Feykir


Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 1/1994 „Tónninn hans var alveg sérstakur" Eyþór Stefánsson minnist frænda síns og vinar Stefáns íslandi Á nýársdag lést einn frægasti sonur Islands fyrr og síðar, stór- söngvarinn Stefán Guðmundsson sem í byrjun listamannsferils síns tók sér nafnið Stef- ✓ án Islandi. Stefán var Skagfirðingur í húð og hár og það hlýtur aö teljast vel til fundið aö annar þekktur skag- firskur tónlistarmaður, Eyþór Stefánsson minnist Stefáns Islandi, en Stefán og Eyþór voru miklir kunningjai', enda mikið skyldir og áttu sameiginlegt áhugamál. Blaöamaöur Feykis knúói dyra hjá Eyþóri í Fögrabrekku á Sauðárkróki nú í byrjun vikunnar og naut frá- sagnarsnilli hins aldna heiðursmanns Eyþórs þegar hann minntist vinar síns og frænda. Sagói hann hæfa að minnast Stefáns Islandi hér á heimavelli. „Stefán fæddist í Krossanesi 6. október 1907. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, ætt- aður úr Fljótum, en móðir hans Guðrún Stefánsdóttir var héðan af svokallaðri Borgarætt. Við Stefán vom þremenningar að skyldleika. Guðmundur flutti hingað út á Krók og fór að sinna ýmsri vinnu, en lést skömmu eftir að hann flutti hingað. Stef- án missti fóður sinn mjög ungur og ólst upp hjá móöur sinni. Kynni okkar Stefáns byijuðu þegar við vomm báðir mjög ungir. Þá fómm við að „múss- isera“ saman, en fyrstu sporin hans á listabrautinni hófust einmitt hér. Góðir menn hjálpuðu honum til náms Hús Kristjáns Gíslasonar opn- aðist fyrir Stefáni á ámnum ‘24 og ‘25, þegar þau systkinin Bjöm Kristjánsson og Þómnn Elvar Elvar tóku Stefán bókstaf- lega til að kenna honum og siða hann til. Þómnn var ágætis pí- anóleikari og Bjöm hafði eitt- hvað lært til söngs í Kaup- mannahöfn þegar hann var í verslunarháskólanum þar, svo þau vom talsvert menntuó og gátu hjálpaó Stefáni ansi mikið. Svo liggur leið Stefáns til Reykjavíkur og þá fer þetta nú að greiðast betur. Góðir menn hjálpuðu honum til náms. Sig- urður Birkis kenndi honum um tíma og svo var farið aö ganga í það að koma Stefáni út, fá ein- hvem til að kosta hann í nám er- lendis, og þá byrjaði ævintýrið. Rikharð Thors (Jensens) for- stjóri tók Stefán að sér og kost- aði hann algjörlega til náms á Ítalíu. Hann fór þangað 1929 og var þar í námi til 1933 hjá ágæt- is kennara í Mílanó. Þetta ár, 1933, söng Stefán sitt fyrsta hlutvcrk í Flórens á Italíu. Síðan má heita að gangan hafí verið mjög greið, því eftir 1935 byij- aði hann að syngja hér og þar um Evrópu, Þýskalandi, Ung- verjalandi og víðar. Svo kemur hann hingað til Islands um Jóns- messuleytið ‘35 og syngur sinn fyrsta konsert hér. Það var siður hjá Stefáni að koma hingað til lands og syngja á hverju ári til ársins 1939, en þá lokaðist hann inni í Kaupmannahöfn vegna heimsstyrjaldarinnar. I þessum söngferðalögum byijaði hann að syngja í Reykjavík, fór svo út á land og söng víða þar, endaði ævinlega söngferðalag sitt hér, og þá var það við vomm ákaf- lega mikið saman. Vandaði sig mikið þótt enginn væri í kirkjunni Stefán var ævinlega hér svona viku, hálfan mánuð hjá okkur og við skemmtum okkur konunglega, við fómm saman á sjó, á handfæraveiðar. Við fór- um í reiðtúra, allavega man ég eftir tveim ferðum þar sem við skemmtum okkur konunglega. Riðum austur á Borgarsand og þaðan í Helluland í heimsókn til þeirra Ólafs og Ragnheiðar vinafólks Stefáns og þar var tek- ið lagið. Langoftast vomm við Stef- áns samt saman í kirkjunni héma