Feykir


Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 2
Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaöstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur með viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Bæjarbúar segja illa staðið að snjómokstri Það hefiir vakið fiirðu margra íbúa Sauðárkróks, hvernig staðið hefiir verið að snjó- mokstri í bænum á undan- förnum vikum. Hafa menn haft orð á því að bærinn sé ákaflega illa mokaður, gang- stéttir séu gjörsamlega ófærar og stór slysahætta skapist af þessu ástandi, fyrir utan það að eldra fólk og þeir sem á ein- hvern hátt hafa takmarkaða hreyfigetu treysti sér ekki út úr húsi. Fólk hefur hringt inn á rit- stjóm Feykis og haft orö á þessu, sem þaö kallar þjónustuleysi viö bæjarbúa. „Mér finnst þetta til háborinnar skammar fyrir for- ráðamenn bæjarins að ekki skuli vera hægt að standa sómasam- lega aö snjómokstri í bænum, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess aó það er sárasjaldan sem einhver snjór kemur hér að ráði. Undanfarin ár er t.d. varla hægt að tala um snjó nenia fyrir jólin í fyrra og svo í desember núna. Mér finnst t.d. alveg gmndvallar- atriði að gangstéttir við aðalgöt- ur bæjarins séu hreinsaðar þokkalega, enda nauðsyn á þar sem að umferð um aðal götur bæjarins er orðin mjög mikil. I stað þess er snjónum mokað upp á gangstéttir og gangandi vegfar- Þannig lítur Kirkjuklaufin út, sem þó er ekki versti hluti bæjarins hvað snjómokstu- rinn varðar. endur þar með hraktir út á göt- una, sem skapar mikla slysahætt- ur. Þá er sandburður í bænum ekki nægjanlega vel fram- kvæmdur. Um áramótin til dæm- is var Batavcgurinn upp að sjúkrahúsinu alveg vanræktur að þessu leyti, en þar hefði einmitt þurft að sandbera vel“, sagði þessi viðmælandi Feykis. Tap í bæjarkeppninni Tindastóll beið lægri hlut fyrir Þór frá Akureyri í bæjarkeppni milli þessara félaga, sem fram hefúr farið á síðustu dögum. Þór leikur sem kunnugt er í deild neðar en Tindastóll. Fyrri leikurinn fór fram á Akureyri fyrir viku og þá náðu Tinda- stólsmenn að merja sigur með fjögurra stiga mun. í Síkinu í gær- kveldi náðu síðan Þórsarar aö kom fram hefndum og sigruðu með 77:69, þar sem Tindastóll hafði á brattann að sækja allan tímann. Það er eins og jólasteikin hafi ekki farið vel í okkar stráka. Jón Alexandersson, Ingunn dóttir hans, og Kristján Alexandersson. Gengt þeim við borið sitja Friðberg Sveinsson, Alexander Róbertsson og Tryggvi Þorbergsson. Sigurjón Alexandersson hafði yfirgefið samkvæmið. Hann hafði fengið nægju sína í fyrstu soðninu, en þær urðu þrjár Skötuveisla í bílskúrnum Víða um land þykir það sjálf- sagður og ómissandi siður að borða skötu á Þorláksmessu og mikið af skötu. Misjafnt er um landið hversu almennt skötuá- tíð er. Vestfirðingar t.d. þykja miklir sporðrennarar á þetta fiskmeti, en í öðrum sjávar- plássum mun þetta ekki vera eins vinsælt og þar er algengt að neysla skötu sé ekki leyfð í eld- húsum og borðkrókum, heldur verði menn að fara í einhvern afkima með þessa einkaþörf sína. Blaðamanni Feykis var á lið- inni Þorláksmcssu boðið í skötu- veislu eina sem haldin var í bíl- skúr á Króknum. Það eru bræð- umir Kristján, Jón og Sigurjón Alexanderssynir sem hafa undan- farin ár komið saman ásamt nokkmm vinum og kunningjum og borðað skötu á Þorláksmessu. Hafa þeir verió á flækingi með veisluna mörg undanfarin ár og samkvæmt myndum frá fyrsta skötuáti þeirra bræðra, Kristjáns og Sigurjóns, var aðstaðan ekki glæsileg til að byrja með. En bíl- skúrinn hjá Kristjáni á Grundar- stígnum hentar mjög vel til slíkra veisluhalda og nutu menn vel matar síns. Alcxander Róbertsson faðir þeirra bræðra sagði að á Króknum hefði það lengið tíðkast hjá ákveðnum hópi manna að borða skötu á Þorláksmessu og í þeim hópi væru bæöi rótgrónir veiðimenn og tómstundabændur. Hann vissi til þess aó á tímabili hefðu þeir kæst skötuna undir fjárhúsgarðanum. Þessir karlar vildu hafa skötuna svo sterka að þeir tárfelldu dálítið þegar fystu bitamir væm innbyrtir. Það lá reyndar við að blaða- maður tárfelldi þegar stækjan af fyrsta bitanum kom upp í nefkok- ið, en eftir að hafa rennt niður hverjum bitanum af öðmm fór þetta óðum batnandi og tveir vel útilátnir skötuskammtar höfnuðu að lokum í maga viðvaningsins. Fyrr um daginn hafði blaða- maður reyndar orðið var við það að menn vom að bera bakka með skötu í út af Hótel Mælifelli og virðist sem skötuát sé að færast í aukanna. Rennir það stoðum und- ir þá kenningu sem einn veislu- gesta í bílskúmum kom með. Að skatan væri vanabindandi. Þess má að lokum geta að kveikjan aðskötuáti þeirra Alex- andersbræður er veisla mikil sem fyrmrn skipsfélagar þeirra á Orv- ari sækja ár livert í félagsheimilið Fellsborg á Skagaströnd, en þar tíðkast það á hverri Þorláksmessu að útgerðarfélagið Skagstrending- ur bjóði öllum bæjarbúum til skötuveislu. Þrír heiðursmenn fá fálkaorðu Forseti íslands sæmdi 17 ís- lendinga riddarakrossi fálka- orðunnar á nýársdag. Þar af voru þrír nátengdir svæði Feykis, Norðurlandi vestra. Jón Isberg sýslumaður Húnvetn- inga var sæmdur orðunni fyrir langt og heilladrjúgt starf í op- inberrri þjónustu. Pálmi Gísla- son frá Grænuhlíð í Austur- Húnavatnssýslu, fyrrum for- maður Ungmennafélags Is- lands, var heiðraður fyrir störf að æslulýðs- og íþróttamálum og Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki var sæmdur falkaorðunni fyrir giftudrjúgan þátt sinn í ræktun íslenska hestsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Sveini Guðmundssyni, því að í haust var hann útnefndur hrossaræktarmaður ársins á upp- skeruhátíð hestamanna sem hald- in var í Reykjavík. Þctta var í fyrsta sinn sem sú viðurkenning er veitt og hefur það væntanlega komið fæstum á óvart að Sveinn yrði fyrir valinu, enda hefur hann meó ræktun sinni staðið mjög sterkur í fylkingarbrjósti hrossa- ræktenda í landinu mörg undan- farin ár. Hross Sveins þykja líkjast eiganda sínum, ákaflega sterkir karakterar, og að auki er kynfest- an mikil, enda viiðist það oft vera þannig þegar afburða hestar koma fram á sjónarsviðið að ekki sé langt farið í ættrakningunni þegar komið er að hrossum Sveins og hinum fræga stóðhcsti Söria syni Ragnars-Brúnku. Sveinn Guðmundsson tekur við verðlaunum á landsmót- inu á Vinheimamelum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.