Feykir


Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 12

Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 12
12 FEYKIR 45/1994 Ljós morgunim tók hinafógm sveií ífaðm sinn Bjami Jónsson frá Hrauni segir frá heimferð sinni af vetrarvertíð íEyjum fynr 70 ámm Jólatré við félagsheimilið á Hvammstanga, en stúlka ein frá staðnum kemur við sögu hjá Bjarna og varð hann skömmustulegur þegar hann hitti hana að nýju seinna á lífsleiðinni. I jólablaði Feykis fyrir tveim- ur árum birtist skemmtileg frásögn eftir Bjama Jónsson frá Hrauni í Sléttuhlíó. Þar sagði Bjami frá vem sinni og Antons bróður síns á vetrar- vertíö í Vestmanaeyjum árið 1924. Bjami gaf á sínum tíma Feyki þennan frásögu- þátt til birtingar. Þátturinn var í lengra lagi, þannig aö einungis rúmlega helmingur hans hefur birst. I seinni hlut- anum segir af feróalaginu heim um vorið með strand- feröaskipinu Esju. Frásagnar- gleði Bjama nýtur sín þama engu síður en í fyrri hlutan- um, og það verður að segja um þennan dreng úr Sléttu- hlíöinni að hann hefur fágæt- an hæfileika aö glæóa frá- sögn sína lífi, þannig að sögusviöið birtist lesandan- um ljóslifandi. Kemur hér frásögn Bjama af heimferð- inni og njóti lesandinn vel. L engi voru mér í minni þegar siglt var inn brekkufríðan Hvammsfjörð, laufgaðir skógarásar og sveitin beggja vegna fjarðarins í sumarbúningi. Nótt- in var björt sem dagur. Mér fannst þessi ljósi vormorgun með sinni kyrrð taka þessa fögru sveit í faðm sinn, þegar sól- in skyggndi hafflötinn og var á gægjum inni á milli fjallanna. Það var vissulega ekki þörf að kvarta, því að allir nætur- hrafnarnir voru í fasta svefni og ég glaður í hjarta mínu að hafa hlýtt kalli bróður míns að bergja ekki á brjóst- birtudropunum í Stykkishólmi. Ég hefði þá misst af öllu því sem ég sá og heyrði. Þrírödduð hljómkviða, sem skapaðist af hundgá, kindajarmi og fuglakvaki, barst mér nú til eyma. Ég, sveitastrákurinn, kannaðist við þennan vorklið og nú hlakkaði ég til að koma heim. Það bar lítið til tíðinda í Búðardal, enda ekki lengi staðið við. Lágum við við festar langt frá landi og enginn hreyfði hönd né fót nema þrír menn sem höfðu komist á leiðarenda. Enginn stans var í Tálknafirði sem heitið gat, pósturinn og ein eldri kona fóm þar í land. Tvennt var til að mér er þessi dama minnisstæð. í fyrsta lagi hvað hún var myndarleg á íslenskum bún- ingi, sem hún bar með ágætum, og hitt hvað blessuð manneskjan var hrædd þegar henni var hjálpað yfir hástokkinn og út í stigann, sem hékk niður að sjó- máli, þar sem bátskæna tók við henni. Ekki var nærgætninni fyrir að fara, því enginn fór á undan til aó taka af henni fallið, ef henni hefði orðið fótaskortur. Bjarni Jónsson frá Hrauni. Samt fór allt vel og mikið var hún glöð þegar hún sat á þóftunni og veifaði til okkar og sendi fallegt bros með því seiðmagni sem sterka kyninu hefði orð- ið minnisstætt, ef hún hefði verið 40 ámm yngri. Þá hefði henni líklega ver- ið hjálpað niður stigann. Við vorum ekki langt frá landi þegar siglt var norður með Látrabjargi í glampandi sólarljósi og dauðum sjó, enda flestir ofan þilja og eins margir á efri pöllum sem rúmið leyfði. Ég lagði hlustir við mörgu, sem gamlir og reyndir spjölluðu um fuglinn og fæðu- öflun hans. Mörg