Feykir


Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 29.09.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 33/1993 Feykir fyrir 10 árum GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 89. Einn dag frétti Grettir, að Þorbjöm öxnamegin var farinn á engjar að binda hey og með honum sonur hans, sextán vetra gamall, er Amór hét. Og er Grettir hafði þetta spurt reið hann á brott til fundar við Þorbjöm. Þorbjöm sá manninn og mælti:, Jvíaður ríður þar að okkur og skulum við hætta að binda heyið og vita, hvað hann vill“, og svo gerðu þeir. Grettir sté af baki. Hann hafði hjálm á höfði og gyrð- ur saxinu og spjót mikið í hendi, og var silfurrekinn fal- urinn á. 90. Þá mælti Þorbjöm: „Þetta er mikill maður, og eigi kann ég mann á velli að sjá, ef það er eigi Grettir Ásmundarson, og mun hann þykjast eiga æmar sakir við oss, og verðum við rösklega og látum engan bilbug á okkur sjá. Skulum við fara aó með ráðum, og mun ég ganga að honum framan og sjá, hversu til tekst með okkur, því að ég treysti mér við hvem mann, ef ég á ein- um að mæta. En þú gakk á bak honum, og högg tveim- ur höndum á milli herða honum með öxinni. 91. Þorbjöm tók skjöldinn og setti fyrir sig, en brá sverðinu og sneri á móti Gretti, er hann kenndi hann. Grettir brá þá saxinu og sveipaði því til nokkuð, svo að hann sá, hvar pilturinn stóð að baki honum. Laust hann bakkanum saxins í höfuð Amóri svo hart, að það varð hans bani. Þá hljóp Þorbjöm mót Gretti og hjó til hans, en brá við buklara inni vinstri hendi og bar af sér, en hann hjó ffam saxinu og kauf skjöldinn af Þorbimi og kom saxið í höfuð honum svo hart, að í heilanum stóð, og féll hann dauöur niður. 92. Grettir reiö heim til Bjargs og fann móður sína og sagði henni þennan atbuiö og nú var Atla hefnt. Hún varð glöð við og kvað hann nú hafa líkst í ætt Vatns- dæla - „en þó mun þetta upphaf og undirrót sekta þinna. Veit ég það víst, að þú mátt ekki hér langvistum vera sakir frænda Þorbjamar, en þó mega þeir nú vita, að þér kann nokkuö að þykja“. Grettir kvaðst nú mundu leita til vina sinna og frænda og skildu þau mæðgin með kærleikum. Frá móti hagyrðinga á Hallormsstað Hagyrðingamót ‘93 var haldið síðsumars á Hallormsstað og þang- að söfnuðust langar leiðir hópar hagyrðinga og hollvina stökunnar. Vestan af fjörðum komu Guð- mundur Ingi og Elís Kjaran, úr Borgarfirði Jakop á Varmalæk og Sveinbjöm á Draghálsi. Meó Ið- unnarfélga úr Reykjavík og Sunn- lendinga kom 50 manna rúta undir forystu Sigurðar dýralæknis ffá Grafarholú. Borgfirðingar og Barð- strendingar áttu þar líka sína full- trúa og ferðatíminn nýttur vel til vísna og sagna. Á þriðja hundraó vísna söfhuðust á teininn við fram- rúöuna, fararstjóri las upp jafnharð- an, en auk hans hlupu ýmsir í skrápana með leiðsögn um héruð. Þetta varð hringferð, hagyrðinga- hringur. Hákon Aðalsteinsson tók á móti rútunni á Skjöldólfsstöðum og benti á fjöll, sérkenni og sögulega staði. Þá kviknuðu áttavísur í firam- haldi af upplýsingum Hákonar um að austur og noröur væru áttimar, sem notaðar væm á Austurlandi. Keldhverfingar og aðrir Þingey- ingar komu í lítilli rútu og auk þess á eigin bílum, en þeir héldu mótið í fyrra í Skúlagarði svo rómað var. Glæsileg veisla var á Hallormsstað laugardagskvöldið 21. ágúst undir stjóm Hákonar, en þangað söihuð- ust Austfirðingar allt frá Djúpavogi norður að Vopnafirði. Vísum gest- anna var safnað í dall og lesið þeg- ar tóm gafst. Hér fara nokkrar þeiira. Myndarlegt er heimahlað, hér máfirma skógardyr. Heim á þennan Hallormsstað hefég aldrei komiðfyrr. Elías Kjaran ÞingeyrL Oft er stakan unaðsleg, allra vekur hylli. Ljóðin fljúga langan veg landshornanna milli. Friðrik Ingólfsson Laugar- hvammi. Hérna gjallar skrum og skjall, skerpir allan hróður. Okkar spjallfer ofan í dall eins og gallað fóður. Jón Karlsson Gýgjarhólskoti. Ort á Jökuldal: Austurlands unaðsstundir eflast um þessar mundir, en lítið ég veit um landsfrœga sveit, en hérna kom Hákon undir. Ósk Þorkelsdóttir Húsavík. Nú er kominn norður og austur nokkuð viss í áttum og traustur. Gangi ég héðan göngu traustri, geng ég burtfrá norðri og austri. Hér eru áttir ekki fleiri eftir því