Feykir


Feykir - 22.06.1994, Qupperneq 1

Feykir - 22.06.1994, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Mál undibúið gegn norsku gæslunni Sjóprófa krafist í Svalbarðamálinu Hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn 17. júní voru með minna móti á flestum stöðum, vegna afmælis- hátíðar lýðveldisins á Þingvöllum og héraðshátíða sem víða fara í hönd eða standa yfir þessa dagana. Fjallakonan lét sig þó ekki vanta og á Sauðárkróki var það Aðalheiður Arnórsdóttir sjúkraliði og fyrrverandi bæjarfulltrúi sem flutti ávarp fjallkonu. Þá sýndu skátar meðferð íslenska fánans. Félagsmálaráðuneytið vegna kæru inn á kjörskrá á Blönduósi: Átelur vinnubrögð bæjarstjórnar í dag og kvöld er von á skag- firsku togurunum Drangey og Hegranesi til heimahafnar á Sauðárkróki eftir að sjómenn á báðum þessum skip hafa staðið í ströngu á Svalbarðasvæðinu við að verjast aðgerðum norsku strandgæslunnar. Það þótti t.d. mesta mildi að skip- verjar á Drangeynni skyldu sleppa lifandi undan Senja stærsta skipi strandgæslunnar, sem er margfalt stærra skip en Drangey, er það sigldi á fullri ferð í átt að skipinu. Með snar- ræði skipstjórnenda á Drang- eynni tókst að bakka skipinu á öskotsstundu, þannig að Senja fór 2-3 metra framhjá stefninu. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef norska skipið hefði siglt á framhluta Drang- eyjar eins og í stefndi, en hluti áhafnar var sofandi í lúkarn- um. Islenskum skipum stóð mikil ógn af aðgerðum strandgæslunn- ar aðfaranótt sunnudagsins þegar atburðir þessir gerðust, og í ffam- haldi af því ákváður útgerðarað- ilar skipanna að draga skip sín burtu af svæðinu í bili og bíða ákvarðana stjómvalda. Ríkisstjóm- arfundur í gær fordæmdi aðgerðir norsku Strangæslunnar og sam- þykkti að fenginn yröi viður- kenndur erlendur sárfræðingur í þjóðarrétti til að rannsaka málið. Einar Svansson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar/Skagfirðings segir að í undirbúningi sé máls- höfðun á hendur norsku strand- gæslunni vegna atburðarins að- faranótt sunnudags „Okkur fínnst þessi ákvörðun ríkisstjómarinnar óþarfa málaleng- ingar og hefðum frekar kosið aö málinu yrði skotið strax til Alþjóðadómstólsins í Haag, eins og báðar þjóðimar skrifuöu undir í Svalbarðasamkomulaginu. Við ætlum aó láta sjópróf í málum Hegraness og Drangeyar fara fram á Akureyri og munum sækja það fast að sjópróf verði einnig tekin af skipstjóra norska strandgæslu- skipsins Senja“, sagði Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri Skag- firðings í gær. Bjöm Jónasson skipstjóri á Drangey segist ekki hefði trúað því að svona atburður gæti átt sér stað, ef hann hefði ekki orðið vitni að honum sjálfúr. Hann seg- ir mestu mildi að vél skipsins hafi tekið svona fljótt við sér, en sett var á mestu möguiegu ferð áft- urábak þótt hætta væri á að vél- in dræpi á sér vegna snöggra á- taka, sem vissulega var lífsnauð- synlegt í þessu tilviki. Atburðir þessir vom teknir upp á mynd- band, sem verður notað sent sönnunargögn í málinu, en Noró- menn hafa neitað því að hafa sett líf og limi íslenskra sjómanna í hættu á svæðinu. Norska strandgæslan klippti aftan úr Hegranesi ásamt Blika frá Eyjafirði fyrir helgina, en skipverjum á báðum þessum skipum tókst að ná trollinu aftur. Mjög góð veiði var á Svalbarða- svæðinu meðan skipin gátu at- hafnað sig. Annað skagfírsku skipanna fékk 30 tonn fyrsta hálfa sólarhringinn. Félagsmálaráðuneytíðtelur það ámælisverð vinnubrögð af hálfú bæjarstjórnar Blönduóss að hafa tekið Sigurjón Inga Sigurðsson inn á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 28. maí sl. Sigurjón Ingi er ungi maðurinn sem var á kjörskrá bæði á Blönduósi og Sauðár- króki og kaus á báðum þessum stöðum, að hans sögn vegna þess vafa er ríkti í málinu og vegna þrýstings, en það hefúr nú komið í ljós, sem vísir menn þóttust reyndar vita fyrir, að Sigurjón Ingi var ólöglega sett- ur á kjörskrá á Blönduósi. Félagsmálaráðuneytið vitnar í kosningalögin sem kveða ótví- rætt á um að viðkomandi einstak- lingur tilheyri kjörskrá á þeim stað sem hann hafði lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, í þessu tilfelli 23. apríl. Lögheimili Sigurjóns Inga var hinsvegar ekki flutt frá Sauðárkróki til Blöndu- óss fyrr en 11. maí. Bæjarstjórinn á Blönduósi kveðst hafa gert að- ilum grein fyrir þessum ákvæð- um laga og reikna mætti með því að viðkomandi einstaklingur yrði kærður til baka á kjörskrá á Sauð- árkróki, sem og var gcrt. Það má því segja að togast hafi verið á um atkvæði þessa unga manns milli Blönduóss og Sauðárkróks. Ekki bætti úr skák fyrir Sigur- jón Inga, sem fékk það raunveru- lega aldrei upp hvar hann væri réttilega á kjörskrá, að hann hafði skrifað á áróðursplagg þar sem hann lýsti yfir stuóningi við Framsóknarflokkinn á Sauðár- króki. Kom því einnig til þrýst- ingur á hann að kjósa á Króknum og lét hann undan þeim þrýstingi. En það hefur sem sagt komiö í Ijós að atkvæði hans á Sauðár- króki var löglegt, en hinsvegar kosning hans á Blönduósi ólög- leg. Kjörstjóm á Sauðárkróki var alltaf í vissu um að Sigurjón Ingi væri löglegur á kjörskránni, sam- kvæmt upplýsingum formanns yfirkjörstjómar á Sauóárkróki Jóns Halls Ingólfssonar. Samkvæmt heimildum Feyk- is verður kosningin ekki kæró á Blönduósi, enda skipti atkvæðið engu máli varóandi úrslit kosn- inganna. Gjaldþrotum fjölgar stórlega Fjöldi gjaldþrotabeiðna hjá Hér- aðsdómi Norðurlands vestra hef- ur aukist gífiirlega fhi síðasta ári Þegar hafa borist 11 fleiri beiðn- ir en allt árið í fyrra, eða 35 að tölu. Samþykktar hafa verið 24 gjaldþrotabeiðnir, eða sami íjöldi beiðna og barst allt síðasta ár. Sex beiðnir hafa verið afturkall- aðar eða felldar niður. Nokkrar bíða afgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Halldórssonar héraðsdómara er bæði um fyrirtæki og einstak- linga að ræða, nokkuð jöfnum höndum. Gjaldþrotabeiðnimar koma flestar úr Húnavatnssýslun- um, 23 að tölu, 8 ffá Siglufirði og 4 úr Skagaíjarðarsýslu. —KTen?lll Np— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æ bílaverkstæði simi: 95-35141 Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.