Feykir


Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 22/1994 U 1/1 rrirTIXO CJ A A Texti: Kristján J. Gunnarss. \JJ\lL L 1 lððAvjA Teikningar: Halldór Péturss. 157. Þá urðu allmiklar sviptingar, og máttu ýms- ir betur, en þó hafói Grettir ávallt annanhvora undir, en ýmsir fóru á kné eða slyðrur hver fyrir öðrum. Og er þeir hættu, þökkuðu allir þeim fyrir glímuna, og var það dómur þeirra, er hjá sátu, að þeir væru eigi sterkari tveir en Grettir einn, en hvor þeirra hafði tveggja manna megin, þeirra sem gildir voru. Grett- ir var ekki lengi á þinginu. Bændur báðu hann upp gefa eyna, en hann neitaði því, og gátu bændur ekki að gert. 158. Þorbjöm öngull fékk nú mikinn hlut Drang- eyjar við litlu verði, en hann batst undir að koma Gretti á brott. Hélt hann nú til eyjarinnar meó skútu alskipaða og bað Gretti að fara úr eyjunni. Grettir kvað þess enga von. „Er það og vel, þó að við deilum kálið“, sagði hann. „Sinnar stundar bíður hvað“, sagði Þorbjöm, „og muntu ills bíða“. „Hætt mun á það verða“, sagði Grettir, og skildu við svo búið. Fór Þorbjöm heim aftur. 159. Svo er sagt, að þá er Grettir hafði tvo vetur verið Drangey, þá höfðu þeir skorið flest allt sauðfé það, sem þar hafði verið. Enn einn hrút létu þeir lifa, svo að getið sé. Hann var gösmögóttur að lit og hymdur mjög. Að honum hentu þeir mikið gaman, því að hann var svo spakur, að hann stóð fyrir úti og rann eftir þeim, hvar sem þeir gengu. Hann gekk heim til skála á kveldin og neri homum sínum við hurðina. Gott þótti þeim í eyjunni, því að þar var gott til matar fýrir íúgls sakir og eggja. 160. Nú bar svo til, að eldur slokknaði fyrir þeim á einni nótt Þá varð Grettir styggur við og kvað það maklegt, að Glaumur væri hýddur. „Mun ég nú til hætta, hvort ég kemst til lands“. Býst Grettir nú til sunds og hafði söluváðarkufl og gyrður í brækur. Hann lét fitja saman finguma. Veður var gott. Hann fór að áliðnum degi úr eyjunni og sótti fast sundið og kom inn til Reykjaness þá er sett var sólu. Gekk hann til bæjar á Reykjum, og fór í laug og síðan í stofú. Enn eitt jafnfeflið hjá Tindastólsmönnum Tindastólsmenn, ásamt Völs- ungum frá Húsavík og Víðis- mönnum úr Garði, virðast jafntefliskóngar hinir mestu í 3. deildinni. Öil þessi lið hafa gert jafntefli í þrem fyrstu umferð- unum í deildinni. Tindastóll og Fjölnir skildu jöfti í leik liðanna á ValbjamarveUi sl. laugardag, 2:2 urðu lokatölur, sem virðast nokkuð í tísku í 3. deildinni þetta árið, en 7 leikir af 15 hafa endað með þessari markatölu. Fjölnismenn vom steikari í fyrri hálfleik og náðu þá að skapa sér mun fleiri færi. Um miðjan hálf- leikinn komust þeir yfir með stór- glæsilegu maiki. En það vom hins- vegar Tindastólsmenn sem gegn gangi leiksins jöfnuðu undir lok hálfleiksins. Þar var á feiðinni Pet- er Pisanjuk sem skoraði eftir hom- spymu. Staðan í leikhléi var 1:1. Peter Pisanjuk skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Tindastóll byrjaði vel í seinni hálfleik og ekki hafði langt liðið þegar Sveini Sverrissyni var bmgðið í teignum. Guðbjartur Haraldsson skoraði úr vítinu af öryggi. Fyrst eftir markið leit helst út fyrir að Tindastólsmenn ætluðu að gera út um leikinn, en færin nýttust ekki og jafnræði var síðan með liðunum lengi vel. Fjölnismenn tóku góðan kipp þegar um stundarfjóróungur var til leiksloka og sóknaraðgerðir þeirra bám árangur er tæpar 10 mínútur vom til leiksloka. Fram- herji Fjölnis lagði þá gildru fyrir Þórhall vinstri