Feykir - 24.08.1994, Side 6
6FEYKIR 28/1994
"IJ |jir|ir|^TCC A \ Texti: Kristján J. Gunnarss.
VXJa.J-í A X Al5ðx\.vXx\. Teikningar: Halldór Péturss.
169. Nú líður fram á haustið, þá beiddi kerling, að
henni skyldi aka til sjávar. Er hún kom til strandarinn-
ar, haltraði hún fram með sænum, svo sem henni var
vísað til. Þar lá fyrir henni rótartré svo mikið sem axl-
arbyigði. Hún lét telgja hníf sinn og reist þar á rúnir og
rauð í blóði sínu og kvað yfir galdra. Eftir þaó lét hún
hrinda trénu á sjó og mælti svo fyrir, að það skyldi reka
út tíl Drangeyjar. Fór rót kerlingar á móti veðri út eftir
firði.
170. Annan dag eftir en kerling hafði tréð magnað,
gengu þeir Grettir ofan fyrir bjargið og leituðu að eldi-
viði. En er þeir komu vestur um eyna, fundu þeir rótar-
tréð rekið upp.
Þá mælti Illugi: „Þetta er mikill eldiviður, frændi, og
berum heim“.
Grettur spymti við fæti sínum og sagði: „Illt tré og af
illum sent og skulum við annan eldivió hafa", og kastaði
út á sjó, og bað Illuga varast að bera það heim - „því það
er sent okkur til óheilla".
171. Þá kom hvasst veður meó vætu, og nenntu þeir
ekki að hafa sig úti og báðu Glaum leita eldiviðar. Hann
varó illur við og kvaðst kvaldur, er hann skyldi kvelj-
ast út í hverju illviðri. Hann fór ofan fyrir stigann og
fann þar rót kerlingar og þóttist þar vel hafa gengið,
þreif upp og stritaði heim til skála og kastaði niður, og
varð af dynkur mikill.
Það heyiði Grettir. ,/iflað hefur Glaumur nokkurs,
og skal ég fara út og sjá, hvað þaö ei*‘, og tekur upp bol-
öxi og gengur út
172. Glaumur mælti þá: „Fær eigi verr í sundur en
ég hefi heim fært“.
Gretti varð skapfátt vió þrælinn og tvíhenti öxina til
rótarinnar, og eigi geymdi hann hvað tréó var. Og jafn-
skjótt sem öxin kom við trcð, snerist hún fiöt og hrökk
af trénu og á fót Grettis hinn hægri fyrir ofan hné, svo
að stóð í beini, og var það sár mikið.
Þá leit hann á tréó og mælti: „Sá varð nú drjúgari, cr
verr vildi. Er hér nú komið það sama tré, sem ég hcfi
út kastað og segir mér illa hugur um“.
niugi batt um skeinu Grettis og blæddi lítt
Tindastóll af
skjálftasvæðinu
Eftir góðan sigur á Dalvíkingum
Tindastóll mjakaði sér af mesta
hættusvæðinu í neðri hluta
þriðju deildarinnar með sigri á
Dalvíkingum á Króknum í
fyrrakvöld. I»að var Sigurjón
Ingi Sigurðsson sem skoraði
markið er réði úrslitum í leikn-
um með þrumuskoti af 30
metra færi um miðjan fyrri
hálfleik. Tindastóll er nú í 6.
sæti deildarinnar með 15 stig,
stigi meira en Reynir og Höttur,
en Dalvík og Haukar eru neðst
með 11 stig.
Sem og í mörgum leikjum upp
á síðkastið byrjaði Tindastóll leik-
inn mjög vel og nokkur færi litu
dagsins ljós án þess að tækist að
reka endahnútinn á sóknimar. Það
var síðan sem fyrr segir Sigurjón
Ingi sem skoraði mark um miðjan
fyrri hálfleik. Tindastólsmenn
höfðu hinsvegar heppnina með
sér undir lok hálfleiksins þegar
Gísli Sigurðsson markvörður
gerði sér lítið fyrir og varöi víta-
spymu, en reyndar þótti víta-
spymudómurinn sá mjög vafa-
samur.
