Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 2
2FEYKIR 3/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHemiannsson, Siguróur Agústsson og Stefán Arnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viröisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur með viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Eyjólfur reif liðband og verður frá um tíma Nýja árið byrjaði ekki vel fyrir knaUspyrnukappanum Eyjólfi Sverrissyni. Fijótlega eftir að hann kom til Þýskalands cftir áramótin, úr jólafiíi hér heima, varð hann fyrir því óláni á æfingu að meiðast illa í hnc og var óttast að hann hefði slitið liðband og rifið liðþófa, sem hefði þýtt uppskurð og að hann hefði verið frá æfingum í að minnsta kosti tvo mánuði. Við læknisrannsókn kom hins- vegar í ljós að meiðslin voru ekki eins alvarleg eins og í fyrstu var haldið. Rifnað hafði upp í liðband á utanverðu hné um tvo þriðju, en liðþófmn slapp. Læknar og sjúkraþjálfari fél- agsins hafa ákveðið að sleppa piltnum við hnífnum og vonast til að hann nái sér af meiðslunum með endurhæfingu sem tekur um mánaðartíma. Þetta óhapp Eyjólfs varð til þess aö hann missti af æfingaferð Stuttgartliðsins til Portugal. Keppni í Bundesligunni hefst aftur um miðjan febrúar og ef allt gengur að óskum ætti Eyj- ólfur þá að verða orðinn frískur á ný. Sem kunnugt er var skipt um þjálfara hjá Stuttgart nú fyrir ára- mótin. Daum var látinn taka poka sinn. Svo leynt fóru þjálfaraskiptin að Jolli ffétti ekki af þeim fyrr en við komuna heim í jólaffíið. Sá það fyrst í textavarpinu hjá Eiríki bróður sínum. Vegna útvarpsfréttar af verði matvöru Vegna fréttar að kvöldi 17. janúar frá Maríu Björku Inva- dóttur fréttamanns hjá útvarpinu, þar sem hún spurði fólk á Sauð- árkróki hvort það hefði fundið fyrir verðlækkun í matvöruversl- unum í bænum vegna breytinga á virðisaukaskatti um áramótin, vill undinritaður taka fram: Hlíð- arkaup á Sauðárkróki lækkaði allar viðkomandi vörur á tilsett- um tíma. Ég efast ekki um að aðrar matvömverslanir í Skaga- firði hafi gert það sama. Að sjálf- sögðu hefði fréttamaður gctað fengið þær upplýsingar hjá öllum búðunum, ekki síst hjá KS þar sam hún vinnur með manni sín- um dcildarstjóranum, og eytt um leið allri tortryggni fólks gagn- vart vöruverði. Um leið má benda á að í síðustu verðkönnun á Sauðárkróki var Hlíðarkaup með lægsta vömverðið. Einar Sigtryggsson. Athugasemd vegna greinar Hena Bjöm S. Stefánsson! Vegna greinar yðar í síðasta tölublaði Feykis 12.1.1994, „að nálgast málið á nýjan hátt“, vil ég biója Feyki fyrir eftirfarandi orðsendingu: Ef Þér Bjöm S. Stefánsson álítið að þessi hlið málsins eigi erindi við oss Norðlendinga vinsamlcgast fáið þá greinina þýdda á algegnt mannamál, svo við fáum skilið hvað við er átt. Þetta tungutak er okkur framandi og óskiljanlegt. Virðingafyllst Guðríður B. Helgadóttir Austurhlíð. Jóhann Pétur Guðmundsson Stapa sjötugur 22. janúar 1994 Það er komið á þriðja tug ára síðan við Jói kynntumst og ýmis- legt höfum við haft saman að sælda síðan, svo mér er bæði ljúft og skylt aó ýta af stað letipcnna mínum og þakka honum góð kynni. Jói ólst upp með foneldrum og systkinum við búskap á ýmsum jöróum í Skagafirði- og Húna- vatnssýslum, en fór á yngri árum til búnaðamáms á Hvanneyri. Ungur að ámm eignaðist hann Stapa í Tungusveit og við þann bæ er hann kenndur. Sauðfe og hross var hans búfénaður, en við- fangsefnið annars byggingarfram- kvæmdir innan héraðs og utan, bæði útihús og íbúðarhús. Honum vom oft falin mjög erf- ið vcikcfni, svo ekki sé nefrit þeg- ar byggingar hófúst á áliðnu sumri og varð að ljúka þeim í kapp- hlaupi við storma og ffost. Þekktastur mun Jói þó fyrir vísna- og ljóðagerð sína, en þó var hann kominn á miðjan