Feykir


Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 3
22/1993 FEYKIR3 Af götunni Ekið á Guðs vegum Meðal þeirra er höfðu fram- sögu á fundi um umferðarmál í síðustu viku var Hjálmar Jónsson sóknarprestur. Hjálmar greindi frá þeirri hlið er snéri að sóknarprest- inum varðandi umferðarmálin, og sú hlið er dökk. Um hraðaakstur- inn átti Hjálmar kannski ekki létt með að tala þar sem það oró fer af sóknarprestinum á Króknum að hann sé með ákaflega þungan bensínfót, og hafa gárungarnir haft það á orði að presturinn geti náttúrlega leyft sér það öðrum fremur að aka hratt þar sem að hann aki á Guðs vegum. En Hjálmar afgreiddi þetta mál á fundinum með því að heita því að hér eftir heyrði þaö til þjóð- sagna að presturinn á Króknum keyrði hratt Sumum viðstöddum var hugsað til þess að þessi yfir- lýsing kæmi nú á allra versta fima fyrir Hjálmar sem þessa daga er náttúrlega á fullu ásamt sínum stuðningsmönnum að undirbúa prókjörið. Það stefnir í mikla keppni milli Hjálmars og Vil- hjálms um fyrsta sætið, og þegar svona stendur á er hætt við að menn hraði stundum för sinni frekar en hitt „Eðal"skýrslur lögreglunnar Sumarliði Guðbjömsson var fulltrúi tryggingarfélaganna sem frummælandi á umferðarmála- fundinum. Sumarliði hældi lög- reglunni á Sauðárkróki mjög fyr- ir vandaðar og góóar skýrslur af umferðartjónum. Sagði hann skýrslur lögreglunnar á Sauðár- króki ákaflega skýrar og skil- merkilegar og bæru lögreglu- menn á Sauðárkróki af öðrum starfsbræðrum sínum hvað þetta varðaði. Sjálfum hefði honum reyndar fundist, þegar hann starf- aði sem lögreglumaður áður en hann kom til tryggingarfélaganna, að hann væri með skýrslugerðinni að vinna fyrir tryggingarfélögin. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki var hinsvegar ekki eins ánægður með löggæsluna og taldi að mun meiri tíma þyrfti í eftirlit. Guð- mundur Ragnarsson byggingar- fulltrúi kom þá með þann skemmtilega punkt að það væri náttúrlega von að lítill tími gæfist til eftirlitsstarfa þegar lögreglu- menn eyddu svona miklum tíma í að vanda sig við skýrslugerðina. Það væri líklega nær að snúa þessu við, meiri tími í eftirlit minni tími í skýrslugerö. Hlaut þessi meinlega athugasemd Guó- mundur dynjandi lófaklapp fund- argesta. Rjúpnaveiðibann! Öll rjúpnaveiói er stranglega bönnuð í landi Mælifells, Hvít- eyra, Starrastaða og Hamra- hlíðar í Lýtingsstaðahreppi. Landeigendur. #i i verið minna af rjúpu u segir Finni á Steini, sem hefur stundað rjúpnaveiðar í tæp 50 ár „Það þarf engínn að segja mér að rjúpan sé ekki ofveidd, það er bara rugl að halda öðru fram. Ég hef farið meira en þúsund veiðiferðir í 50 ár á sama veiðisvæðið í Tindastóli og það veit enginn betur en ég hvernig ástandið er. Ég hef ekki séð minna af rjúpu síðan 1948 og þess vegna hefði mátt stytta veiðitímann, ég held hann hali verið passlegur eins og hann var í fyrra", segir hinn kunna rjúpnaskytta Finni frá Steini, Sigurfinnur Jónsson. Hann hef- ur ekki fengið nema um 70 rjúpur í 10 veiðiferðum í haust Finni frestar ætíð sumarfríinu sínu fram á rjúpnaveiðitímann, en hann hefur haft lítið upp úr krafs- inu núna. „Það er greinilega of- veiði í rjúpunni. Ef ekki hefði komiö til hláka í október í fyrra hefði rjúpnaveiðibannið haldið. Þá var auð jörð svo að rjúpan sást