Feykir


Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 39/1994 Heilir og sælir lesendur góóir. A nýaf- stöðnu landsþingi hestamanna voru þrír heiðursmenn sæmdir gullmerki samtak- anna. Einn af þeim var Jón Sigurósson í Skollagróf. Af þessu tilefni mun hann hafa ort eftirfarandi vísu. Hrossastússið helst ég kaus, hugann síst mun baga. Ekki vil ég ístaðslaus eiga marga daga. í umræðum um mótamál lét Guðlaug Hermannsdóttir fulltrúi Léttis á Akureyri, orð falla í þá vem, að vel færi á með Skagfirðingum og Eyfirðingum. Að máli hennar loknu komst Kári Amórsson úr Kópavogi aó eftirfarandi niðurstöðu. Allt hefég borið undir þá elsku vini í Skagafirði, þeir hafa svalað minni þrá og það tel ég vera nokkurs virði. Nokkra athygli hefur vakið hjá lands- ins bömum frásögn DV nú í haust af dijúg- mikilli notkun á oddvitasíma í ónefndu sveitarfélagi hér í Austur - Hún. Dagbjart- ur Dagbjartsson á Refsstöðum í Borgar- firði spurði þessi tíðindi eins og fleiri og varð það tilefni eftirfarandi vísu. Þó kvenmannsleysið kvelji mig og kreppi að mínum ástar bríma. Þáfinnst mér aumt að eðla sig yfir hafí gegnum síma. Þegar ffásagmr af siðabot krata krydd- uóu fréttir af landsmálum komst eftirfar- andi vísa á kreik. Ípólitík víða má spillingu sjá sem veldur hér skaða og tjóni en kennslu í siðfrœði kannski má fá hjá krötunum Arna og Jóni. Þá skal fljóta hér með limra sem til- einkuð er heilbrigðisráðherra. Höfundur er Hallmundur Kristinsson. Góður er Guðmundur Arni þótt gamanið stundum kárni. Hann veit að í viðbót þarfveglega siðbót er mikið þótt manninum sámi. Áfram skal haldið með limrur sem ort- ar vom þegar landsmönnum bámst þau tíðindi að jarðskjálfti herjaði á Vestfiró- inga. Höfundur er Kristján Stefánsson ffá Gilhaga. Á íslandi er allskonar óró, en af því við seint fáum þó nó. Einn útkjálki þar að útrýmast var. Þá tók til að titra á Patró. Og bœði í heittelsku og hatri, menn hentu sér niður í snatri. Eg heffyrir víst, að happ afþví hlýst, því þjóðinni fjölgar mest flatri. Eflandsskjálftinn leggur menn flata, það léttir á þrenginum krata. Er ajtur sól rís, þá er uppskeran vís, og brosið mun breikka á Hvata. Þetta eru aðgerðir örar og skjótar, það eflaust þjóðlífið mótar. En ég alls ekki skil hvort aðgerð sé til, svo að atkvœðin eldist fljótar. Karl Kristjánsson mun vera höfúndur að þessari hringhendu sem gerð er á haustdögum. Svalinn nueðir sviðinn völl, sólarglœðum hallar. Sumarklceðin eru öll ofin þrœði mjallar. Guðmundur Þ. Sigurgeirsson yrkir svo. Skvaldur spara mun ég mér milli skara og vona. Lœt þar bara eins og er allarfara svona. Onnur vísa kemur hér effir Guðmund. Gengið hefég margs á mis, má þó heita ríkur. Áhyggjurnar eins og fis af mér gleðin strýkur. Þegar Guðmundi verður hugsað til vistaskiptanna við brottför að jarðlífi loknu verður til þessi vísa. Síðast þegar set í naust saddur lífs affári. Heilagur drottinn hispurslaust hýrgaðu mig á tári. Nú að lokinni sláturtíð em trúlega margir búnir að birgja sig upp með vetr- arforða. Trúlega gæti næsta vísa átt við marga sem á þessum haustdögum hafa bmgðið sér í verslunarferð, og átt tal við kaupmanninn á hominu. Höfundur er Jón Eiríksson í Fagranesi. Hér mun vera fyrsti flokkur, fremur lídll þó. Heldurðu ekki að hálfur skrokkur handa mér sé nóg. Þá er að lokum bón mín til ykkar les- endur góðir að drífa nú í að senda þættin- um vísumar scm þið hafið lengi ætlað að senda en af einhverjum ástæðum ekki komið í verk. Að svo mæltu verður það Jón í Fagranesi sem leggur okkur til loka- vísuna. Aldreifeigur forðar sér þó flýi afgömlum vana. Lífsbaráttan örðug er, enginn vinnur hana. