Feykir


Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 33/1994 Frá Ijúfum dögum Molduxa í Króatíu og nærliggjandi löndum á liðnu vori „Uxarnir" nutu góðs af því að ísland varð fyrst landa innan SÞ til að viðurkenna sjálfstæði Króata Á liðnu vori fór félagsskapur á Sauðárkróki, sem kallar sig Molduxar í ævintýrarferð mikla til Krótatíu. Feró þessi hafói verió í undirbúningi nokkuö lengi og þótti hún takast meó afbrigóum vel. Skipulag dvalarinnar í Króatíu hvíldi aó miklu leyti á heróum Peter Jelic sem þjálfaói úrvals- deildarlió Tindastóls í körfubolta á liónum vetri. Greini- legt er af fr ásögnum Molduxana frá feróinni aó þeir hafa upplifað ferðalagió margsinnis í huganum eftir aó heim var komið og enn nokkrum mánuóum seinna, dreymir Molduxana ljúfa drauma tengda Króatíuförinni. Moldux- amir lögóu líka áherslu á aó varðveita þessar dýrlegu minningar, tóku mikió af myndum og héldu dagbók meó- an á förinni stóó. Hér á eftir birtast glefsur úr þessari dag- bók. Áóur skal þess þó getió að Molduxar er vart félags- skapur sem lengur getur talist nýr af nálinni. Um samheld- inn hóp er aó ræóa sem haldió hefur saman frá því félag- ió var stofnað á árinu 1981. fram aö hádegi en þá var kúrsinn settur á flughöfnina í Kastrup. Lagt var af stað til Vínarborg- ar meó SAS og lentum viö þar kl. 16.00. Gist var á Rcichshof liotcl við Muhlfeldsgasse. Móttökur all- ar í Vínarborg voru með ágætum. Við komuna til Vínarborgar var hitastigið 28 gráður. Daginn áóur voru þrjár gráður á Króknum. Ferðafélagarnir gengu niður Pratnerstrasse allt að Stefáns dóm- kirkju sem er ein ffægasta kirkja í Evrópu. Athygii vöktu fagrar byggingar og fjörugt mannlíf. Allir fóm semma í rúmið þar sem í vændum var leikur í Graz dag- inn eftir. Miðvikudaginn 18. maí hófst með skoðunarferð um Vínarborg. Kl. 14.22 var stigið upp í lestina til Graz, en þar búa rúmlega 700. 000. manns. Ferðalagið með lest- inni var sérstaklega skemmtilegt og útsýnió frábært í austurrísku landslagi. A brautarpallinum í A árinu 1993 fóm fram tölu- veróar umræður og vangaveltur innan hópsins um keppnis- og kynnisferð Molduxanna til Evr- ópu. A nýárs fagnaði félagsins má segja að ákvörðun hafi verið tek- in um að fara ferðina í samvinnu við Petar Jelic. Aó fmmkvæði hans var ákveðið að taka þátt í al- þjóðlegu körfuknattleiksmóti eldri leikmanna í Zagreb sem halda átti dagana 21. til 22 maí. Er þetta í 6. skiptið sem mótið er haldið og á þessu ári er haldið upp á 900 ára afmæli Zagreb sem er höfuðborg Króatíu eins og kunnugt er. I mótinu tóku þátt 16 lið og komu þau flest frá Króatíu en önnur frá Italíu, Slóveníu og Austurríki auk þess draumaliö Molduxanna frá Sauðárkróki (The Mud Bulls Dream Team). Lagt var af stað frá Sauðár- króki kl. 6.00 skv. nákvæmri ferðaáætlun. Dagskipunin var að hafa aðeins nauðsynlegasta far- angur með sér því vió áttum eftir að keyra í litlum bíl stóran hluta ferðarinnar og plássið því tak- markað. Tóku menn því aðeins með sér strigaskóna, tannburstann og annan nauðsynlegan búnað. Þátttakendur í feróinni vom Al- freð Guðmundsson, Ottar Bjama- son, Margeir Friðriksson, Agúst Guðmundsson, Hjörtur Sævar Hjartarson, GeirEyjólfsson, Ingi- mundur Guðjónsson og Pálmi Sighvatsson milliríkjadómari. Petar Jelic kom til móts við liðið í Austurríki. Áð í Köben Flogið var til Kaupmanna- hafnar þann 16. maí og komið þangað kl. 18.30 að staðartíma. í Kastup var mættur fynum Mold- uxi, Friðrik Jónsson krati og ók hann okkur