Feykir


Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 13

Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 13
45/1994 FEYKIR 13 og frekar er verst lætur. Eg var úti á dekki, þegar ég kom auga á eina stúlk- una sem hélt sér dauðahaldi í dyrastaf- inn á öðru plássi og var ekki sjálf- bjarga. Það virtist sem allar ómælis- víddir rúms og tíma rynnu saman í eitt þokuband hjá þessari aumingja vamar- lausu ungu dömu, augun blind af tárum og munnurinn fullur af spýju. Auðvit- að rétti ég henni hjálparhönd, greip um herðar henni, dró hana út að skjólborð- inu, þar sem hún létti af sér ólgunni. Ég sótti henni vatn í flösku, svo að hægt væri að skola kverkarnar. Þetta var ein ungmærin, sem var með okkur í skemmtiferðinni þá um daginn. Hún var mikið þakklát fyrir stjanið og mér ávallt nálæg það sem eftir var leiðar til Hvammstanga. Þar átti hún heima og þangað var komið um fótaferðartíma. Við lágum langt frá landi og þess vegna seinagangur á allri vinnu. Stórir og þungir fjórrónir bátar tónuðu allan þann dag og langt fram á nótt milli skips og lands. Er líða tók á daginn, fengum við þær fréttir að dansleikur væri boðaður í landi klukkan níu um kvöldið, og þangað þurftum við endi- lega að fara. Samkomuhúsið var bæði lítið og gamalt, rúmaði ekki einu sinni alla sem komu frá borði. Karlpeningur- inn var þar í stórum meirihluta, líklega þrír um hverja dömu. En þessir horsku drengir voru svo prúðir að ekki var stjakað við neinum. Vinkona mín sem áður er getið, bauð mér heim sem ég ekki þáði, en að enduðum dansi gekk hún með mér í fjöruborðið, og þar skiptumst við á nokkrum orðum og kvöddumst með hlýju handtaki. Og þar gaukaði hún því að mér að við skyldum halda vináttunni áfram og að hún myndi skrifa fyrst og ég auðvitað svara um hæl, sem ég aldrei gerði. Svikin hefndu sín í þá daga eins og nú, þó að ekki gerðust ævintýrin á sama hátt. Tveimur og hálfu ári síðar var ég staddur í Reykjavík og þurfti að fara með föt í hreinsun og fór eftir á- bendingum kunnugra um hvaða staður væri bestur. Þegar ég knúói þar dyra hringdi bjalla á hurðinni og fram að borðinu kom ung og þokkafull dama og innir mig eftir erindinu. Þegar ég hafði sagt það tekur hún bók skrifar fullt nafn mitt án þess að hika og spyr hvar ég eigi heima. Þar næst leitar hún í jakkavösum, finnur þar bréfmiða, rétt- ir að mér og spyr mjög sposk á svip, hvort þetta sé bréfið sem hún hafi skrif- að mér og ég aldrei svarað. Fleiri kjaftshögg þurfti ég ekki til að skilja að hér var engin önnur en vinkonan frá Hvammstanga. Asökunin fór með hraða blóðsins um allan skrokkinn, og bleyðuhátturinn varð svo yfirþyrmandi að ég kvaddi og fór mína leið. Nokkrum dögum síðar fékk ég tilvon- andi mág minn til að sækja fötin. N ú höfum við lagt Vestfjarða- hafnir að baki, erum á leið frá Skaga- strönd til Sauðárkróks í hásumarblíðu og ekki væsti um farþegana um borð í Esju. Eg held við bræðumir höfum ver- ið með brattasta stélið af öllum farþeg- unum, þegar blessaður Skagafjörðurinn skrauti búinn breiddi faðminn móti gestum svo snemma morguns, að sólin var að teygja sig af austurfjöllunum til að vekja af næturblundi bændur og búalið. Við að sjá þessa fögm mynd- skreytingu flaug mér í hug, að hafi fjörðurinn skartað svona klæðum þeg- ar skáldið Matthías Jochumsson reið um hérað og kvað lofsönginn árið 1889, hafi slíkur bragsnillingur haft ærið yrkisefni. Það var lítið tafið á Króknum og þar gerðist ekkert markvert. Farið var það- an síðdegis og stefnan sett á Hofsós. Eyjólfur Eðvaldsson loftskeytamaður, drengur góður og skilningsríkur, vissi hvað við átti og lét í hendur mínar sjón- auka skipsins. Það var ekki um að vill- ast að strikið var nákvæmt hjá Beck skipstjóra. Það horfði hárrétt á húsið hans Ama skóara. Okkur bræðmm taldist svo til að hafa verið ellefu sólarhringa frá Reykjavík til Sauðárkróks. Skyldi það ekki þykja seinagangur nú til dags, þegar hægt er að fara þessa loftlínu á þrjátíu mínútum? Tíminn má ekki hlaupa frá okkur. Við emm að kveðja ferðafélagana með þessu gamla upp- gerðarbrosi, sem fylgt hefur Islending- um svo dyggilega í 1050 ár. Dagur er að kvöldi kominn. Sólin er að ganga til viðar. Fjöll, eyjar og engi hjúpast húmdökkum daggarúða næturinnar. Við emm á hestbaki á leið heim. Bestu óskir um Gleðileg jól gott og farsœlt komandi ár Gleðileg Jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári Starfsfólk Matvörubúðarinnar Bestu óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár Landsbanki Islands Skagaströnd Gleðileg jól gcefuríkt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu SJOVAODALMENNAR Umboðið á Sauðárkróki QkðiCefjjóC ofjfars&Ct kjpmandi dr Þökjýum vidskiptin á íiönu ári %jötvaí Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Verslunin Bláfell Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.