Feykir


Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 5
33/1994 FEYKIR5 Molduxar bregða á leik í heimsókn sinni til íslendinganna hjá birgðastöð Sameinu þjóðanna. gátum nokkrum vömum við kom- ið vorum við allir komnir með glas í hönd, en fyrsti leikur okkar í mótinu átti að hefjast kl. 15.00. Voru Molduxamir leiddir inn í glæsilegan sal þar sem dúkað borð beið. Svitinn spratt út á mönnum er leiddar voru getur að því, til hvers í ósköpunum ætti að nota öll þessi hnífaör og þessi glös. Ohætt er að segja aó nú hófust fyrir alvöru kynni okkar af króatískri gestrisni. Til gamans skal nú matseðillinn kynntur. Eft- ir fordrykk var fyrsti réttur borinn á borð, en hann samanstóð af skinku, eggjum og heimagerðum osti. Með réttinum var borinn sal- atdiskur sem út af fyrir sig var heil máltíð. Þá kom á borðið réttur nr. tvö, bragðsterk kjötsúpa með brauði. Því næst voru sneiddar kalkúnabringur ásamt meðlæti á matseðlinum. Aðalrétturinn var lambasteik með öllu tilheyrandi og gerðust menn þónokkuó mett- ir. Loks fékk hver maður stóra skál, fulla af jarðaberjum með rjóma. Að lokum var boðið upp á kaffi og koníak. Landslaginu undir Nöfum lýst Undir borðum hélt Antun ræðu og lýsti ánægju sinni með komu okkar Islendinganna til Za- greb. Antun sagði jafnframt að Is- lenska þjóðin yrði alltaf sérstök í augum Króata, en eins og kunn- ugt er urðu Islendingar fyrsta þjóðin innan Sameinuðu þjóð- anna til að vióurkcnna sjálfstæði Króatíu. Um leið og við þökkuð- um fyrir okkur, gáfum við gest- gjafanum fána Sauðárkróksbæjar. Það vakti óskipta athygli okkar er Antun lýsti hiklaust landslaginu við Krókinn með því einu aó horfa á fánann og lýsir þetta vel hvemig tekist hefur til með hönn- un merkis bæjarins. Ekki var mik- ill tími til ræðuhalda og við orðn- ir afar tímanaumir. Þcnnan dag varð Alfreð 32 ára. Af því tilefni fór afmælis- bamið ásamt Pctar og keypti kök- ur í afmælisveisluna. Þegar eig- andi bakarísins uppgötvaði að viðskiptavinurinn var frá Islandi, var reikningurinn snarlega dreg- inn til baka og Alli og Petar kvaddir með virktum. Okkur virt- ist Króatar almennt upplýstir um Island og þess má geta aö um kvöldið var sýnd í sjónvarpinu ís- lenska kvikmyndin, Krismihald undir Jökli. Snepan og getan óx er á mótið leið Um kvöldið fórum við ásamt undirbúningsnefndinni og Islend- ingunum hjá Sameinuðu þjóðun- um á krá og snæddum heimalag- aóar reyktar pylsur á veitingastað scm heitirKONOBA „FIESTA”. Þama var okkur réttur gítar og sungum við öll þau lög sem við kunnum og er það töluvert. Króatamir vinir okkar sungu einnig, sýndu töfrabrögð og var stcmmingin ffábær. Snemma fór- um vió í háttinn og snemma upp morguninn eftir. Molduxamir léku hörkuleik við SISAK frá borginni Sisak sem er um 40 km frá Zagreb. Molduxar vom yfir lengi vel en gáfu eftir á síðustu mínútunum og töpuðu naumlega 57:61. I hádeginu var okkur boð- ið í mat og að vanda fengum við veitingar og þjónustu að hæfi höfóingja. Varokkurfærðurkcra- mikvasi sem var sérstaklcga bú- inn til fyrir okkur og merktur Molduxum. Um nónbil lékum