Feykir


Feykir - 23.03.1994, Page 2

Feykir - 23.03.1994, Page 2
2FEYKIR 12/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Magnús Sigurjónsson hjá héraðsnefnd: Full þörf á öflugu starfi í ferðamálum „Við teljum fulla þörf á því að halda áfram öflugu starfi varð- andi ferðamál. I>að iítur vel út með bókanir til landsins í sum- ar og útlit fyrir að mikill fjöldi ferðamanna muni koma til landsins. Við vonumst til að ná í hluta af því fólki og einnig að heppnist vel það átak sem gert verður í því að fá landsmenn til að heimsækja hverja aðra í til- efiii árs fjölskyldunnar og 50 ára afmælis lýðveldisins“, segir Magnús Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri Héraðsnefhdar Skagfirðinga. Héraðsnefnd hefur nýlega auglýst laust til umsóknar starf ferðamálafulltrúa. Um fullt starf er aó ræóa eins og verið hefúr síð- ustu misseri. Vigfús Vigfússon sem gegnt hefur starfinu undan- farin ár mun láta af því í apríllok og taka þá við starfi hótelstjóra Áningar. Skrifstofa ferðamálafulltrúa verður í stjómsýsluhúsinu á Sauð- árkróki og þangað geta aóilar í ferðaþjónustu sótt þá leiðbein- ingaþjónustu sem ferðamálafull- trúi veitir. Stefnt er að sókn í upp- byggingu lerðaþjónustunnar á næstu misserum og ljóst að þessi atvinnugrein hefúr verið í nokk- urri aukningu í Skagafirði undan- farin ár. Skagfirðingahátíð á Hótel íslandi Skagfirskir skcmmtikraftar verða ejngöngu í sviðsljósinu á Hótel Islandi nk. föstudags- kvöld, en þar verður haldið skagfirskt söng- og skemmti- kvöld. Skagfirsku kórarnir, Karlakórinn Heimir og Skag- firska söngsveitin syngja, nokkrir valinkunnir hagyrð- ingar leiða saman hesta sína og aðlokum mun hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar halda uppi stuðinu á dansleik. Söngkvöld sem þetta ætti að vera kærkomió tækifæri fyrir söngunnendur og reikna má með að Skagfirðingar og aðrir Norð- lendingar á þeirri línu, sem búsettir em á höfuóborgarsvæðinu og þcir sem gestkomandi verða í borginni um næstu helgi, hugsi sér gott til glóóarinnar. Sem fyrr stjómar Stefán Gísla- son Karlakómum Heimi, undir- leik annast Tómas Higgerson og einsöngvarar með kómum verða Bjöm Sveinsson, Einar Halldórs- son, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Björgvin Þ. Valdimarsson stjómar Skagfirsku söngsveitinni, undirleikari er Sigurður Marteins- son, og með sveiúnni syngja fjórir ungir skagfirskir einsöngvarar Ásgeir Eiríksson, Helga Rós Ind- riðadóttir, Margrét Stefánsdóttir og Sigurjón Jóhannesson. Það er Eiríkur Jónsson erftir- herma frá Dýrfinnustöðum sem stjómar hagyrðingaþættinum. Á matseðlinum á Islandi þetta kvöld má meðal annars finna koníaks- legið grísafille og portvínsbætta austurlenska sjávarréttarsúpu. ískappreiðar Þyts á Vesturhópsvatni Laugardaginn 12. mars sl. hélt hestamannafélagið Þytur ís- kappreiðar á Vesturhópsvatni. Allgóð mæting var á svæðið og var veður sæmilegt. Veitingar voru seldar úr snjóhúsi (íshöll), sem reist hafði verið á svellinu í tilefiii mótsins, og setti það svip sinn á mótshaldið. Keppt var í tölti fullorðinna, tölti eldrí unglinga og yngri ung- linga, brokki og skeiði. Einnig var bæjarkeppni þar sem keppt var fyrir bæi á svæðinu. I bæjarkeppninni í flokki full- orðinna sigraði Herdís Einarsdótt- ir fyrir Tjöm I á Neista, annar varð Kristján Sigurðsson f. Ytri- Reyki á Mánadís og þriðji Indriði Karlsson f. Vatnshól á Nátthrafni. I bæjarkeppni eldri unglinga sigr- aði Kolbrún Stella Indriðadóttir f. Grafarkot á Sölva, Einar Páll Egg- ertsson f. Ámes varð annar á Stúfi og þriðji Sigurður Þór Guð- mundsson f. Sauðá á Sykri. I bæj- arkeppni yngri unglinga sigraði Þómnn Eggertsdóttir f. Hrísakot á Fresti, Eydís Osk Indriðadóttir f. Osa varð önnur á Móses og þriðji Svavar Guðni Guðnason f. Vest- urhópshóla á Blesa. I tölti fulloröinna sigraði Her- dís Einarsdóttir á Ótta, Hrafnhild- ur Jónsdóttir varð önnur á Orku og Hermann Ingason þriðji á Heljari. I tölti eldri flokki ung- linga sigraði Kolbrún Stella Ind- riðadóttir á Sölva og í yngri flokknum Þórunn Eggertsdóttir á Fresti. Þar varð Eydís Ósk Ind- riðadóttir í ööm sæti á Móses og Eyþór Elmar Berg þriðji á Djassi. I 250 metra brokki sigraði Eggert Pálsson á Snotri, Herdís Brynjólfsdóttir varð önnur á Kengálu og Kristján Sigurðsson þriðji á Dalagrána. Kristján sigr- aði síðan í 150 metra skeiði á Stjama, Guðröður Ágústsson varó annar á Riddararós og þriðji Hjalti Júlíusson á Nasa. Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti f. 20. nóv. 1903 dáinn 6. mars 1994 Ekki man ég nákvæmlega hvenær það var sem fundum okk- ar Tryggva frá Lónkoti bar fyrst saman. Líklega var það á héraðs- fundi Skagafjarðarprófastsdæmis, en þar átti Tryggvi sæti um árabil fyrir hönd sóknar sinnar, Fells- sóknar í Sléttuhlíð. Þessi kempu- legi aldraði maður vakti athygli mína og ekki síður málfar hans, sem var kjamgott og bar merki einlægrar umhyggju fyrir kirkju og kristnidómi. Okkur varð fijótlega vel til vina, sú vinátta hefur varað síðan. Þegar við kynntumst, var Tiyggvi orðinn vistmaður á öldmnardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauð- árkróki, sestur í helgan stein að mestu eftir farsælt ævistarf, en tengslin við sóknarkirkjuna að Felli enn sterk og mannlíf allt í Fellshreppi. Þar á slóðum spek- ingsins, Sölva Helgasonar, vom hans heimahagar. Ekki kann ég að rekja ævi Tryggva Guólaugssonar í einstök- um atriðum, enda er það ekki ætl- unin með þessum línum. Veit þó, að hann var Eyfirðingur að ætt, en fluttistbamungur til Skagafjarðar, stundaði sjósókn á yngri ámm, en gerðist síðar bóndi að Lónkoti í Sléttuhlíð, þar sem hann bjó þaö- an í ffá, og við þann bæ var hann ætíð kenndur. Þar stundaði Tryggvi jöfnum höndum búskap og sjósókn. Tryggvi kvæntist Olöfu Odds- dóttur frá Siglunesi, cn hún lést fyrir allmörgum ámm. Þau eign- uðust einn son, Odd Steingrím, sem lést aðeins 24 ára af völdum voðaskots og varð föður sínum harmdauði. Tryggvi varmikill félagsmála- maður, sem lét sig varóa flest það, sem til heilla horfði sveit og sam- félagi. Hann sat lengi í hrepps- nefnd Fellshrepps, í stjóm ung- mennafélags og lestrarfélags, svo að nokkuð sé nefnt, átti sæti í sóknamefnd Fellskirkju og var meðhjálpari þar um árabil. Hygg ég að vart hafi verið til staðar sá félagsskapur í Fellshreppi, þar sem Tryggvi kom ekki eitthvað við sögu. Það var ríkt í fari hans að vilja verða að liði í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Þar mun hann sjaldnast hafa innheimt daglaun að kvöldi. Af kynnum mínum af Tryggva frá Lónkoti varð mér ljóst að þar fór óvenjulegur mað- ur um marga hluti. Áhugamál hans vom mörg og margvísleg, hann lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Hann var áhugamaður um allt er laut að þjóðlegum fróð- leik var sjálfúr hafsjór af fróðleik frá fyrri tíð, stálminnugur og hafói góða frásagnargáfu. Oft undraðist ég, er við tókum tal saman, hve þessum óskólagcngna alþýóu- manni lá frásögn létt á tungu. Þaó var bókstaflega unun að hlýða á Tryggva segja frá horfnum at- vinnuháttum eða ræóa um menn og málefúi, sem hann hafði haft kynni af á langri ævi. Sem betur fer mun nokkuð af frásögnum Tryggva vera varðveitt. Hann las ýmislegt efni inn á segulband, m.a. fyrir atbeina Hjalta Pálsson- ar safúvarðar. Eina segulbandsupptöku á undirritaður meó frásögn Tryggva þar sem hann segir frá Fellskirkju og kynnum sínum af sr. Pálma Þóroddssyni sóknarpresti að Felli og síðar Hofsósi, sem hann mat mikils. Engu að síður mun mikill fróðleikur um atvinnusögu og mannlíf í Skagafirði hverfa með Tryggva frá Lónkoti, það sama gildir um fleiri af aldamótakyn- slóðinni svokölluðu, þar er nú hver að verða síóastur að bjarga mörgum ffóðleik frá gleymsku. En Tryggvi sat ekki bara fast- ur í því liðna. Hann fylgdist ótrú- lega vel með hræringum samtím Framhald á 7. síðu.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.