Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 7
3/1994 FEYKIR7 Guðmundur Sigurður Jóhannsson: „Brennivínið bætir allt" Saga áfengisins er jafn gömul sögu mannkynsins og hefur neysla þess að verðugu unnið sér hefðbundinn sess meðal allra menningarþjóða heims, ef frá em taldir ofstækisfyllstu Mú- hameðstrúarmenn. Hér á landi hefur skapast sú hefð að drekka þannig að menn finni vel á sér. Hefur það verið eitt af helstu þjóðareinkennum Islendinga í gegnum aldimar. Er svo enn í dag og mun vafalaust haldast um ókomin ár. Er það vel í augum þeirra sem vilja hafa í heiðri þjóð- legar hefðir. Þykir áfengi réttilega vera ómissandi þáttur í hvers kyns veislum og samkvæmum, réttum og hestamannamótum, að ógleymd- um dansleikjum og útihátíðum. Afengið hefur um aldir gefíó tilveru mannfólksins líf og lit, og er það heimska og sóun að eyða miklum tíma í mannleg samskipti „blácdrú'' þegar hægt er að fá svo miklu meiri fyllingu og ánægju út úr þeim undir áhrifúm áfengis og annarra vímugjafa. Afengið hefur gefið skáldum og listamönnum innblástur á öllum öldum og upp úr dýrkun Díonýsosar (vínguðs- ins) í Grikklandi hinu foma, spratt leiklistin. Það er því ekki svo lítið, sem vestræn menning á áfenginu að þakka. Afengisneysla eða ölvun er ekkert sem ástæða er til að blygð- ast sín fyrir eða fara í launkofa með, og er eitt af íyrstu kölkunar- merkjunum, þegar menn fara að skammast sín fyrir að „skand- alísera" með víni. Afengisneyslu og ölvun þarf í sjálfú sér aldrei að „réttlæta" eða „afsaka'* eða finna sér, „tileíúi" til að láta slíkt eftir sér. Það er einfaldlega nóg að langa. Þessi sannindi verða seint um of brýnd fyrir mönnum, því fjöldi fólks liggur á því lúalagi að búa sér til vansæld og óánægju úr öllum sköpuðum hlutum í því skyni aö „réttlæta" drykkjuskap sinn, og eitrar þannig bæði sitt eigið líf og eins þeirra sem þurfa að umgangast það. Færi margt betur í mannlífinu ef slíkar rétt- lætingar og hin upplogna þörf fyr- ir þær væri fyrir bí. Afengisneysla ein og sér, hversu mikil og tíð sem hún kann að vera, er einkamál einstaklings- ins, svo lengi sem hún kemur ekki bcinlínis niður á öðrum, og er ég þá að tala um alvöruvandamál, svo sem greiðslusvik og fram- færsluþrot, en ekki tittlingaskít eins og t.d. ef eitthvert snobbhyski í kunningjahópnum eða ætt- ingjaliðinu láti það fara í taugam- ar á sér, að viðkomandi einstakl- ingur sé oft undir áhrifúm, því slík „vandamál" em tilfundin en ekki raunveruleg. Því miður hefur áfengið sjald- an fengið að njóta sannmælis í umfjöllun fjölmiðla. Hefurókost- um þess verið hampað í tíma og ótíma, en oftast annaðhvort veriö þagað algjörlega um alla hina góðu kosti, sem geta verið sam- fara áfengisneyslu og af henni leiðandi, eða þá reynt að afflytja þá eins og mögulegt er. Slík um- fjöllun er vissulega flótti M raun- vemleikanum og ekki líkleg til raunsannrar lausnar á einu eða neinu. Aó vísu getur það verið hentugt fyrir fólk, sem vill komast hjá því að horfast í augu við í- stöðuleysi og illar tilhneygingar, sem því miður blunda í okkur öll- um í bland við manngæskuna, að nota áfengi og önnur vímuefni sem blóraböggul og kenna neyslu þeirra um allt sem miður fer á jörðu hér, þó hvorki lýsi það sannleiksást né drengskap. Einnig getur það verið þægilegt fyrir fólk, sem ekki vill taka nema mátulega ábyrgð á gerðum sín- um, að skilgreina sjálft sig sem „sjúklinga" sem ekki sé sjálMtt um [xítta eóa hitt, allt cftirhentug- leikum. Með þessu er ég þó alls ekki að gefa í skyn, að hart eigi að taka á ávirðingum manna, því öll- um getur orðið á þrátt fyrir góðan vilja, en það er lágmark að fólk fái að taka ábyrgó á gerðum sínum. Samtök áliugafólks um áfeng- is- og vímuefnavandanna (SAA) hafa undanfarin ár rekið meðferð- arstofnanir, þar sem tekist hefur verið á við vandann með röngum viðhorfum og brengluðum áhersl- um. Fólki hefur verið innrætt, að ef það gæti haldið sig frá áfengi, hyrfu öll lífsins vandamál eins og dögg fyrir sólu, en reyndin hefur orðið önnur. Peningasukk, með tilheyrandi skuldasöfnun og van- skilum, og fanatík, með tilheyr- andi mannfyrirlitningu og mann- orösþjófúaði, hefur ósjaldan hald- ió innreiö sína í stað áfengisins. Það er almennt