Feykir


Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 33/1994 Heilir og sælir lesendur góöir. Það er Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sem leggur okkur til fyrstu vísumar aö þessu sinni. Þegar rætt var um kosningar nú í haust og viðbrögö krata viö þeirri hug- mynd aö kosið yröi nú, varð til eftirfar- andi vísa hjá Rúnari. Kosningarnar kans ei nú krata höfuð Ijóminn. Astœðan var einkum sú að hann hrœddist dóminn. Bryndís heitir blómleg jrú blíð við háa og lága, en henni jylgir sending sú sem er þjóðarplága. Margir muna eflaust eftir þeirri um- ræöu er varð vegna komu Benny Hinn hingað til lands og viðbrögðum kirkjunn- ar manna við samkomuhaldi hans. Biskup dró ei dóminn sinn, dauðri stojhun hlýðinn, taldi bert að Benny Hinn blekkti allan lýðinn. Ejtir að hafa á þann veg umsögn gejið slœma hvíslaði hann: Hver er ég? Hvað er ég að dœma? Ekki hefur farið fram hjá Rúnari sú umræða sem verió hefur um málefni presta á Seltjamamesi og ýmsar uppá- komur tengda því. Þar um verða til eftir- farandi vísur. Þjóðar minnar þyngir geð þungi af syndabresmrn. Hún á fullt ífangi með að fyrirgefa prestum. Þó að hempan hylji flest hattarfyrir bresnim. Eins ogforðum Sólveig sést sveima nœrri prestum. Nafnið ein er voða vígt vekur myndir stríðar. Margur hefiir mistök drýgt á Miklabœ og víðar. Ein vísa kemur hér enn frá Rúnari, cn ekki veit ég við hvem hann er að tala þar. Enn á glöpin ertu fiís, út ífen þig teymir þessi heila hungurlús sem höfuðkúpan geymir. Ekki veit ég hver er höfundur næstu vísu en sá hefúr trúlega heyrt þær umræó- ur er sífellt fara fram um böl það er við ís- lenskir bændur emm taldir skapa í þjóð- félaginu. Það vœri gaman og gott aðfarga gjörvöllu bœnda stóðinu. Það kostar lítið, kœtir marga og kratar hrœra í blóðinu. Onnur vísa kemur hér um svipað efni. Ekki veit ég eftir hvem hún er en mig gmnar að hún sé ættuð úr Borgarfirði. Sunnlenskar byggðir blasa við allra sjónum, bera afflestu verður ei lýst með orðum. Hér eru allir hœttir að drekkja Jónum, samt held ég að þörfin sé viðlíka btýn og forðum. Næst rifjast upp vísa frá fyrri tíð sem trúlega hefur verið ort til að kveða þegar rekunum hefur verið kastað og grafölið dmkkið. Fallvölt er dýrðin og rösult vort ráð sem reykur er líður í bláinn. Göngunni lokið og gröfinni náð og geiifiiglinn síðasti dáinn. Næsta vísa minnir mig að sé eftir Þum í Garði. Bið ég lesendur að leiðrétta það efþeirvita betur. Varast skaltu vilja þinn, veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. Nokkrir af lesendum blaðsins hafa haft samband við mig og látið í ljós ánægju með síðasta þátt sem helgaður var göng- um og réttum. Gaman fmnst mér að heyra að ennþá skuli slíkt starf áhugavert og bió ykkur lesendur góðir að halda til haga því sem þið kunnið að hafa undir höndum af slíku efni. Fyrir nokkmm ámm er gangnamenn á Eyvindarstaðaheiði vom að búa sig til ferðar orti Kári Jónsson frá Valadal svo. Góðum hestum skella á skeið, skála í tœrum landa. Upp á heiðum eiga leið yfir hraun og sanda. Þrátt fyrir fegurð öræfanna á góðum stundum er ckki alltaf sama birtan yfir því sem augað greinir. Vigfús Pétursson í Hægindi í Borgarfirði yrkir svo í fjallferð. Leiðist mér hið gráa grjót og gisinn þúfnakollur. Helvíti vœri heiðin Ijót efhér vœru engar rollur. Lcngi mun sú árátta hafa verið fyrir hendi hjá íslensku bændafólki að hugsa mcð ákveðinni eftirvæntingu til haustsins eins og fram kemur í næstu vísu, sem er orðin ansi gömul og mig minnir að ég hafi einhvers staðar séð að hún væri talin vera eftir Om Amarson. Haustið löngum hugann dró heyjaföng og matar nóg. Þá með söng á söðul jó sig í göngur smalinn bjó. Skal þá vera góður kostur að enda þáttinn með fallegri vísu eftir Kristján Stefánsson frá Gilhaga. Ferðaleiðir jjöllum á flestar greiðar verða. Okkur seyðir einhverþrá enn til heiðarferða. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Ungmennafélagið Tindastóll: Júdódeild stofnuð Siðfræði og sam skipti í starfi með börnum í sumar var stofnuð innan ung- mennafélagsins Tindastóls júdódcild. Tilgangur með stofh- un deildarinnar er að kynna júdóíþróttina, gangast fyrir reglulegum æfinguni í íþrótt- inni og auka þannig valmögu- leika þeirra sem vilja stunda einhverja íþróttagrein sér til heilsubótar og ánægju. í til- kynningu frá stjórn júdódeild- arinnar, segir að þessi nýstofn- aða deild hafi mætt velvilja og skilningi meðal bæjaryfirvalda sem fjárfest hafi í júdódýnum og útvegað húsnæði til æfinga í íþróttahúsi Barnaskólans án endurgjalds. Þetta gerir það að verkum að þeir sem vilja æfa júdó þurfa að- eins að greiða krónur 3600 fyrir tímabilið fram að áramótum eða svipað og tíðkast í öðmm grein- um. Kaupfélag Skagfirðinga hef- ur ákveðið að styrkja hina ný- stofnuðu deild með auglýsingu á búninga og dugar sá styrkur fyrir 10 júdógöllum. Æfingar em nýhafnar og verða þær sem hér segir. í yngri flokki (6-15 ára), á þriðjudögum kl. 17- 18 og á laugardögum kl. 14-15. í eldri flokki em æfingar á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 21- 22. Þjálfari verður Karl Lúðvíks- son íþróttakennari. Júdókynning er fyrirhuguð vikuna 2.