Feykir - 24.08.1994, Blaðsíða 5
28/1994 FEYKIR5
Króksmótið í knattspyrnu:
Poliarnir bíða eftir
því allt sumarið
Það er orðið áliðið dags. Sólin
hefur lækkað sig á vesturhimn-
inum og hverfur senn á bak við
Tindastólinn. Á íþróttavellin-
um er að færast ró yfir hlutina
og manngrúinn sem verið hafði
þar um helgina er að tygja sig
til heimfarar. Krakkarnir í
bænum er þátt tóku í mótinu
geta leyft sér að dvelja aðeins á
vellinum og rifja upp atburði
og ævintýri helgarinnar. Veg-
farandi er leið á um götu eina í
bænum veitir eftirtekt hugföng-
um boltastrák sem í algleymi
líður eftir gangstéttinni á leið
heim til sín. Hann heldur með
annarri hendinni um borðann
á verðlaunapeningnum sínum
og virðir hann fyrir sér. Yfir
andlitinu er sólskinsbros sem
nær langleiðina út að eyrum. I
hinni hendinni heldur drengur-
inn á möppunni sinni frá mót-
inu með mynd af Iiðinu sínu.
Hann er greinilega hamingju-
samur þessi ungi knattspyrnu-
maður. I>að er eins og hann hafi
höndlað þau dýrustu djásn sem
veröldin býður upp á.
Mesta hátíð fótboltastráka hér
um slóðir er nýlega afstaðin. Það
er sama hver segir frá: Siglfirð-
ingur, Ólafsfirðingur, Dalvíking-
ur, Húsvíkingur, Blönduósingur,
Hvammstangabúi, Sauðkræking-
ur, og í seinni tíð. Langnesingur,
Eskfirðingur og ísfirðingur, að al-
veg frá því snemma á vorin bein-
ist eftirvænting pollanna aðalega
að því að fara á Króksmótið, það
er það sem allir bíða eftir. Króks-
mótið er orðið álíka viðburður
víða um land og Pollamót Eim-
skips er í Eyjum.
Króksmótið hefur verið að
stækka með árunum og fleiri fé-
lög að bætast við með þátttökulið,
og nú er svo komið að mótið er
sprungið. Það er ekki hægt að
taka við liðum frá fleiri félögum.
Nú tóku í fyrsta sinn þátt í mótinu
lið frá Bolungarvík. Á síðasta ári
tóku Isfirðingar og Eskfirðingar-
í fyrsta sinn þátt í mótinu. Veður
til keppni þá var með afbrigðum
slæmt. Þrátt fyrir það var ánægja
drengjanna frá Isafiröi og Eski-
firöi það mikil að þcir vildu endi-
lega fara á Króksmótið aftur, og
trúlega hefur ánægjan ekki verió
minni hjá strákunum að austan og
vestan eftir mótið um daginn.
Veðrið, sem var stórkostlegt báða
dagana, átti drúgjan þátt í að gera
mótið að glæsilegri hátíð.
Króksmótið fór fram um næst-
síðustu helgi 13-14 ágúst. Að
þessu sinni tóku þátt 52 lið og
leikimir urðu 176 talsins. Áætlað
er að keppendur á mótinu hafi
verið rúmlega 500 að Tindastól-
skrökkunum meðtöldum, en um
420 krakkar komu til bæjarins til
að keppa, að sögn Ómars Braga
Stefánssonar formanns knatt-
spymudeildarTindastóIs. Að lok-
inni keppni á laugardag var efnt
til heilmikillar grillveislu að
vanda og ýmislegt til gamans
gert. Þar litu vió m.a. skemmti-
kraftamir Hemmi Gunn og Ómar
Ragnarsson, en heióursgestur
mótsins, afreksmaðurinn úr röð-
um fatlaðra, Geir Sverrisson af-
henti verðlaunin að lokinni
keppni á sunnudag, ásamt Ólafi
Adolfssyni landsliðsmanni af
Skaganum og fyrrverandi leik-
manni Tindastóls og Gísla Svan
Einarssyni fulltrúa Skagfirðings.
Það var Fiskiójan/Skagfirðingur
sem var aóalstyrktaraðili mótsins
eins og síðustu árin. Auk verð-
launa fengu allir keppendur
stækkaða litmynd af liði sínu og
mæltist þessi nýjung mjög vel
fyrir.
Urslit í einstökum fiokkum á
mótinu urðu þessi:
5. flokkur a:
1. Tindastóll, 2. Dalvík, 3. Austri.
5. flokkur bc:
1. Tindastóll b, 2. Tindastóll c,
3. Austri b.
6. flokkur a:
1. KS, 2. Leiftur, 3. Völsungur
6. flokkur bc:
1. Völsungur b, 2. KS b, 3. Dal-
vík b.
7. flokkur a:
1. Völsungur, 2. Dalvík, 3. Leiftur
7. flokkur bc:
1. Völsungur b, 2. Dalvík b, 3.
Leifturb.
Verðlaun voru einnig veitt fyr-
ir prúðustu lið í keppninni. I 5.
flokki hlutu þau Kormáksmenn, í
6. flokki KS og í 5. flokki BÍ frá
Isafirði.
Leiíað að varma á Ströndinni
Hreppsnefnd Höfðahrepps sam-
þykkti á fundi sínum 13. júlí sl. að
kosta 300 þúsundum til jarðhita-
leitar í nágrenni Skagastrandar.
Samið var við Jarðfræðistofuna
Stapa að sjá um tilraunaboranir
og rannsóknir á svæðinu.
Frá þessu er greint í Þórdísi spá-
konu fréttabréfi Skagstrendinga ný-
lega. Þar segir að að gerðar hafi ver-
ið þrjár tilraunaborholur, við Branda-
skarð, Steinnýjarstaði og Eyjarkot.
Mælingar á holunum sýndu að hol-
umar við Brandaskarð og Steinnýjar-
staði eru kaldar eóa með 70 gráður á
celsíus á km eins og gamla holan við
Skagaströnd, en holan við Eyjarkot
hefur hitastigul upp á 90 gráóur á km
sem gæti bent til jarðhita innan 5 km
fjariægðar. I>etta er þó fyrstu mæl-
ingar og því ekki hægt að draga
miklar ályktanir á þessu stigi.
Sigurvegarar í 5. blokki a-liða, Tindastólsstrákarnir ásamt þjálfara sínum Sigurjóni Inga
Sigurðssyni og aðstoðarmanni hans Davíð Rúnarssyni.
Sigurvegarar í 6. flokki a-liða, KS-ingar ásamt þjálfara sínum Gunnlaugi Oddssyni.
w
Héraðsmót
framsóknarmanna
í Skagafirði
verður haldið í Miðgarði laugardaginn 27. dgúst og hefst
kl. 21,00. Stutt dvörp flytja alþingismennirnir Pöll Pétursson
og Stefön Guðmundsson.
Tjarnarkvartettinn skemmtir með kvartett- og Ijóðasöng.
Hinn landþekkti Jóhannes Kristjánsson kitlar
hláturtaugarnar.
Hljómsveit Geirmundar leiðir fjörið í dansinum.
Allir í stuði og allir veikomnir.
Stjórnin.