viðurkennt, að ekki er siðferðilega rétt að beita hvaða ráðum sem er til að fjár- magna vímuefnaneyslu sína, en liitt vill stundum gleymast að það er heldur ekki siðferðilega rétt að beita hvaða meðulum sem er til að halda sig M vímunni. Það fólk sem þarf að réttlæta og gylla fyr- ir sjálfu sér „edrúmennskuna" með því að kasta rýrð á hina sem drekka og tínir í því skyni upp ómerkilegasta tittlingaskít þeim til ófrægingar af dæmafárri smá- smygli, það fólk ætti vissulega að halda áfram að drekka. Hvað eru „alvöru- vandamál"? Sjálfsagt kann einhverjum að bregða við að sjá fyrirsögn í þessu blaði, Feyki, þar sem brennivíni er hælt og trúlega finnst mörgum grein um ágæti þessa vímuefnis eða annarra vímuefna yfirleitt, hafi hreint ekkert erindi í blaðið. Það skal tekið ffarn að ritstjóm Feykis er á móti skapi að mæla með vímuefúaneyslu, en hinsveg- ar er öll umræða um þetta við- fangsefúi sem önnur af hinu góða. Og er alltof lítið um að lesendur blaðsins sendi inn línur um hin og þessi málefni. Stuttarog hnitmið- aðar greinar um hitt og þetta eru vel þegnar. Það vill svo til að Guðmundur Sigurður Jóhannsson er góður penni og skrifar skemmtilegar greinar. Honum er frjálst að hafa sínar skoðanir og setja þær fram eins og hverjum öðmm. Það er því ástæðulaust annað en hvetja fólk til að lesa grein Guðmundar, en vitaskuld með gagnrýnu hug- arfari. Ritstjóri Feykis er t.d. alls ekki sammála um þau mörk sem Guðmundur setur fyrir að áfeng- isneysla sé einkamál neytandans. Það er að segja mörkin sem Guð- mundur kallar „alvömvandamál". Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 118 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu hjá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi Skidoo Cheyenne snjósleði. Vel með farinn og lítur vel út. Upplýsingar í síma 95-37337. Dagmamma! Óska eftir 3-5 ára bami í pössun eftir hádegi. Einnig kemur til greina pössun á öðru yngra barni. Hef leyfi. Upplýsingar gefur Lydía í síma 35853 eftirhádegi. Húsnæði til leigu! Til leigu þriggja herbergja íbúð. Laus strax. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 35782. Lopapeysur! Lopapeysur úr íslenskri ull til sölu. Upplýsingar gefur Sigurlína í síma 36006. feykir......... ........Ijós punktur í tilverunni Munið endurskinsmerkin Verið skuldlaus í byrjun nýs árs! Flestir vilja vera skuldlausir í byrjun nýs árs. Vinsamlegast munið að greióa gíróseólana fyrir áskriftargjöldunum sem allra íyrst. Þeim sem hugsanlega hafa glataó seólum skal bent á reikning Feykis nr. 8029 í Búnaðarbankanum á Sauóárkróki. Vitrar velja No 7 snyrtivörur! Það búa vitrar konur á Sauðárkróki og Blönduósi, Apótekin þar eru söluhœst á No 7 snyrtivörum. A RM B. MAGNUSSON mmm VII HÓLSHRAUN 2 SÍMI 651930 P.H. 410 HAFNARFIRÐI Afsláttarkort frá Heilsuklúbbnum Seint á síðasta ári gerði Verkalýðsfélagið Fram sam- komulag við Heilsuklúbbinn um sérstaklega umsaminn afslátt hjá ýmsum verslunum og þeim sem eru með þjónustu af ýmsu tagi. Þessi starfsemi fór af stað á Reykjavíkursvæóinu, en breidd- ist síðan út fyrir tilstilli verka- lýðsfélaga til annarra landshluta, t.d. Suðumesja og Vestmanna- eyja. Félagsmenn fengu í hendur sérstakt kort, sem þeir þurfa að framvísa til að fá afsláttinn, og fengu þeir í hendur lista yfir þá sem veita þennan afslátt. Eðli málsins samkvæmt er samið unt þessa afslætti eftir útbreiöslu kortsins um landið og þá vissu- lega mest á Reykjavíkursvæðinu og á öðrum þeim svæðum sem gerðir hafa verið samningar við kúbbinn. Að sjálfsögðu var það skilyrði Vlf. Fram að samið yrði um afslætti við íyrirtæki hér og í fyrstu lotu náðust samningarvið 13 aðila. Verið er að vinna að því aó þeir verði fleiri. Einhversstaðar virðist sá mis- skilningur hafa komist á kreik, að með þessu sé verið að stuðla að því að færa viðskipti úr bæn- um. Þetta er að sjálfsögðu mis- skilningur. Markmiðið með þessu er að félagsmenn fái not- ið þess afsláttar sem hér um ræðir, bæði hér heima og ann- arsstaðar og fái vöm og þjónustu á hagstæðara verði en annars væri. Enda á ekki að þurfa að óttast aó viðskipti færist af svæðinu hér ef verð og þjónusta er sambærileg. Jón Karlsson form.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.