er ég sé og heyri. Guðmundur Ingi Kristjánsson. Austur og norðuryfir Fljót áttavillturfer ég tíðum. Kominn er nú á k\’œðamót, kannske að villast í skógarhlíðum. Baldur Grétarsson Fellabæ. Langþráð augnablik og hátíðlegt Horfur eru á að skammt sé nú til þeirrar stundar að áhugamenn um brennivínskaup geti farið að skoða vömúrval í Ríki Stefáns við Smáragrund. Langþráð augnablik og hátíð- legt. Segja má að mál þetta hafi hlotið langa umfjöllun og „eðli- lega” með því að þrennar skoð- anakannanir höfðu á undan geng- ið með alllöngu millibili. Í svona málum vill það gjam- an verða áberandi að menn telji sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og er það vel þótt hitt sé jafnan best að hver hafi vit fyrir sér, en á því er misbrestur eins og allir mega sjá. Mér finnst að í þessu við- kvæma máli hafi fengist niður- staða sem allir geti vel við unað, sem sagt sú að þeir sem vilja kaupa sér áfengi þurfi nú ekki lengur að auka sér kostnað og fyr- iihöfn með því að sækja það til Löngum kátur lék hann sér Ég las í Feyki minnninga- greinar um Dúdda á Skörðugili og orti: Drengur góður dáinn er, Dúddi á Skörðugili. Löngum kátur lék hann sér lífs í gleðispili. Þannig kvaddi hann þessa jörð, þrátt til loka glaður, Skörðugil og Skagafjörð, skemmtilegur maður. Með kveðju. Rúnar Kristjánsson. Séð og heyrt ég hefí kveld hugarperlur skarta. Stakan lífgar ennþá eld innst í þjóðarhjarta. Þorfinnur Jónsson Ingveldar- stöðum. Er legg í mína lokafor, - lengur má ei þreyja, brosandi með vísu á vör vildi ég fá að deyja. Ormur Ólafsson Reykjavík. Næsta ár verður svo hagyrð- ingamóúð á Suðurlandi. Skrifað á Flúðum 21. sept. ‘93 Ingi Heiðmar Jónsson. fjarlægari staða og þeir sem ekki vilja kaupa þurfa bara alls ekki að kaupa það nú fremur en áður. Sjálfur hef ég engan persónuleg- an áhuga á þessu úl eða frá og skil þó vel sárindi þess fólks úr nær- liggjandi byggðarlögum, sem sækir hingað mesta sína verslun, en fékk ekki færi á að vera þátt- takendur í skoðanakönnun. Eins finnst mér ljótt ef satt er, sem ég hef heyrt fleygt að tekin hafi ver- ið gild sú hvatvíslega ályktun að sveitamönnum kæmi þetta and- skotann ekkert við því þeir drekki hvort sem er einungis landa eins og glöggt megi sjá bæði í Mið- garði og á Vindheimamelum. Við skulum bara vona að í báðum þessum tilfellum sannist hið gamla máltæki íslenska bóndans. „Hollur er heimafenginn baggi” Heimskupör framin í skjóli öl- vímu munu áreiðanlega hvorki aukast né dvína í neinu hlutfalli við fyriihöfn í öflun birgða. Ámi Gunnarsson / Undir Nöfum. Borgarinn brást Þrír ungir menn frá Króknum gerðu sér dagamun á dögunum og brugðu sér bæjarleið til Reykjavík- ur. Tilgangurinn var aðallega að sjá leik Akumesinga og Feyenoord í Evrópubikamum, en hinsvegar átti að nota ferðina til að bragða hina umtöluðu McDonalds hamborgara, sem eftir orðspori að dæma mátti ætla að væra lostæti mikið. Kióksamir komu í bæinn klukku- tíma fyrir leikinn og gafst því tími til að renna við á hamborgarastaðn- um. Heppnin var með þeim að því leyti að biðröð var lítil og gekk af- greiðslan mjög hratt fyrir sig. Pant- aðir voru venjulegir ostborgarar, þar sem álitið var að menn væru varla nógu munnstórir til að taka „big- mak“. En það hefði líklega verið réttara að taka þá stærð af borgur- um, því þessir venjulegu ostborgar- ar voru alveg í minnsta lagi af ham- borgurum að vera, brauðið mjög þunnt, og lítið og lélegt á milli. Það voru því ekki saddir menn sem héldu í Laugardalinn sl. miðviku- dagskvöld, og ekkert minna en tvær pilsur á mann dugðu til að seðja hungrið áður en lagt var af stað norður eftir leikinn. Af þessari reynslu má ráða að það er ekki alltaf það besta sem frægast er og mest umtalað. Mætti ég þá frekar biðja um Makkjónu eða Makklaugu borgara. En þrátt fyrir þetta „borgara- skúffelsi" heppnaðist þessi upplyft- ing til Reykjavíkur ákaflega vel. Menn urðu vimi að mjög skemmti- legum leik og glæsilegri frammi- stöðu Skagamanna, leik sem seint mun gleymast. Og síðan er að bíða og sjá hvemig Skagamönnum gengur í seinni leiknum sem fram fer í Hollandi í kvöld (miðviku- dagskvöld).

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.