Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 1
19. janúar 1994, 3. tölublað 13. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafSjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Mikil hugarfarsbreyting hefur átt sér stað meðal þjóðarinnar á seinni árum varðandi hollustu og heilsu. Trúlega er það ofarlega í hugum fólks nú skömmu eftir hátíðarnar að ná kjörþyngdinni aftur í samt lag og yfirleitt að gæta að heilsunni. Þolfimi er íþrótt sem vinsældum á að fagna hjá mörgum sem vilja lialda sér í formi. Þetta unga fólk sýndi gestum SkagSrðingabúðar hæfni sína á þessu sviði sl. fðstudag. Piltarnir eru Lýður Skarphéðinsson og Sverrir Sverrisson frá Sauðárkróki, en nöfn stúlknanna, sem eru frá Akureyri, höfum við ekki. Miklilax áfram í miklum vanda Nauðasamningar vegna Mikla- lax sem samþykktir voru fyrir héraðsdómi fyrir nokkru, hafa enn ekki náð I'rani að ganga sök- um þess að ekki hefiir skilað sér nýtt hlutafé að upphæð 30 millj- ónir, sem gert var ráð fyrir í samningnum. Heimaaðilar hafa þar tryggt 12 milljónir, en þar fyrir utan luf'ur einungis Kaup- félag SkagSrðinga skilað inn hlutafé, en nýlega samþykkti stjórn félagsins að leggja 3,5 milljónir í Miklalax. Vegna þessa ástands hefur skapast vandræðaástand í Miklalaxi. Komið hefur upp sú staða að ekki hefur verið til fóður fyrir strandeldið við Hraunakrók og launagreiðslur til starfsmanna hafa dregisL Þeir fengu greitt upp í Iaun sín nú eftir helgina, og eiga enn inni greiðslur fyrir des- ember, sem Reynir Pálsson framkvæmdastjóri segir að verði greidd á næstu dögum. Þaö sem veldur Miklalaxi mest- um erfiðleikum er að samþykki stjómar framleiðnisjóðs landbún- aðarins hefur enn ekki fengist fyrir þeirri 12milljónakrónahlutafjár- aukningu sem reiknað var með. Taldar eru minnkandi líkur fyrir að það fáist, en ef það gerist segir Reynir Pálsson að heimamenn muni þá bæta við þær 12 milljónir sem þegar hafí verið lagðar fram. Benedikt Guðmundsson fulltrúi Byggöastofnunar í stjóm Miklalax segir að búið sé að setja fyrirtækið út í hom af opinberum sjóðum og Reynir Pálsson framkvæmdastjóri Miklalax tekur undir það, segir fyr- irtækið ekki hafa fengið krónu í fyrirgreiðslu síðustu tvö árin. „Það var til dæmis passað sér- staklega upp á það að við fengjum ekkert úr sérstökum 300 milljóna sjóói sem settur var á stom tíl aó aðstoða laxeldið í landinu. Það er búið að halda okkur niðri núna í tvö ár og við höfum ekki fengið aó byggja upp þann lífmassa sem þarf td.1 að stöðin verði rekin með fullum afköstum. Það er grátlegt að þurfa að reka stöðina meó hálfum afköst- um á meðan markaðurinn er nóg- ur. Við gætum hæglega framleitt héma fyrir 200 millljónir án þess að fastakostnaður ykist, en höfum hangið í 80 milljónum", sagði Reynir Pálsson fiamkvæmdastjóri Miklalax. Að sögn Reynis leiðir skortur á fóðri í strandeldinu, eins og komið hefur fyrir, tíl þess að vaxtarhraði fisksins minnkar. Það er þó lán í óláni að fiskurinn þarf minna fóð- ur á kaldasta tíma ársins. Starfs- menn í Milalaxi í dag eru 12-14, og að auki era 10 konur kallaðar út þegar slátrað er. Hugað að sumrinu á Króknum: Fjölskylduhátíð í undirbúningi Að innlendir ferðamenn fái að njóta þess besta sem land og þjóð býður upp á, er helsta stefnumið félagasamtaka, fyrir- tækja og einstaklinga, en þessir aðilar hafa myndað bandalag til undirbúnings þess að minnast 50 ára afmælis íslenska lýðveld- isins á þessu ári og árs fjölskyld- unnar hjá Sameinuðu þjóðun- um, sem einnig er á þessu ári. Landsmenn verða hvattír til að ferðast um Iandið sitt í sumar til að kynna sér menningu, stað- hætti og viðburði í sveitum, bæjum og borg. I tílemi þessa hefur Ferðamála- félag Sauðárkróks ákveðið að efna til samstarfs við félagasam- tök, fyrirtæki og einstaklinga í bænum um fjölskylduhátíð á sumri komanda og hafa bréf þessa efnis þegar verið send til ýmissa aðila. Hugmyndin er að skapa hér hátíðarstemmningu í um viku- tíma, þar sem bæjarbúar allir, stór- ir sem smáir, fyndu sér eitthvað til ánægju og yndisauka. Við undir- búning þessa hátíðar veróur leitast vió að öllum gefist kostur á að gera bæinn okkar áhugaverðan heim að sækja, segir í fréttatil- kynningu frá ferðamálanefnd, en nefndin hefur einnig boðið tíl samstarfs aðilum í öðrum hrepp- um í Skagafirði til skipulagning- ar hátíðar í viðkomandi sveitarfé- lögum. Annað kvöld verður haldinn fundur í Safnahúsinu á Sauðár- króki með fulltrúum félagasam- taka og ferðamálaaðilum þar sem rætt verður um undibúning sum- arhátíðarinnar. Meiningin er að á fundinum verði kosin fram- kvæmdanefnd tíl undirbúnings hátíóinni. I tílkynningu ferðamálanemd- ar segir einnig að ferðaþjónustan sé ört vaxandi atvinnugrein og sá vaxtarbroddur í íslensku atvinnu- lífi sem hvað líklegastur er til þess að fólk í hinum dreifðu byggðum geti skapað sératvinnu af tíl fram- búóar. Rafveita Sauðárkróks: Orkuverð verið óbreytt á þriðja ár Þrátt fyrir 3% hækkun á út- söluverði á raforku frá Lands- virkjun um áramótin mun ork- an frá Rafveitu Sauðárkróks ekki hækka í verði til notenda. Er þetta í þriðja sinn sem stjórnendur RS nýta sér ekki heimild til hækkunar orku- verðsog hefurþaðveriðóbreytt frál.októberl991. Það að RS hleypir 3% hækkun orkuverðs Landavirkjunarekki á- fram til neytenda nú, þýðir 4,2 milljóna tekjutap fyrir veituna á þessu ári. Þrátt fyrir að orkuverði hafi verið haldió niöri síðustu ár hef- ur tekist að halda góðri afkomu Rafveita Sauðárkróks, að sögn rafveitustjórans Sigurðar Ágústs- sonar. Einnig hefur náðst að auka lýsingu í og við bæinn. Þannig var til að mynda í haust lýstur upp vegkaflinn frá vegagerðinni að Alexandersflugvelli. Vegagerðin á einnig kostnaðarhlut að þeirri framkvæmd, en hún var fjár- mögnuóafRS. HOfeHíin NiDI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði simi: 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauöárkrókur Fax: 36140 tílavibger&ir • Hjólbar&averkstæ&i RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.