Síðari hálfleikur cinkcnndist af
mikilli baráttu og opnum leik, þar
sem að bæði lið fengu færi. Fleiri
urðu samt mörkin ekki í leiknum
og Tindastól! stóð með pálmann
í höndunum, með sigur í einum
þýðingarmesta leik sem liðið hef-
ur leikið í nokkur ár.
Gísli Sigurðsson markvörður
Tindastóls, sem var bcsti maður
liðsins ásamt Sigurjóni Inga Sig-
urðssyni, gerði sig sekan um að fá
fjórða gula spjaldið í sumar, fyrir
kjafthátt scm fyir. Gísli vcrður því
að taka út leikbann á næstunni,
líklega þegar Haukamir koma í
heimsókn um aðra helgi. Næsti
Sigurjón Ingi Sigurðsson átti
góðan leik og skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Tindastól í
sumar. Markið gat ekki
komið á heppi-legri tíma.
leikurTindastóls í deildinni verð-
ur austur á Egilsstöðum nk. föstu-
dag gegn Hetti. Með sigri í þeim
leik fara Tindastólsmenn langt
mcð að komast á lygnan sjó.
Mjólk
er goð
Knattspyrna 4. deild:
Sigur á SM tryggði
Hvöt þriðja sætið
Neisti vann Kormák í jöfnum leik
Riðlakeppni 4. deildar íslands-
mótsins í knattspyrnu lauk um
síðustu helgi. Hvöt frá Blöndu-
ósi tryggði sér þriðja sætið í
Norðurlandsriðlinum með því
að sigra SM á Blönduósi. Neisti
sigraði Kormák í jöfrium leik á
Hofsósi og Magni vann örugg-
an sigur á HSÞb 9:1. Magni
sigraði í riðlinum með 31 stig og
KS hlaut 29 stig. Þessi lið leika
í úrslitum 4. deildar.
Leikur SM og Hvatar var hinn
fjörugasti. SM skoraði snemma í
leiknum cn Páll Lcó Jónsson jafn-
aði metin fyrir Hvöt. SM komst
aftur yfir skömmu síóar en aftur
náðu Hvatamienn að jafna. Var
Pétur Hafsteinsson þar að verki
og þessi 15 ára piltur kom síóan
Hvöt yfir fyrir leikhlé. Það mark
reyndist úrslitamark. Þrátt fyrir
mjög fjörugan seinni hálfleik, þar
sem að færin voru á báða bóga,
tókst hvorugu liðinu að skora.
Kristján Kristjánsson þjálfari
Neista kom liði sínu yfir með
skallamarki, sem kom upp úr
homspymu um miðjan fyrri hálf-
leik. Strax í upphafi seinni liálf-
leiks jöfnuóu Kormáksmenn úr
umdeildri vítaspymu. Var Grétar
Eggertsson þjálfari Kormáks þar
að verki. Eftir þetta sóttu Hvam-
stangabúar nokkuð en heima-
menn réttu síðan úr kútnum og
um miðjan hálfleikinn tókst Oddi
Jónssyni að renna boltanum í
markió úr þröngri stöðu eftir
herfileg mistök markmanns Kor-
máks. Nokkur harka færðist í leik-
inn í seinni hálfleiknum, en jafn-
ræði var með liðunum og færi á
báða bóga. Kormáksmenn vom
aðgangsharðir undir lokin en tókst
ekki að jafna.
Hvöt varð í þriðja sæti í deild-
inni mcö 24 stig, SM hlaut 23,
Kormákur 18, Neisti 16, HSÞ b
10 og Þrymur 7 stig. KS mætir
Njaróvíkingum í úrslitum. Fer fyrri
leikur liðanna frani syðra um
næstu hclgi og þá verður Mitsa í
banni, en hann fékk að líta rauða
spjaldið eftir 3:1 sigur Hvatar á
KS um daginn. Magni leikur gegn
Huginn frá Seyðisfirði í úrslitum.
