Feykir


Feykir - 08.06.1994, Qupperneq 5

Feykir - 08.06.1994, Qupperneq 5
22/1994 FEYKIR5 „Við höfum öll stefnt að sama marki, þrátt fyrir tímabundinn ágreining" Adolf J. Berndsen lætur af störfum eftir 30 ára starf í hreppsnefnd Höfðahrepps „Ég kom inn í hreppsnefhd- ina á miðju kjörtímabili, árið 1964, þegar Asmundur Magnússon verksmiðjustjóri í sfldarverksmiðjunum flutti burtu. Síðan var ég kjörinn annar tveggja fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í hrepps- nefhd 1966 og var það alveg til loka síðasta kjörtíma- bils“, segir Adolf J. Bernd- sen „olíubarón“ á Skaga- strönd, en Adolf lét af starfi hreppsnefndarmanns nú nýlega eftir að hafa gengt þessum skyldum fyrir sveit- arfélagið í 30 ár og eru sjálf- sagt ekki margir sem hafa þjónað sínu sveitarfélagi jafh lengi og dyggilega og Adolf hefur gert Blaðamað- ur Feykis átti tal við Adolf af þessu tilefhi á dögunum. Þú varst oddviti hrepps- nefndar í töluverðan tíma, var þaðekki? „Júí 11 ár. Það var 1978 sem ég var kosinn oddviti. Við sjálf- stæðismenn náðum þá samstarfi við Alþýðuflokksmenn, Elínu Njálsdóttur, og það samstarf var mjög gott, allt af hinu góða, þang- að til þessi óróabelgur Axel Hall- grímsson kom í stað Elínar sem fulltrúi kratanna árið 1986. Það var ljóst strax í upphafi að Axel gekk ekki til þessa samstarfs heill og var tregur til að láta að vilja Alþýðu- flokksfólks á staðnum, sem vildi vinna með mér. Síðan greip hann fyrsta tækifærið sem hann sá til að slíta þessu samstarfi, sumarið 1988. Eg var samt ekki á því að láta af starfi, hélt áfram sem oddviti í óþökk meirihlutans í hrepps- nefndinni, en entist ekki við þær aðstæður nema árið, lét af oddvita- starfinu í júní 1989. Það var ómögu- legt búa við þetta lengur'. Þú hefur alltaf verið sjálf- stæðismaður, fékkstu snemma áhuga á pólitík? ,Já, ég neita því nú ekki. Það gerðist nokkuð snemma. Ég var sem sagt innan við þrítugt þegar ég kom inn í hreppsnefndina". Er mikið öðruvísi um að litast á Skagaströnd nú en þegar þú byrj- aóir í pólitíkinni? Já vissulega hefúr margt breyst á þessum tíma. Það segir sig sjálft Það er margt búið að gerast héma síðan, í framkvæmdum, atvinnu- málum, fegrun staðarins og þannig mætti halda áfVam“. Að cinstökum málum, eitthvað sem þér finnst standa upp úr? „Ég veit ekki hvort ég á að tí- unda eitthvað sérstakt Þó er náttúr- lega þetta tímabil frá ‘60 og fram að ‘70, sem oft er nú búið að minn- ast á og tala um, sem var náttúrlega slæmt tímabil héma atvinnulega séð, mikill samdráttur og brott- flutningur fólks. Svo gerist það ‘68 sem endurreisn atvinnumálanna á sér stað héma, með stofhun útgerð- arfélagsins Skagstrendings og síð- an endurskipulagningu á fisk- vinnslunni í Hólanesi hf. Þessar ráðstafanir vom stórmál hér og ollu mikilli breytingu til batnaðar á at- vinnu- og mannlífi. Það hefúr nátt- úrlega líka fleira komið til í at- vinnumálunum á þessu tímabili. Sum fyrirtækin sem sett vom hér á stofn hafa að vísu fallið en önnur lifað af, svo það er margs að minn- ast afþessu. Það hefúr líka verið unnið mik- ið að hafnarmálum, var mikið átak gert í þeim málum um 1980 og auðvitað einnig á kjörtímabilinu sem var að líða. Það er náttúrlega eðlilega ofarlega í mínum huga þessi endurreisn Hólaness hf sem er að eiga sér stað þessar vikumar, og verið hefúr mikió baráttumál hjá mönnum hér síðustu mánuð- ina. Þetta er búið að vera mikil