bakvörð Tinda- stóls og Fjölnismenn jöfnuðu metin úr vítaspymunni. Næsti leikur Tindastóls í deildinni verður gegn Skallagrími á Sauðárkróksvelli nk. föstudags- kvöld. Reynir í Sandgerði er efst- ur í deildinni með 9 stig, BÍ hef- ur 7 stig, Fjölnir hefur 5 stig, Skallagrímur 4, Tindastóll, Völs- ungur og Víðir 3 stig hvor og Dalvík, Haukar og Höttur hafa eitt stig hvert félag. Sigurjón Jónasson Syðra-Skörðugili fæddur 27.8.1915 dáinn 6.9.1993 Dáinn er Dúddi, Litríka œvi döpur þjóðin, áttu að baki, gleðigjafi, glaðværð og gáski góður drengur. gerði þigfrœgan. Söngvasvanur Fylgdi þér sterkur sejúr hljóður félagsandi, í mjúkri mold lífsgleði fram í móðurskauti. að lokadegi. Skagfirskur bóndi Trúðir á tignarmátt á Skörðugili, tveggja heima, erjaði akur, sástu sýnir, eignaðist bústofn. sálir framliðnar, Glöggskyggn varstu óttaðist ekki á góða hesta, aðra tilveru, heilluðu hug þinn glaður gekkstu harðir vekringar. á guðsfund. Frjálslyndur maður, Far þú ífriði fáum líkur, áfeðraslóðir, djarfitr til dáða, frá amstri örlaga drengi hvatti. til œðri heima. Frá þér flestir Svífi sál þín fóru alsœlir, til sólarstranda, valmenni varstu gefi almœtti og vinamargur. góðan byr. Einar Sigtryggsson. Fyrsti sigur Neista og sigurganga Kormáks heldur áfram Neisti vann sinn fyrsta sigur í 3. deildinni á þessu leiktímabili um helgina. Sigurganga Hvatar var rofln en Kormáksmenn halda áfram sigurgöngu sinni. Þrymur er enn án stiga og KS- ingar töpuðu sínum fyrstu stigum. Neisti fékk Geislamenn frá Hólmavík í heimsókn um helgina, en þá þjálfar Jói Gunnar Traustason fyrmrn leikmaóur Tindastóls. Neistamenn vom áberandi betra liðið í leiknum en mörkin létu á sér standa. Halldóri Kjartanssyni vamarmanni tókst þó að koma boltanum í netið undir lokin og það mark dugði til sigurs. Hvatarmenn máttu þola tap í leik gegn Magna á Blönduósi þar sem veðrið setti mjög svip sinn á leikinn. Sigurður Davíðsson skor- aði fyrir Hvöt í fyrri hálfleik, en nokkur færi fóm í súginn. Það varð Hvatarmönnum dýrkeypt því Magnamenn settu tvö mörk í seinni hálfleiknum og sigmðu. Kormáksmenn fengu hið unga lið Þryms í heimsókn og sigmðu í baráttuleik, með eina markinu sem skoraði var í leiknum. Það gerði Grétar Eggertsson seint í fyrri hálfleik. Leikurinn var frekar jafn og bæöi lið áttu skot í stöng í leiknum. Kormáksmenn hafa verið á ágætri siglingu undan- farið, en Þrymsmenn hafa enn sem komið er ekki náð að sigra. Þeir fá reyndar tækifæri til að bæta úr því þegar Neisti kemur í heimsókn í kvöld. Eftir sannfærandi sigra hjá KS-ingum að undanfömu náði liðið aðeins jöfnu gegn SM í Hörgárdalnum á föstudagskvöldið. KS-ingar vom á undan að skora, en SM náði að jalna í bæði skiptin. Steingrímur Óm Eiðsson og Sig- uiðurLeifsson skoiðu í 2:2 jafntefli. Hvarf Odds „ufrum" Neistamenn á Hofsósi hafa endurheimt í sínar raðir Odd Jónsson framherja. Oddur gekk til liðs við Tindastól síðla vetrar en hefur nú snúið til síns heima. Svo virðist sem áttahagaböndin og tryggðin við gamla félagið séu enn til staðar hjá íþróttamönnum. Neistamönnum, sem hafa verið frekar liðfáir í vor, bætist góður liðstyrkur í Oddi og ekki er verra fyrir þá að hann þekk- ir nú orðið flesta leyndardóma Tindastólsliðsins, en liðin mæt- ast einmitt í Mjólkurbikarkeppninni á Hofsósi eftir viku. Oddur er sam sagt farinn aftur „ufrum“, eins og þeir segja gjaman á Króknum um það þegar menn bregða sér austur fyrir Vötn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.