Feykir


Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 22/1994 „Þér verður að semja við menn út á sjó sem þér hefði aldrei dottið í hug að yrða á í landi" Segir Ingólfur Guðmundsson togarasjómaður á Sauðárkróki „Héma áöur fyrr var yfírleitt ekki stoppaö nema 30 tíma í landi. Það mátti aldrei sjást togari við bryggju. Menn vom alltaf aö keppast viö aö komast sem fyrst út og yfirleitt vom þaö einhverjar aflafréttir sem ráku á eftir mönnum. Þaó var mokfiskerí á Halanum eöa einhvers staðar. Þá var virkileg spenna í loftinu, en þetta hefur breyst óskap- lega mikið í sjómennskunni. Nú heyra virkilegar aflahrotur sögunni til. Núna em þaö eiginlega ekki skipstjóramir sem ráða ferðinni, heldur frekar stjómendur útgeröanna. Þaö er kvótinn sem hefur gjörbreytt þessu öllu“, segir Ingólfur Guðmundsson togarasjómað- ur á Sauðárkróki. Þrátt fyrir að Ingólfur sé ekki kominn á miðjan aldur ennþá, man hann tímana tvenna í sjómennskunni, enda brátt búinn að stunda sjóinn í þrjá áratugi. Ingólfur segist sakna bryggjuskúranna og þeirri menningu er þar dafhaði, en við brotthvarf Syðraplansins hurfu síðustu skúrarnir af bryggjunum á Sauðárkróki. ,3g fór snemma að venja komur mína í skúrana á bryggunni og hafði varla slitið bamskónum þegar ég byrjaði að stokka upp línuna, en á þessum árum var mikið um að trillukarlamir réru á línu. Ætli ég hafi ekki byijað á sjónum fimmtán ára gamall. Fyrst var ég á bátunum. Byrjaði á Andvar- anum með Herði Fríðu, og ég man aó þama vom um borð líka Valli Valla og Maggi heitinn Óla. Síðan tóku togaraárin við. Hingað á Krókinn kom einn af þremur fyrstu skut- togumnum sem til landsins komu. Það var Hegranesið, lítill skuttogari sem tók tæp 100 tonn í lest Þetta var iétt upp úr 1970 að mig minnir og ffamundan vom mörg ár á skuttogurunum. Af togumum héma hef ég lengst af verið á Hegranesinu, annars hef ég þvælst þónokkuð víða. Prófaði t.d. hvemig það er að vera á fiystiskipunum. Var um tíma matsveinn á Órvari frá Skagaströnd. Ég var líka eina vertíð á loðnuskipi, Hilmi II frá Keflavík. Við veiddum 10 þúsund tonn og vertíðin gekk vel. Eins og alltaf þegar vel veiðist var lítill tími til hvíldar og maóur stóð sig stundum að því að sofha standandi á dekkinu, það var helst að það kæmi fyrir þegar stímað var á milli ef sídp- stjóranum snérist hugur meó veiðistað. Bryggjan hrundi Að lokinni loðnuvertíðinni vomm við fengnir til að kemba hafnimar héma fyrir norðan og taka grásleppuuhrogn. Fómm t.d. á Hofsós, Siglufjörð og Flatey á Skjálf- anda. Minnisstæðast er þó þegar við rennd- um innað bryggju í Djúpuvík á Ströndum. Meiningin var að hengja bátinn við biyggj- una og færa tunnumar á milli báta. Það tókst þó ekki betur til en svo að þegar búið var að setja fastsetningarendann á pollann og skipið fór að taka í, þá hmndi bryggjan og mennimir sem þar vom staddir áttu fót- um sínum fjör að launa. Þetta var ein af gömlu síldarbryggjunum á staðnum. En við færðum okkur til á bryggjunni og tók- um hrognin af Djúpuvíkurmönnum eins og fleiri grásleppukörlum héma fyrir norðan. Þetta var mikið líf að vera á togumnum héma áður fyrr. Skipshöfhin var að mestu skipuö ungum mönnum sem áttu eftir að rasa út, öðmvísi en nú er. Núna era þetta mest fjölskyldumenn á toguranum. Það fór því ekki hjá því að fólk yrði nokkuð vart við okkur ungu sjómennina í landlegum. Fylltum dallinn á 18 tímum Ég minnist þess líka að ansi vomm viö ósáttir á sumarvertíðinni eitt sinn, þegar við komum inn rétt fyrir verslunarmannahelg- ina með fullfermi. Það var löndunarbið vegna landburðar af fiski og þegar enn átti eftir að landa tæpum hundrað lestum úr skipinu, vomm við sendir út á föstudegi. En brúnin lyftíst á mönnum aftur þegar við fylltum í þrem hollum útí á Skagagrunninu og vom komnir að bryggju aftur eftir 18 tíma. Við náðum eftir alltsaman í dálítinn skerf af verslunarmannahelgargleðinni. En þetta var auóvitað bölvuð vitleysa að vera að senda okkur út aftur. Það var ekki gott mat á aflanum í þessu moki, en svona var þetta þá. Menn mokuðu upp og hengdu þá fiskinn frekar í skreiðina eða unnu hann í verðminni pakkningar. Þá fannst mönnum ekki nauðsyn á að vinna fiskinn í verð- mestu pakkningar eins og nú þarf að gera“. Bikkjur á