vinna hjá þeim sem hafa unnið aó þeim málum“. Hvað um samstarfemenn þína á þcssum 30 árum? , J>eir hafa verið margir og nátt- úrlega hér eins og annars staðar hafa menn skipst á skoðunum og kannski viljað fara misjafnar leiðir. Og þó að hafi orðið tímabundinn ágreiningur á milli manna þá stendur það auðvitað upp úr að við höfúm öll stefnt að sama marki, að reyna að bæta mannlífið hér á Skagaströnd. Ég nefni Svein Ing- ólfsson, Gylfa Sigurðsson, Harald Ámason og Elínu Njálsdóttir. Það eina sem mér finnst skyggja á þetta, var þegar Alþýðuflokksmað- urinn, sem taldi sig vera svo á þeim tíma, klauf samstarfið við okkur eftir að við höfðum átt mjög gott samstarf við kratana í rúm tvö kjör- tímabir. En nú voruð þið Sveinn Ing- ólfeson saman í framboði og síð- an kom Sveinn með sérframboð á síðasta kjörtímabili. Hvað olli, samdi ykkur ekki? „Við vorum búnir aó vera lengi í þessum málum innan hrepps- nefndar og utan. Síðan var það á- kvörðun hans aö koma meó sér- ffamboð fyrir síðustu kosningar og þú veist hvemig það fór. Hann komst inn með einn mann. Nú þó að kæmi upp þessi afstaða hjá hon- um og ágreiningur væri að vissu leyti, þá var á þessu tímabili gott samstarf innan hreppsnefndarinnar og allir lögðu sig ffam til að reyna að skila betra búi“. En þér hefur fúndist kominn tími til að hætta? , Já, þetta var orðið gott og eðli- legt að maður dragi sig í hlé og að yngri menn taki við. Reyndar var ég fyrir fjórum árum að velt því fyrir mér að hætta, en málin æxluð- ust þá þannig að mitt fólk vildi að ég héldi áffam. Ég var mjög sáttur hvemig aó ffamboði var staðið nú og þau mál öll unnin með minni vitund". Hvemig líst þér á framtíð Skagastrandar miðað við ástand- iðídag? „Framtíð og mannlífið hér eins og í öómm sjávarplássum byggist vitaskuld á því hvemig til tekst með útgerðina og vinnslu sjávar- afla, það segir sig sjálft, og ég held að við hljótum að komast af hér ekkert síður en aðrir staðir. Það er hér sterk útgerð og önnur fyrirtæki eins og Hólanes hf og rækjuvinnsl- an, þar sem er kominn góóur rekstrargmndvöllur að nýju með endurreisninni, sem ég vil kalla, og ég held að það hljóti að geta geng- ið. Auk þess em hér nokkrir ein- staklingar í útgerð og ágæt þjón- ustufyrirtæki með mjög hæfúm starfsmönnum. Nú það verður náttúrlega erfitt tímabil héma eitt- hvaó lengur í sambandi við sam- drátt í sjávarafla, en menn verða bara að þrauka og spara við sig á meðan þetta gengur yfir. Nú ég hef trú á því að þeir sem hafa valist núna til foiystu fyrir sveitarfélagið muni standa sig“, sagði Adolf J. Bemdsen að endingu. Garðþjónusta Vinnuskólans Tekið er á móti óskum um garðþjónustu í síma 36456 Gjaldskrá: Ellilífeyrisþegar Allt sumarió þ.e. 6 skipti ...........kr. 3500.- Einstök skipti .......................kr. 700.- Aðrir einstaklingar Allt sumarió þ.e. 6 skipti ...........kr. 7500.- Einstök skipti .......................kr. 1500.- Fjölbýlishús Allt sumarió þ.e. 7 skipti ...........kr. 18000.- Einstök skipti .......................kr. 3600.- Fyrirtæki og stofnanir Stór lóó, t.d. 1200 fm., 7 skipti ....kr. 25000.- Einstök skipti .......................kr. 5000.- Lítil lóó, t.d. minni en 1200 fm., 7 skipti .kr. 18000.- Einstök skipti........................kr. 3600.- Athugið að símanúmer vinnuskólans er 36456 íþrótta- og æskulýðsráð S auðárkrókskaupstaðar

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.