Feykir - 24.08.1994, Qupperneq 8
24. ágúst 1994,28. tölublað 14. árgangur.
Sterkur auglýsingamiðill
GFMWj
Það komast allir í Gengið
unglingaklúbb Landsbankans
Sláðu til og komdu í Gengið
^ Pottþéttur klúbbur!
Jw Landsbanki
Sími35353^ 'siands
Banki allra landsmanna
Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri veitir eiturlyfjavísinum móttöku frá hjólreiðarköpp-
unum fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Króknum að viðstöddum kiwanismönnum og skátum.
Eiturlyfjavísirinn afhentur á
Sauðárkróki og Blönduósi
Atvinnuástand í júlímánuði:
Mesti bati á Norðurlandi
vestra og Suðurlandi
Atvinnuleysi minnkaði mikið
alls staðar á landinu í júlí, en
hlutfallslega mest á Norður-
landi vestra og Suðurnesjum
frá júnímánuði. Þetta kemur
fram í yfirliti um atvinnuá-
standið frá Vinnumálaskrif-
stofú félagsmálaráðuneytis. Þar
kemur einnig fram að búast
megi við svipuðu avinnuá-
standií ágústmánuði víðast
hvar á landinu og geti það orð-
iðá bilinu 3-3,4%.
Meðalfjöldi atvinnulausra á
Norðurlandi vestra var í júlímán-
uði 135 eða um 2,4% af áætluð-
um mannafla, og hafði minnkað
úr 4,2% frá júní. Atvinnulausum
hafði fækkað um 96 að meðaltali
milli mánaða, en var örlítið meira
en í júlímánuði í fyrra.
Atvinnuástand bamar nær alls
staðar á svæðinu. A Sauðárkróki
og nágrenni fækkar atvinnulaus-
um um 43 að meóaltali eða um
67% og á Blönduósi og nærsveit-
um fækkar atvinnulausum um 17
eða um 50%. Þá fækkar um 11 á
Siglufirði eða um 61% og um 10
á Skagaströnd eða um 37%. Þá
fækkar um 5 að meðaltali á skrá á
Hólmavík cn minna annars staðar.
Atvinnuleysi er hlutfallslega
langmest í Lýtingsstaðahreppi, en
þar em 16 atvinnulausir að með-
altali eða nærri 12% allra atvinnu-
lausra á svæðinu. Um 21 eða 16%
atvinnulausra em skráöir á Sauð-
árkróki og nágrenni, um 17 eða
13% á Skagaströnd og um 16 eða
12% á Blönduósi og nágrenni, en
minna en 10% annars staðar.
Vemlegt atvinnuleysi er einnig í
Fljótahreppi þar sem 10 manns
cm atvinnulausir aó meðaltali og
í Seyluhreppi þar sem 9 em at-
vinnulausir. Fækkunin meðal at-
vinnulausra var meiri hjá konum
en körlum á svæðinu, 63 konur og
33 karlar.
Guðmundur kominn
til starfa á Tanganum
Kiwanishreyfingin í landinu
hefúr undanfarið gengist fyrir
kynningarátaki á svokölluðnm
eitulyfjavísi, sem er sú fræðsla
sem hreyfmgin lætur nú í té í
baráttunni gegn eiturlyfjum og
vímuefnum. Fjórir ungir menn
hafa undanfarið hjólað hring-
veginn um landið og afhent eit-
urlyfjavlsirinn á mörgum þétt-
býlisstöðum. Þeir áttu leið um
Sauðárkrók og Blönduós sl.
laugardag.
A Sauðárkróki hjóluðu kiwan-
ismenn ásamt bömum á móti
hjólreiðaköppunum og við stjóm-
sýsluhúsið tóku Snorri Bjöm Sig-
urðsson bæjarstjóri og Jónas
Snæbjömsson forseti bæjarstjóm-
ar á móti hópnum ásamt skátum.