uppsprengdu verði Það hefur margt skemmtilegt gerst á þessum ámm? „Já það var ýmislegt sem menn höfðu um að skrafa. Þaö var t.d. einu sinni að viö fengum vélstjóra að sunnan. Þetta var dálít- ið virðulegurnáungi, með upphringað yfir- varaskegg, kringlótt gleraugu og dálítið búttaður. Svo var það í einni landlegunni að hann er að skemmta sér héma í bænum, og það hittist þannig á að það var verió að bjóða upp hross við sýsluhesthús. Þetta vom einhverjar horbikkjur sem menn ætl- uðu nú að mundu ekki seljast á háu verði. Okkar maður birtíst þama og fór að bjóða í á mótí þeim sem ætluðu að gæta hagsmuna eigendanna. Reiknað var með 20 þúsund- um fyrir hvert hross, en vélstjórinn að sunnan bauð grimmt og þóttíst sjá ýmislegt gott við sum hrossanna, sem aðrir viðstadd- ir höfðu ekki veitt eftirtekL Hann var kom- inn upp í fjórfalt hestverð þegar loksins tókst að stoppa hann af. Við skipsfélagar hans hlógum mikið að þessu og fannst þetta magnað, því þó maðurinn hefði útlit- ið fyrir að vera hrossaprangari hinn mesti, hafði hann ekki minnsta vit á hrossum". Fór í koju reiðubúinn örlögum mínum En varla hefur þetta alltaf verið svona mikill leikur. Ekki er það svo í dimmum vetrarveðmm þegar ölduskaflar ganga yfir skipið. Hefur einhvem tímann sótt að þér virkilegur beygur á sjónum? , Jú, ég var virkilega hræddur fyrir 3-4 ámm þegar við vomm á heimleið úr sigl- ingu tíl Þýskalands rétt fyrir jólin. Þetta var þegar gerði snarbrjálað veður við Færeyjar sem olli gífúrlegu tjóni. Ég hef aldrei lent í öðm eins veðri og það tók viikilega á skip- ið þegar ölduskaflamir gengu yfir. Og ekki bætti úr skák að þaó drapst á vélinni hjá okkur. Astandið var ískyggilegt, við ein- skipa í þessu brjálaða veðri með dauða vél. Ég fór í koju reiðubúinn örlögunum, það var ekkert hægt að gera ef vélin færi ekki í gang. En sem betur fer fór vélin í gang og það vom glaðir og þakklátir menn sem komu í heimahöfn klukkan 10 á aðfanga- dagsmorgun. Mörgum sólarhringum síðar en áætlað var. En þessi jól vom svolítíð ffá- bmgðin öðmm. Undirbúningur jólahalds- ins með fjölskyldunni er alltaf stór þáttur í jólastemmningunni, en af honum misstum við skipverjar á Hegranesi að þessu sinni“. Afbragðsmenn og góðir félagar úti á sjó Þetta er varla mikið líf fyrir fjölskyldu- menn að vera á sjónum? „Nei, enda er maóur alltaf að hætta og ástæðan er sú að fjölskyldan togar í mann. Það er nefhilega of seint að setja sitt mark á uppeldi bamanna þegar þau em í þann veg að fara að heiman. En sjórinn togar líka á mótí. Það getur vel verið að þetta sé eitt- hvað í karaktemum. Menn em vanir þess- um tömum á sjónum og líkar þær mun bet- ur en tímavinnan í landi. Það er líka þetta óvænta sem maður þarf alltaf að vera við- búinn. Hvort sem það er að trollið komi óklárt, óveður sé í aðsigi, jafhvel skipskað- ar. Menn verða að vera tilbúnir að takast á við þessa hlutí. Og úti á sjó verður þér að semja við skipsfélagana. Þama verðurðu að laga þig að mönnum sem þér hefði kannski aldrei dottið í hug að yrða á í landi. Og oft reynast þetta vera afbragsmenn og góðir fé- lagar þegar út á sjó er komið“, sagði Ingólf- ur Guðmundsson. Landlegan hjá Ingólfi hefur verið óvenju- löng að þessu sinni. Hann varð fyrir slysi um borð rétt eftir áramótin í vetur. Verið var að taka trollið og losa pokann þegar belgurinn féll ofan á Ingólf. Síðustu mán- uði hefur Ingólfur verið í endurhæfingu vegna bakmeiðsla sem hann hlaut, en hann vonast til að komast á sjóinn aftur í næsta mánuði. „Ég vil gjaman hefja sjómannadaginn til vegs og virðingar að nýju. Hafa þetta einn dag eins og var áður og í svipuðu formi, mætti gjaman byggjast á leikjum við bömin um miðjan daginn og enda síðan með sjómannadansleik um kvöldið“, sagói Ingólfur að endingu. Vilt þú læra reiki? Reiki er heilunaraðferð þar sem þú lærir að nýta hæfileika þína til aö hjálpa sjálfum þér og öðrum. Hefur þú áhuga á að veita meira? ✓ Eg er í síma 95-21119 og held reikunamámskeió eftir þörfum. Stefni á að halda 1. og 2. stigs námskeið í júní. Ef þú vilt vera meö eða fá nánari upplýsingar, hringdu þá í mig eöa geymdu auglýsinguna ef þú skyldir fá áhuga seinna. Birgitta H. Halldórsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.