við annan lcik vió lið frá Zagreb sem kallað var MAM - VIN Za- greb og unnum við 59:38 eftir að hafa verið tveimur stigum yfir í hálfleik. Greinilegt var aó eftir því sem á mótið leið óx snerpan og getan hjá Molduxunum en því miður lékum viö ekki fleiri leiki í mótinu. Fyrstu merkin um stríðið Vinir okkar í GAK frá Graz komu til okkar cftir leik og báðu um liðstyrk þar sem þeir voru orðnir fáliðaðir en því miður gát- um við ekki hjálpaó þeim því strax eftir lcik fórum við með Is- lendingunum vinum okkar til birgðastöðva Sameinuðu þjóð- anna við Zagreb flugvöll. Þarfór- um við og settum upp hjálma og klæddum okkur í brynvarin vesti og fengum að setjast upp í stærsta bryndrekann á svæðinu. Það skal tekið fram að þama sáum við einu mcrkin sem gáfu til kynna að Króatar ættu í stríði. A leiðinni til baka á hótelið keyrðum vió að Is- landsgötu og sýnir þaö vel hug Króata til íslands að gata í höfuö- borginni skuli hafa verið látin heita eftir landinu. Sunnudagur 22. maí. Þann dag sáum við úrslitaleikina í mót- inu og fylgdust með félaga okkar Pálma dæma leikinn um þriðja sætió í mótinu. Strax eftir mótslok bauð Petar og fjölskylda Molduxunum til veislu á bóndabýli sem var í eigu mágs Petars, Ivo, en við kölluóum hann ætíð Jón bónda. Engum blöóum er um að Ilctta að heim- sóknin á bóndabæinn var há- punktur ferðarinnar. Bæði ernátt- úrufeguróin einstök í sveitunum noróan vió Zagreb og hitt að mót- tökumar voru dæmalausar. Eftir stórkostlega veislu var framborin geysistór rjómaterta í laginu eins og Island, skreytt með fánum Króatíu og Islands og hélt frú Jelic tölu við það tækifæri og mælti nokkur hlý orð í okkar garð. Tertan var eins og nákvæmt landakort og eini staðurinn sem merktur var inn, var Sauðárkrók- ur. Ljóst er að Petar og fjölskylda bera hlýjan hug til Sauðkrækinga og dvalarinar á Króknum. Aður en haldið var heimleióis færðum við gestgjöfum okkar myndabæk- ur aó gjöf, Reykjavík 2CX) ára og Hin hlióin á íslandi ásamt stækk- aðri ljósmynd af Sauðárkróki. Nú verður að fara hratt yfir sögu. A mánudeginum var ferðast og m.a. í borginni Pula skoóuóum við mcrkilegt hringleikahús sem byggt var af Rómverjum árið 123 fyrir Krist. Vandræði á bílastæði Áfram var ferðast á þriðjudeg- inum og þá ekið yfir landamærin til Italíu. Um kvöldið var tekið þátt í þriggja liða móti sem fram íor á eynni Lido í Feneyjum. Frammistaóa Molduxa var von- um framar á þessu móti. Italamir færðu okkur fallegar gjafir sem við endurguldum. Aö mótinu loknu var þátttakendum boðið til kvöldverðar. Miðvikudaginn 25. maí héld- um við til Trieste þar sem í fyrsta skipti í ferðinni gafst tími til að kíkja í búóir og slaka örlítið á. Um kvöldið lentum viö í vandræðum með bílastæði utan við hótelið. Kom upp sú staða að Uxamir þurftu að ýta bílnum til á stæðinu. Þá kallar Pálmi leiðsögumaóur Sighvatsson til Petars sem sat við stýrið.” Ví möst ít the kar!! ” Fimmtudagurinn 26. maí fór hópurinn í ferðalag til Vínarborg- Stærsti og minnsti maður mótsins. Það fór vel á með þessum risavaxna króatíska leikmanni og Margeiri