Feykir


Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 8
8. júní 1994,22. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Það komast allir í Gengið Iunglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími 35353 ^nds Banki allra landsmanna Nýlega afhenti stjórn Foreldrafélags leikskólans Glaðheima, skólanum að gjöf sjónvarp, myndbandstæki og myndbandsupptökuvél. Myndin er tekin þegar stjóm foreldrafélagsins afhenti Helgu Sigurbjörnsdóttur forstöðumanni Glaðheima gjafirnar og sagði hún þær koma skólanum mjög vel og bömin ættu örugglega eftir að njóta þeirra, þegar ekki viðraði til útiveru. Landbúnaður 2000 Lágheiðin Leiðrétting á frétt í síðasta blaði f dBT cí Svo sem fram hefur komið verður ráðstefnan „Landbún- aður 2000, þekking, tækni, framfarir“ haldin í íþróttahús- inu á Sauðárkróki föstudaginn 10. júní nk. Dagskrá ráðstefii- unnar er afar fjölbreytt og verður þar fjallað um flest þau þekkingarsvið, sem landbúnað- inum tengjast sem atvinnu- grein. Má þar nefha erindi um skóg- rækt, búnaðarfræðslu, beitar- stjóm, bleikjueldi, tölvumál, kyn- bætur búfjár og nytjajurta, pen- ingshús framtíðarinnar, ylrækt, markaðsmál, hrossarækt og fleira. Flytjendur em margir af þekktustu vísindamönnum þjóðarinnar í þessum málaflokkum. Ráðstefnan stendur í einn dag, hefst kl. 8,00 að morgni með inn- ritun þátttakenda og lýkur um kl. 18 síðdegis. I tengslum við ráð- stefuuna verður sýning á fram- leiðsluvömm héraðsbúa og fleiri inni í íþróttahúsinu en á útisvæði verða sýndar landbúnaðarvélar og tæki. Um kvöldið að lokinni ráð- stefnunni býður Hólaskóli til mót- töku heima að Hólum og era allir þátttakendur velkomnir þangað. Frétt sem birtist í síðasta tölu- blaði Feykis um þessa ráðstefnu, er því í stómm dráttum ekki rétt og er þar ekki við ritstjóm Feykis að sakast, heldur aðstandendur ráðstefnunnar. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir að tengja ráðstefn- una öðmm atburðum hér heima fyrir en frá því var horfið á síðari stigum. Af misgáningi vom gaml- ar upplýsingar sendar ritstjóm Feykis og þær síðan birtar. Er því nauðsynlegt að vekja athygli les- enda blaðsins á þessari breytingu og hvetja um leið allt áhugafólk um framgang landbúnaðarins og atvinnugreina tengdum honum að fjölmenna á ráðstefnuna og fylgj- ast með því sem þar fer fram. næstu dögum Mokstur á Lágheiði milli Ólafsfjarðar og Fljóta hófst í vikubyrjun og er áætlað að hann taki tvo til þrjá daga, en mokað er bæði frá Ólafsfirði og úr Fljótum. Reiknað er með að vegurinn þurfi nokkra daga til að þorna og að hann verði í fyrsta Iagi opnaður til umferðar fyrir minni bfla um næstu helgi. Að sögn Jónasar Snæbjöms- sonar umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar hefur verið óvenjumikill snjór í fjöllum í vor, en í meðalári hefur Lág- heiðin verið opnuð í fyrstu viku júní. Síðasta vor var hún t.d. opnuð fýrir umferð 3. júní eóa um hálfum mánuði fyrr en nú er. Búast má við að nokkuð vcrði liðið á mánuðinn þegar Lágheiðin verði fær stærri bíl- um, en það fer að sjálfsögðu mikið eftir tíðarfari. Dúnn í minna lagi en varpið eins og í meðalári „Varpið virðist ætla að verða í meðallagi en dúninn í hreiðrun- um er hinsvegar í minna lagi af hverju sem það stafar. Menn hafa nú verið með þær kenn- ingar að jregar vetur eru mildir sé minni dúnn. Veturinn hér til sjávarins var einstaklega mild- ur“, sagði Rögnvaldur Steins- son bóndi á Hrauni um æðar- varpið, en æðurinn heldur sig mikið við ströndina að vetrin- um. „Þetta fór frekar seint af stað. Við vomm lengi vel lítið vör við fúgl og maður var farinn að halda að varpið yrði lítið þetta árið, en svo kom hann allt í einu upp úr hvítasunnunni“, sagði Rögnvald- ur á Hrauni. Rögnvaldur segir líta ágætlega út með gróður á Skaganum, kal- skemmdir séu litlar. Grásleppu- vertíð er á enda hjá bændum. Var hún þokkaleg, þrátt fyrir fremur trega veiði. Sá sem mest fékk var með um 60 tunnur. Lýðveldisárgangurinn færir kirkjunni gjöf Fermingarárgangurinn sem séra Helgi Konráðsson fermdi í Sauðárkrókskirkju í júní á lýð- veldisárinu 1944, afhenti sl. sunnudag kirkjunni að gjöf pí- anó sem á að notast í Safnaðar- heimilinu. Hjálmar Jónsson sóknarprestur veitti gjafabréf- inu viðtöku úr hendi cins ferm- ingarbarnsins frá 1944 Evu Snæbjarnardóttur. Þau vom 26 fermingarbömin á Króknum 1944 og af þeim em 21 á lífi. Flest þeirra gátu mætt við af- hendingu gjafarinnar og em þau auk Evu: Bjami Haraldsson, Svav- ar Hjörleifsson, Aðalsteinn Valdi- marsson, Helena Magnúsdóttir, Unnur Lárusdóttir, Friðrik A. Jóns- son, Eiríkur S. Eiríksson, Ingibjörg Pétursdótúr, Guðmundur Hansen, Kristín Pétursdóttir, Björg Ragn- arsdóttir, Sigfús Jónsson, Sigrún Bjamadóttir, Sigurfinnur Jónsson, Lovísa Hannesdóttir, Jónas Þór Pálsson og Guðrún Eiríksdóttir. Við athöfnina í Sauðárkróks- kirkju þegar gjöfin var afhent minntist séra Hjálmar Helga Kon- ráðssonar með lestri úr hugvekju hans er birtist í bók með úrvali hugvekja er út kom 1947 og hefur því líklega verið samin af séra Helga í kringum lýðveldisárið. Oddvitinn Nú lítur doktor „Ilúkk“ ekki lengurviðBlöndu. Gæðaframköllun BÓKABOÐ BKYMiIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.