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154. Sætur sigur á Þórsurum Tindastólsmenn vonandi komnir á skrið að nýju Tindastóll vann sætan sigur á Þórsurum í nágrannaslagnum á Króknum sl. fimmtudags- kvöld. Tindastólsmenn gjör- samlega keyrðu yfir Þórsarana í fyrri hálfleiknum og sýndu þá það besta sem sést hefur í Sík- inu í vetur. Tindastólsstrákarn- ir komust þá mest í 25 stiga mun og voru 20 stigum yfir í hálfleik, 52:32. Bandaríkjamaðurinn John Torrey fór á kostum í liði Tindastóls, skoraði 24 stig í fyrri hálfleiknum, þar af fóru fimm þriggja stiga skot ofan í. Þórsarar komu síðan mjög steikir til seinni hálfleiks og byrj- uðu betur, náðu fljótlega munin- um niður í 15 stig, en Tindastóli tókst að halda leiknum í jafhvægi um tíma. Um miðjan hálfleikinn náðu síðan Þórsamir yfirtökunum og vom nær því búnir að jafha þegar John Torrey skoraði tvær þriggja stiga körfúr í röð og á eft- ir fylgdi kafli sem Tindastóli tókst að koma muninum í 19 stig. En þá tóku Þórsarar við sér að nýju og þegar skammt var til leikloka munaði einungis tveim stigum á liðunum. Páll Kolbeinsson kom mjög sterkur út úr lokakaflanum og brást varla skot af vítalínunni. Spennan á síðustu mínútunum var ótrúleg og það vom Tindastóls- menn sem höfðu ástæðu til að fagna í lokin. John Torrey var besti maður Tindastóls í leiknum og þessi skemmtilegi leikmaður virðist njóta sín mun betur fyrir utan en undir körfunni í sókninni. Hinrik Gunnarsson var mjög drjúgur og reynsla Páls Kolbeinssonar kom að góðum notum undir lokin. Hjá Þór var Kristinn bestur í heildina, Konráð var mjög sterk- ur í seinni hálfleiknum og fór þá fyrir sínum mönnum. Stig Tindastóls: John Torrey 39, Hinrik G. 19, Páll Kolbeinsson 15, Amar K. 9, Omar S. 5, Sigur- vin P. 4 og Halldór H. 2. Flest stig Þórs skomðu Kristinn F. 36, S. Anderson 19 og Konráð Ó. 13 stig. Gangur leiksins: 9:2, 21:4, 34:14, 41:18, 48:23 (52:32), 63:50,71:52,71:67,77:69,81:79, 87:84 (93:87). Fráköst: Tindastóll 32 og Þór 26. Stutt hlé var gert á DHL-deild- inni vegna æfinga landsliðsins. Næsti leikur Tindastóls verður á sunnudaginn kemur gegn KR- ingum syðra. Tvö töp kvennanna Kvennalið Tindastóls átti við ramman reip að draga í Ieikj- unum við Keflvíkinga, er Suð- urnesjastúlkurnar komu í heimsókn á Krókinn um helg- ina. Tindastóll tapaði báðum leikjunum með nokkrum mun, 60:79 á laugardag og 54:79 á sunnudag. Keflvíkingar viróast eins og undanfarin ár vera með besta liö- ið í deildinni og vandséð aö eitt- hvert annað lið komi til með að steypa þeim af stalli í venir. Það var sama þótt Tindastólsstúlk- umar næðu að klóra í bakkann og minnka fomstu þeirra kefl- vísku, lítið mál var fyrir íslands- meistarana að borga fyrir sig og auka fomstuna að nýju. Ásta Óskarsdóttir var at- kvæðamest Tindastólsstúlkna í fyrri leiknum, skoraði 26 stig, Inga Dóra Magnúsdóttir gerði 15 og Kristín Magnúsdóttir 9 stig. í seinni leiknum vom Inga Dóra og Kristín bestar. Inga Dóra skoraöi 19 stig og Kristín 18. Tindastóll hefur nú sex stig í deildinni eftir sjö leiki. Jasstónleikar í Ásbyrgi og Kaffi Krók Gunnar Gunnarsson píanisti, Tómas R. Einarsson bassa- leikari, Matthías M.D. Hem- stock trommari og Ragnheiður Ólafsdóttir söngkona halda tónleika í Ásbyrgi í Miðfirði, annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 10. nóvember. Úr Mið- firðinum liggur leiðin á Sauð- árkrók, þar verða tónleikar á veitingahúsinu KaflS Krók föstu- daginn 11. nóvember. Á tónleikunum verða fluttir gamlir og góðrir„standard;u'' ásamt íslenskum og norrænum lögum í jassbúningi. Tónleikamir í Asbyrgi hefjast kl. 21,00 og á KaffiKrókkl. 22,00. Þremenningamir hófu sam- starf fyrir skömmu, en hafa áður flutt jasstónlist víða um land í öóm samhengi, nú síðast á Rúrek, jasshátíðinni í Reykjavík. Ragnheiður Ólafsdóttir söng- kona er úr Borgamesi, stjómaði áður sönghópnum Sólarmegin á Akranesi, en býr nú á Akureyri. Tómas er uppmnninn í Döl- unum, býr í Reykjavík og er löngu landsþekktur fyrir tón- listarflutning og lagasmíóar. Gunnar er Akureyringur og hefúr starfað þar ötullega að jasslífi, en er nú fluttur suóur. Fjölgað í fyrstu deild í Bikarkeppni FRÍ Á ársþingi FRI á dögunum var ákveðið að fjölga liðum í Bikarkeppni FRÍ úr sex í átta. Þetta þýðir að bæði USAH og UMSS verða með lið í fyrstu deildinni næsta ár. Skagfirðingar urðu í fimmta sæti í Bikarkeppni FRÍ síðasta sumar og áttu því að falla ásamt ÍR-ingum í 2. deild. Raunar hafa Skagfirðingar og Húnvetningar verið að vinna sig upp í 1. deild og falla niður í 2. deild á víxl undanfarin ár. Þetta munstur ætti kannski að breytast við fjölgun liða í deildinni, nái lið Skag- firðinga og Húnvetninga að halda sínum styrkleika og jafhvel bæta við.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.