Nýjir grasvellir vom nýlega
teknir í notkun bæði á Blönduósi
og Hofsósi. Reynast þessir nýju
vellir vel, altént hafa bæði Hvöt
og Neisti unnið þá tvo heimaleiki
sem liðin hafa hvort um sig leikið
á völlunum.
Skagfirðingabók komin út
„Á ámnum milli heimsstyrjalda
könnuðust allir Skagfirðingar,
komnir af ómálga aldri, við Skafta
frá Nöf, ýmist af orðspori eða í sjón
og reynd. Hann varð þjóðsagn-
arpcsróna á miðjum aldri, sæfarinn,
sem hélt uppi samgöngum milli
skagfirskra hafna og Siglufjarðar, er
allra leiðir lágu þangaó. Raunar
annaðist Skafti oft flutninga á flciri
norðlenskar hafnir, ef svo bar und-
ir. Hann hlóð skip sitt íslenskum
vamingi og útlendri gæsku, fyrrnm
sýslungum sínum til handa, og ann-
aðist lengi mjólkurflutninga frá
Sauðárkróki til Siglufjaiðar og póst-
flutninga þaðan og þangað. Skag-
firskir og húnvetnskir nemcndur
sem stunduðu nám á Akureyri,
fengu cndmm og eins far með
Skafta á haustdögum eða í jólaleyf-
uni, þótt ekki væm um áætlunar-
ferðir til Akureyrar að ræða. Hann
skilaði líka á stundum nemendum
langleiðina til átthaganna á vordög-
um og flestum Skagfirðingum, sem
leituðu sér sumarrinnu utan héraðs,
í og úr ,rsíld á Sigló“. Oft var þröngt
setinn bekkurinn ,Jijá Skafta". Það
gilti einu, hvaða bát liann var með,
allir drógu þeir nafn sitt af eigand-
ítnum. Ollum skilaði Skafti á á-
kvörðunarstaó og barst aldrci á, þótt
vandsiglt væri löngum á skagfirskar
hafriii'*.
Þannig hefst grcin Kristmundar
Bjamasonar fræðimanns á Sjávar-
borg um Skafta frá Nöf og skyldu-
lið hans, er birtis í nýútkominni
Skagfirðingabók 23. árgangi rits
Sögufélags Skagfirðinga. Skagfirð-
ingabók er sem jafrian fjölbreytt að
efni og vel til hennar vandað. Utgáf-
an hvílir sem fyrr að mestu á herð-
um blaðstjómarinnar. Hana skipa
eins og mörg undanfarin ár þeir
Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson,
Sigurjón Páll Isaksson og Sölvi
Sveinsson.
í þessu nýja hefti Skagfirðinga-
bókar er meóal annars að finna dag-
bókarbrot Friðriks Hansen af slys-
inu í Drangey 30. maí 1924, óbirt
ljóð eftir Bólu-Hjálmar sem nýlega
fannst í safrii Kristjáns Runólfsson-
ar á Sauðárkróki; ljóðið heitir „fjár-
tal árið 1830“. Grcin er eftir Ama
Sveinsson frá Kálfsstöðum sem
heitir Steinamir tala og önnur eftir
Hjört Kr. Benediktsson frá Marbæli
um einkennilegan mann.
Ónnur manneskja af Hansenætt-
inni kcmur einnig við sögu í Skag-
firðingabók. Það er Björg Hansen
frá Sauðá, en þama birtast endur-
minningar hennar frá ámnum
1861-1883. Þá greinir frá flóóum í
Héraðsvötnum í frásögn Stefáns
Jónssonar frá Höskuldsstöðum.
Gísli Jónsson menntaskólakennari
á Akureyri skrifar skemmtilega og
fræðandi grein um skagfirskt efni,
greinin hcitir Nýbjörg. Einnig birt-
ist grein eftir séra Bjöm Jónsson á
Akranesi um útgáfu fyrstu íslensku
sálmabcíkanna.