Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 5

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 5
33/1993 FEYKIR5 Héraðssjúkrahúsið og sjúkrahúshverfið við Blöndu séð úr lofti. Sjúkrahúsið til vinstri, þá Hnitbjörg og til hægri nýlegar þjónustuíbúðir fyrir aldraða í tveim húsum. Mynd/MÓ hér héraðslæknir til hægðarauka að halda uppi heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu? „Stærsta breytingin er trúlega samgöngumar. Þegar ég kom hingað fyrst var enginn sjúkrabíll og ekki einu sinni lögreglubíll. Seinna var síðan keyptur lög- reglubíll sem einnig var notast við í sjúkraflutningum. Vegimir vom líka þannig að þeir tepptust strax í fyrstu snjóum. Það var ætlast til að læknirinn sæi um að koma sér á staðinn og stundum tóku þessi ferðalög í erfiðar sjúkravitjanir langan tíma. Með hjálp góðra manna tókst þetta. Sjúkravitjun- um hefur farið fækkandi, það ger- ir aukin bílaeign fólks og bættar samgöngur. Fólk nýtti sér oft ferðir mjólkurbílanna hér áður fyrr til að fara til læknisins. Þeg- ar ég fór í læknisvitjanir út í sveit kom fyrir að ég þurfti að líta við á næstum hverjum bæ. Þetta er úr sögunni. Ekki sama umstangið Aðgerðum hefur einnig fækk- að. Með vaxandi tækni og sér- hæfingu sjúkrahúsanna þykir ekki réttlætanlegt lengur að hér- aðslæknirinn sé að gera meirihátt- ar skurðaðgerðir. Ef slíkt þarf nú til dags eða fyrirburður sé að koma í heiminn, þá er lítið mál að fá sjúkraþyrlu til að flytja fólkið suður. Aður fyrr var hér engin að- staða til að taka á móti fyrirburð- um, enginn súrefniskassi til dæm- is, og það kom fyrir að ég varð að brey ta herbergi til þeirra nota. Ég man t.d. eftir að hér fæddist bam sem var aöeins 17 merkur. Ég hitti föður þessarar stúlku á dög- unum og hann sagði mér að hún hefði verið að eignast bam sem var aðeins 14 merkur. Og ekki þurfti sama umstangið í kringum þá bamsfæðinginu og þegar móð- irin kom í heiminn. Svona hefur þetta breyst. Hefur ekki aðstaða batnað hvað húsnæði Héraðssjúkrahúss- ins varðar? „Jú, smám saman hefur það gerst. Það er einkum heilsugæsl- an sem hefur þanist út á síðustu áratugum. Til að mæta því var starfsmannaíbúðum í Hérðshæl- inu breytt og þær teknar undir starfsemi heilsugæslunnar og sjúkrahússins. Það er þó fyrst núna sem við erum að fá nýtt hús- næði í notkun. Leggjum áherslu á endurhæfinguna Við vonumst til að haldið verði áfram með framkvæmdir í viðbyggingunni. Unnið er að gerð kostnaðaráætlunar á því verki sem eftir er og ég veit að vilji er fyrir því í ráðuneytinu að áfanga- skipta því og að öll viðbyggingin verði komin í notkun áður en mörg ár líða. Ráðuneytismenn vinna að þessum málum með okkur. Við leggjum mikla áherslu á endurhæfingarmálin og trúum því aó hér verði mjög góð aðstaða þegar ffam líða stundir, ekki að- eins fyrir fólk hér á Norðvestur- landi heldur fyrir alla sem þurfa endurhæfingar við. En til þess að svo megi verða þurfum við að koma sjúkradeildinni í gagnið'*. Framsóknarblóð í stað íhaldsins En svo við lítum aóeins til baka. Þú hefúr væntanlega lent í minnisverðum vitjunum? ,Já ekki neita ég því. Það var í nóvember 1959 þegar Rúniberg Olafsson í Kárdalstungu varð skyndilega veikur. Veður hafði verið mjög slæmt og vegir teppst. Það vildi svo vel til að ýta var staðsett fram í Grímstungu og önnurhér á Blönduósi. Vom þær strax sendar af stað hvor á móti annarri. Sjúkrabíl höfðum við þá engan, en Hermann Þórarinsson og Bjöm Bergmann fóm með mig á bíl Hermanns, sem var rússajeppi með blæjum, og gátum við komið fyrir í honum sjúkra- körfu. Þegar ffam í Vatnsdal kom þurfti ég að koma við hjá Indriða á Gilá. Þar var lasleiki. Indriði vissi á hvaða ferð ég var og renndi gmn í að að ég mundi þurfa að gefa Rúniberg blóð. Um leið og