til hótels Evropa, en þar gistu Uxamir sína íyrstu nótt í útlöndum. Um kvöldið nutu liðs- menn lífsins í Tívolí og hvíldu síðan lúin bein á hótelinu sem var eins nálægt Kakadu og Istegade og mögulegt var. Molduxamir gátu ekki kvartað undan neinu með þennan aðbúnað. Morgun- inn eftir vomm við mættir á Strik- ið um níuleytið. Lífið var rétt að kvikna í þessari frægu göngugötu Bauna. Gengum við niður að Ný- höfn og röltum um nágrennið Þátttökuliðin öll samankomin í íþróttahöllinni í Zagreb þar sem öldungamótið fór íram. Molduxahópurinn á Markúsartorginu í Feneyjum. Talið frá vinstri: Margeir, Hjörtur, Ingi mundur, Alfreð, Geir, Pálmi, Óttar og Ágúst. Graz beið cnginn annar en Pctar Jelic ásamt sinni fjölskyldu auk liðsmanna úr körfuknattleikslið- inu GAK frá Graz. Pctar kyssti alla og hrópaði upp yfir sig. Oh my god, you made it! Sigur í fyrsta leik Gestgjafar okkar í GAK liðinu óku Molduxunum beinustu leið til gististaðarins þar sem við feng- um fimm mlnútur til að gera okk- ur klára í leikinn. Reyndar vom Uxamir orðnir þyrstir í að spila körfubolta, þar sem við höfðum ekkert æft síðastliðinn hálfan mánuð vegna ótta við meiðsli. Leikurinn hófst kl. 18 og skemmst er frá að segja að Molduxamir unnu sinn fyrsta Evrópuleik 61:50. Annað afrek var að Pálmi Sig- hvatsson dæmdi sinn fyrsta leik á erlendri gmnd. Að leik loknum buðu liðsmenn GAK Molduxun- um til dýrlegs kvöldverðar þar sem skipst var á gjöfum og spjall- aö um heima og geima. I blaóinu Kleine Zcitung sem er bæjarblað í Graz, hafði vcrió skýrt frá komu Molduxanna. Ekki er að neita að okkur brá töluvert í brún þegar við sáum í blaðinu frétt um komu Icelandic Old Star National team, þar sem fæstir okkur höfðu spilað deildarleik á Islandi. Fimmtudaginn 19. maí vom Molduxamir komnir á fætur kl. 7 eins og rcyndar flesta aóra morgna í ferðinni. Eftir morgun- vcrð var lagt af staö með bifreið sem vió höfðum leigt og tók níu manns með ökumanni, áleiðis til Zagreb. Ekið var í gcgnum Sloven- íu að landamæmm Króatíu þar sem við sóttum um vegabréfsárit- un og komust þar klakklaust í gegn. Loks var komið til Zagreb kl. 12,35. Fyrsta veislan Þegar höföu fæðst einkunnar- orð ferðarinnar: „Við emm afar tímanaumir og megum engan tíma missa”. Eftir hádegið var l'arið í cftirminnilega skoðunar- ferð með rútu um borgina. Um kvöldið bauð mótsnefnd- in Molduxum til glæsilegs kvöld- verðar í veitingahúsi utan við borg- ina. Að því loknu héldu menn heim á hótel Panorama til hvíldar. Á hótelinu hittum við íyrir Islend- inga þá er starfa í nágrenni Zagreb á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þau sem við hittum vom hjónin Þór Magnússon og Hulda Guð- mundsdóttir, Jóhann sonur þeirra, Auðunn Ólafsson og Hafsteinn Halldórsson. Em þessir Islending- ar í ábyrgðarstörfum hjá Samein- uðu þjóóunum og Hjálparstofnun kirkjunnar. Mjög gaman var að hitta landann og hvöttu þau okkur óspart í leikjunum. Föstudaginn 20. maí hófum við með kaffidrykkju á veitinga- stað sem Drazen Petrovic átti og staðsettur er í stórri skrifstofu- og verlsunarhúsi sem stendur við hliðina á íþróttamiðstöð Cibona Zagreb. Síóan vomm við leiddir um sali af framkvæmdastjóra fé- lagsins. Vömbin kýld enn Að lokinni þessari heimsókn æddi Petar með okkur fótgang- andi eitthvað inn í borgina. Eftir um klukkustundargang sagði hann: „Hér inn” og á móti okkur tók Antun Capeta, forseti undir- búningsnefnarinnar. Áóur en við

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.