Frið- rikssyni. ar. Ekið var til Lublijana og það- an tekin lest til Vínarborgar, fram- hjá Graz. Var Petar kvaddur í Lublijana, og bauð hann þar okk- urtilhádegisverðar. Framkvæmda- stjóri veitingastaðarins sem nefndist Number Six, þekkti Pet- ar frá fyrri tíð, en Petar var og er mjög þekktur í Króatíu sem körfúknattleiksmaður og þjálfari. Okkur var þegar orðið ljóst hversu mikla vinnu hann hafði lagt í undirbúning ferðarinnar, en hvergi vom hnökrar í skipulaginu frá upphafi til enda. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir frábær- ar móttökur og alúð í okkar garó. Föstudagurinn 27. maí. Frá Vínarborg flugum við til Kaup- mannahafnar þar sem við höfðum 6 klukkustundir til að slaka á áður en haldið var af stað heim á leið. Notuðum við tímann og nutum lífsins á Strikinu við fjölbreyttar uppákomur. Molduxamir lentu á Keflavíkurflugvelli kl. 21.30 og óku rakleiðis af stað til Sauðár- kóks, en þangaó komum við kl. 3 um nóttina. Löngu og viðburða- ríku ferðalagi var lokið. „Býst við miklum baráttuleik" segir Páll Kolbeinsson þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls sem leikur sinn fyrsta leik gegn KR í Síkinu annað kvöld „Við rennum blint í sjóinn. KR-ingarnir eru náttúrlega með mjög öflugt lið, en okkar lið er meira spurningamerki. Við erum með mjög reynslulít- ið lið. I>að verða þrír strákar í liðinu á morgun sem hafa aldrei leikið meistaraflokksleik áður. Ég býst við miklum bar- áttuleik og við ætlum að berj- ast eins og grenjandi ljón“, seg- ir Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastólsliðsins sem leikur sinn fyrsta leik í úrvalsdeild- inni annaðkvöld (fimmtudags- kvöld). KR-ingar koma þá í heimsókn í Síkið. Páll segir alla leikmenn Tindastóls tilbúna í leikinn. Þcir Hinrik Gunnarsson og Amar Kárason hafa átt við meiðsli aó stríða undanfarið en þeir eru orðnir góðir og tilbúnir í slaginn. Amar er einn þriggja nýliða í Tindastólslióinu, hinir tveir em Atli Þorbjömsson og Halldór Halldórsson. Þessir piltar em aó- eins 17 og 18 ára. KR-ingar em enn án útlend- ings og það eykur vissulega von- ir Tindastólsmanna um hagstæð úrslit í leiknum. Með KR-ingum leikur m.a. Ingvar Ormarsson fyrrvcrandi leikmaóur Tinda- stóls. Ingvar hefur verió í byrjun- arliði KR undanfarið. KR-ingar hafa einnig fengið liðstyrk í hin- um sterka bakverói Fal Harðar- syni í Keflavík og kemur hann í stað Lámsar Amasonar sem lagt hefur skóna á hilluna um sinn vegna anna í námi. Láms hefur verið einn besti leikmaður KR undanfarin ár. Ljóst er að leikurinn í kvöld, sem og allir leikir í vetur, verður Tindastólsmönnum vafalaust strembinn. Það er því mjög mik- ilvægt að áhorfendur láti sig ekki vanta í Síkið í vetur og styóji vel við strákana á hverju sem geng- ur. Þegar illa gengur geta góðir á- horfendur virkað sem sjötti leik- maðurinn inni á vellinum. Áhorf- endur í Síkinu ættu að hafa það hugfast í vetur. czrf-l$a.[i.uruxníunzx ^JeljÍzLí ex 35757 czrf'ífzxij-i og a.ucjíýi.Lncjax í tana 35757 ^jfaxnúmEx ^_fctjÍL± ex 36703

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.