og það var eftirminnilegt oft hvað Stefán vandaði sig við að syngja þótt það væri ekki nokkur maður í kirkjunni, eng- inn nema við tveir, og þó kannski var kirkjan full af ósýni- legum áheyrendum. Hver veit? En það var einmitt eitt af mörg- um sterkum einkennum Stefáns hvað hann var ákaflega vand- viikur bæði á tón og orð. Fram- burður hans í söng var alveg dæmalaus. Hann missti ekki niður eitt einasta orð“, segir Ey- þór og leggur mikla áherslu á orð sín. „Þú heyrirekki einn ein- asta íslenskan söngvara syngja með slíkum framburði nú til dags. Hann vandaði þetta fram- úrskarandi vel. Röddin hans sló allt út Já ég hef náttúrlega margar minnigar frá Stefáni, sem em ógleymanlegar. Stefán var skap- stór en kunni vel að stilla sitt skap. Hann var ákaflega hjarta- hlýr og frændrækinn. Það var alls ekki til neitt mont hjá Stefáni vegna velgengi sinnar, ekki til. Hann hafði skömm á slíku. Stefán sagði mér einhvem tíma að listamannsnafn sitt hafi hann fundið upp, út af því að ítalamir gátu aldrei sagt Guð- mundsson. Þá tók hann sér þetta nafn, en það var líka algengt að listamenn tækju sér nöfn. Stefán unni Skagafirði af einlægni, enda átti hann hér marga góða vini. Og þegar hann var ungur og aö byrja að syngja þá var hann alltaf syngjandi. Hann söng og söng, alls konar lög bæði á böllum og á skemmtun- um hjá félagasamtökum. Það var alveg ljóst strax þegar hann var unglingur að hér var á ferð- inni afburða söngmaður. Strax 15-16 ára var hann kominn með glæsilega rödd, svimháan tenór. Hann hafði rödd sem sló allt út. Það hefur enginn komið með svo glæsilega rödd, tónninn hans var alveg sérstakur. A tónleika- ferðum sínum fyllti hann stærsta samkomuhúsið í Reykjavík sex sinnum. Þeir gera það ekki söngvamir og tónlistarmennimir í dag“, sagði Eyþór að endingu. Eyþór Stefánsson tónskáld. Vandað til þrettándagleði Heimis eins og vanalega Þrettándafagnaður karla- kórsins Ileimis verður hald- inn í félagsheimilinu Mið- garði á laugardaginn kemur, 8. janúar, og hefst kl. 21,00. Söngskrá er með fjölmörgum nýjum, skemmtilegum lögum, að sögn formanns kórsins, Þorvaldar Óskarssonar. Stefán R. Gíslason hefur nú tekið við stjórn kórsins að nýju, eftir að hafa sinnt ogan- istastarfi vió Kópavogskirkju í eitt ár. Undirleikarar hjá Heimi eru Tómas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöngvarar á þrettándagleðinni verða Einar Halldórsson og Pétur Péturs- son. Tvísöng syngja bræður Péturs frá Alftagerði, Gísli og Sigfús Péturssynir. Hinn kunni skemmtikraftur Jóhannes Kristjánsson kcmur í heimsókn og að loknum skemmtiatriðum sjá Geir- mundur og félagar um stuðið í syngjandi sveiflu. Þorvaldur Óskarsson for- maður Heimis sagði í samtali við Feyki aó æfingar hefðu gengið vel hjá kómum í vetur, enda mikill áhugi meðal kórfélaga. I kómum í vetur eru tæplega 60 söngmenn og sækja margir þeirra æfingar um langan veg. Enginn vafi er á að lög Heimis sem út hafa komið hafa smám saman öðlast auknar vinsældir og hafa þau til dæmis fengið mikla spilun í útvarpi. Þeirra vinsælast er Undir bláhimni og Þorvaldur sagði að sér líkaði það ekkert illa að heyra Ama Johnsen syngja lagið, þótt enn skemmti- legra væri að heyra það flutt af Heimi. Þá hafa óljósar fregnir borist af því að Færeyska hljómsveitin Víkivaki sé aö taka Undir bláhimni til flutnings, en forkólfur þeirra sveitar er hinn hcimsfrægi tónlistar- maður Eistaná að nalni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.