ég kveð hann, klappar hann á öxlina á mér og segin ,JÉg ætla að biðja þig Sigursteinn minn að sjá svo um að það fari nú framsóknarblóð í hann Rúni- berg”. Við komum svo í Kárdals- tungu og var Rúniberg ansi langt leiddur, en andlega hress að vanda. Heimferðin gekk greið- lega og á spítalanum beið blóðið. Hresstist Rúniberg við það og náði góðri heilsu en hvort and- legu áhrifin hafði orðið þau, sem Indriði óskaði eftir, skal ég ekki um segja. Héraðslæknarnir hjálpast að Fyrir kom að við nágranna- læknamir hjálpuöum hvor öðr- um. Olafur Sveinsson á Sauðár- króki hefur t.d komið til mín stundum. Svo bar til veturinn 1965, að eitt kvöld hringdi héraðs- læknirinn á Hólmavík og bað mig að koma sér til hjálpar. Hafði hann sjúkling undirhöndum sem þurfd þegar á uppskurði að halda. Ég var nýsestur að spilum hjá Sveini Ellertssyni ásamt Sverri Markússyni og Olafi Sverris- syni. Fékk ég Sverri í lið með mér þar sem hann átti bíl alltraustan. Auk okkar slóst í förina hjúkrun- arkona sem þá starfaði við Hér- aðshælið. Lögðum við af stað um hálf tíu leytið um kvöldið, en til Hólmavíkur komum við ekki fyrr en um hálf fjögur leytið um nótt- ina. Var þá einnig kominn hér- aðslæknirinn á Hvammstanga. Skárum við í sameiningu sjúk- linginn upp á röntgenborði hér- aðsins, og allt gekk að óskum. A heimleiðinni slitnaði viftu- reimin í bílnum. Vorum við þá stödd nétt hjá Þambárvöllum og var því ekið þar í hlað. Hjónin á bænum tóku okkur opnum örm- um, gáfú okkur að borða og buð- ust til aö sækja viftureim, en fara þurfti meira en 10 km leið til þess. Einu sinni var ég kallaður til fársjúks sjúklings á Skagaströnd. Allt var ófært vegna snjóa. Snjó- plógurinn bilaði á leiðinni, svo að fá þurfti ým til að ljúka mokstrin- um. Þetta ferðalag tók 5-7 tíma og álíka langan tíma stóð ég síðan við skurðarborðið. I annað sinn var ég fenginn til aðgerðar á Hvammstanga. Það þufú að fjarlægja úr honum æxli. Búið var að svæfa sjúklinginn þegar ég kom. Aðgerðin gékk vel og allt var í besta lagi. Nokkru síðar var síðan bankað hjá mér. Maðurinn sem ég hafði fram- kvæmt aðgerðina á var þar kom- inn. Hann sagðist sem var ekki hafa verið í því ástandi að geta þakkað fyrir sig og hér væri hann kominn til að þakka mér kærlega fyrir. Ég hafði gaman að þessú'. Og þótt langt sé liðið á starfs- ævina ætla þau Sigursteinn og Birgitta ekki að segja skilið við Húnaþing. „Við vorum lengi að hugsa um að flytja suður að loknu starfi hér. Fyrir nokkrum árum tókum við síðan þá ákvörðun að kaupa gamalt hús héma á bakk- anum. Rifúm það síðan og byggðum nýtt. Svo ætli við sitj- um hér ekki sem fastast áfram”, sagði Sigursteinn að endingu. ÞA/SAJ. (Kaflar í greininni birtust í Húnavöku 1965, og eru skráöir af Stefáni A. Jónssyni á Kagaðarhóli.) Greiðsluáskorun Innheimta Sauðárkróksbæjar skorar hér meó á fasteignagjaldendur á Sauóárkróki, sem ekki hafa staðió skil á fasteignagjöldum álögðum 1993 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1993 ásamt eldri gjöldum, aó greiða nú þegar og eigi síöar en 15 dögum frá móttöku áskorunarinnar. Að þeim tíma liðnum verður beóið um nauðungarsölu á viðkomandi fasteign án frekari viðvörunar. Sauðárkróki 23. september 1993. Innheimta Sauðárkróksbæjar. Bæjarbúar athugið! Skrifstofur félagsmálastjóra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa flytjast föstudaginn 1. október í nýja stjórnsýsluhúsið (Gamla kjörbúðin) Skagfírðingabraut 21. Vegna flutninganna veróa skrifstofumar lokaóar fimmtudaginn 30. september. Félagsmálastjóri verður með nýtt símanúmer. Viötalstímar kl. 9 - 11 og eftir samkomulagi. íþrótta- og æskulýósfulltrúi verður meó síma 36180. Viðtalstímar eftir samkomulagi. Bæjarstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.