aldur þeg- ar upp komst um þann hæfileika hans. Bæði er hann fljótur aö gera vísur og hagur á dýra hætti. Annar kunnur eiginleiki hans er að vilja gera gott úr hlutum, færa þá á betri veg, þar semað ófæra er að skapast og þá getur komið sér vel að vera stökufljótur. Böm hænast mjög að Jóa, enda á hann jafhan smátíma fyrir þau þcótt annað kalli að. Sjálfur á hann cinn son, Jóhann Pétur, sem ólst upp hjá honum í Stapa, og býr þar nú með Andreu konu sinni og fjórum bömum þeirra. Ég naut góðs nágrennis Jóa meðan við báðir bjuggum í Tungusveit og oft var til hans leit- að ef gera þurfti vísur fyrir skóla- skemmtun, affnælishóf, þorrablót, söngkvöld eða leikþátt fyrir ung- mennafélagssamkomu. Hann byggði mér hús það sem við feðg- ar bjuggum í á Lækjarbakka í Steinsstaðabyggð. Arið það, sem var 1975, byggði Jói mörg íbúðar- og útihús og þannig leið margt sumarið hjá honum. Hann býr yfir dugnaði og kappi, sem nýtur sín vel í slíkum stórv'irkjum. Ég nýt á ný nágrennis við hann austur í Hreppum, en þar hefúr Jói sinnt smíðum og hestamennsku síðustu misscri. Hann hefur yndi af hestum og hestaferðum, en hef- ur of sjaldan gefist tími til slíks eff- irlætis. Margt langar mig að þakka Jóa nú á þessum tímamótum, en þó fyrst heillyndi hans og vináttu í minn garð. Megi honum endast vísnagleói, vinir og heilsa. Ingi Heiðmar Jónsson. Þér hefur búið tœrast traf og tign í Ijóðafagi, vissulega guð þér gaf gáfur afniörgu tagi. Kær kveója frá Jóni í Skolla- gróf. Andans hróður eykur þjóð, óniar Ijóða strengur, sagna fróður senuir óð sannur, góður drengur. Oskir greiði œvi veg ekkert leiðir banni. Suttungs veiði sendi ég sjötugum heiðurs manni. Ormur Ólafsson formaóur Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Fjórgangs beitir fáki snjöllum, fremst í leitum Iðunnar. Frá Giljareit að glerjahöllum gleði veitir stökunnar. Sigurður Sigurðarson. ' Búnaðarbanki íslands: Höfðar mál gegn Siglu- fjarðarbæ og Miklalaxi í síðustu viku var þingfest í Hér- aðsdómi Norðurlands vestra, mál þar sem Búnaðarabanki Is- lands stcfnir Siglufjarðarbæ og laxcldisfýrirtækinu Miklalaxi í Fljótum, vegna Iáns sem bæjar- sjóður Siglufjarðar gekkst í ein- faldri ábyrgð fyrir vegna starf- scmi Miklalax á árinu 1989 og ekki hefur verið staðið skil á. Krefur bankinn þessa aðila um greiðslu 22,5 milljóna. Aðilum var veittur fjagra vikna frcstur til öflunar málsgagna. Mál þetta má rekja allt aftur til árdaga Miklalax upp úr miðjum síðasta áratug, er Rafveita Siglu- fjarðar gekkst í ábyrgð fyrir hluta af afurðaláni sem veitt var vegna starfsemi Miklalax, aó upphæð 12 milljónum króna. Það var síðan 1989 sem bæjarsjóöur Siglufjörður samþykkti að ábyrgjast afurðalán til Miklalax og einnig hluta eldri láns, gegn því að vissum skilyrð- um yrði fullnægt. Þegar það kom síðan í ljós að áliti fulltrúa bæjarins að ekki hefði verið staðið við þær ábyrgðir sem farið var fram á og þær því brostnar, var ákveðið að hálfu forráðamanna bæjarsjóðs að falla frá ábyrgðinni á láninu. Var Búnaðarbankanum sentbréf þessa efnis. Eftir bollaleggingar um fram- hald málsins var farið að ráðum lögfræðinga bankans um að legga það undir úrskurð dómsvaldsins. Blönduós: Leit að tveim mönnum Á þriðja tug manna á sjö bílum, flugvél og snjósleðum hófu á mánudag leit að tveimur mönnum, sem farið höfðu á bíl frá Hveravöllum á sunnudag. Talið var að mennimir ætl- uðu til Blönduóss og þegar ekkert hafði til þeirra spurst um hádegi á mánudag var á- kveðið að setja af stað skipu- lagða leit. Síðdegis fann lög- reglan á Blönduósi síðan mennina í Langadal, þar sem að þeir voru á leið til Reykja- víkur. Höfðu þeir skroppið til Hofsós án þess að láta nokkum vita um ferðir sínar. MÓ.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.