mjög vel, alveg úr kílómeters fjar- lægð, enda varhún strádrepin. Ég tel að rjúpan sé staðbundin þó að öðru hafi verið haldið fram. Hún fer minnsta að kosti ekki langt. Það sama kom fyrir á Mælifellsá, stofnrjúpan var drepin og síðan hefur engin rjúpa verið þar", seg- ir Finni í samtali við Dag í síðustu viku. Hann segir að þaö sem hann hafi heyrt úr Skagafirði sé alls- staðar sama sagan, engin rjúpa. Vitaskuld komi það fyrir að einn og einn fái 10-20 fugla, en það sé minna talað um þá 10-20 veiði- menn sem fái ekki neitt. Þá segir Finni að það sé afleit þróun hvað menn séu famir að fara mikið á jeppum og öðmm torfærutækjum upp á fjöll til skotveiða. Þetta Ieiði til þess að rjúpan eigi hvergi griðland og stofninn sé því í stór- felldri útrýmingarhættu. „Þegar skálarnir komu í Tröllabotna breyttist yeiði- mennskan til verri vegar. Ég fór eina ferð á Auðkúluheiói og þar voru jeppar og jeppaslóðir upp um öll fjöll. Það virðist ekki vera tekið fyrir svona keyrslu. Það er líka algengt að menn séu með margskota byssur", sagði Sigur- finnur. Sjálfur er hann með tví- hleypu og notar aldrei meira en eitt skot á hvem fugl. I hverja veiðiferð fer hann aldrei með meira en 40 skot. Hefur sett sér Finni með alvæpni að loknum góðum veiðidegi. það að reglu. Kjördæmisþing Alþýðuf lokksins í Norðurlandi vestra: Framboðsmálin sett í nefnd til 10. des, Á kjördæmisþingi Alþýðu- flokksmanna í Norðurlandi vestra, sem haldið var á Sauðár- króki sl. sunnudag, var nýkjör- inni stjórn samtakanna falið að fjalla um hvernig staðið skyldi að framboðsmálum og komast að niðurstöðu eigi síðar en 10. desember nk. Þá var á sunnudag stofnfundur Jafhaðarmannafé- lags Skagafjarðar. Gengið var frá lögum fyrir félagið og um 20 stofhfélagar innritaðir og vitað er um marga fleiri er hyggjast ganga í félagið, að sögn Péturs Valdimarssonar fyrrv. stjórnar- manns í kjördæmisráði. Boðað verður til framhaldsaðalfundar síðar þar sem stjórn félagsins verður kosin. Á kjördæmisþinginu vom rædd ýmis flokksmál, bæði á landsvísu og innan kjördæmisins. Meðal annars var lítilega rætt um þá óá- nægju sem ríkt hefur meðal Al- þýöuflokksmanna á Blönduósi með skipan formanns sjúkrahús- stjómarinnar, en þeir hafa ásakað Stefán Gunnarsson á Hofsósi fyrr- verandi formanns kjördæmis- stjómar um að koma málum svo í kring. Stefán var fjarverandi á þinginu og af þeim sökum var minni umræða um málið en ella hefði mátt reikna með. Nýja stjóm Kjördæmissam- bands Alþýðuflokksmanna í Norð- urlandi vestra skipa: Jón Karlsson Sauoárkróki, Guðmundur Amason Siglufirði og Steindór Haraldsson Skagaströnd. Engin stjómmála- ályktun var gerð á þinginu, enda þingtími mjög stuttur. Ekki kom fram annað á þinginu en fulltrúar væm ánægðir með margt það sem ráðherrar og þingmenn flokksins hafa komið til leiðar á kjórtímabil- inu. Gestir þingsins voru Sigbjöm Gunnarsson þingmaður Alþýóu- flokksins á Norðurlandi eystra og Sigurður Tómas Björgvinsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins. ? Samvinnubókin Með viöskiptum viö Innlánsdeildina hlúirþú að velferð þinni og atvinnultfi í héraðinu. Hagkvœm ávöxtun í heimabyggð! 4,3% nafnvextir 4,35% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92%) Innlánsdeild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.