Feykir - 22.06.1994, Side 3
24/1994 FEYKIR3
Skagfirðingar!
Föstudaginn 1. júlí n.k. höldum við upp á
30 ára afmæli útibús Búnaðarbankans
á Sauðárkróki.
í tilefni dagsins bjóðum við upp á kaffi
og meðlæti.
Ókeypis myndataka í debetkort
allan daginn.
Allir hjartanlega velkomnir.
BÚNAÐARBANKIÍSLANDS
Útibúið á Sauðárkróki
Dregið í Bikarnum
I>au voru misjaíulega heppin
liðin af Norðvesturlandi sem
komust í 32-liða úrslit Bikar-
keppni KSI, en þau fara fram í
næstu viku, 29. og 30. júní. Sigl-
firðingar urðu heppnastir,
fengu 1. deildarlið ÍBV, Tinda-
stóll og Hvöt mæta hinsvegar
liðum úr annarri deild. Tinda-
stóll leikur gegn I>rótti frá
Reykjavík og Hvöt gegn KA.
Allir þessi leikir fara fram á
heimavöllum liðanna héðan úr
kjördæminu.
I undanúrslitunum gjörsigraði
KS Þrym 11:0 og má meðal íinn-
ars nefna að Midsa gerði þrennu í
leiknum. Tindastóll sigraði Neista
2:0 í hörkuleik á Hofsósi, með
mörkurn þeirra Marteins Jónsson-
ar og Bjöms Sigtryggssonar. Hvöt
sigraði Magna í maraþonleik á
Blönduósi sem endaði í víta-
spymukeppni. Lokatölur urðu
6:5, en staðan eftir venjulcgan
leiktíma var 2:2. Sveinbjöm As-
gnmsson og Asgeir Valgarðsson
skoruðu mörkin í vcnjulegum
lciktíma.
Sólonbjórinn vígður
í tilefui Sumarsæluvikunnar
tóku veitingahúsaeigendur á
Sauðárkróki sig saman um að
láta brugga sérstakan bjór í
tilefni vikunnar. Víkingbrugg á
Akureyri tók að sér framleiðslu
bjórsins og hlaut hann nafnið
Sólon bjór í höfúðið á snill-
ingnum Sölva Helgasyni. Miðinn
á flöskunum er einmmitt með
teikningu eftir Sölva og er
ákaflega fallegur.
Mjöðurinn, scm er 5% að
styrkleika, vcrður aðcins til sölu á
veitingahúsum bæjarins, cnda var
framleitt t;ikmarkað magn. Til
stóð að veiringahúsin rækju sam-
eiginlega krá meóan á Sumar-
sæluvikunni stcndur, í gömlu húsi
bak við Hegra, scm brátt verður
rifiö. I þessu húsi, sem er í eigu
KS, var um síðustu aldamót selt
brcnnivín. Til stóð að kalla krána
Alsælukrá, en ekki fékkst leyfi
fyrir starfrækslu hennar hjá
vínveiringayfirvöldum landsins.
Skálað í Sólonbjórnum fyrir framan gamla brennivínshúsið á
Króknum: Elías Guðmundsson Hótel Mælifelli, Vigfús Vigfús-
son Aningu, María Björk Ingvadóttir KafB Krók, Örn Ingi fram-
kvæmdastjóri Sumarsæluvikunnar og Guðmundur Jónbjörns-
son Pollanum pidsahúsi.
Davíð og Ragnar Már hafa ærinn starfa við að hreinsa rusl meðfram vegunum, ásamt ýmsu
öðru sem taka sér fyrir hendur hjá vegagerðinni.
„Þarf að gera ýmislegt fleira hjá
Vegagerðinni en leggja vegi"
, Já, það þarf að gera ýmislegt
fleira hjá vegagerðinni en að
leggja vegi. I>að er t.d. þónokk-
uð að gera í þessu hjá okkur,
talsvert af rusli meðfram veg-
unum í héraðinu“, sögðu þeir
Davíð Harðarson og Ragnar
Már Magnússon starfsmenn
Vegagerðarinnar þar sem þeir
voru að tína upp spýtnasprek
og annað rusl meðfram veginu
við Borgarsand skammt neðan
Alexandersflugvallar í blíðunni
daginn fyrir þjóðhátíðina.
Segja má að þeir Davíð og
Ragnar Már hafi verið komnir í
þjóðhátíðarskap, að minnsta kosti
lctu þeir vcl y fir hlutskipti sínu hjá
vegagerðinni, sögðu þctta mjög
fjölbreytt, skemmtilegt og lær-
dómsríkt. Þetta er annað sumar
Ragnare hjá VR en Davíð byrjaði
í vor. A mcðan blaðamaður Feyk-
is átti orð við þá félaga, rcnndi að
Reynir Stefánsson verkstjóri og
var hann að setja piltunum fyrir
verkcfni. I ljós kom að þcgar þeir
væru búnir að hreinsa ruslið inn í
Krók beið þeirra verkefni handan
Vatna. Það þurfti að liuga að
klæöningunni við Grafarána, sem
smitaði eitthvað. Til að laga það
áttu þeir Davíð og Ragnar Már að
taka í kerruna möl úr haug við
Sleitustaði og sáldra ofan í „blæð-
andi" malbikiö eins og Reynir
kallaði það.
,Já. það vill svo til að það er sá
dagurmánaðarins sem malbikinu
blæðir við Grafarána", sagði Dav-
íð og grípur til fyndninnar, og við-
stöddum er einnig skemmt.
Það hefur verið í nógu að snú-
ast fyrir vegageröarmenn í vor.
Davíð sagðist hafa verið mestan
tíma vorsins frammi í Norðurár-
dal þar sem viðgerð hefur staðið
yfir á veginum eftir vatna-
skemmdimar um Hvítasunnu-
hclgina. Ragnar lenti t.d. í að að-
stoða við moksturinn yfir Lág-
heiðina og hefur þá væntanlega
séð muninn á vetrarríkinu við
Tröllaskagann og undir Tinda-
stólnum. Annars sagði Ragnar að
þeir félagar væru búnir að vera
talsvert saman í formerkingum,
þ.e. að setja hvítu punktana á mið-
línu vegarins, og merkja þannig
fyrir gulu línunni. Þannig væru
þcir búnir að merkja veginn alveg
frá Fljótum og upp á Vatnsskarð.
„Þetta er bónusinn okkar",
segja þeir og benda á pallinn á
pickupnum þ;ir sem er smábingur
af glerjum og öldósum. „Þetta er
nú lítið núna miðað við hvað er
mikið komið af rusli í kerruna",
sagöi Davíð og kvað alveg af og
frá að þetta rynni til einhverra
góðgerðarfélaga, heldur færi það
bcint í þeirra eigin vasa. ,Já það er
nóg að gera hjá okkur. Allt frá því
að svara í síma og legga ræsi eða
girða", sögðu strákamir að end-
ingu.