-8. október. Þá verður „opið hús“ og allir velkomnir, ýmist til að horfa á eða vera með í venjulegri júdóæfmgu. Ekkert kostar að vera með og e.t.v. verð- ur hægt aö fá lánaða júdógalla. Kynningin endar laugardaginn 8. október með heimsókn rithöfund- arins Thors Vilhjálmssonar, en hann byrjaði að æfa júdó um fer- tugt og er nú 69 ára og æfir enn. Thor býr við góða heilsu og segir júdóæfingar henta sér vel til að byggja upp og viðhalda andlegum og líkamlegum styrk, einnig til aó fá útrás fyrir andlega spennu sem stundum vill hlaðast upp í of mikl- um mæli. Thor ætlar að segja frá reynslu sinni af júdóíþróttinni og einnig að bregða á leik og sýna nokkur tök til gamans. Stjóm júdódeildarinnar vonast til að sem flestir mæti á kynning- una og býður upp á kaffi og köku- skammt á laugardeginum í fjáröfl- unarskyni. Stjóm júdódeildarinn- ar skipa: Karl Lúðvíksson for- maður, Dagmar Inga Kristjáns- dóttir varaf, Stefán L. Haraldsson gjaldkeri, Jón O. Þórhallsson ritari og Anna Bragadóttir meðstjóm- andi. Varamenn em Guðmundur O. Einarsson og Ása Jakopsdóttir. Leiðrétting Þau leiðu mistök áttu sér stað í síðasta blaði, að undir- fyrirsögn vió minningargrein um Jóhann Pétur Sveinsson var alröng, og því fæðingar- og dánardægur Jóhanns Péturs ekki rétt tilgreint í lyrirsögninni. Hið rétta kom samt fram varðandi fæðingardag Jóhanns í texta greinarinnar. Em hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Banaslys Banaslys varð við Strandveg skammt vestan gatnamótanna við hús Vegagerðarinnar sl. laugardag. Ungur ökumaður missti stjórn á bfl sínum er hann fór fram úr dráttarvél og valt bíllinn utan vegar. Einn þriggja farþega, sem allir vom án öryggisbelta, kastaðist út úr bílnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Aðeins ökumaður bifreióar- innarvaríöryggisbeltiog slapp hann við minniháttar meiðsl sem og einn farþeganna. Einn farþega slasaðist mikið og var fluttur með sjúkraflugi suður á mánudag. Hinn látni hét Þórður Hólm Bjömsson og var 18 ára. „Fósturgreining - fóstureyð- ing?“, „Greining og meðferð, nei takk!“, „Að stjórna lífi annarra“, „Siðfræði þjálfúnar - er meira alltaf betra?“, „Höf- um við rétt til að velja líf?“, „Þegar barn deyr“, „Álag í starfi - kulnun“. Þetta eru heiti nokkurra þeirra sextán fyrir- lestra sem fluttir verða á nám- skeiði Greiningar- og ráðgjafa- stöðvar ríkisins í Háskólabíói 7. og 8. október nk. Námskeiðið ber heitið: „Sió- fræði og samskipti í starfi með bömum“. Auk ofangreindra efna verður m.a. varpað siðferðilegu ljósi á læknisfræðilega meðferð fyrirbura og alvarlega fatlaðra bama, sem og untönnun bama með langvinna sjúkdóma og bamavemdarmál. Ennfremurvenð- ur fjallað unt viðbrögð við áföll- um, samskipti fagfólks innbyró- is og samskipti foreldra og fag- fólks, frá sjónarhóli beggja. Fyrirlesarar em einkum úr hópi bamalækna og sálfræðinga, auk þess sem heimspekingur, fé- lagsráðgjafi, geðlæknir, sjúkra- húsprestur, foreldri fatlaðs bams, félagsmálastjóri og fram- kvæmdastjóri svæðisskrifstofu leggja sitt til málanna. Greiningar- og ráðgjafastöðin hafa haldið árleg námskeið um fatlanir bama og skyld efni síðan hún tók til starfa 1986. Þau sæk- ir einkum starfsfólk skóla og dagvistarstofnana þar sem fötluð böm og ungmenni em, sent og starfsfólk við heilsugæslu. Þau hafa öll verið fullsetin. Fjöldi þátttakenda er frá landsbyggð- inni. Á sl. ári var námskeið end- urtekió vegna mikillar aðsóknar, en aö þessu sinni verður séð fyr- ir nægilega stóm húsnæði til að rúma alla sem æskja þátttöku. Námskeiðið verður því ekki end- urtekið. Þess má geta að þátttaka í námskeiðum stofnunarinnar hefur nýst ýmsum fagstéttum sem stig eða einingar vegna end- ur- og framhaldsmenntunar. Þátttaka tilkynnist í Greiningar- og ráðgjafastöóina, síma 641744, í síðasta lagi 30. september.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.