Snorri Bjöm bæjarstjóri veitti þar
eiturlyfjavísinum móttöku fyrir
hönd bæjarbúa og gat þess í leið-
inni hve gagnlegt átak kiwan-
ismanna væri. Svo sannarlega
veitti ekki af að vera á verði gegn
þeim vágesti sem eiturlyfm séu,
ekkert síður á Sauðárkróki en
annars staðar. Hjólreiðaköppun-
um var síðan boðið til hádegis-
verðar á Króknum, en þcir komu
þangað rétt fyrir hádegið.
Hjólreiðakappamir komu til
Blönduóss um miójan daginn.
Þar tók Sigurlaug Hermannsdóttir
forseti bæjarstjómar á móti þeim
ásamt skátum og veitti eitur-
lyfjavísinum móttöku. Þá þáðu
hjólreiðakappamir veitingar.
Eiturlyfjavísirinn er handhægt
hjálpartæki til að greina fyrstu
einkenni um notkun vímuefna ef
gmnur vaknar um slíka neyslu.
Hann upplýsir um flest vímuefni
ef gmnur vaknar um slíka neyslu.
Upplýsingar em um flest vímu-
efni sem á markaði em og um
einkenni breytinga á hegöun, tæki
sem notuð em til neyslunnar og
fleira. Fyrir sjö ámm gaf kiwanis-
hreyfingin vísirinn út í fyrsta sinn.
Mæltist það framtak vel fyrir og
er mál manna er vinna að vímu-
vömum að ntikil þörf sé fyrir
þetta hjálpartæki.
Guðmundur Guðmundsson,
sem nýlega var ráðinn sveit-
arstjóri á Hvammstanga, mætti
á hreppsskrifstofúna í fyrsta
sinn sl. föstudag.
I samtali við Feyki sagði
Guðmundur að sér litist vel á
staðinn og sér hlakkaði til að fást
við starfið. „ Væntanlega verður
þetta þó ekki mikið frábmgðið
því sem ég fékkst við áður, þó að
samfélagið hér sé heldur stærra en
á Raufarhöfn", sagði Guðmundur,
en hann var áður sveitarstjóri íyrir
austan.
Þess má geta að Guðmundur
er Amesingur að uppmna og
starfaði áðuren hann kom norður
að framkvæmdastjóm hjá Sam-
bandi málni- og skipasntiða.
Oddvitinn
Við Guttormur förum á
Héraðsmótið.
Bóknámshúsið vígt 3. sept.
Bóknámshús Fjölbrautaskól-
ans verður vígt formlega laug-
ardaginn 3. september næst-
komandi við hátíðlega athöfn
og jafnhliða fer fram fyrsta
skólasetningin í hinu nýja húsi.
Biskupinn yfir íslandi Herra
Olafur Skúlason mun fram-
kvæma vígsluna, menntamála-
ráðherra Ólafur G. Einarsson
verður viðstaddur. „Væntan-
lega verður öllum velunnurum
skólans boðið til athafúarinnar
og húsið opið hverjum þeim
sem vilja skyggnast hér um
sali“, segir Jón F. Hjartarson
skólameistari.
Starfslið Fjölbrautaskólans er
þessa dagana að koma tækjum
og búnaði fyrir í nýja bóknáms-
húsinu. Jón F. Hjartarsson skóla-
meistari segir tilkomu hússins
byltingu í skólastarfinu frá því
sem áöur var. Aðstaða nemenda,
kennara og starfsliös batnar til
muna. I húsinu em til að mynda
13 kennslustofur, en það dugar
samt ekki til. Kennt verður áfram
í rými í heimavistarhúsnæði eins
og var síðasta vetur.
Nokkur fjölgun verður á nem-
endum fjölbrautaskólans í vetur.
Utlit er fyrir að þeir veröi tæplega
480, eö_a um 30 fieiri en síðasta
vetur. A Sauðárkróki verði við
nám 425, í framhaldsdeildinni á
Siglufirði verða 30 nemendur og
á Blönduósi 16.
Gæðaframköllun
BÓKABÚB
BKÍBcIARS