Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 33/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Siguróur Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverö 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- frcttablaða. Stóð réttað í Víðidalstungu Stóðréttir verða í Víðidalstungu- rétt laugardaginn 2. október nk. Rekið verður til réttar kl. 10,30 og þar verða að iíkindum réttuð um 600 fullorðin hross auk folalda. A undanfömum árum hafa vin- sældir Víðidalstunguréttar stöóugt farið vaxandi og talið er að um 1000 manns hafi komið þar í síðustu stóð- réttir. Réttarstörfum verður hagað á svipaðan hátt og síðast. Söludilkar verða á staónum og verður hægt að nálgast skrá yfir hrossin þannig að fólk fái allar helstu upplýsingar um söluvaminginn. Hross verða boðin upp meðan réttarstörf standa yfir. Á þaó eflaust eftir að vekja lukku meðal þeirra sem vilja fá einhverja spennu í leikinn og vel má vera að hægt verði að gera góð kaup með þessum hætti. Þess má geta að veitingasala verður í sölu- skála við hliðina á réttinni þannig að auðvelt verður að nálgast næringu í hita leiksins. EA. Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaóir og afi Haukur Þorsteinsson Hólmagrund 15, Sauðárkróki verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. október kl. 14,00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Helga Hannesdóttir Siguróur Hauksson Björg Helgadóttir Þorsteinn Hauksson Sigríóur Hauksdóttir Þráinn Jensson Hrafnhildur Hauksdóttir Vala Hauksdóttir Aksel Jansen og bamaböm + Hjartans þakkir sendum vió öllu því fjölmarga fólki nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Sigurjóns M. Jónassonar bónda Syðra-Skörðugili Skagafirði Sigrún Júlíusdóttir, böm, tengdaböm og bamaböm :U I í 1 11 DII 1 1 s ■ ' Stjórnsýsluhúsið tekið í notkun Stjómsýsluhúsið nýja verður tekið í notkun nk. fostudag, þcg- ar skrifstofur frá héraði og bæ hefja starfsemi í húsinu. Formleg vígsla hússins er síðan áætluð um miðjan næsta inányð. Stjórnsýsluhúsið er orðið hin glæsilegasta bygging. Magnús Sigurjónsson framkvæmdastjóri héraðsnefndar segir að endur- gerð þessa húss hafi tekist ákaf- lega vel, og verði ekki með nokkru móti sé annað cn hér hafi risið nýtt hús. Ekki er enn ljóst hver kostnaður við bygging- una er orðinn, en það verður væntanlega gert kunnugt við vigsluna í næsta mánuðL Ljóst cr þó að hann verður eitthvað yfir 100 milljónir. Byggingarfúlltrúi Skagafjarðar, Ingvar Gýgjar Jónsson, verður lík- lega sá fyrstd sem flytur meö starf- semi sína í húsið. Gerist það á morgun, fimmtudag. A föstudags- morgun munu einnig opna skrif- stofúr sínar í húsinu héraðsnefnd Skagafjarðar, félagsmálastjóri Sauóárkróksbæjar og íþrótta- og æskulýðsfúlltrúi Sauðárkróksbæj- ar. Aðrir þjónustuaðilar munu flytja sína þjónustu seinna í húsið, svo sem Byggðastofhun, Héraðs- dómur Norðurlands vestra og fé- lags- og sálfræðiþjónusta Sauðár- króksbæjar. Stjómsýsluhúsið er í eigu Sauð- árkróksbæjar, Héraðsneihdar Skagafjarðar og Byggðastofnunar. Eignarhlutir Sauðárkróksbæjar og Byggðastofhunar eru jafnir 35% og héraðsnefhdin á 30%. Stofnað hefur verið húsfélag um reksturinn og mun það sjá um leigu eða jafn- vel sölu á einstökum einingum í húsinu og sjá um samningagerð í því sambandi. Erlendu áhrifin yfirþyrmandi Við íslendingar höfum lengi verið stoltir af uppruna okkar og sögu. Ibúar þessa áttungs hafa ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum, og Skagfirðingar og Húnvetningar t.d. stundum tekið það óstinnt upp þegar gárungam- ir hafa nefnt að þeir séu komnir af sauðaþjófum í báðar ættir. En nú er sem dvínandi þjóðemis- hyggja meðal þjóðarinnar sé orð- in talsvert áberandi og kannski ekki fúrða eins og erlendu áhrif- in hafa flætt yfir á undanfömum ámm og áratugum og ekkert lát virðist á. Sjónvarpið er þama mikill áhrifavaldur og einnig hafa ým- iss öfl sótt á og erlend fyrirtæki hafa séð sér leik á borði að koma á fót útibúum hér á landi. Þannig hefur t.d. í veitingahúsarekstrin- um hvert vörumerkið á fætur öðm smeygt sér inn á markaðinn og kannski ekkert við því að segja í frjálsri samkeppni, en við Islendingar virðumst samt ein- hvem veginn svínliggja fyrir öll- um þessum frægu erlendu merkj- um. Islenskir ráðamenn gleypa við boðum um að vera viðstadd- ir opnun hamborgara- og veit- ingastaða, prestar á mestu sögu- setrum þjóðarinnar blessa þá í bak og fýrir, og síðan er talað um það á hátíðarstundum að það verði nú að styðja við íslenska at- vinnustarfsemi eins og mögulegt er svo hún standist erlendu sam- keppnina. Þessi áhrif em orðin slík að svei mér ef slagorð eins og „velj- urn íslenskf hljólmar ekki orðið eins og eitthvaó sem þótti sjálf- sagt einu sinni en er nú fyrir bí, enda er áróðurinn fyrir innflutn- ingi ýmisskonar gífitrlegur bæði í auglýsingum og fréttum fjöl- miðla og umræðu allri. Undanfarið hefur þessi áróður verið gegndarlaus og þar verið hamrað mikið á nauðsyn jress að íslensku þjóðinni gefist kostur á að smakka soðna skinku og kalkúnalæri frá Danmörku. Það er hreint eins og engin vandamál önnur hafi verið til staðar í land- inu að undanfömu. Atvinnuleys- ið t.d. virðist hafa horfið eins og dögg fyrir sólu, engin vandamál em nefnd varðandi ríkisfjármálin og þannig mætti lengi telja. En þaö er ekki aðeins að þessu leyti sem erlendu álirifin gera vart við sig. Maður var t.d. mjög var við þau og þá mötun sem átt hefúr sér stað í þjóðfélag- inu, þegar í sjónvarpinu á dögun- um var sýnt frá því er Akumes- ingar héldu sigurhátíð sína í knattspymunni og tóku við Is- landsbikamum. Maður átti von á hressilegum baráttu- og sigur- söngvum frá Skagamönnum og skemmtilegri stemmningu. En það fór á annan veg með skáld- skapinn og tónsmíðamar, sem vom alveg í lágmarki og bám vott um algjört tóm. Stuttur og síendurtekinn texti fjallaði ein- göngu unr það að Skagamenn hefðu fengið bikarana heim og síðan var sungið og margendur- tekið „ole, ole, ole, ole, ole, Skagamenn, Skagamenn!'*. Það var ekki annað að sjá en eldri menn á Skaganum væm vandræðalegir mjög undir þess- um söng og lái ég þeim það ckki. En svona em erlcndu áhrifin, þau læðast inn smám saman og margir verða ekki varir við þau einu sinni. ÞA. Áskrifendur Feykis athugið! Vinsamlegast dragið ekki að greiða gíróseölana fyrir áskriftargjöldunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.