þúsund tonn af ung- fiski færi í þessar milljónir munna eins og þeir sögðu. Enda voru þeir eins og ský yfir hömmm og sandfjömm. Nokkm grynnra sáum við lítinn ára- bát með tveimur mönnum, og þessi skel var svo sökkhlaðin að það var eins og karlamir stæðu á haffletinum. Ann- ar þeirra slægði og hausaði í óða önn, en hinn beygði sig niður og tók fallega lúðu og veifaði til okkar. Annars sáum við ekki nógu vel, því aö fuglinn var eins og þéttriðað net á legi og í lofti. En Esja bmnaði áfram með 13 hnúta hraða í átt til Patreksfjarðar. Við munum hafa tafið þar á annan sólarhring. Annars man ég ekkert þaðan. Líklega hef ég verið í óminni svefnsins í þann tíma, því að það var ásetningur minn að vaka og slæpast, þegar siglt var milli hafna. Nú segir ekki af ferðum okkar fyrr en komið var til Isafjarðar. Þar var miklu skilað í land og nokkm tekið á móti. Isafjörður er vinalegur bær, enda notaði yngra fólkið sér töf skipsins með því að fara í land og spranga út og suð- ur eftir geðþótta. A þessum ámm ríkti mikill vaxtarbroddur og gott mannlíf í kaupstaðnum. Bátar að koma og fara, hlaðnir sjófangi, hressandi bergmál vinnandi handa, fiskiþefur og olíu- stybba, slor og aftur slor, sem kallast nú peningalykt. Það var fastmælum bundið hjá mér og fleiri unglingum að skoða bæinn. Við ætluðum ekki að hrekkja neinn eða gera spjöll á mönnum og mannvirkjum. Vinnan hafði kennt okkur að bera virð- ingu fyrir hvom tveggja. Okkur var næst að komast í snertingu við náttúm- legt umhverfi og héldum sem leið ligg- ur inn í Skutulsfjörð, en það er sá fjörð- ur sem Isafjarðarkaupstaður er byggð- ur við. Hinn raunvemlegi Isafjörður er langt inni í Djúpi, mannfár og lætur líf- ið yfir sér. Þetta fannst okkur furðulegt. Þegar við höfðum skoðað þennan fríða og skeifulagaða fjarðarbotn, far- ið í leiki, sem hvert okkar hafði skap til, etið nestið, hvílst og teygað ilm úr grasi, löbbuðum við sömu leið til baka og þurftum margt að skoða. Einhver leit á klukkuna þegar komið var að skrúðgarðinum, sem þá var í mótun, og höfðum vió verið þrjár klukkustundir í þessari ferð. Eitthvað vorum vió að snuðra í þessum garði, þegar til okkar kemur maður, fisléttur í öllum hreyf- ingum og skemmtilega málglaður, og biður okkur umfram allt að vekja ekki blómin og hríslumar, þetta séu vöggu- börn, hrædd við ókunnuga. Sjálfur var hann á hraðri ferð, því að hann þurfti að líta eftir syni sínum á þriðja ári, sem var í fjörunni að byggja hús í sandinum og átti þaö að standa um aldur og ævi eða að minnsta kosti til næsta flóðs. Þessi patti var sonur Jóns Jónssonar klæðskera og Karlinnu Jóhannesdóttur. Snemma beygist krókurinn að því sem verða vill og undarleg eru tilvikin stundum. Tuttugu og einu ári síðar kemur hann sprenglærður með skírteini í vasanum frá Svíaríki, kvænist dóttur minni og byggir nú alvöru hús í höfuð- borginni. Það blakti ávallt á skarinu hjá far- þegunum um borð í Esju í þessari skemmtilegu ferð. Seint að kvöldi er farið frá Isafirði og allir í besta skapi, þangað til farið er yfir Straumnesröst. Það var norðaustan stormur og kviku- jóðlandi, sem olli vanlíðan farþeganna, einkum hins veika kyns. Minn heilad- ingull er aldrei hressari en einmitt á sjó

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.