Feykir - 24.08.1994, Qupperneq 7
28/1994 FEYKIR7
Bóknámshúsið þykir henta einkarvel tii ráðstefnuhalds.
Ókeypis smáar
Til sölu
Til sölu Mazda 626 árgerð
1986, ekinn 130 þús. km, mjög
góður bíll. Upplýsingar í síma
35141 (Jóhann).
Til sölu Subaru 1800 árgeið 1981,
fjórhjóladrifmn. Góður bíll.
Upplýsingar í síma 35734.
Til sölu Lada sport árgeró 1991,
5 gíra ekin 55 þús. km. og
skoðaurtil 1996. Upplýsingar í
síma 22741.
Til sölu Subaru Justy árgerð
1991, hvítur að lit. Upplýsingar
í síma 36533.
Til sölu fallegir Border collie
hvolpar. Henta mjög vel sem
fjárhundar, góðir í tamningu og
einkar bamgóðir. Ættskrá fylgir.
Seliast ódýrt. Upplýsingar í
síma 93-47754.
Til sölu ísskápur. Stór sam-
byggóur kæli- og frystiskápur.
Upplýsingar í síma 35911.
Til sölu Nintendo talva ásamt
níu leikjum. Verð 8-10 þúsund.
Upplýsingar í síma 35830 frá kl.
7-8 á kvöldin.
Fjárlaganefnd Norðurlandaráðs
fundaði í bóknámshúsinu
Ekki er ótrúlegt að Sauðár-
krókur verði í ff amtíðinni mjög
eftirsóttur staður tii ráðstefiiu-
halds. Svo er að þakka tilkomu
bóknámshúss Fjölbrautaskól-
ans, sem segja má að hafi verið
tekið í notkun er fúndur fjár-
laganefndar Norðurlandaráðs
var haldinn á Sauðárkróki fyrr
í jjessum mánuði.
Að sögn Vigfúsar Vigfússon-
ar framkvæmdastjóra Hótel An-
ingar býður nýja bóknámshúsið
upp á frábæra aðstöðu til ráð-
stefnuhalds og uppfyllir húsnæð-
ið flesta þá staðla sem gerðir eru
til húsnæðis fyrir ráðstefnur, en
lítið mun vera um svo fullkomin
ráðstefhuhús hér á landi.
Fundur fjárlaganefndar Norð-
urlandaráðs stóð yfir í einn dag á
Sauðárkróki. Þingfulltrúamir,
sem vom á þriðja tug, bmgðu sér
einnig út í Drangey og ferðuðust
aö auki um héraðið. Ami Matthí-
sen alþingismaður er fulltrúi Is-
lendinga í nefndinni. A fundinum
var farið yfir reikninga síðasta
starfsárs og gerð fjárhagsáætlunar
fyrir næsta ár, þar sem rekstrartöl-
ur em um 7 milljarðar króna. Ami
sagði í samtali við svæðisútvarp-
ið að aðstaða til ráðstefnuhalds á
Sauðárkróki væri frábærlega góð.
Vantar þig aukavinnu, sem þú getur
jafnvel unniö heima hjá þér?
Hefurðu áhuga á að safna auglýsingum?
Ef svo er, hafðu þá samband við ritstjórn Feykis í
síma 35757, eða í heimasíma ritstjóra eftir
klukkan21 á kvöldin, 35729.
á lands-
mót
skáta í
Danaveldi
Um miðjan júlí fór skátasveit
frá skátaféiaginu Eilífsbúum í
vinabæjarheimsókn til Köge í
Danmörk. Ferðin var tvíþætt, ann-
ars vegar að endurgjalda heim-
sókn Kögeskáta, sem koniu til
Sauðárkróks í fyrrasumíir og hins-
vegar að fara á landsmót danskra
skáta. Eilífsbúar vom eini íslenski
skátahópurinn á hinu afarglæsi-
lega og fjölmenna landsmóti
danskra skáta, en þar vom skátar
frá 40 þjóðlöndum.
I Köge dvöldum við í þrjá
daga og gistum í glæsilegu skóla-
húsi í boði Kögeskáta. Þcir sýndu
okkur síðan bæinn sinn og ná-
grenni hans, einnig buðu þeir okk-
ur til Hróarskeldu þar sem dóm-
kirkjan o.fl. var skoðað. Við fór-
um líka til Lejre þar sem við
skoðuðum lítiö söguþorp, þar býr
fólk á sumrin við fmmstæðar að-
stæður og fomar hefðir. Þar er
hægt að taka þátt í hinum ýmsu
lifnaðarháttum forfeðra okkar.
Eftir Kögeheimsóknina fömm
við á landsmót danskra skáta sem
haldið var við Holtsrupvatn á
Suður-Jótlandi. Þetta var stærsta
landsmót sem danskir skátar hafa
haldið, með tuttugu og fjögur þús-
und skátum frá 40 þjóðlöndum.
Eilífsbúar áttu þama ánægjulega
dvöl við leik og störf. Það var
margt nýtt og skemmtilegt að sjá
á svona stórmóti. Við kynntumst
mörgum sióum og venjum og
lögðum einnig okkar að mörkum
með Islandskynningu.
Síðustu tvo dagana skoðuðum
við ýmsa merkisstaði í Kaup-
mannahöfn, allt í boði Kögeskát-
anna og verður þeim seint þökkuð
þessi ágæta gestrisni. Eilífsbúar
vilja einnig þakka öllum öðmm
sem styrktu okkur við undirbún-
ing fyrir þessa ánægjulega Dan-
merkurferó.
Bjöm Sighvats.
Útboð
Sauóárkróksbær óskar eftir tilboöum í
vióbyggingu vió leikskólann Glaóheima á
Sauóárkróki og í breytingar á núverandi húsnæói
leikskólans.
Brúttóflatarmál viðbyggingarinnar er um 273
fermetrar og 1035 rúmmetrar. Útboðsgögn veróa
afhent á bæjarskrifstofunum á Sauöárkróki frá og
meó kl. 13,00 mánudaginn 22. ágúst 1994 gegn
40 þúsund króna skilatryggingu.
Tilboóum skal skila á bæjarskrifstofumar á
Sauðárkróki eigi síóar en kl. 10,50 þriöjudaginn
13. september 1994.
Áætluó verklok viöbyggingar eru 15. ágúst
1995 og heildarverklok 1. desember 1995.
Bæjarstjóri.
^UNDS^
ÁSAUÐÁRKRÓKI
Störfvið
ræstingu og
í mötuneyti!
Laus eru til umsóknar viö Fjölbrautaskóla Noróurlands vestra á
Sauóárkróki störf við ræstingu og í mötuneyti. Nánari upplýsingar
veitir Sigurlaug Gunnarsdóttir forstöóumaóur mötuneytis og
Gunnar Þóröarson húsvörður.
Þá auglýsir skólinn eftir herbergjum fyrir nemendur úti í bæ fyrir
næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst.