- mælalaust Sigursteinn Guómundsson héraðslæknir og Jón Isberg sýslumaóur, sem bókstaflega tók sér bessaleyfi og kyrrsetti stattpening í héraðinu til aö uppbygging heil- brigöis- og hjúkmnaiþjónustunnar gæti haldið áífam. Sig- ursteinn Guðmundsson héraöslæknir hefur einnig lagt drjúga hönd á plóg í þau 30 ár sem hann hefur starfað sem héraðslæknir, en hann átti m.a. á 18 ára starfstíma sínum í sýslunefnd gott samstarf við Jón ísberg og fleiri góða menn. Þegar ný heilsugæslustöð var tekin formlega í notk- un nýlega í viöbyggingu við Héraðshælið, sem í dag heit- ir víst Héraössjúkrahús Húnvetninga, var Sigursteinn Guömundsson heióraður fyrir heilladrjúg störf í þágu heil- brigðis- og hjúkmnarmála í héraðinu. Hafnfirðingurinn Sigursteinn hefur haldið mikilli tryggö vió Húnvetninga í öll þessi ár. Læknisjónin Sigursteinn Guðmundsson og Birgitta Vilhelmsdóttir við málverkið af Sigursteini sem honum var aflient að gjöf fyrir dyggja og góða þjónustu við Húnvetninga í 30 ár. Mynd/MO. „Sennilega hefði ég aldrei gerst héraðslæknir ef ég hefði ekki verið búinn að starfa hér meó Páli Kolka. Ég hitti Kolka að tilviljun í október 1958, en ég vann þá sem kandídat á fæðingar- deild Landsspítalans. Ég spurði hann hvort hann hefði starf fyrir mig og tók Kolka því strax vel. Sagði hann aó aðstoðarlæknis- staða yrði laus hjá sér þrem mán- uðum seinna og ákváðum við á stundinni að ég kæmi til hans, enda var ég í þann mund að út- skrifast ffá Læknaskólanum og að Ijúka tilskyldum tíma á sjúkra- húsum. Yfir ófæra heiðina Það var síðast í febrúar 1959 að ég lagði af stað með fjölskyld- una frá Hafnarfirði hingað til Blönduóss. Farartækið norður var Volkswagenbiffeið sem ég átti og fékk ég bróður minn með mér, en hann átti ágætan Weapon bii með „Ætla að ná mér í strák, segir Vigdís Gígja Ingimundardóttir söngkona og málanemi Fullt nafn: Vigdís Gígja Ingi- mundardóttir. Fædd: S.febrúar 1977. Foreldran Elinborg Sigurgeirs- dóttir og Ingimundur Eyjólfsson. Systkini: Þrjú hálfsystkini: Daníel Geir, Jón Þórir og Elín. Deild í FNV: Ég er á mála- braut í FNV og nem hljóð- fœraleik og söng í Tónlistar- skóla Sauðárkróks. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Alltaf upptekin, vil vera í öllu og er mjög kröfuhörð. Hvar finnst þér best að vera: / mjúku rúmi, með sjónvarp og fullt afnammi. Hvemig líkar þér að vera héma í skóla: Bara ágœtlega. Uppáhaldsnámsgrein? Danska og franska. Hvað finnst þér best við skólann: Maður kynnist öllum vel og það er auðvelt að komast inn í félagslífið. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastur Árs- hátíðin og opnu dagamir. fasannn... Hvað finnst þér verst við Sauð- árkrók: Rokið. Helstu áhugamál? Tónlist, leiklist og skemmtanalífsvona almennt. Uppáhaldsmatun Pizza og franskar. Besta kvikmynd sem þú hefur séð: Arougnafobia. Hvaða þekktri persónu vildurðu helst kynnast: Söngvaranum Lenny Kravitz. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: Að lenda í bílslysi. Hvað gleóur þig mest: Að borða góðan mat. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég er ekkert inni í íþróttum. Hvaða söngvara tekurðu þér helst til fyrirmyndan Lenny Kravitz plús marga aðra. Em félagsvera: Bœði og. Skrítnasti félaginn: Birna Guðjónsdóttir. Uppáhalds tónlist: Hlusta á rwestum allt, nema ég þoli ekki Kántrý. Uppáhalds teiknimyndapersóna: Hrollur. Uppáhalds stjómmálamaðurinn: Enginn. Lífsreglæ Flippaðu útog komdu í skemmtinefnd. Hvað mundurðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: Ég myndi fara til Italíu ogferðast um allt. Draumatakmark: Stefni að því að ná mér í strák áður en skólinn verður búinn...... drifi á öllum hjólum. Veðurspáin var ekki góð, en við létum ekkert aftra okkur og lögðum af stað þrátt fyrir það. Þegar komið var í Hvalfjörð tók að snjóa, og þegar norðar dró í Borgarfjörðinn var orðið erfitt að komast áffam fyrir snjó. Upp í Fomahvamm kom- umst við þó við illan leik og héld- um þar kyrru fyrir um nóttina. Morguninn eftir hafði stytt upp og var okkur tjáð að heiðin væri algjörlega ófær. Við létum það ekkert á okkur fá, bundum bara Volkswagninn affan í Weaponinn og lögðum svo í Holtavörðuheið- ina um hálf tíu leytið um morgun- inn. Gekk nú á ýmsu yfir fjall- garðinn, en engin stórslys henti. Er kom niður í Hrútafjörðinn skánaði færðin og til Blönduóss komum við um hálf fjögur leytið um daginn. Hvattur til að sækja um Við hjónin kunnum strax ágætlega við okkur hér, fólkið al- úðlegt og með okkur Kolka tókst ágæt samvinna. Hér starfaði ég í 15 mánuöi eða þar til Kolka lét af störfum. Hannes Finnbogason þáverandi héraðslæknir á Petreks- firði fékk veitinu fyrir héraðinu. Var ætlun mín að starfa með hon- um, en landlæknir lagði að mér að taka við starfinu á Patreksfirði þar sem Kristján Sigurðsson sem hafði fengið veitingu fyrir starfinu fékk ársleyfi vegna framhalds- náms síns í Svíþjóð. Ég lét tilleið- ast og fór vestur og effir lærdóms- ríkt ár þar lá leiðin síðan til fram- haldsnáms í Kiel í Þýskalandi. Ég hafði hlotið styrk frá þýska ríkinu til framhaldsnáms í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp við há- skólann í Kiel og var ætlun mín að ljúka því sémámi. Efdr eins og hálfs árs dvöl í Kiel bárust okkur þær fréttir frá Blönduósi að hér- aðið væri laust. Okkur bárust bréf að heiman m.a. frá Kolka hjónun- um og var ég hvattur til að sækja umhéraðið. Ég stóð nú á vegamótum. Ætti ég að hætta við nám mitt og hverfa heim eða halda áfram á þeirri braut sem ég hafði markað mér. Fjölskyldan hafði fyrir sitt leyti eina skoðun á málinu, hún vildi heim. Ég velti þessu fyrir mér næstu daga og loks var ákvörðun tekin. Ég skrifaði um- sóknina og setti í póst. Þegar frú Björg Kolka frétti þetta skrifaði hún: ,Úg hef heitið á Blönduós- kirkju að þú fáir héraðið og hing- að til hefur Blönduóskirkja aldrei svikið mig”. Margt breyst á 30 árum í lok nóvember barst mér síð- an skeyti um að ég hefði fengið veitingu fyrir héraðinu. Varð nú uppi fótur og fit í fjölskyldunni og 5. desember var búslóðin komin af stað heim til Islands. Það vildi svo vel til að faðir minn, sem var vélstjóri á togara kom um þetta leyti til Cuxhafen og kom ég bú- slóðinni með honum. Frá Ham- borg fiugum við svo heim 13. desember og tveim dögum síðar vomm við komin hingað til Blönduóss. Ég tók svo formlega við héraðinu 1. janúar 1963. En ekki fór það þó svo að ég fengi ekki réttindi þau sem ég stefndi aö með náminu í Kiel. Ég lauk framhaldsnáminu í kven- sjúkdómalækningum og fæðing- arhjálp síðar. Fékk leyfi firá störf- um hér um tíma á ámnum 1985- ’88 og lauk náminu á Landsspít- alanum í Reykjavík og útskrifað- ist síðan frá Háskólasjúkrahúsinu í Wurzburg í Þýskalandi”. Það hefur margt breyst á þess- um 30 ámm sem þú hefur verið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.