Feykir


Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 7
22/1994 FEYKIR7 Forsvarsmenn veitíngahúsanna fyrir utan stjómsýsluhúsið þar sem samningurinn var undirritaður. Frá vinstri talið Öm Ingj framkvæmdastjóri Sumarsæluvikunnar, Guðmundur frá Hótel Mælifelli, Vigtús frá Aningu, Guðmundur og Eydís frá Pollanum, Elías frá Hótel Mælifelli og María Björk frá Kaffi Krók. Forráðamenn veitingahúsa á Sauðárkróki: Gera samning um samstarf í Sumarsæluvikunni Veitingahúsaeigendur á Sauð- árkróki eru ákveðnir að leggja sitt að mörkum til að gera Sum- arsæluvikuna sem í vændum er sem glæsilegasta. Þeir munu meðal annars standa fyrir gerð sérstaks bjórs meðan á hátíð- inni stendur sem hvergi verður tU sölu nema á Sauðárkróki. Þá verur starfræktur sérstakur sælkeraklúbbur. Það er Víkingbrugg á Akur- eyri sem mun framleiða bjórinn, sem veitingahúsaeigendur á Sauð- árkróki hafa bragðað og lagt blessun sína yfir. Bjórinn mun heita Sólonbjór og draga nafn sitt að snillingnum Sölva Helgasyni, en í Safhahúsi Skagfirðinga mun einmitt standa yfir þessa viku Skeifukeppnin Hólum: Hellubúi sigraði Magnús B. Jónsson frá Hellu bar sigur úr býtum í seinni skeifúkeppninni þetta vorið, sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. laugardag. Margir lögðu leið sína heim að Hólum til að fylgjast með skeifúkeppninni. Asta B. Guðmundsdóttir frá Bjamastöðum í Grímsnesi, er kom næst Magnúsi í skeifu- keppninni, hlaut ásetuverðlaun Félags íslenskra tamningamanna. Helga Thoroddsen frá Stóra-Ar- móti í Amessýslu hlaut hinsveg- ar Eiðfaxabikarinn, sem veittur er fyrir bestu umhirðu hests. sýning á verkum tveggja skag- firskra höfúðsnillinga, Hjálmars Jónssonar frá Bólu og Sölva Helgasonar. Sumarsæluvikunni mun ljúka með svokölluðu Galakvöldi í íþróttahúsinu. Húsið verður prýtt ámóta og á Rótaryhátíð fyrir ári, og veröur boðið upp á mat og drykk eins og best gerist og fjöl- Hið árlega hagyrðingamót verður haldið á Flúðum laugar- daginn 20. ágúsL Þar verður hátíðarkvöldverður með dag- skrá í umsjá heimamanna. Dansað verður við harmon- ikkuspil er líður á nótt Heiðurs- gestur í ár verður hinn kunni fræði- og safnamaður Þórður Tómasson í Skógum. Hótel Flúðir sér um samkom- una og býður gestum til lengri dvalar ef þeir kjósa og útsýnis- ferðar um uppsveitir meó leiðsögn breytta skemmtidagskrá. Veitinga- húsin í bænum munu standa saman að veitingum á Galahát- íðinni og munu félagar í Sæl- keraklúbbnum fá frían aðgang, enda er innifalið í félagsgjaldi í Sælkeraklúbbinn ein máltíð á einhverju veitingahúsanna í bæn- um og máltíðin á Galakvöldinu. Jóhannesar Sigmundssonar kenn- ara í Syðra-Langholti. Veislustjóri verður Guðbjartur Össurarsonar frá Höfn og veislukvöldið kostar 2300 krónur. Dvöl í tvær nætur kostar frá 5200-8900 krónur, eftir því hvort menn hafa með sér svefnpoka eða kjósa uppbúið rúm með baði. Fyr- ir eina nótt greiða gestir 3900- 6200 krónur og veislan og útsýn- isferðin að sjálfsögu innifalin í verðinu. Hótelið veitir allar frekari upplýsingar í síma 98-66630. Rúllupökkunarvél óskast! Rúllupökkunarvél í góðu lagi óskast til kaups. Upplýsingar gefur Pétur í síma 38233. Hagyrðingamót 1994 á Flúðum A Okeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þús. km., mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu tjaldvagn með fortjaldi. Lítið notaður. Upplýsingar í síma 35171. Til sölu amerískur Ford Granada. Upplýsingar í síma 36034 (Eiríkur). Til sölu Lancer GLX '88, sjálfskiptur, ekinn 81 þúsund km. Góður vagn. Upplýsingar í síma 35092. Til sölu rúm undan vatnsdýnu, lítið notuð. Upplýsingar í síma 35805. Stórútsala! Til sölu skellinaðra, Suzuki TSX 70cc, árgerð 1992. Upplýsingar í síma 35456 eftir kl. 19,00. Hundaáhugafólk! Munið eftir gleðinni og grillinu 11. júní. Síðustu forvöð að láta skrá sig til kl. 22 í kvöld 8. júní. Upplýsingar í síma 35191. Undirbúningsnefnd. Barnapössun! Eg er 14 ára og óska eftir að passa bam í sumar. Upplýsingar gefur Sandra í síma 35084. Tapað fundið! Lítil svört læða í óskilum. Upplýsingar í síma 35906 eftir kl. 18,00. Hlutir óskast! Á einhver myndir frá lýðveldis- hátíðinni 17. júní 1944 á Sauðárkróki? Vinsamlegast hafið samband við Sigríði eða Þór í síma 36487. Fæst gefins! Gömul fjárkarfa fæst gefins. Skilyrði að hún verði fjarlægð fyrir laugardaginn 11. júní, þaðan sem hún stendur norðan vió Vélaval í Varmahlíð. Upplýsingar í síma 35906. Orgelsjóður Hofsóskirkju! Minnum velunnara kirkjunnar á aó tékka- reikningur orgelsjóðsins er númer 333 í Búnaðarbankanum á Hofsósi. Sóknamefnd Hofsóskirkju. Góðir áskrifendur! Vinsamlegast greiöiö gíróseöla fyrir áskriftargjöldum hiö fyrsta. Enn eru nokkrir áskrifendur sem skulda eldri áskriftir. Þeim skal bent á aö hafi þeir glataö gíróseðli geta þeir lagt upphæöina inn á reikning nr. 1660 í Búnaöarbankanum á Sauðárkróki, eöa haft samband viö ritstjóm Feykis í síma 35757. Iðnaðarráðherra Ióntæknistofnun atvinnuráðgjafa út um land að veita styrki, þeim sem hyggjast efna til nýsköpunar í smáiðnaði. Styrkimir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi svo og markaðssetningu nýrra afuröa. Þeir eru ætlaðir þeim, sem hafa þegar skýrt mótuó áform um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé. Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráðgjafa eða Iðntæknistofnunar Islands þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Nýsköpun í smáiðnaði áformar í samstarfi við íslands, Byggðastofnun og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.